Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 DV 4 fhréttir *★ ★----- Stóðhestastöðin í Gunnarsholti: Frysta sæði úr stóð- hestum til geymslu í fyrravor hófust sæðingar á hryss- um á Stóðhestastöðinni í Gunnars- holti og nú hyggjast forráöamenn stöðvarinnar fiysta sæði úr stóðhest- um til geymslu og jafnvel útflutnings. „Við gerðum tilraunir með sæð- ingu við mjög ófúllkomnar aöstæður á síöasta vori,“ segir Jón Vilmundar- son, framkvæmdastjóri Stóöhesta- stöðvarinnar. „Við reistum 200 fermetra hús viö Stóðhestastöðina en húsið var ekki tilbúiö þegar viö hófum sæðingamar svo við vorum að þessu að mestu leyti úti við. 121 hryssa var sædd og hélt tæplega helmingurinn. Stór hluti hryssnanna var vandamálamerar og nokkrir hest- anna óhæfir til sæöistöku. Við vorum því með hálfgerða sjúkrastofú í Gunn- arsholti. Við erum búnir að sækja um starfs- leyfi fyrir sæðingastöð og húsið verð- ur innréttað bráölega eftir aö við fáum upplýsingar um þá alþjóölegu staöla sem viö verðum að fylgja til að fá leyfi fyrir útflutningi. Þaö er Dýralæknaþjónusta Suður- lands sem sér um þessar tilraunir og þar eru á ferðinni dýralæknamir Páll Stefánsson og Lars Hansen. Viö ætlum aö taka sæði úr hestum l ‘ _ ■ ’ ... f“ Sm - Orrafélagið hefur styrkt Stóðhestastöðina vegna fyrirhugaðrar sæðisfrystingar. Athugasemd Að gefnu tilefni skal það tekiö fram, aö lesendabréf þaö sem birt var undir fyrirsögninni „Halldór Blöndal aö blóraböggli,, miðvikudaginn 4. mars sl. er ekki eftir Indriöa Pálssom hdl. og fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Umrætt bréf er Indriða Pálssyni hdl. með öllu óviökomandi. DV biður viökomandi velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kynni aö hafa valdiö. og geyma í stráum. Stráin verða geymd i fljótandi köfiiunarefhi og geta geymst endalaust Við hyggjumst taka um þaö bil 200 skammta úr 4 vetra folum til að geyma ef þeir verða fyrir einhvers konar hnjaski, veikindum, veröa ófrjóir, drepast eða ef þeir veröa flutt- ir út. Það er trygging fyrir óhöppum aö eiga sæðisskammta úr stóðhestum og sést best nú er þessi óþekkta hrossa- veiki er aö ríða hér húsum að það er vissara að vera viö öllu búinn. Þess má geta að sæði getur ekki boriö bakt- eríur en það getur boriö veirur. Þessi stöð mun veita okkur tæk- ifæri á ýmiss konar rannsókniun á stóðhestum og við munum fá geysi- lega vitneskju um frjósemi og gasði sæðis. Svo er möguleiki á að við snúum okkur að eldri hestum. Það hefði verið áhugavert að eiga sæði úr Hrafiii frá Holtsmúla, þó svo aö hann sé nægilega skyldur hrossastofiiinum og einnig Gassa frá Vorsabæ sem var seldur til Danmerkur. Menn sem eiga stóðhesta hér en vilja annaðhvort flytja þá út eða eiga DV-mynd E.J. þá áfram hér og flytja út sæði fá auk- ið tækifæri til að nýta hestana. Andreas Trappe hefur sýnt þessu framtaki okkar áhuga en hann á hér hestinn Galsa frá Sauöárkróki og þarf ekki aö flytja hann út ef hann getur selt sæði úr landi. Þá hefúr Orrafélagið styrkt okkur myndarlega og borgað fyrirfram fyrir þjónustu. Viö stefiium að því að vera tilbúnir um miðjan apríl en auðvitaö er þaö óvisst eins og annað vegna þessara veikinda sem herja á hrossastofhinn nú,“ segir Jón Vilmundarson. -E.J. Skýrsla Stígamóta um kynferöisofbeldi: Mest hætta af aðstandendum Tengsl þolenda við ofbeldismenn 2n% „Tölumar sem koma fram í þess- ari skýrslu staöfesta að kynferðisof- beldi er alvarlegt vandamál í is- lensku samfélagi og að konum og bömum stafar mest hætta af sínum nánustu," segir Guörún Jónsdóttir, forstöðukona Stígamóta, en skýrsla um aöstæöur þeirra sem leituðu til Stígamóta var kynnt á fóstudag. Sifjaspell algengast í skýrslunni kemur fram að 431 einstaklingur leitaöi til Stígamóta á árinu 1997 og era langflestir þeirra konur eða böm, eða rúmlega 96 pró- sent. Einungis tíu af hundraði þeirra in-ðu fyrir ofbeldi ókunn- ugra, hinir urðu fyrir ofbeldi vina eða ættingja. Fimmtungur sagði að vinur eöa kunningi hefði heitt sig kynferðislegu ofbeldi en tæplega tólf prósent sögðu að faöir sinn hefði verið ofbeldismaðurinn. Sama hlut- fall varð fyrir ofbeldi af höndum mágs eða einhvers annars sem er giftur inn í fjölskyldu viðkomandi. Sifjaspell er langalgengasta formiö á kynferöislegu ofbeldi. í skýrslunni kemur fram aö körl- um sem leita sér aðstoöar hefur fækkað nokkuð frá árinu 1996. Þá vom þeir tæp níu prósent þeirra sem leita sér hjálpar en nú em þeir tæplega fjögur prósent. Kynferðisofbeldi er keðju- verkandi Guörún segir að kynferðisafbrot séu sérstaklega alvarleg í ljósi þess hve miklum sársauka þau valda þol- andanum og hve alvarlegar afleiö- ingar þau hafa fyrir framtíð viökom- andi. Það vekur athygli í skýrslu Stígamóta aö enn sé að koma fólk að leita sér hjálpar vegna ofbeldis sem það var beitt fyrir löngu, þrátt fyrir aö Stígamót hafi starfað í átta ár. Þaö sýnir kannski best hversu þung- bær brotin era fyrir þolandann. Samkvæmt skýrslu Stígamóta era helstu afleiöingar kynferðisofbeldis sektarkennd, lélegt sjálfsmat, depurð og erfiðleikar í samskiptum viö maka eða vini. „Erlendar rannsóknir sýna að mjög stór hluti vímuefnafíkla og vændiskvenna varð fyrir kynferðis- legu ofbeldi í æsku sinni, það má því segja að kynferðisofbeldi sé oft orsök að erfiðum vandamálum sem fólk á í seinna á lífleiðinni," segir Guðrún. Á mánudag ætla aðstandendur Stígamóta að gangast fyrir kröfu- göngu aö dómsmálaráðuneytinu þar sem Þorsteini Pálssyni dómsmála- ráöherra verða kynntar kröfur sem stuðla eiga að úrbótum í þessum málaflokki. Göngumenn munu safn- ast saman við Hlemm kl. 17.00. -JHÞ -J i í kyrrþey Svo sem fram hefúr komiö í Sand- korni em flestir helstu forkólfar verkalýöshreyfmgarinnar í námsferð í Bmssel undir forsæti Grétars Þorsteinsson- ar. Hersingin mun ætla að kynna sér innviði ESB. Ekki eru þó allir á einu máli um tilgang fararinnar og þær raddir heyrast að þama sé um að ræða skemmti- og eða snobbferð. Þar er vísað til þess að ritstjóri málgagns hreyfingarinnar, Vinnunnar, sitji heima. Það bendi til þess að foringjamir vflji ekki láta flagga Bjarmalandsfór sinni í mynd- um eöa texta framan 1 almúgann. Það fari betur á því að feröast í kyrr- þey... Systkinakærleikur Koma Þórhildar Þorleifsdóttur í leikhússtjórastólinn í Borgarleik- húsinu þykir hafa gagnast vinum hennar í Leikfélaginu ágætlega, ekki hvað síst bróður hennar, Eggert Þorleifssyni sem áður var hóflega notaður sem leikari hjá leikhúsinu. Nú er af sem áður var og Eggert leik- ur burðarhlutverk í hverju stykkinu eftir annað eftir að systir hans gerðist hæstráðandi í leikhús- inu. Þeir sem ekki em í náðinni eða í fjölskyldunni telja hins vegar sinn hlut rýran, en þora vart að æmta eöa skræmta af ótta við að verða fyrir barðinu á reiði kven- skörungsins og verða kastað út á guö og gaddinn. Bankabruðl Jóhanna Sigurðardóttir alþing- ismaður hefur verið iðin viö að vekja athygli á spillingunni innan ríkisbankanna. Hún hefur spurt viðskiptaráöherra um hin ólíkleg- ustu efni og fengið hin skrautleg- ustu svör. Nú síðast upplýsti ráð- herrann aðspuröur aö tugmilljónir hefðu runnið úr sjóðrnn bankanna til aö stjóramir og við- skiptavinir þeirra gætu svalað veiöieöli sínu í fokdýrum laxveiðiám. Mest sláandi i því dæmi era þau búhygg- indi sem Sverrir Hermannsson, bankastjóri Lands- bankans, sýnir með því aö leigja bankanum sína eigin á. Þar meö vaknar auðvitað sú spuming hvort Sverrir fái bankann til að borga fyrir sjálfan sig í eigin á. Þannig væri ótvíræður ávinning- ur hans að fara sem oftast í Hrúta- fjörðinn með sem flesta gesti... Ekki Litla-Rússland í nafnlausa sveitarfélaginu á Austflörðum er nú mikið hug- myndaflæði hvað varðar nýtt nafn á hið sameinaöa sveitarfélag. Varla er sá kjaftur á Eskifirði, Reyðar- firði og Neskaupsstað sem ekki hef- ur skoðun á því hvaða nafn eigi að verða samnefnari staöanna þriggja. Emil Thorarensen, bæjarfulltrúi á Eski- firði, er einn þeirra sem opinberlega hafa birt hugrenn- ingar sínar. Emil, sem var harður andstæöingur sam- einingar, segir frá því í blaðinu Austurlandi að nokkur nöfn komi til greina. Þar nefnir hann Austurbæ, Austurborg, Hólmaneskaupstað eða jafnvel Austurgoðorö. Yrði síðastnefnda nafnið valið gæti bæjarsfjórinn borðið titflinn „goði“. Emil útilokar nafnið Austurríki og segir allteins hægt að taka upp nafhið Litla-Rúss- land. Þar er hann væntanlega að vísa til rauðrar fortíðar og nútíðar Norðfirðinga ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn(5;ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.