Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 5 r>v Fréttir Leggjumst ekki gegn notkun lúpínunnar Hólasandsúrskuröur skipulagsstjóra kærður: bara að hún berist ekki í mólendi, segir skipulagsstjóri „í úrskurði okkar er fallist á að 130 ferkílómetra svæði á Hólasandi verði ræktað upp með lúpínu. Það hefur enginn mótmælt því að lúpina, bæði innlend og erlend, sé notuð við uppgræðsluna," segir Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkis- ins, um úrskurð embættisins vegna uppgræðslu Hólasands. Samtökin Húsgull hafa kært úr- skurðinn til umhverfisráöherra og farið fram á að fallist verði á upp- græðslu Hólasands án skilyrða. Frá- leitt sé að krefiast þess að erlendar plöntur berist ekki óheftar út frá landgræðslusvæðinu, því að ekki sé til nein skilgreining á hvað lengi plöntur þurfi að hafa fest rætur í landinu til að teljast íslenskar. Krafa þessi sé út i hött og hamli eðlilegri gróðurframvindu og að það sé heimska að halda að hægt sé að tryggja að náttúran gangi ekki sinn garig. „Þeir hafa fullan rétt til að hafa þá skoðun," sagði skipulags- stjóri þegar DV bar þessi ummæli í kæru Húsgulls undir hann. Stefán Thors segir að í úrskurðin- um felist ákveðin varúðarráðstöfun og það eina sem verið sé að segja sé að erlendar jurtategundir sem hafa gefist vel víða og eru kannski dug- legri að koma sér fyrir heldur en aðrar íslenskar plöntur, sem fyrir eru, berist ekki óheftar inn í mó- lendi og yfirgnæfi þær sem fyrir eru. Af þessum sökum sé óæskilegt að sá lúpínu í 200 m breitt belti og á fundum með Landgræðslunni hafi þetta verið ítrekað og úrskurðurinn skýrður, svo og það að grasfræi verði sáð þar sem rofabörð verða brotin niður og hætta sé á að lúpína fari í mólendi. Stefán Thors segir að niðurstaða embættisins, sem felst í umhverfis- matinu og úrskurðinum um upp- græðslu Hólasands, sé byggð á m.a. sérfræðiáliti Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. „Þar sem verið er að gera ákveðna tilraun, þá teljum við þetta vera eðlilegar varúðarráð- stafanir. Úrskurður okkar stendur enn, en hann hefur nú verið kærður þannig að það er umhverfisráð- herra að meta hvort skilyrðin sem við höfum sett séu réttmæt." -SÁ Hlúð að hlunn- indabúskapnum DV, Fljótum Á tímum samdráttar i hefðbund- inni landbúnaðarframleiðslu und- anfarin ár hefur fólk farið að horfa meira til þeirra hlunninda sem í sveitunum eru og leitað leiða til að auka tekjur sínar af þeim. I Fljótum eru helstu hlunnindi æðarvarp, lax- og silungsveiði, reki og jarðhiti. Tekjur landeigenda af æðarvarpi hafa verið nokkuð sveiflukenndar. Þar spilar tíðarfar inn í gæði dúns- ins og verð fyrir afurðina hefur löngum sveiflast upp og niður. Nú er hátt verð á æðardúni og þá finnst æðarbændum talsvert á sig leggj- andi til að auka varpið. Fyrir skömmu brugðu eigendur einnar hlunnindajarðarinnar i Fljótum á það ráð að hækka einn af varphólmunum í Hópsvatni um lið- lega einn metra. Þarna var um að ræða lágan hólma þar sem varp hef- ur spillst í vorflóðum sem algeng eru á þessum slóðum. Verkið var einfalt í framkvæmd. Fengin var stór grafa sem mokaði þvi sem þurfti af jarðvegi upp úr Hópsvatni og hækkaði þannig hólmann veru- lega eins og áður sagði. -ÖÞ Jarðvegi mokað úr Hópsvatni í varphólmann. DV-mynd Örn Nýnemar hindraðir í að mæta í tíma í VMA: Kannast ekki við vand- ræði vegna fjarvista - segir Haukur Jónsson aðstoðarskólameistari „Það voru skilaboð frá okkur við þessa uppákomu sem fylgir þessari inntöku nýne'ma að krakkamir þyrftu eftir sem áður að mæta í tíma. Þeir eru komnir hingað til þess að stunda nám við skólann og það er alveg sama hvað eldri bekk- ingar segja þeim að gera,“ segir Haukur Jónsson, aðstoðarskóla- meistari Verkmenntaskólans á Ak- ureyri, um það að nýnemar væru látnir gjalda þess ef eldri bekkingar bönnuðu þeim einhverra hluta vegna að fara í tíma. Foreldri hafði samband við DV og sagðist hafa áhyggjur af því að bam hennar myndi geta lent í vandræð- um með mætingarpunkta. Eldri bekkingar hafi, eins og títt sé í sam- bandi við busavígslur, tekið nem- andann úr tíma til þess að láta hann glósa fyrir sig og svo framvegis. Þær stundir sem hann misst af vegna þessa geti haft erfiðleika í för með sér verði hann eitthvað frá vegna veikinda seinna í vetur. Haukur segir að farið hafi verið fram á það við eldri krakkana að stilla öllu í hóf og það hafi verið gert í langflestum tilfellum. Hann sagðist ekki vita til þess að neinn hefði lent í vandræðum vegna þessa. „Aðdragandinn að busavígslunni sjálfri, sem reyndar fór mjög vel fram, var aðeins tveir dagar og þess vegna þykir mér ótrúlegt að einhver hafi komið sér í vandræði vegna of mikill fjarvista. Þar fyrir utan er fjarvistarkerfi okkar þannig að hver og einn getur verið býsna mikið frá námi í flestum greinum, vegna veik- inda t.a.m., svo mikið reyndar að enginn annar atvinnurekandi myndi líða það,“ segir Haukur. -sv Unnið viö uppsetningu „Ijósatrjánna" viö Akureyrarflugvöll. DV-mynd gk Sveitarfélög á Suðurnesjum: Auknar kröfur um sorpeyðingu DV, Suðurnesjum: „Sorpeyðingarstöðina þarf að endumýja svo hún geti svarað hertum kröfum sem taka gildi um aldamótin í sambandi við sorp- bræðslu. Kröfurnar verða m.a. þær að reykurinn fari í ákveðna hreinsun eða þvott áður en hann fer út í andrúmsloftið,“ sagði Guð- jón Guðmundsson, framkvæmda- sfjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, við DV. Guðjón segir að það standi til að byggja þúsund fermetra hús yfir planið við Sorpeyðingarstöð Suðumesja og endurnýja bræðslu- búnað sem er orðinn gamall eða frá því stöðin var tekin í notkun 1979. Hann segir að þeir hafi bræðsluleyfi til aldamóta en þá þurfi framkvæmdum að vera lok- ið. Byggt verður í áföngum. í hús- inu verður móttaka og einnig er áformað að það inni af hendi vissa flokkun sorps. Heildarkostnaður við framkvæmdimar eru á bilinu 250-300 milljónir. -ÆMK Kona stóð þjóf að verki Kona var á leið inn í íbúð sína á Nýlendugötu á mánudag og mætti þar manni sem var á leið út úr íbúð- inni með útvarpstæki hennar í hönd- unum. Hún þreif tækið af þjófnum en hann hljóp í burtu. Konan lét lög- reglu vita og leitaði hún í hverfinu. Maðurinn er ófundinn. -RR Akureyrarflugvöllur: Aðflugsbúnaður endurbættur DV, Akureyri: Þessa dagana er verið að koma fyrir búnaði fyrir sunnan flugbraut- ina á Akureyrarflugvelli. Þórhallur Sigtryggsson, radíóm- aður hjá Flugmálastjórn á Akur- eyri, segir að hér sé um að ræða svokölluð „ljósatré". í sjálfu sér hafi þessi ljós ekki neina þýðingu aðra við aðflugið en að auðvelda flug- mönnum að sjá inn á brautina eftir að þeir hafa flogið yfir blikkljós sem eru enn innar í firðinum. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.