Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 55
X>V LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 |afmæli „ Halldór Runólfsson Halldór Runólfsson, yfirdýra- læknir, til heimilis að Hjallabrekku 47, Kópavogi, er fimmtugur i dag. Starfsferill Halldór fæddist að Gunnarsholti á Rangárvöllum en ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR, stundaði nám í dýralækn- ingum í Skotlandi, lauk þar loka- prófi í dýralækningum 1973, hóf þar framhaldsnám í sjúkdóma- og heil- brigðiseftirliti dýralækna 1983 og lauk þar MscVPH-prófi í stjórnun, og eftirliti með dýrasjúkdómum. Þá hefur Halldór sótt mikinn fjölda námskeiða í sínu fagi s.s. við Dýra- lækningaháskólann í London, 1972 og í Edinborg, 1978; á vegum danska matvælaeftirlitsins, 1985, fór kynn- isferð til Bandaríkjanna 1991 og til Skotlands auk fjölda námskeiða á vegum Dýralæknafélags íslands og Endurmenntunarstofnunar HÍ. Halldór stundaði almenn sveita- störf að sumarlagi frá barnæsku og til tvítugs, var eitt sumar í síldar- verksmiðju, vann með dýralæknum með námi hér á landi og erlendis, stundaði dýralækningar í hálönd- um Skotlands, var, héraðsdýralækn- ir í Kirkjubæjarklaustursumdæmi 1974-83, deildarstjóri við Hollustu- vemd ríkisins 1984-91, var fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis 1991-97 en tók þá viö starfi yfirdýralæknis. Halldór hefur sinnt fjölda verk- efna fyrir landbúnaðarráðuneytið og yfirdýralæknisembættið á und- anfómum ámm og setið í ýmsum nefndum landbúnaðar-, heilbrigðis- og um- hverfisráðuneyta. HaUdór var formaður íslendingafélagsins í Edinborg 1971-72, var formaður rekstrar- nefndar fyrir íbúðir aldraðra á Klaustri 1978-82, fyrsti formaður Lionsklúbbsins Fylkis 1977, hefúr gegnt ólaunuðum umboðs- störfum fyrir Land- græðslu ríkisins, var einn af stofnendum og stjórnarformaður saumastofu á Klaustri, var fyrsti varamaður í hreppsnefnd Kirkjubæjarhrepps 1982, var fulltrúi Dýralæknafélags Islands í launamálaráði BHMR 1976-79, ritari Dýralæknafélags ís- lands 1979-82, formaður þess 1982-86, hefur verið fulltrúi þess í Alheimssamtökum dýralækna og í Samtökum heilbrigðisstétta og rit- ari þar 1987-89, hefur setið í nefnd um stofnun kennsludeildar í dýra- lækningum við HÍ, var ritari og for- maður Lionsklúbbs Mosfellsbæjar, svæðisstjóri í Lionshreyfingunni 1996-97 og formaður Félags heil- brigðis- og umhverfisfulltrúa 1995-97. Halldór hefur skrifað fjölda greina í fagblöð landbúnaðarins, skrifað um geislun, aðskotaefni og eiturefnaleifar í matvælum og hald- ið fjölda erinda á fundum, nám- skeiðum og ráðstefnum. Fjölskylda Halldór kvæntist 12.7. 1969 Steinunni I. Einarsdóttur, f. 10.7. 1948, meinatækni. Hún er dóttir Einars Þor- steinssonar og k.h., Sæ- unnar Sigurjónsdóttur. Börn Halldórs og Steinunnar eru Amar, f. 22.8. 1967, rafeinda- virki, kvæntur Ingi- björgu Jónu Hjaltadótt- ur og eiga þau fjögur börn; Freyr, f. 8.11.1972, háskólanemi; Birkir, f. 10.5. 1975, verslunarmaður en kona hans er Þórdís Helga Helgadóttir og eiga þau einn son; íris, f. 25.1. 1979, nemi í Ví. Bræður Halldórs eru Þórhaliur, f. 23.5. 1944, iþróttakennari við Álftamýrarskóla; Sveinn, f. 28.4. 1946, landgræðslustjóri ríkisins, bú- settur í Gunnarsholti. Foreldrar Halldórs voru Runólfur Sveinsson, f. 27.12. 1909, d. 4.2. 1954, skólastjóri á Hvanneyri og sand- græðslustjóri ríkisins, og k.h., Val- gerður Halldórsdóttir, f. 2.4. 1912, d. 1.1. 1990, húsfreyja. Ætt Meðal foðursystkina Halldórs má nefna Pál landgræðslustjóra og Rós- hildi, móður Brynju Benediktsdótt- ur leikstjóra. Runólfur var sonur Sveins, b. á Fossi í Mýrdal, bróður Gísla alþingisforseta. Sveinn var sonur Sveins, pr. í Ásum Eiríksson- ar. Móðir Sveins í Asum var Sigríð- ur Sveinsdóttir, læknis í Vík Páls- sonar og Þórunnar Bjamadóttur, landlæknis Pálssonar. Móðir Þór- unnar var Rannveig Skúladóttir landshöfðingja Magnússonar. Móðir Sveins á Fossi var Guðríður Páls- dóttir, pr. í Hörgsdal Pálssonar, og Guðríðar Jónsdóttir, systur Þórunn- ar, ömmu Kjarvals. Móðir Runólfs var Jóhanna Mar- grét Sigurðardóttir, smiðs á Breiða- bólstað Sigurðssonar, og Gyðríðar Ólafsdóttur frá Syðri-Steinsmýri. Valgerður er dóttir Halldórs, skólastjóra á Hvanneyri Vilhjálms- sonar, b. á Rauðará við Reykjavík, bróður Þórhalls biskups. Vilhjálm- ur var sonur Bjöms, prófasts og skálds í Laufási Halldórssonar. Móðir HaUdórs skólastjóra var Sig- ríður Þorláksdóttir, pr. á Skútustöð- um, bróður Benedikts, afa Geirs HaUgrímssonar. Þorlákur var sonur Jóns, ættfóður Reykjahlíðarættar- innar Þorsteinssonar. Móðir Valgerðar var Svava, syst- ir Tryggva forsætisráðherra og Dóra forsetafrú, móðir Völu forsæt- isráðherrafrú. Svava var dóttir Þór- haUs biskups, bróður Vilhjálms. Móðir Svövu var Valgerður, systir HaUdórs, föður Péturs borgarstjóra. Valgerður var dóttir Jóns, hrepp- stjóra á Bjarnarstöðum í Bárðardal HaUdórssonar. HaUdór verður að heiman á af- mælisdaginn. Steinunn, kona hans, verður fimmtug þann 10.7. n.k.. Þau munu því taka á móti gestum síðar í tUefni afmælanna. Halidór Runolfsson. Olafur Þorsteinsson Ólafur Þorsteinsson viðskipta- fræðingur, Kvisthagi 4, Reykjavik, verður fimmtugur á morgun. Ólafur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1969, og Cand.öecon-prófí frá Hí 1977 úr þjóðhagskjama. Ólafur var skrifstofustjóri fram- kvæmdadeUdar Innkaupastofnunar ríkisins (nú Framkvæmdasýslu rik- isins) 1977-87, stundakennari í hag- fræðigreinum við Kvennaskólann í Reykjavík og við MR 1980-87, er prófdómari í sömu greinum við MR frá 1988, var skrifstofustjóri og síðar framkvæmdastjóri Krabbameinsfé- lags íslands 1987-93, viðskiptafræð- ingur við endurskoðunardeUd Tryggingastofnunar ríkisins 1993 og deildarstjóri við hagdeild sömu stofnunar 1995-96, og deUdarstjóri við fjármálasvið HÍ ffá 1997. Ólafur sat í kjamefnd FVH 1982-87 og Aðlögunarnefnd FVH og Hí 1997 og 1998, í stjóm Knatt- spymufélagsins Víkings 1986-88, í varastjórn samtakanna Iþróttir fyr- ir aUa ffá stofnun tU 1994 og fjár- vörslumaður Reykvíkingafélagsins ffá 1993, ritstjóri tölfræðihandbókar Tryggingastofnunar ríkisins, Stað- talna almannatrygginga, fyrstu tvö árin, 1995 og 1996, og sat I ritnefnd og höfundur efnis í afmælisriti Tryggingastofnunar ríkisins 1996, Almannatryggingar í 60 ár. Fjölskylda Ólafur kvæntist 20.11. 1981 Helgu Jónsdóttur, f. 30.5.1955, cand.mag., 1 íslenskum bókmenntum frá HÍ 1984, málfarsráðgjafa og þýðanda með sjálfstæða starfsemi. Hún er dóttir Jóns Jónssonar, f. 15.6. 1925, bónda á Melum í Hrútafirði, og k.h., Þóru Ágústdóttur, f.14.10. 1927, húsfreyju, nú búsett í Reykjavík. Dætur Ólafs og Helgu era Krist- ín, f. 24.3. 1993, og Steinunn f. 21.9. 1994. Systir Ólafs er Kristín Þorsteins- dóttir, f. 10.4. 1955, cand.mag. og fréttamaður á Ríkisútvarpi, sjón- varpi. Foreldrar Ólafs: Þorsteinn Ólafs- son, f. 21.12.1920, d. 6.11.1984, tann- læknir í Reykjavík og k.h., Ólöf VU- mundardóttir, f. 10.4. 1920, hús- freyja. Ætt Þorsteinn var sonur Ólafs, læknis í Reykjavík Þorsteinssonar, jám- smiös í Reykjavík Tómassonar. Móðir Ólafs læknis var Valgerður, systir Ólafs fríkirkjuprests og hálf- systir, samfeðra, Karls Ijósmyndara. Valgerður var dóttir Ólafs, dbrm. og bæjarfúUtrúa í Lækj- arkoti í Reykjavík Ólafssonar, b. á Ægis- síðu i Holtum Sigurðs- sonar. Móðir Ólafs dbrm. var Valgerður Erlendsdóttir, b. i Litla- Klofa Jónssonar. Móðir Valgerðar Ólafsdóttur var Ragnheiður Þor- kelsdóttir, Gíslasonar. Móðir Þorsteins tann- læknis var Kristin Guð- mundsdóttir, b. á Hraunum í Fljót- um og verslunarstjóra á Siglufirði, bróður Páls borgarstjóra. Guðmund- ur var sonur Einars Baldvins, alþm. á Hraunum í Fljótum Guðmunds- sonar, b. þar Einarssonar, bróður Baldvins þjóðfrelsismanns. Móðir Kristínar var Jóhanna Stefánsdótt- ir. Ólöf er systir Guðrúnar, móður Þorsteins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds prófessors Gylfasona. Bróðir Ólafar ver Þór- hallur prófessor. Ólöf er dóttir Vil- mundar, landlæknis Jónssonar, b. á Fornustekkum í Nesjum Sigurðs- sonar. Móðir Vilmundar var Guð- rún Guðmundsdóttir, b. á Taðhóli Guð- mundssonar, og Vil- borgar Matthíasdóttur, b. á Stapa Magnússon- ar, bróður Bergs, afa Þorbjargar, langömmu Ólafs Davíðssonar hag- fræðings. Bergur var langafi Þorleifs, afa Sig- urðar Pálssonar rithöf- undar. Móðir Ólafar var Kristín læknir, systir Ástu, móður Ólafs Ólafssonar landlæknis og Guðrúnar, móður Ólafs Björns- sonar prófessors. Kristín var dóttir Ólafs, pr. í Hjarðarholti Ólafssonar, og Ingibjargar Pálsdóttur Mathiesen, pr. í Amarbæli Jónsson- ar, pr. í Arnarbæli Matthíassonar, stúdents á Eyri Þórðarsonar, ættföð- ur Vigurættar Ólafssonar, lögsagn- ara á Eyri Jónssonar, langafa Jóns forseta og Jens rektors, langafa Jó- hannesar Nor-dal. Ólafur ætlar að hefja daginn með hefðbundnu sunnudagshlaupi um strandir Reykjavíkur með vinum sínum, en frestar frekara afmælis- haldi fram á vor. Ólafur Þorsteinsson. Rosalia Moro Rodriguez Rosalia Moro Rodriguez matreiðslu- maður, Hjallabraut 2, Hafnarfirði, er fimmtug í dag. Starfsferill Rosalia fæddist í Valladolid á Spáni og ólst og ólst þar upp til fimmtán ára aldurs en átti síðan heima á Ast- urias á Spáni. Hún flutti síðan til Alcoy í Alicantehéraöi á Suður- Spáni en flutti þaðan til íslands 1984 og hefúr átt heima i Hafnarfirði síðan. Rosalia Moro Rodriguez. Reykjavík. Rosalia lauk grunn- skólanámi og félagslegu skyldunámi á Spáni. Hún stundaði siðan nám í hárgreiðslu og matreiðslu og lauk prófum í- þeim grein- Rosalia starfaði við hárgreiðslu og mat- reiðslu á Spáni og stundaði einnig kynn- ingarstörf. Hér á landi hefur hún unnið ýmis almenn störf, einkum við matreiðslu á ýmsum veitingastöðum í Fjölskylda Rosalia giftist 22.3. 1969, fyrri manni sínum, José Espi Ferre. Þau skildu 1979 en Jose Espi er nú lát- inn. Rosalia giftist 2.9. 1982 seinni manni sínum, Þórami Sigurbergs- syni, f. 13.4. 1958, tónlistarkennara. Hann er sonur Sigurbergs Þórarins- sonar og Hrafnhildar Þorleifsdóttur. Börn Rosaliu og José Espi era Gabriel Angel Espi Moro, f. 2.8.1970, búsettur á Spáni; Maria Celeste Espi Moro, f. 17.6. 1972, búsettur á Spáni og er dóttir hennar Sylvia Casandra Kristinsdóttir, f. 13.12. 1989; Rosalba Espi Moro, f. 7.3. 1974, búsett á Spáni en sonur hennar er Robert Espi, f. 28.7. 1992. Börn Rosaliu og Þórarins eru Helga Guðrún Þórarinsdóttir, f. 16.8. 1983, nemi; Alexander Þórarinsson, f. 10.9. 1986, nemi. Bróðir Rosaliu eru Eduardo Moro Rodriguez, f. 30.11. 1945, fyrrv. aðal- ritari UGI, stéttarfélags í Baksahér- uðum á Spáni, búsettur í Zumarraga í Baskahéruðum Spán- ar. Foreldrar Rosaliu eru Simplicio Moro de Castro, f. 26.8. 1911, nú á eftirlaunum, búsettur á Alcoy í Alicantehérði á Spáni, og k.h., Cel- estina Rodriguez Conzalez, f. 15.8. 1919, húsmóðir. 1 hamingju með afmælið 8. mars 70 ára Ingibjörg Bergsteinsdóttir, Hraunkambi 6, Hafnarfirði. Kaj A.W. Jörgensen, FeÚsmúla 13, Reykjavík. Ólafur Kristinn Sveinsson, Sellátranesi við Patreksfjörð. Þorbjörg Valdimarsdóttir, Kársnesbraut 89, Kópavogi. 60 ára Einar Logi Einarsson, Laugavegi 29, Reykjavík. Gisli Magnússon, Sigtúni 34, Selfossi. Rögnvaldur Lárusson, Höfðagötu 9 A, Stykkishólmi. 50 ára Margrét Kristinsdóttir kennari, Aðallandi 2, Reykjavík. Maður hennar er Jóhannes Tryggvason. Þau hjónin munu taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu milli kl. 16.00-20.00 á afmælisdaginn. Grímur Friðgeirsson, Eiðismýri 28, Seltjamamesi. Sigríður Guðriin Óladóttir, Rjúpufelli 23, Reykjavík. Smári Thorarensen, Norðurvegi 35, Hrisey. Sveinn Þorsteinsson, Bláskógum 6, Egilsstöðum. 40 ára Ásgrímur G. Þorsteinsson, Garðaflöt 31, Garðabæ. Ásta Sólrún Leifsdóttir, Urriðakvisl 19, Reykjavik. Guttormur Ármannsson, Brávöllum 8, Egilsstöðum. Halldór G. Halidórsson, Stapasíðu 24, Akureyri. Jón Pálmi Pálmason, Gerðhömram 17, Reykjavík. Kristín Björg Þorsteinsdóttir, Fálkagötu 21, Reykjavík. Lauren Dorothy Hauser, Goðalandi 16, Reykjavík. Sólveig D. Guðmundsdóttir, Smáratúni 4, Akureyri. 'WWWWWWl Smáauglýsinga deild DV er opin: 'm • virka daga kl. 9-22 í • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Skilafrestur smáauglýsinga er fyrir kl. 22 kvölaið fyrir birtingu. Attl. Smáauglýsing í Helgarblað DV verður þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Smáauglýsingar 550 5000 S IJrval - gott í hægindastólinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.