Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 25 Myndasögur (Ö N U CÖ E- NEI! Gerðu það ekki! HAFÐU HLJÓTT, CPÍbi 'Z f eKrsTpiúf bulis II "CÖ ö> O cö co KI-I • 1-1 Ö^ Ö) •i-H cn Fréttir Falleg hrygna úr Rangánum Alls höföu veiöst 1250 laxar úr Rangánum i gær en veiði lýkur þann 30. september í laxveiðinni en sjóbirtingur er veiddur til 10. október DV-myndir G. Bender Flekkudalsá á Fellsströnd: 80 löxum betri veiöi en í fyrra Júlíus Sigurbjartsson með 4,5 punda bleíkju af Víðidalsárstofni. Bleikjan tók maðkinn. Laveiðitíminn er farinn að styttast í annan endann núna en síðustu veiðiánum verður lokað fyrir laxveiðimönnum núna um mánaðamótin. Sjóbirtingur er veiddur til 20. október. Klakveiði er byrjuð í nokkrum veiðiám, ádráttur fór fram í Gljúfurá í Víði- dal um helgina og gekk ágætlega. Áin gaf yfir 50 laxa þegar veiði- menn renndu í sumar og verulega vænir laxar eru til í henni núna. „Við bættum verulega við okk- ur frá fyrra ári, núna veiddust 187 laxar, i fyrra voru þetta 109 lax- ar,“ sagði Ólafur Pétursson í Galt- artungu, er við spurðum um Flekkudalsána, en þessa dagana er dregið á í klak i ánni. „Það er þónokkuð af fiski í ánni núna,“ sagði hann. Veiddu 7 laxa og 7 silunga Laxá á Ásum hefur lokað fyrir veiðimönnum á þessu sumri og þeir síðustu fengu 7 laxa og 7 sil- unga. Töluvert er vist af fiski á nokkrum stööum í ánni. Lokatöl- ur voru 620 laxar. „Það veiddust 105 laxar og veiði- menn sem lokuðu ánni reyndu lengi við boltafisk, hann hefur verið kringum 30 pund,“ sagði Helgi Ingvarsson í gærkvöld er við spuröum frétta af veiði- skapnum. „Það hefði mátt vera meira af fiski í ánni en við sjáum hvað setur næsta sum- ar. Setbergsá er komin í 80 laxa og Stóra-Langadalsá hefur gefið vel af bleikju og nokkra laxa,“ sagði Helgi enn fremur. Veiddu vel í Grímsá „Veiðiskapurinn gekk vel hjá okkur, við fengum sjö laxa og það var ekki hægt að veiða neinn heil- an dag vegna þess hve áin var lit- uð og vatnsmikil," sögðu þeir fé- lagarnir Svend Richter og Kol- beinn Grímsson en þeir voru að koma úr Ármannahollinu í Grímsá í Borgarfirði. 3 laxar á stöng í Leirvogsá „Við erum núna komnir yfir laxafjöldann í fyrra. 527 laxar eru komnir en í fyrra veiddust 520 lax- ar allt tímabilið," sagði Guðmund- ur Magnússon í Leirvogstungu í gærkvöld. „Við erum með 3 laxa á stöng núna með þennan laxafjölda og við eigum eftir að bæta við því við veiðum fram að mánaðamótum. Veitt er á tvær stangir í ánni. Sjó- birtingurinn hefur aðeins látið sjá sig en mikið er af laxi víða um ána. En það er erfitt að veiða í ánni eins og hún var í dag, hún var stórfljót og lituð í þokkabót,“ sagði Guðmundur enn frem- ur. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.