Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 Sviðsljós Clint fáorður í réttarsalnum Clint Eastwood sór sig í ætt við sjálfan sig í hinum frægu Dollaramyndum þegar hann kom fyrir rétt vegna máls sem fyrrum ástkona hans, Sondra Locke, hefur höfðað á hendur honum: Hann sagði fátt. Svaraði spurningum lögmanns Sondru með já-i eða nei-i. Sondra heldur þvi fram að leynisamkomulag Clints við kvikmyndafélag um að endurgreiða tap á myndum hennar hafi eyðilagt frama hennar. A1 Pacino í njósnaraleik Stórleikarinn A1 Pacino hefur mikinn áhuga á að leika föður- landssvikarann og njósnarann Aldrich Amés í kvikmynd um njósnir hans í þágu Sovétríkj- anna. Myndin á að heita Killer Spy og leikstjóri verður Carl Franklin. Goldie Hawn, Diane Keaton og Bette Midler mættu galvaskar til frumsýningar nýjustu myndar sinnar, The Wives Club, í Hollywood á mánudagsvköld. Goldie Hawn heldur sínu striki eftir 27 ár í kvikmyndaheimi Hollywood: Fimmtug og eftirsótt Leikkonan Goldie Havm lætur engan bilbug á sér finna þó hún sé orðin fimmtug og hafi starfað í 27 ár í kvikmyndaheimi Hollywood. Á mánudag var frumsýnd ný kvik- mynd, The Wives Club eða Eigin- konuklúbburinn þar sem hún leik- ur með Diane Keaton og Bette Midler. í myndinni leika þær stöll- ur fráskildar konur á miðjum aldri. Þær eiga sér það sameiginlega markmið að ná sér niðri á fyrrver- andi eiginmönnum sínum fyrir að eltast við kvenfólk. En Goldie lætur ekki staðar numið með þessari mynd, öðru nær. Hún verður einnig með hlutverk í nýrri söngvamynd Woodys Allens ásamt Drew Barrymore, Alan Alda og Júlíu Roberts. Fáar leikkonur í Hollywood hafa leikið jafnfjölbreytt hlutverk og fer- ill farra hefur verið jafhófyrirséðm: og hennar. En velgengni Goldie Hawn er óumrædd og hefur hún halað milljónir doOara inn á mynd- um sínum. Og ólíkt öðrum leikkonum, sem voru hvað frægastar á áttunda ára- tugnum og þóttu búa yfir kyntöfr- um, þá hefur hún haldið stöðu sinni. Meðan Britt Ekland, Ursula Andress, Jacqueline Bisset, Ali McGraw og Faye Dunaway hafa nánast horfið af sjónvarsviðinu er Goldie Hawn enn eftirsótt í ýmis hlutverk. Henni var í upphafi ráðlagt að forðast kynbombuímyndina og virð- ist það hafa verið heillaráð. Engu að síður er hún ein fárra leikkvenna af hennar kynslóð sem enn getur feng- ið hlutverk út á kynþokka en ekki mömmu- eða skessuímynd. Goldie segist ekkert hafa breyst og bera myndir af henni kannski vott um það. Hún er alltaf jafii stelpuleg og flissar á sama hátt og þegar hún mætti til prufu í mynd- veri fyrir mörgum árum og leik- stjórar féllu fyrir henni. Hún er grönn og nett en hugsar lítið um lín- umar. „Maður verður að borða. Ef mig langar í ís með súkkulaðisósu þá fæ ég mér ís með súkkulaðisósu. Svo einfalt er það,“ segir hún. Hún segist þó roðna af og til ef sagt er að hún hafi fallegan bossa. „Slík athugasemd er ekki neikvæð en maður verður feiminn og sam- ræður geta farið alveg í strand.“ Goldie hefur búið með leikaran- um Kurt Russel sl. 12 ár og er það eitt langlífasta samband tveggja stjama í Hollywood. Hún segir samband þeirra mjög gott og þó hann hitti margar konur og hún marga karlmenn séu þau ör- ugg hvort með annað. „En ég hef verið 27 ár í þessum bransa og veit að maður á aldrei að segja aldrei,“ segir Goldie Hawn. Aukablað um 1'(PluVlJR Miðwkudagirm 25. september mun aukablað um tölvur og tölvubúnað fylgja DV, Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið en í því verður fjallað um flest það er viðkemur tölvum og tölvunotkun. I blaðinu verða upplýsingar um bæði hugbúnað og vélbúnað, þróun og markaðsmál ásamt smáíféttunum vinsælu. Þeim sem vildu koma á framfæri nýjungum og efrú í blaðið er bent á að hafa samband við Jón Heiðar Þorsteinsson í síma 550-5847 sem fyrst. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu ^ jv aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sehnu Rut, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 550-5720. £ Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727. Larry og Elizabeth þegar allt lék í lyndi og allir voru sáttir. Larry Fortensky var með hlaðna byssu Larry Fortensky er aftur kominn í klandur. Hvaða Larry? Fortensky, handlangarinn sem krækti í Eliza- beth Taylor ilmvatnsdrottningu og kvæntist henni og skildi svo við hana. Larry var handtekinn á sunnudag fyrir að vera hjálmlaus á vélhjóli sínu. Við nánari skoðun lögreglu kom í ljós að hjólið var ekki með skrá- setningamúmer og ökuleyfi kappans var útrunnið. Til aö bæta gráu ofan á svart fundu löggurnar svo hlaðna skammbyssu á Larry. Larry hefúr verið ákærður og skal hann mæta fyrir rétt í Kaliforn- íu þann 7. október næstkomandi. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem Larry kemst undir manna hendur því í ágúst var hann handtekinn fyrir fíkniefnaneyslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.