Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 13
£i ■1 i- MIÐVIKUDAGUR. 18. SEPTEMBER 1996 menning Meeas í ieg Hafnarhúsinu Á morgun verður frumsýnt nýtt leikrit eftir Magnús Þór Jónsson, alías Megas, í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík. „Gefin fyrir drama þessi dama...“ (og öll- um stendur svo innilega á sama) heitir það fuUu nafhi. Leik- stjóri er Kol- brún Hall- dórsdóttir en Sigrún Sól Ólafsdóttir er einleikari í sýningunni. gallerí Jóm, Dóra og Særún, sem allar útskrif- uðust úr MHÍ í vor, ætla að opna gallerí í kjallara hússins við Smiðjustíg 3 annað kvöld, klukkan 20. Galleríið er opið lista- fólki af öllum gerðum og ætlað undir allar listgreinar: myndlist, tónlist, leiklist. Cybercity Á morgun verður opnuð í Kaupmanna- höfn sýning sem ber heitið Árið 2002. Hún er unnin í samvinnu 550 norrænna nem- enda á aldrinum 12-18 ára sem hafa und- anfarið ár unnið að skapandi verkefnum þar sem fiallað var um framtíðina á sviði myndlistar, tónlistar, dans, kvikmyndalist- ar, arkitektúrs og tölvugrafikur, undir leiðsögrr listamanna og fagfólks á þessum sviðum. Nú er komið að því að sýna ár- angurinn á mikilli sameiginlegri sýningu í Öksnehallen í Kaupmannahöfn. Krakkamir hafa unnið í viku við að byggja upp borg framtíðar og búa til landslag kringum efnið, og það verður hægt að ferðast um í veröld tölvuheimsins á alnetinu og skoða sig um i Cybercity. Sýningin stendur til 29. september. Fullt út úr dyrum Þáð var fullt út úr dyrum á óperunni Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson á laugai'- dagskvöldið. Við minnum áhuga- menn á að það verða bara tvær sýningar í við- bót, 21. og 28. september, vegna anna Bergþórs Pálssonar í London. Auk þess bíður ann- að verk frumsýn- ingar í Óperunni. Sýningin núna á laugardag- inn hefst kl 21 vegna tónleika Sinfón- íuhljóm- sveitar- innar á ísafirði. Myndin er af nýrri Dísu í sýningunni, Öldu Ingibergsdóttur. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Leiðin að markinu skiptir líka máli Ævintýri fyrr og nú heitir sýning sem mynd- listarkonan Æja opnar á morgun í Brussel. Þar œtlar hún að sýna dramatískar minn- ingamyndir, litríkar og œvintýralegar, og stórar leirskálar skreyttar upphleyptum myndum. Æja - eða Þórey Magnúsdóttir - hefur unnið verkin sérstaklega inn í nýjan sýningarsal á neöstu hæö í Efta-húsinu þar sem listamönnum frá Efta-ríkjunum veröur til skiptis boðiö að sýna. Myndin hér til hliöar heitir Dansað við norðurljós. Á morgun, fimmtudag kl. 14, hefst í Norræna húsinu ráö- stefna um myndlistarrýni í fjöl- miðlum. Hún stendur fram á sunnudag og er opin öllum áhugamönnum um myndlist og gagnrýni. Þar munu tala sex erlendir gestafyrirlesarar, allt þekktir listfræðingar, sem starfa við söfn, sýningarsali og liststofnanir erlendis. Einn af þeim sem við fáum að hlusta á er Hollendingurinn Harm Lux, sem hefur starfað í Sviss i nokkur ár. Hann kom á undan öðrum gestum og ætlar að dvelja lengur, því hann mun líka halda fyrirlestra yfir myndlistarnemum í Reykjavík. Harm Lux er „sýningar- stjóri". Hvaða hlutverk hefur slíkur maður? „Ég reyni að koma hug- myndum og heimssýn á fram- færi. Ég leita að listamanni sem myndgerir hugsanirnar sem mig langar til að sýna. Og svo tengi ég. Ég var í nokkur ár fastráð- inn við Shedhalle í Zúrich. Þann stað bjó ég til og byggði upp, en vildi ekki vera þar nema fimm ár. Síðan vann ég um tíma sem sjálfstæður sýn- ingarstjóri, og það var ansi erfitt. Það þýðir oftast nær að hafa enga peninga, bara hug- myndir! Mér fannst ég æða um heiminn eins og betlari. Það voru ekki síst Austur-Evrópu- menn sem vildu nota mig, en það er erfitt að vinna stór verk- efni þar. Undanfarna mánuði hef ég unnið við einn sýningarsal í bænum Frauenfeld sem er skammt frá Zúrich. Þar var 450 fermetra sýningar- salur með glerþaki í eigu lista- manna sem þeir vildu vekja at- hygli á, fá myndlistarrýna til að skrifa um og svo framvegis. Og þeir báðu mig að setja upp nokkrar sýningar sem fjölluðu um nútímann, eitthvað sem kem- ur okkur við núna. Við erum búin að brjóta svo mikið niður á undanförnum árum, að nú er kominn tími til að athuga hvort við getum ekki byggt eitthvað upp. Það er ég að reyna þama. finningunni að ráða. Ég vil komast handan við hið vit- ræna. Ef við hættum að geta einbeitt okkur, sökkt okkur niður í hlutina, þá er það eins og að hætta að verða ástfang- inn. Hugsaðu þér! Viö erum í hinum vestræna heimi búin að brjóta niður öll hefðbundin form yfirskilvit- legrar hugsunar, þjóðerni, hugsjónir, trú. Hvaða gildi eig- um við sameiginleg? Hvað bindur okkur saman núna til- finningalega? Ég fer í kirkju, en ekki af trúarástæðum held- ur til að hlusta á kórinn syngja fagra tónlist, eftir Bach eða Mozart. Einu sinni vissi hver maður hvar hann stóð í heims- myndinni. Hann tilheyrði þjóð, landsvæði, trúflokki, stjóm- málakerfi. Nú eru öll mæri óljós og reikandi, einstakling- urinn hefur ekkert til að halda sér í. Hann verður að skapa viðmiðanir sínar sjálfur. Upp- lýsingaþjóðfélagið er grunnt og bundið við skynsemishugsun. Ég vil að listin gefi honum tækifæri til að einbeita sér, finna sér sinn stað með viti og tilfinningu. Fyrir þúsund árum fórum við á asna eða hrossi frá þorpi A til þorps B. Nú förum við með flugvél sömu leið. Miklu hraðar og miklu kostnað- arsamar. Sama gjörð, bara meiri tækni. En í gamla daga þýddi ferðin eitthvað, fólk bjó sig lengi undir hana og kveið fyr- ir henni. Nú átti ég aö fara til ís- lands og ég byrjaði ekki að pakka fyrr en kvöldið fyrir brott- for. Markmiðið eitt á ekki að skipta máli heldur leiðin að því. Maður á að njóta ferðarinnar. Hitta fólk, tala saman, læra af öðrum. Mannleg samskipti em það sem mestu máli skiptir." Harm Lux listfræðingur. Einu sinni vissum við hver við vorum ... DV-mynd ÞÖK þessa sýningu, það er eitthvað við hana, þó ég viti ekki alveg hvað það er. Eins og þegar mað- ur sér gamla rómantíska Hollywoodmynd. Við höfum van- ið okkur á að vera svo gagnrýn- in og greinandi um alla hluti, stundum verðum við að leyfa til- Lýst er eftir embeitingu Mig langar til að gera fólki kleift að njóta hægt. Ég byggi upp sýningar þar sem hlutimir eru ekki aðeins í augnhæð og fólk getur spanað i gegn, heldur þar sem fólk langar til að dvelja um stund í næði og njóta og segja svo við vini sína: þú skalt fara og sjá Hljómsveitartónlist Scriabins Verk rússneska tónskáldsins Alexanders Scriabins eru ekki meðal þeirra sem oftast heyrast á tónleikum eða fjölmiðlum. Helst er það píanótónlist hans sem heldur nafni hans á lofti. Þá kannast margir við dultrú hans og tengsl hennar við tónlistina, sem að sumra mati er heldur sér- vitringsleg. Nú á dögum virðist liggja í loftinu vax- andi áhugi á trúmálum og frumspekilegum vanga- veltum af ýmsu tagi. Hver veit nema í kjölfar þess muni tónlist Scriabins njóta meiri hylli en verið hefur og er það verðugt því margt er þar athyglisvert að finna. Nú fæst í hljómplötúverslunum diskur með sinfóníu Scriabins nr. 1 ásamt fleiri verkum. Það er Naxos sem gefur þennan disk út og er númer hans 8.553580. Flytjend- ur eru Sinfóníuhljómsveit Moskvu, Moskvukórinn og einsöngvaramir Ljúd- míla ívanóva og Míkhaíl Agafonov. Stjórn- andi er ígor Golovschin. Sinfónía númer eitt er samin um síðustu aldamót og greinilegt barn síns tíma. Þetta er svolítið eklektískt verk, sem kallað er. Höf- undur sækir hugmyndir óspart til annarra. Má heyra áhrif frá Strauss, Wagner og úr fleiri átt- um. Úrvinnslan er hins vegar litrík og sannfærandi. Rómantisk dulúð hvílir yfir vötnum, tónlistin flæðir áfram yfir fjöÚ og dali í átt að óræðu mark- miði. í síðasta kaflanum bætast við ein- söngvarar, tenór og sópran, sem ásamt kór syngja tónlistinni lof og dýrð. Önnur verk á diskinum eru Forleikur fyrir hljómsveit op. 24 og Poeme 1 og 2. Tvö síðari verkin eru samin fyrir píanó en birt- ast hér í hljómsveitarútsetningu sem D. Rogal-Levitskí hefur gert. Allt er þetta áheyrileg og vel gerð tónlist. Forleikurinn er lýrískari og ekki eins þungrómantískur og hin verkin. Skapar það nauðsynlega til- breytingu. Moskvu-hljómsveitin er tiltölulega ung aö árum, stofnuð 1989, en virðist ágætlega skipuð hljóðfæraleikurum. Leggur hún áherslu á flutning samtímatónlistar ásamt því að taka fyrir eldri verk og lýsir það list- rænum metnaði. Stjórnandinn, Golovschin, sýnir gott vald á viöfangsefnunum og hin rómantísku blæbrigði leika í höndum hans. Söngvararnir hrifa ekki sérstaklega en skila þó sinu snurðulaust. Þegar allt er skoðað er þetta hinn þokkalegasti diskur. Hljómplötur Rnnut Torfi Stefánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.