Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 Feguröarsamkeppni karla vakti at- hygli um síöustu helgi. Verða að þora úr buxunum „Ég tel það dæmi um jákvæða þróun að karlmenn keppi á þessum vettvangi eins og konur. Hins veg- ar finnst mér heldur lakara að þeir skuli ekki hafa þorað úr bux- unum.“ Árni Gunnarsson, aöstoðarmaöur félagsmálaráðherra, í Degi- Tím- anum. Tæpast flutnings- hæf verk „Sum þeirra íslensku verka sem hafa verið sviðsett hjá leikhús- unum á undanfórnum árum hafa tæpast verið flutningshæf og mér finnst engin ástæða fyrir leikhúsin að kosta upp á slíka hluti.“ > Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi, í Alþýðublaðinu. Ummæli Illþefjandi sorphaugar „Sorpa þessi virðist látin af- skiptalaus í sinni sóðalegu varg- fuglsræktun og rottueldi." Sigríður Halldórsdóttir um Sorpu í Álfsnesi, í DV. Náttúran og byggingar „Það er svolítið ríkt í okkur mönnunum að vilja eiginlega líta á náttúruna svipað og byggingar sem þurfi að halda við og megi ekki breytast." Sigrún Helgadóttir, varaform. Um- hverfismálaráðs, í Degi- Tímanum. Lagadeildin óupplýsta „Um þennan dóm er það að segja að hann ber því vitni að íslensk lögfræði er aðeins kennd í Háskóla íslands og einhverra hluta vegna hefur upplýsingin fari fram hjá lagadeildinni." Páll Vilhjálmsson, ritstjóri Viku- blaðsins, í Alþýðublaðinu. > Bíó í flugvélum Fyrsta kvikmyndin sem sýnd var í flugvél var klassíski vestr- inn Stagecoach, með John Way- ne í aðalhlutverki. Þetta var árið 1948 og það var flugfélagið Pan American sem reið á vaðið. Það var þó ekki fyrr en þrettán árum síðar að reglulegar sýningar á kvikmyndum í flugvélum hófust. TWA var þar að verki. Fyrsta kvikmyndin sem sýnd var þá nefndist By Love Possessed með Lönu Turner og Efram Zimbalist jr. í aðalhlutverkum. Blessuð veröldin Flugslysamyndir aldrei sýndar Sú kvikmynd sem oftast var sýnd um borð í bandarískum far- þegaflugvélum í fyrra var Bat- man Forever, árið þar áður var það Mrs. Doubtfire og árið 1994 var það Bodyguard. Ekki fá allar kvikmyndir náð fyrir augum þeirra sem velja myndir til sýn- ingar í flugvélum. Dæmi um ný- legar myndir sem ekki þóttu boðlegar vegna grófleika eru Showgirls, Species og Leaving Las Vegas. Svo eru það kvik- myndimar sem flugfarþegum er ekki hollt að horfa á. Yfirleitt eru það myndir með flugslysum. Fearless, Passenger 57, Drop Zone og Alive þóttu til að mynda allar of áhættusamar. Þokusúld og rigning Austur við strönd Noregs er 1032 mb hæð en 995 mb lægð er á Græn- landssundi, vestur af Vestfjörðum á leið norðnorðvestur og grynnist. Veðrið í dag I dag verður suðaustankaldi eða stinningskaldi. Þokusúld eða rign- ing öðru hverju sunnanlands og sums staðar norðanlands en úr- komulítið í nótt. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnan- og suðaustankaldi eða st- inningskaldi. Skúrir. Hiti 9 til 14 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.42 Sólarupprás á morgun: 07.02 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.42 Árdegisflóð á morgun: 10.11 Veörió kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 13 Akurnes rigning 11 Bergstaóir alskýjaö 12 Bolungarvík skúr á síö. kls. 12 Egilsstaöir skýjaö 12 Keflavíkurflugv. skúr 11 Kirkjubkl. rigning 11 Raufarhöfn skýjað 13 Reykjavík úrkoma í grennd 11 Stórhöföi súld 10 Helsinki skýjaö 4 Kaupmannah. skýjaö 9 Ósló léttskýjaö 5 Stokkhólmur þoka 6 Þórshöfn alskýjaö 11 Amsterdam hálfskýjaö 10 Barcelona þokumóöa 14 Chicago léttskýjað 12 Frankfurt léttskýjaö 7 Glasgow léttskýjaö 10 Hamborg skýjað 10 London léttskýjaö 10 Los Angeles heiöskírt 19 Madrid rigning 12 Malaga skýjaö 19 Mallorca léttskýjaö 16 Paris heiöskirt 6 Róm alskýjaö 19 Valencia léttskýjaö 15 New York alskýjaö 16 Nuuk léttskýjaö 2 Vín þokumóöa 9 Washington alskýjaö 17 Winnipeg heiöskirt 11 Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta: Fáir gera sér grein fyrir hversu framarlega við stöndum „Við erum að spila upp á það að komast í átta liða úrslit Evrópu- mótsins. Við urðum í þriðja sæti í okkar riðli og Þjóðverjar í öðru sæti í sínum. Liðið í fyrsta sæti úr riðlunum fór beint inn í úrslitin en lið númer tvö og þrjú spila um sæti. Þjóðverjar eru núverandi Evrópumeistarar þannig að þetta verður erfitt og ég tel möguleika okkar ekki mikla en það getur allt gerst í fótboltanum," segir Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrirliði kvenna- landsliðsins í fótbolta og fyrirliði og þjálfari Breiðabliks sem vann Maður dagsins íslandsmeistaratitilinn fyrir stuttu með fáheyrðum yfirburð- um. Fékk liðið aðeins á sig þijú mörk í mótinu sem segir mikið um styrk liðsins. Vanda sagði að gengi landsliðs- ins í sumar hefði verið misgott: „Við erum ofarlega á styrkleika- listanum og spilum því á móti sterkustu liðunum og ég held að fáir geri sér grein fyrir því hversu Vanda Sígurgeirsdóttir. framarlega við erum í kvennaknattspyrnunni. Við getum því miður ekki stillt upp okkar sterkasta liði í kvöld. Fjórar stúlk- ur, sem hafa spilað með landslið- inu, eiga við meiðsli að stríða og það munar um minna. Við eigum ekki úr eins stórum hópi að velja og aðrar þjóðir og því munar um hverja stúlku sem meiðist og getur ekki verið með.“ Vanda var spurð hvort hún hefði búist við þessum miklu yfir- burðum Breiðabliks: „Nei, ég bjóst alls ekki við slíkum yfirburðum. Við lögðum að sjálfsögðu upp með það að vinna mótið og töldum okk- ur eiga góða möguleika en þessir yfirburðir sem urðu raunin duttu manni aldrei í hug.“ Vanda verður ekki áfram hjá Breiðabliki næsta ár: „Nú er ég hætt í bili hjá Breiðabliki en ég stefni á að þjálfa áfram. Hvar það verður er þó óljóst enn sem komið er.“ Vanda er forstöðumaður félags- miðstöövarinnar í Árseli í Árbæ: „Það er mikill fjöldi ungs fólks sem kemur hingað og má segja að húsið sé i notkun daglega frá klukkan átta á morgnana til hálf- ellefu á kvöldin." Um áhugamál fyrir utan fótboltann sagði Vanda: „Ég hef gaman af því að vera með fjölskyldu og vinum og fara í bíó og ferðalögum hef ég einnig mjög gaman af, bæöi innanlands og utan, en því miður hef ég allt wof lítinn tíma til að feröast." -HK Kvennalands- leikur og handbolti Keppni er lokiö í 1. deild kvenna þetta árið en stúlkurnar eru samt ekki komnar í frí enn- þá því eftir eru landsleikir í Evr- ópukeppn- inni. í kvöld leika ís- lensku stúlkumar við Þýska- land á Laugardals- velli og hefst viður- eignin kl. 20.00. Leik- urinn er fyrri leikur þjóðanna um laust íslenska kvenna- sæti í úrslit- landsliöiö í fót- um Evrópu- bolta leikur viö keppninnar. Þýskaland á Það verður Laugardalsvellin- erfiður róð- um. uriim hjá ís- lensku stúlkunum því þýska lið- ið er Evrópumeistari og var í öðru sæti í síðustu heimsmeist- arakeppni en íslenska liðið er á heimavelli og það ætti að koma liðinu til góða. íþróttir í kvöld hefst keppni í 1. deild karla í handboltanum og eru á dagskrá sex leikir. Miklar breyt- ingar hafa orðið á flestum lið- anna og því erfitt að spá um úr- slit en eftirtaldir leikir fara fram: Stjaman - ÍR, Fram - HK, Haukar - KA, Selfoss - Aftureld- ing, Valur - FH og ÍBV - Grótta. Allt gætu þetta orðið spennandi leikir en þeir hefjast allir kl. 20.00. Bridge í leik Svía og Dana á Norður- landamótinu í bridge í sumar létu Svíamir sér nægja að spila tvo spaða á NS-hendumar í þessu spili í lokuðum sal. Vestur hóf vörnina á tígulásnum og skipti síðan yfir í hjartagosann og sagnhafi var sáttur við að fá 8 slagi í þessu samningi. í opnum sal var meiri hasar, en leik- ur liðanna var sýndur á sýningart- öflu. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og allir á hættu: * K952 *» D1064 ■f G105 * K8 Austur Suður Vestur Norður Morath Munken Bjerreg. Cohen pass 1 * pass 2 * pass 2 4» pass 3 ♦ pass p/h 3* pass 4 4 Lars Munksgaard (Munken) ákvað að opna á einum spaða á suð- urspilin og norður sleppti ekki klón- um af suðri fyrr en úttektarsamn- ingi var náð. Vestur hóf vörnina á því að spila út tígulkóngnum en skipti síðan yfir í laufþristinn. Munken drap á ásinn í blindum, svínaði spaðadrottningu og tromp- aði síðan lauf heima. Nú kom tígulnían, vestur setti ásinn og spil- aði meiri tígli. sem Munken átti á drottningu í blindum. Hann hcifði fylgst vel með afköstum AV í litnum og sá að tígulsjöan var orðin hæsta spil. Hann spilaði henni og austur vildi ekki fóma trompslag sínum og henti hjarta. Enn var lauf trompað, siðan komu kóngur og ás í hjarta og lauf frá blindum. Austur prófaði spaðafimmuna en Munken gat yfir- trompað á spaðaáttuna. Síðan var einfalt mál að spila sig út á hjarta og biða eftir níunda og tíunda slagn- um á tromp. Danirnir græddu 11 impa á spilinu en leiknum töpuðu þeir 8-22. ísak Öm Sigurðsson ♦ 107 * G2 ♦ ÁK64 * G9543 * Q «» A73 * D873 * ÁD10;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.