Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 9 I>V Spænska leyniþjónustan sökuð um óþokkabrögð: Betlari let lifið eftir lyfjatilraun Spænska varnarmálaráðuneytið hefur verið beðið um að rannsaka ásakanir þess efnis að leyniþjónusta hersins hafi rænt umrenningum og notað þá sem tilraunadýr til að prófa lyf í baráttunni gegn skæru- liðum. Dagblaðið E1 Mundo hafði úr skjölum leyniþjónustunnar og eftir starfsmönnum hennar að tilraun- imar, sem kostuðu betlara lifið, hefðu verið kenndar við dauðabúða- lækninn Josef Mengele. Tilraunadýrunum var gefið deyfi- lyf en það átti að gera öryggissveit- unum auðveldara fyrir um að ræna skæruliðum ETA, samtaka aðskiln- aðarsinna Baska, og flytja frá felu- stöðum þeirra í Suður-Frakklandi yfir landamærin til Spánar. Talskona vamarmálaráðuneytis- ins sagði: „Okkur hefur verið gert að segja að ráðuneytið viti ekkert um þetta.“ E1 Mundo sagði í frétt sinni að betlarinn sem lést hefði verið num- inn á brott, ásamt tveimur heimilis- lausum flkniefnaneytendum, i júlí 1988 og að þar hefðu 53 leyniþjón- ustumenn á stolnum bilum verið að verki. Betlarinn lést af völdum til- rarmanna. Blaðið vitnaði í skjöl þar sem fram kemur að þekktur hjarta- læknir og náinn vinur Emilios Alonsos Manglanos, fyrrum yfir- manns leyniþjónustunnar CESID, hafi útvegað lyfið. Manglano, sem stjómaði CESID í fjórtán ár þar til í júní í fyrra, neit- aði að svara spurningum frétta- manna þegar hann kom fyrir rétt i gær vegna ákáera um að leyniþjón- ustan hefði hlerað farsíma þekktra Spánverja, þeirra á meðal Jóhanns Karls konungs. Hneykslið kostaði Manglano starfið. Manglano er einnig ákærður fyr- ir rán, pyntingar og morð á tveimur meintum skæruliðum Baska árið 1983. „Þetta hljómar eins og hryllings- saga og það er hún,“ sagði í rit- stjómargrein E1 Mundo. Reuter Teiknimyndahetjan Súperman mun loksins giftast blaðamanninum Lois Lane eftir að hafa velkst í vafa og farið eins og köttur í kringum heitan graut í 58 ár. Þessi mynd af brúðkaupi Lois Lane og hins prúða starfsfélaga þeirra, Clark Kent, mun birtast í teiknimyndahefti um hina dáðu ofurhetju sem kemur út 9. október. Símamynd Reuter Gíslar skæruliða í Kólumbíu: Lausir eftir 224 daga í frumskógi - 200 milljóna lausnargjald greitt DV, Kaupmannahö&i: Eiginmaður Stefaníu vill rannsókn á framhjáhaldi Daniel Ducruet, eig- inmaður Stef- aníu prinsessu í Mónakó, ætl- ar ekki að berjast gegn skilnaði eftir að hann var gripinn með buxurnar á hælun- um í fangi belgískrar fatafellu á sundlaugarbarmi í Frakklandi. Hann vill hins vegar að dómstóll rannsaki framhjáhaldið, ef ske kynni að hann hafi verið blekkt- ur til leiksins. Myndir af faðm- lögunum birtust í ítölskum tímaritum. „Markmið okkar er að vemda börnin," sagði lögfræðingur Daniels um ástæðuna fyrir því að fallist yrði á skilnaðarbeiðni prinsessunnar. Daniel vonast hins vegar til að fá að umgang- ast böm þeirra hjóna. Reuter Eftir 224 daga er martröðin loks á enda fyrir verkfræðingana Ulrik Scultz frá Danmörku, Englending- inn Philip Halden og Þjóðverjann Karl Heinz en þeir vora í haldi skæruliða í Kólumbíu í sjö mánuði. Lausnargjaldið var nærri 200 millj- ónir króna sem voru greiddar til skæruliðasamtaka sem tóku þá til fanga í febrúar. Verkfræðingarnir unnu fyrir verkfræðifyrirtækið F.L. Smidth sem var að byggja stóra sements- verksmiðju í frumskógi Kólumbíu. Samkvæmt tilkynningu frá fyrir- tækinu í gærkvöld líður mönnunum vel eftir atvikum. Það var þó ekki fyrirtækið sjálft sem sá um samn- ingaviðræðurnar við skæruliðana heldur breska fyrirtækið Control Risk. Verkfræðingarnir vom látnir dúsa í frumstæðum tjöldum á frum- skógarsvæðum undir stjóm skæru- liða. Það var landstjórinn í rikinu Antioquia, Alvaro Uribe Velez, sem tilkynnti að mennirnir væm lausir fyrir ríflega 180 milljóna króna lausnargjald. „Það er hrein skömm að erlend fyrirtæki skuli vinna með skæru- liðasamtökum án þess að hafa sam- ráð við heimamenn," sgði landstjór- inn á blaðamannafundi í gær. -pj Útlönd Sandra Locke. Clint Eastwood. Clint í málaferlum við fyrrum eiginkonu: Sakar hann um að eyðileggja feril sinn Sandra Locke, fyrrum sambýlis- kona leikarans og leikstjórans Clints Eastwoods, hefur höfðað mál gegn honum fyrir að hafa gert framavonir hennar sem leikstjóra í Hollywood að engu. Fer hún fram á um 130 milljónir króna í skaðabæt- ur. Clint kvartaði í gær hástöfum yfir því að gjörðir sínar og góður vilji væri mistúlkað af fyrrum sambýlis- konu sinni. Kallaði hann málsókn hennar á hendur sér fjárkúgun. „Ég hjálpaði Söndra Locke þau ár sem við bjuggum saman en nú er verið að reyna að gera úr þessu eitt- hvert samsæri sem líkist helst léleg- um reyfara. Þakkirnar eru ekki miklar enda er manni alltaf refsað fyrir að gera gott,“ sagði leikarinn góðkunni fyrir utan réttarsalinn í Burbank í Kaliforníu í gær. Sandra höfðaði mál gegn Clint 1989 þar sem hún krafðist hluta í eignum sem þau höfðu komist yfír á sambýlisárunum. En hún féll frá þeirri málsókn þegar Clint féllst á að tryggja henni um 110 milljóna króna leikstjórasamning hjá Warn- er Brothers kvikmyndafyrirtækinu. Sandra fullyrðir að samningurinn við fyrirtækið hafi verið ódýr brella þar sem Clint hafi lofað að bæta fyr- irtækinu þann skaða sem hlytist af að framleiða myndir undir hennar stjórn. Þannig hafi hún aldrei feng- ið nein alvöru verkefni. Clint fullyrðir að hann hafi ein- ungis haft hagsmuni fyrram sam- býliskonu sinnar að leiðarljósi. „Ég ætlaði ekki að svíkja neinn og hef aldrei reynt að halda neinum frá vinnu. Það er ekkert vit í þessu pen- ingalega þar sem ég samþykkti að bæta Warner fyrirtækinu hugsan- legt fjárhagstjón. Myndir sem Sandra hefur leik- stýrt hafa ekki verið vinsælar og engin af yfir 30 hugmyndum hennar hjá Warner-kvikmyndafyrirtækinu varð nokkurn tíma að veruleika sem kvikmynd. Reuter Krárnar verði írska verslunarráðið þrýstir nú á lagabreytingu svo 30 þúsund krár landsins megi hafa opið lengur og loka þegar eigendum þóknast. Venjulega hafa krár á Irlandi opið í opnar lengur 12 klukkustundir á dag og loka á miðnætti. En færst hefur í vöxt að kráreigendur leyfi viðskiptavinum að sitja áfram en dragi fyrir svo líti út fyrir að þeir hafi lokað. Reuter OSCH Rafstöðvan • 2,0 kW.52.900,- - 3,2 kW.89.500,- • 3,8 kW.148.000,- Þjónustumiðstöð í hjarta borganinnar BRÆÐURNIR Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 ÐOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut - l'/Z/x ifGrær Grænt númer Símfal í grœnt númer er ókeypis fyrir þann sem hringir* *Gildir fyrir símtöl innanlands. Ef hringt er úr farsíma, greiðir sá sem hringir farsímagjald. PÓSTUR OG SÍMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.