Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 Fréttir Tollgæslan í Keflavík fann mikið af amfetamíni og sterum í sælgætisdós: Kraftlyftingamaður með á þriðja þúsund töflur - mikið um að menn reyni slíkan innflutning, segir fulltrúi Tollgæslunnar Dy Suðurnesjum: Fíkniefnadeild Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli fann í fórum þrí- tugs manns 2266 töflur sem meðal annars innihalda fíkniefni. Maður- inn var að koma ásamt eiginkonu sinni frá Mallorca aöfaranótt þriðjudags. Maðurinn er keppnisíþrótta- maður í kraftlyftingum og sagðist flytja töflumar inn sjálfur til þess að gefa sér aukið þol, snerpu og orku til þess að létta sér erfiðið við æfingarnar. Hann faldi hluta af töflunum neðst í kakódós og fyllti hana síðan af kakói. Afgang- inn af töflunum setti hann í innsiglaða sæl- gætisdós sem fannst við nánari leit en þyngdin á dósinni var önnur þeg- ar tollgæslumenn tóku hana upp úr töskunni. „Maðurinn var tekinn í úirtaksskoðun og farangur hans sett- ur í gegnumlýsingar- tæki. Þá kom í ljós að hann hafði í fórum sínum 2266 töfl- ur sem bæði innihalda amfetamín og önnur vaxtaaukandi efni sem meðal annars örva vaxtarhraða vaxtar- ræktarmanna og lyft- ingamanna. Það er töluvert um að menn reyni að flytja slík efni inn,“ sagði Gott- skálk Ólafsson, aðal- deildarstjóri ToU- gæslunnar á Keflavíkurflug- veUi, við DV en toUgæsIan hef- ur yfir að ráða góðum | tækjakosti. Maðurinn hefur ekki áður komið við sögu Hluti þeirra efna sem Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli gerði upptæk aðfaranótt þriöjudags. DV-mynd Ægir Már hjá ToUgæslunni á Keflavíkurflug- veUi. Á manninum ftmdust meðal ann- ars 1043 töflur af Efedríni, sem er amfetamínskylt efni, en töflurnar eru veikari en það sem gengur á götunum en notaðar meðal annars af íþróttamönnum tU þess að ná meiri hraða og orku. Efedrín er talið auka vinnugetu hjartans og við það hækkar blóðþrýstingur og það örvar jafnframt öndun. Einnig er talið að lyfið hafi örvandi áhrif á miðtaugakerfið. Lyfið er lyfseðUs- skylt efni hérlendis samkvæmt reglugerð. Einnig fannst í fórum mannsins steralyfið Winstrol sem er þekkt meðal íþróttamanna og oft misnotað og hafa margir íþrótta- menn í heiminum verið settir í löng bönn vegna misnotkunar á því. „Það er starfandi vinnuhópur, sem samanstendur af forustumönn- Stillansar fuku niöur fyrir utan þetta hús i Síöumúla i gær. Mikiö hvassviöri gekk yfir iandiö í gær og voru vindhviö- urnar allt aö 60 hnútar. f höfuðborginni náöi meöalveöurhæöin 9 vindstigum. DV-mynd S Mestu vindhviöurnar í gær allt aö 60 hnútar: Skemmdir og tafir Stuttar fréttir Helgarpósturinn í hættu Erfiðleikar eru í útgáfu Helg- arpóstsins og óvíst um að blaöið komi út á morgun, að því er Al- þýðublaðið segir. Alþýðuflokkurinn Síðasti þingflokksfundur Al- þýðuflokksins var haldinn í gær en eftir aö þingflokkar Alþýðu- flokks og Þjóðvaka hafa samein- ast nefnist þingflokkurinn Þing- flokkur jafnaðarmanna. Alþýðu- blaöið segir frá. Kínverjar í heimsókn Átta manna sendinefnd hátt- settra embættismanna er stödd hér á landi vegna fyrsta fundar íslensk-kínversku viðskiptavið- ræðunefndarinnar. Kinverjamir ræða samstarf á sviði sjávarút- vegs, jarðvarma og kínverskt ál- ver á íslandi, segir í frétt frá ut- anríkisráðuneytinu. Hússtjórnarnám vinsælt 60 stúlkur hafa sótt um að komast á námskeið í Hússtjórn- arskólanum í Reykjavík, en að- eins er hægt að taka 24 inn í einu. Áhugi hefur aukist á hús- mæðranámi undanfarið, að þvi er segir í Morgunblaðsfrétt. Verkalýösfélög vilja sameinast Verkamannafélagið Hlíf og Verkakvennafélagið Framtíðin ræðast þessa dagana við um sameiningu félaganna. Stefnt er að sameiningu haustið 1997. Morgunblaðið segir frá Stúdentaráð Stúdentaráð mótmælir hug- myndum menntamálaráðherra um að hann skipi rektor Háskól- ans. Morgunblaðið segir frá. Mikið hvassviðri gekk yfir sunn- an- og vestanvert landið í gær. Mestu vindhviðumar voru allt að 60 hnútar en í Reykjavík náði meðal- vindhæð 9 vindstigum, að sögn Veð- urstofunnar. Veðrið olli töfum á skipaumferð og á Reykjavíkurflugvelli var um- ferð í lágmarki. Flugumferð í Kefla- vík raskaðist hins vegar ekkert vegna veðursins. Tvö flutningaskip, Mælifell og Víkurtindur, þurftu að bíða í marg- ar klukkustundir á ytri höfninni í Reykjavík áður en hættulaust var talið að sigla þeim inn í Sundahöfn. Þá varð Stapafell að fresta þvi að leggjast að Eyjagaröi. Þá var Fagranesið veðurteppt í Þorlákshöfn frá hádegi í gær en ekki var talið hættulaust að sigla út til Vestmannaeyja fyrr en í nótt. Milli 30 og 40 farþegar vom stranda- glópar um borð í skipinu í um 15 klukkustundir. Veðrið í gær var mesta skaðræð- isveður fyrir gróður í langan tíma. Verst urðu úti svæði á Mývatnsör- æfum, Hólsfjöllum og Hólasandi. -RR um íþróttahreyfingarinnar hér á landi og öðrum ráðamönnum, að samræma þessi ólöglegu efni sem íþróttamenn eru að misnota - sam- ræma refsingar lögum um ávana- og fíkniefni. Að refsingarnar verði skyldar því sem er að gerast í ná- grannalöndunum," sagði Elías Kristjánsson, fulltrúi hjá fíkniefna- deild Tollgæslunnar á Keflavíkur- flugvelli. -ÆMK Sandreyður Síödegis í gær sáu menn rúmlega 15 metra sandreyði I höfninni í Sandgerði. Hvalurinn fylgdi bátum inn í höfnina og virtist vera áttavillt- ur þegar hann ætlaöi út úr höfninni aftur og strandaöi síöan viö norður- garöinn og veltist þar um í fjöru- boröinu. Mörg Ijót sár sáust á hvaln- um sem virtist vera kvalinn. Mikill fjöldi fólks kom á staölnn til aö fylgj- ast með hvalnum. Menn frá björgun- arsveitinni Sigurvon í Sandgeröi fóru á nokkrum bátum og náöu aö hjálpa honum út úr höfninni. DV-mynd-ÆMK Nöfn þeirra látnu Konan sem lést af slysförum undir Hafnarfjalli í fyrrakvöld hét Ragnhildur Petra Helgadótt- ir. Hún var 27 ára gömul. Ragn- hildur Petra lætur eftir sig sam- býlismann og tvo syni, 7 ára og 7 mánaða, en sá yngri slasaðist al- varlega í slysinu en er talinn úr lífshættu. Maðurinn sem lést í brunan- um í Keflavík í fyrrinótt hét Ei- ríkur Ellertsson, 35 ára að aldri, og var til heimilis að Ásabraut 16. -RR Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nei 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Er réttlætanlegt að láta grunnskólanema kaupa námsgögn? Kvikmyndin Djöflaeyjan frumsýnd 3. október: Allt í húfi og allir heimta sigur - segir Friörik Þór Friöriksson leikstjóri „Maður er óneitanlega orðinn mjög spenntur. Það eru miklar vænt- ingar enda tökur búnar að standa yfir í allan vetur og þetta er stærsta og dýrasta verk sem við höfum gert. Það má segja að það sé allt í húfi því þetta er eins og að stilla upp dýru knattspyrnuliði og allir heimta sig- ur,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður og leik- stjóri, viö DV um nýjustu mynd sína Djöflaeyjuna, sem frumsýnd veröur 3. október nk. Myndin verður frumsýnd í þrem- ur kvikmyndahúsum samtímis og ríkir mikil eftirvænting eftir henni. „Það eru um tvö þúsund manns sem komið hafa nálægt myndinni. Það er aukin spenna dag frá degi í mannskapnum og þetta nálgast mjög hratt. Viö erum alltaf að sjá meira og meira af myndinni. Við erum að hljóðblanda hana núna og það er allt- af mjög spennandi. Það er búið að klippa hana alla og það var allt gert í tölvum sem er auðvitað mun fljót- virkara," segir Friðrik Þór. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.