Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 7 DV Sandkorn Sá miskunnsami Nú er hand- knattleiksver- tíðin að byrja og menn farnir að spá fyrir um væntanlega ís- landsmeistara og sýnist þar sitt hverjum eins og gengur. Þó virðast flest- ir á því að KA frá Akureryi verði með eitt allra sterkasta liðið í vetur. Það hef- ur vakið athygli hve handknatt- leiksdeild KA virðist hafa úr mikl- um peningum að spila viö leik- mannakaup. Þetta vekur ekki síst athygli í ljósi þess að knattspymu- deild félagsins virðist vera fátæk, nær ekki árangri og er í 2. deild. Sama er að segja um handknatt- leiks- og knattspyrnudeild hins Ak- ureyrarfélagsins, Þórs, sem er í 2. deild í báðum greinunum. Nú segja gárungar, sem tengjast handknatt- leiknum, að þeir hjá handknatt- leiksdeild KA tali ekki um mis- kunnsama Samverjann heldur mis- • kunnsama Samherjann! Lítið bókað Suðurnesjatíð- indi skýra frá þvi að á bæjar- stjórnarfundi í Reykjanesbæ hafi Kristján Gunnarsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins, gagnrýnt stjóm Sam- bands sveitarfé- laga á Suður- nesjum. Sagði hann að í fundargerðir væri bókað svo litið að þeir sem læsu þær yfir væra engu nær. Jafnframt lýsti hann því yfir að sá stutti tími sem hann sat í stjóm sambandsins hefði verið sá leiðinlegasti sem hann hefði upplifað. Frjáls viðskipti í nýjasta hefti af Stefni, tíma- riti ungra sjálf- stæðismanna, er grein sem heitir Til vam- ar vændi. Þar segir meðal annars: „Lík- lega er best að skilgreina vændiskonuna sem manneskju sem nauðgun- arlaust skiptir á kynlífi og fé. Mikil- vægast er þó að viðskiptin eru nauögunarlaus. Fyrir nokkrum árum sá ég forsíðumynd á tímariti þar sem mjólkurpóstur og bakari stóðu, sælir á svip, saman við sendibíla sína og átu sætabrauð og drukku mjólk. Báðir voru greini- lega hæstánægðir með þau nauð- ungarlausu viðskipti sem þeir höfðu átt. Einhveija kann að skorta hug- myndaftug til að sjá nokkurt sam- hengi milli vændiskonu, sem skemmtir viðskiptavini símnn, og viðskipta mjólkurpósts og bakara. Engu að síður er i hvoru tilvikinu um að ræða tvær manneskjur sem af fúsum og frjálsum vfija koma saman og gera tilraun til að full- nægja þörfum sinum. Auðvitað get- ur það gerst að viöskiptavinur vændiskonunnar telji þjónustu hennar ekki hafa verið i samræmi við það fé sem hann greiddi eða vændiskonan telur sig fá lítið fyrir sinn snúð. En svipuð óánægja getur orðið í viðskiptum mjólkurpóstsins og bakarans. Mjólkin gæti verið súr og bakkelsið hrátt...!“ Ástin blind Eftir svo stór- brotna lýsingu á því sem líkt er með gleði- konu og viö- skiptavini hennar annars vegar og mjólk- urpósti og bak- ara hins vegar er ekki úr vegi að skipta yfir til hinnar sönnu ástar og fara með visu sem Jón Bergmann, sá mikli hagyrðingur, orti um hana: Ástin blind er lifsins lind, leiftur skyndivega. Hún er mynd af sælu og synd samræmd yndislega. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Sigurður Flosason saxófónleikari: Lék undir hjá Van Morrison Hinn kunni saxófónleikari Sig- urður Flosason hefur verið að gera garðinn frægan á erlendri grund og meðal annars leikið í kvintett með hinum þekkta breska trompetleik- ari Guy Barker og hafa þeir leikið víða saman. Þær fréttir bárust að á einni gervihnattastöðinni hefði ver- ið leikið lag með Van Morrison og hefði Sigurður Flosason verið einn undirleikara. Fréttin var borin und- ir Sigurð og staðfesti hann þetta og sagði að kvintett Guy Barkers hefði leikið undir i tveimur lögum hjá Van Morrison á Mercury-hátíðinni í fyrra: „Ég hef verið að frétta af þessu öðru hverju að verið sé að sýna þessar upptökur en málið er að plata kvintetts Guy Barkers og Van Morrison voru einar af tíu plötum - tvö lög tekin upp fyrir sjónvarp sem tilnefndar voru til Mercury- verðlaunanna í fyrra. Á hátíðinni sjálfri tókum við tvö lög með hon- um og var annað þeirra, Moond- ance, sem er eitt hans þekktasta lag. Þetta var ekki alveg óundirbúið, við renndum í gegnum lögin áður en kom að upptökum og var virkilega gaman að leika með Mo'i'ison, sem er mjög góður, en hvorki við né Morrison hrepptum verðlaun að þessu sinni.“ Það er annars af Sigurði að frétta að út er að koma geislaplata með honum í vikunni. Er um að ræða frumsamda tónlist sem hann flutti á listahátíð ásamt alþjóðlegri sveit djassleikara og nefnist platan Geng- ið á hljóðið. Þá mun Sigurður koma við sögu á komandi RúRek djasshá- tíð sem hefst á sunnudag. -HK Sigurður Flosason ásamt Guy Barker þegar þeir léku saman á Sól- on íslandus en þeir léku báðir undir hjá Van Morrison. Hoppkastali Hoppkastali til leigu t.d. í afmæli og fleiri tækifæri. Verð frá kr. 4.000 á dag (án vsk.) Tjaldaleigan Skemmtilegt hf ^&ókh41sn-stai587677^ Þeir félagar Kjartan Hjartarson og Arnþór Arnþórsson unnu að endur- bótum á bryggjunni á Breiðdalsvík þegar DV átti leið um. Þeir rétt gáfu sér tíma til að líta upp frá verkinu enda áríðandi að Ijúka því áður en vetur gengur í garð. DV-mynd ÞÖK Skólastjóra- skipti á Hofsósi og í Fljótum DV, Fljótum: . Skólastjóraskipti urðu við grunn- skólana á Hofsósi og Sólgörðum í Fljótum nú í byrjun skólaárs. Jó- hann Stefánsson, sem gegnt hefur starfi skólastjóra við Sólgarðaskóla undanfarin fjögur ár, var ráðinn skólastjóri við grunnskóla Hofsóss. Hann tekur við starfinu af Snæbirni Reynissyni sem tekur við skóla- stjóm á Vatnsleysuströnd. Guðný Lára Petersen hefur verið ráðin skólastjóri Sólgarðaskóla. Hún hefur kennt við skólann síðan árið 1990. Guðný hefur undanfarin flögur ár stundað fjarnám við Kenn- araháskólann og lauk þaðan kenn- araprófi í síðasta mánuði. Tíu böm á aldrinum 6-12 ára stunda nám við Sólgarðaskóla í vet- ur en á Hofsósi verða 69 nemendur. Þar eru starfræktir 1.-10. bekkur en í vetur verður nemendum skipt í sex deildir við skólann. -ÖÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.