Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 Viðskipti Fjölmargar nýjungar á íslensku sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll: Bylting í línuveiðum með tölvustýrðu kerfi - frá Hafsýn - framleiöslan myndi skapa hundruð manna atvinnu íslenska sjávarútvegssýningin, sú fimmta í röðinni og jafnframt sú stærsta til þessa, var sett í Laugar- dalshöll í morgun. Hátt i 700 fyrir- tæki frá 28 löndum taka þátt í sýn- ingunni, þar af um 200 frá íslandi. Fjölmargar nýjungar verða til sýnis í Laugardalshöll enda fleygir tækn- inni fram í sjávarútveginum. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru á sýningunni er ljölskyldufyrirtækið Hafsýn sem nú fagnar 10 ára af- mæli. Fyrirtækið er í eigu uppfinn- ingamannsins Sigurbjöms Ævars Jónssonar og konu hans, Emu V. Ingólfsdóttur. Fyrirtækið var stofn- að í kringum hugmynd sem Sigur- björn hafði gengið með í maganum í áratugi, þ.e. að búa til sjálfvirka vél sem auðveldaði sjómönnum línuveiðarnar. Eftir margra ára þróunarstarf segist Sigurbjörn vera kominn með sjálfvirkt, tölvustýrt línuveiðikerfi sem eigi sér ekki hliðstæðu í heim- inum. Um byltingu sé að ræða sem myndi skapa mikla hagræðingu við línuveiðarnar. Leitaö framleiðanda Nú þegar þróuninni er lokið leita þau Sigurbjöm og Erna að aðilum til að fjöldaframleiða vélina, flest einkaleyfi eru í höfn. Þau sögöu í samtali við DV að framleiðsla á vél sem þessari myndi skapa tugum ef ekki hundruð manns atvinnu. Jafn- framt kallaði vélin fram hagræð- ingu í útgerðinni og hærra afurða- verð. í stuttu máli gengur dráttur og lagning línunnar þannig fyrir sig að línan er dregin inn á venjulegu línu- spili, hún hreinsuð og önglar og lina aðskilin. Krókarnir fara í gegnum skynjara sem ákveður hvort þarf að rétta þá sem aílagast hafa, hvaöa króka skal taka af og hverja ekki. Ónýtir krókar eru fjarlægðir og nýir settir í staðinn. Þeir fara síðan Hjónin Erna V. Ingolfsdóttir og Sigurbjörn Ævar Jónsson hjá Hafsýn í básn- um á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll þar sem tölvustýröa línu- veiðikerfið er til sýnis. Kerfiö er meðal fjölmargra nýjunga sem hægt verður að skoöa í Laugardalshöll næstu daga. DV-mynd GVA inn á rekka á kefli sem línan er gerist án þess að nokkur töf verður jafnframt undin upp á. Næst era á drætti línunnar. Tölvan, sem stað- þeir markvisst beittir. Allt þetta sett er í brú skipsins, sér um allar skipanir við lögn og drátt línunnar. Línuveiðikerfið byggir á þeirri nýjung að nælonsmellum, girnistaum og öngli er smellt upp á línuna og myndar tvöfaldan sig- urnagla. Kúla á mótum önguls og taums gerir það að verkum að hægt er að stýra önglinum í gegnum allt kerfið. Erna, sem er framkvæmdastjóri Hafsýnar og sér um peninga- og markaðsmálin, sagði að vélin hefði ekki orðið til nema með „sjálfboða- vinnu“ Torbjörns Jörgensens en mótasmíðafyrirtæki hans í Dan- mörku bjó til smellurnar og tók ekki krónu fyrir sinn hlut. í staðinn hefði Torbjörn verið gerður að helmingseiganda að fyrirtækinu. Þriggja manna maki „Draumurinn var að gera línu- veiðar vélvæddar þannig að manns- höndin kæmi hvergi nærri. Ég var 20 ár til sjós og sá strax möguleika á að gera þetta sjálfvirkt. í dag borg- ar það sig varla að gera út á línu upp á þau býti sem í boði eru. Vélin er að gera þá hluti sem 3 eða 4 menn hafa verið að gera til þessa. Nokkur störf til sjós sparast með þessu en um leið skapast fleiri störf í landi, bæði í vinnslu og framleiðslu á vél- inni,“ sagði Sigurbjöm en vélin af- greiðir tvo öngla á sekúndu. Bjóð með 416 önglum færi því í gegnum vélina á 3% mínútu en sneggstu beitningarmenn eru hálftíma til þrjú korter með bjóðið. Sigurbjöm vonast til að fá vélina í framleiðslu svo hann geti farið að snúa sér að þróun annarra hug- mynda sem hann er með í undir- búningi. Þegar DV-menn vom á ferðinni i Laugardalshöll í gær var vélin búin að standa í básnum í nokkra tíma. Hún var þegar farin að vekja athygli enda hafa erlendir aðilar fylgst grannt með þróun vél- arinnar, að sögn Sigurbjöms. -bjb Álverð ekki lægra í 2 ár Álverð á heimsmarkaði hefur ekki verið lægra í 2 ár. Ástæður lækkunar að undanförnu era marg- víslegar en lágt verð á kopar hefur skipt einna mestu. Spekingar á álmarkaði í London era þó bjartsýn- ir um að verðið eigi eftir að hækka á næstu dögum. Staðgreiðsluverð áls var 1386 dollarar tonnið þegar viðskipti hófust í London í gærmorgun sem er 6% lægra verð en fyrir viku. ÚA-bréfin vinsælust Hlutabréfaviðskipti um Verð- bréfaþing og Opna tilboðsmarkað- inn í síðustu viku námu 158 millj- ónum króna. Mestu viðskiptin vora með ÚA-bréfin eða fyrir 26,2 millj- ónir. Næst komu Haraldur Böðvars- son og Búlandstindur með um 17 milljóna viðskipti hvort félag. Bréf- in í SR-mjöli skiptu um eigendur upp á 15,6 milljónir. Þingvísitala hlutabréfa náði sögu- legu hámarki í síðustu viku, fór í 2156 stig, enda hækkaði gengi hluta- bréfa í stórum félögum töluvert. Síð- ustu daga hefur lítilsháttar lækkun átt sér stað, einkum vegna lækkun- ar á bréfum Eimskips og Flugleiða. Frá áramótum hafa hlutabréfa- viðskiptin verið upp á tæpa 5 millj- arða króna sem er meira en á öllu síðasta ári. Mestu viðskiptin hafa verið með bréf íslandsbanka eða fyrir 533 miUjónir króna. Engin skipasala fór fram í erlend- um höfnum í síðustu viku sam- kvæmt upplýsingum frá Aflamiðlun LÍÚ. í gámasölu í Englandi seldust aðeins 174 tonn að verðmæti 25 miUjóna króna. Pundiö á uppleiö Sterlingspundið er á stöðugri uppleið, sölugengið var komið í 104,39 krónur í gærmorgun. Hækk- unin á einum mánuði nemur 2%. DoUarinn hefur hækkað lítiUega en markið og jenið standa nánast í stað. -bjb Skipasölur Dollar Flugteiðir 152 1400 Mark o,» 0,62 0,62 0,61 0,61 Kr DV Miðlun og Tölvumyndir: Alþjóðleg verðlaun fyrir Símakrók Á ársþingi alþjóðlegi-a samtaka fyrirtækja í nýmiðlun, ISA, í Bandaríkjunum fyrr í sumar fengu Miðlun ehf. og Tölvumyndir ehf. verðlaun fyrir hugbúnaðinn Sima- krók sem hannaður var fyrir Fiski- stofu. Sveinn Baldursson hjá Tölvu- myndum, ásamt starfsmönnum Fiskistofú, unnu að verkefninu. Simakrókur byggist á að samnýta símtölvur og Internetið. Dómnefndin dáðist að góðri hönn- un og hversu fljótt og vel Síma- krókurinn virkaði. Góð reynsla er af búnaðinum hjá sjómönnum við íslandsstrendur. Útflutningsráð 10 ára í tilefni af 10 ára afmæli Útflutn- ingsráðs um þessar mundir hefur ráðið ákveðið að boða til málstefnu um alþjóðavæðingu íslensks út- flutnings. Málstefnan fer fram 10. október nk. á Hótel Loftleiðum. Markmið ráðstefhunnar er að fá umræðu frá atvinnulífinu um þá stefnu sem taka á í gjaldeyrisskap- andi atvinnugreinum íslendinga á næstu árum. Tuttugu árum eftir olíu- skellinn Án efa fróðlegur fyrirlestur um orkumál verður fluttur í Háskólan- um nk. föstudag á vegum Við- skipta- og hagfræðideildar. Fyr- irlesari verður dr. Marian Radetski, forstjóri SNS Energy í Stokkhólmi og prófessor við Tækni- háskólann í Luleá. Fyrirlesturinn, sem nefnist Tutt- ugu árum eftir ohuskellinn, mun fjalla um afleiðingar olíuverðsþró- unarinnar síðan 1973 og um ástand og horfúr á orkumörkuðum heims- ins. Upphitun hjá Landsbréfum í tengslum við sjávarútvegssýn- inguna í Laugardalshöll, sem hefst í dag, gangast Landsbréf hf. fyrir morgunverðarfúndum á Hótel ís- landi alla sýningardaga. Meðal þess sem tekið verður fyrir á fundunum er samruni og samstarf sjávarút- vegsfyrirtækja, uppbygging sjávar- útvegsfyrirtækja erlendis, hvort verð á sjávarútvegsfyrirtækjum sé of hátt og rætt hvernig taprekstri er snúið í hagnað í landvinnslu. Fundirnir hefjast kl. 8.30 og standa í 50 mínútur. Styrkir úr nýsköpunar- áætlun ESB í byijun vikunnar var farið að auglýsa eftir umsóknum í svoköll- uð tækniyfirfærsluverkefhi en ný- sköpunaráætlun Evrópusambands- ins, ESB, veitir styrki til verkefn- anna. Einn æðsti yfirmaður áætl- unarinnar er væntanlegur til lands- ins til að kynna verkefnið og verð- ur kynningarfundur haldinn að Hótel Sögu nk. fostudag. Eitt er það íslenskt fyrirtæki sem hefur hlotiö styrk við tækniyfir- færsluverkefhi en það er Máki hf. á Sauðárkróki. Guðmundur Örn Ing- ólfsson, framkvæmdastjóri Máka, mun halda fyrirlestur á fundinum en MákLfékk styrk til ræktunar á hlýsjávarfiskum og stjórnaði Guð- mundur verkefninu. Hækkandi vísitala Miðað við verðlag í byrjun sept- ember reyndist neysluvísitalan vera 178,4 stig sem er 0,2% hækkun frá ágústmánuði. Hækkandi hús- næðisverð og skólagjöld ollu mestu um vísitöluhækkunina. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.