Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 54
LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 » 62 afmæli___________________ Aðalsteinn Ingólfsson Aðalsteinn Ingólfsson, listfræð- ingur og rithöfundur, Funafold 13, Reykjavík, er flmmtugur í dag. Starfsferill Aðalsteinn fæddist á Akureyri, varð stúdent frá ML 1967, stundaði nám í enskum bókmenntum, mál- sögu, heimspeki og listasögu við St. Andrews í Skotlandi frá 1967 og lauk MA-prófi 1971, stundaði nám við British Institute of Florence á Ítaiíu í ítölsku og 15du aldar mynd- list 1971-72 og lauk MA-prófi í lista- sögu með nútímalist sem sérgrein 1974 frá Courtauld Institute, Uni- versity of London. Aðalsteinn kenndi við University of Maryland á KeflavíkurflugveUi, við Academia Militare í Flórens, við HÍ og við Myndlista- og handíða- skóla íslands. Hann var listgagnrýn- andi Visis 1974-75, DB frá 1975, rit- stjóri menningarmála DB 1978-81 og DV 1985-90, deildarstjóri við Lista- safn Islands 1991-97 og starfar nú við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Aðalsteinn hefur annast þátta- gerð í Ríkissjónvarpinu, var fram- kvæmdastjóri Kjarvalsstaða 1976-78. Helstu rit: Óminnisland, ljóð, 1971; Gengið á vatni, ljóð og þýðingar, 1975; Islensk grafik, 1979; Leonardo, 1981; Kjar- val, málari lands og vætta og Kjarval, A Painter of Iceland, ásamt Matthíasi Jo- hannessen, 1981; Ei- ríkur Smith, 1983; Jó- hannes Geir, 1985; Kristín Jónsdóttir, 1987; Einfarar í ís- ienskri myndlist, 1988; Hringur Jó- hannesson, 1989; Erró - margfalt líf, ævisaga, 1991; Krist- ján Davíðsson, 1992; Leifur Breiðíjörð, 1996, auk fjölda verka í safnritum. Fjölskylda Kona Aðalsteins er Janet Shepherd, f. 18.3.1945, ritari. Hún er dóttir Ians Shepherds, fyrrv. deild- arstjóra í breska varnarmálaráðu- neytinu, og k.h., Eileen Shepherd ritara. Börn Aðalsteins og Janet eru Elva Brá, f. 11.7. 1977, nemi við Ferðamálaskóla Flugleiða; Signý, f. 29.11. 1979, framhaldsskólanemi; Drífa, f. 25.12. 1982, grunnskóla- nemi. Systkini Aðalsteins eru Ólafur Örn, f. 9.6. 1951, forstöðumaður fjárreiðudeildar Landsbankans; Birg- ir, f. 23.1. 1953, rekur, ásamt fleiri Auglýs- ingastofuna Yddu; Ás- rún, f. 21.10. 1955, hjúkrunarfræðingur á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði; Leifur, f. 6.9. 1960, iðnverka- maður í Reykjavík; Atli, f. 21.8. 1962; tón- skáld á Ítalíu. Foreldrar Aðal- steins: Ingólfur Aðal- steinsson, f. 10.10. 1923, veðurfræðingur og fyrrv. fram- kvæmdastjóri Hitaveitu Suðurnesja, og k.h., Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 9.2. 1926, fyrrv. bókavörður. Ætt Faðir Ingólfs var Aðalsteinn, b. í Brautarholti í Haukadal, Baldvinsson. Móðir Ingólfs var IngOeif Björnsdótt- ir, b. í Brautarholti, Jónssonar. Móðir Ingileifar var Guðrún Ólafsdóttir, b. á Vatni, Brandssonar og Katrínar, syst- ur Skarphéðins, fóður Friðjóns, fv. ráðherra, og Pálma, fóður Guðmund- ar jarðeðlisfræðings, og Ólafs, bóka- varðar Seðlabankans. Katrín var dótt- ir Jóns, b. í Stóra-Galtardal, Þorgeirs- sonar og Halldóru Jónsdóttir, b. á Breiðabólstað á Fellsströnd, Jónsson- ar. Systir Halldóru var Hólmfríður, langamma Ingibjargar, ömmu Ingi- bjargar Haraldsdóttur rithöfundar. Systir Halldóru var einnig Steinunn, langamma Auðar Eydai. Bróðir Hali- dóru var Þórður, langafi Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. ráðherra, og Gests, fóður Svavars alþm. Ingibjörg er dóttir Ólafs, kaupfé- lagsstjóra á Vopnafirði, Metúsalems- sonar, gullsmiðs á Burstarfelli í Vopnafirði, Einarssonar. Móðir Ingi- bjargar var Ásrún Jörgensdóttir, b. í Krossavík, Sigfússonar, b. á Skriðuklaustri, Stefánssonar, prófasts á Valþjófsstað, Árnasonar. Móðir Ás- rúnar var Margrét, systir Gunnars, afa Gunnars Gunnarssonar rithöfund- ar. Margrét var dóttir Gunnars, b. á Brekku í Fljótsdal, Gunnarssonar og Guðrúnar Hallgrimsdóttur, b. á Stóra- Sandfelli, Ásmundssonar, afa skáld- anna Jóns og Páls Ólafssona. Fjölskylda og vinir Aðalsteins hafa opið hús hjá Sævari Karli að Banka- stræti 7 í dag, laugard. 7.3., milli kl. 11.00 og 13.00. Aðalsteinn Ingólfsson. • •* % f ’i ■v I i .X $ f f 'þ. Bragi Þorsteinsson Bragi Þorsteinsson verkfræðing- ur, Hjálmholti 12, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Bragi fæddist i Sauðlauksdal við Patreksíjörð og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1942, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1945 og prófi i byggingarverkfræði frá KTH í Stokkhólmi 1949. Bragi var verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen í Reykjavík 1949-57 en stofhaði þá, ásamt Eyvindi Valdimarssyni, eigin verkfræðistofu og hefur starf- að þar síðan. Auk þess stundaði hann verkfræðistörf hjá Kooperati- ve Förbundet í Stokkhóimi og pró- fessor Ame Johnson í Stokkhólmi 1958-59 og hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur 1976-78. Bragi var meðdómandi við borg- ardómaraembættið í Reykjavík frá 1965 og við bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði, var dómkvaddur mats- maður í fiölmörgum matsmálum. Hann starfaði í nefnd, er vann að gerð steypustaðals ISTIO, 1960-67, í gjaldskrámefnd VFÍ, var formaður BVFÍ 1963-55, í stjóm VFÍ 1966-68, í Kröflunefnd 1974-78, var prófdóm- ari við HÍ og situr í orðanefnd BVFÍ. Fjölskylda Bragi kvæntist 12.6. 1953 Fríðu Sveinsdóttur, f. 25.1. 1922, húsmóð- ur. Hún er dóttir Sveins Guðmunds- sonar, járnsmíðameistara í Reykja- vík, og konu hans, Halldóru Kr. Jónsdóttur húsmóður. Böm Braga og Fríðu em Helga, f. 5.1. 1954, arkitekt í Reykjavík, gift Jóhanni Sigurjónssyni, sjávarlíf- fræðingi og sendiherra, og eiga þau þrjú böm; Halldóra Kristín, f. 21.5. 1960, arkitekt i Reykjavík, gift Áma B. Björnssyni verkfræðingi og eiga þau tvö böm; Sveinn, f. 22.1. 1962, arkitekt í Reykjavík, en kona hans er Unnur Styrkársdóttir, dr. í líf- fræði, og eiga þau tvo syni. Systkini Braga: Guðrún, f. 28.7. 1921, d. 24.3. 1983, kennari í Reykja- vík, og átti hún eina dóttur; Baldur, f. 5.8. 1924, skógfræðingur í Kópa- vogi, kvæntur Jóhönnu Friðriks- dóttur menntaskólakennara og eiga þau fimm böm; Jóna, f. 21.2. 1927, bókasafnsfræðingur, gift Sigurjóni Einarssyni, prófasti á Kirkjubæjar- klaustri, og eiga þau tvö böm; Helgi, f. 13.9.1936, bæjarritari á Dal- vík, og á hann tvær dætur frá fyrra hjónabandi en kona hans er Þórunn Bergsdóttir skóla- stjóri en hún á fiögur börn frá fyrra hjóna- bandi. Foreldrar Braga voru Þorsteinn Krist- jánsson, f. 31.8. 1891, d. 18.2. 1943, sóknar- prestur í Sauðlauks- dal, og kona hans, Guðrún Petrea Jóns- dóttir, f. 24.12.1901, d. 2.5.1977, húsfreyja. Ætt Þorsteinn var sonur Kristjáns, hreppstjóra á Þverá í Hnappadals- sýslu, Jömndssonar, b. á Hólmlátri á Skógarströnd, Guðbrandssonar, ríka á Hólmlátri. Móðir Þorsteins var Helga Þorkelsdóttir, b. á Helga- stöðum í Hraunhreppi, Ólafssonar. Guðrún var dóttir Jóns, tré- smíðameistara i Keflavik, Jónsson- ar, b. í Ferjunesi í Flóa, Pétursson- ar, b. í Súluholtshjáleigu, Guð- mundssonar, b. á Galtastöðum, Bjömssonar. Móðir Péturs var Guð- laug Pétursdóttir, systir Sigurðar, föð- tu- Bjama Sívertssen riddara. Móðir Jóns trésmiðs var Elín Sveinsdóttir, b. í Ferjunesi, Sigurðs- sonar, b. á Kálfhóli á Skeiðum, Magnús- sonar, bróður Höllu, langömmu Jóns Hjaltalín læknapró- fessors. Móðir Elín- ar var Elín Þor- bjömsdóttir, b. í Sigluvík, Þorkels- sonar. Móðir Guð- rúnar var Þóra Eyj- ólfsdóttir Jónssonar, b. á Söndum, Þórðarsonar, b. í Teigi í Fljótshlíð, Runólfssonar. Móðir Eyjólfs var Guðrún Eyjólfsdóttir, b. á Steinsmýri, Jónssonar, og Hall- dóm, dóttur Sigurðar, b. á Árgils- stöðum, Sigurðssonar og Þuríðar Bergsteinsdóttur. Móðir Þóra var Þórdís Guðmundsdóttir, b. á Snæ- býli í Skaftártungu, ísleifssonar og Guðlaugar Runólfsdóttm-. Bragi verður að heiman á afmæl- isdaginn. Elín Soffía Harðardóttir Elín Soffia Harðar- dóttir, matreiðslu- maður og kaupmað- ur, Klapparholti 5, Hafnarfirði, er fertug i dag. Starfsferill Elín fæddist á Ak- ureyri. Hún stundaði nám í matreiðslu og lauk sveinsprófi í þeirri grein frá Hótel- og veitingaskóla ís- lands 1985. Elín stundaði skrifstofustörf í nokkur ár, m.a. hjá Alþýðuflokknum og Sjúkrasamlagi Hafnarfiarðar. Hún vann að útgáfú á Kennaratali á íslandi, ásamt Sig- rúnu systur sinni, 1982-88, var mat- sveinn hjá Samskipum 1988-94 og rekur nú verslun á Seltjarnamesi. Elín hefur gegnt ýmsum trúnað- arstörfum fyrir Alþýðuflokkinn, hefur setið í flokkstjórn og m.a. ver- ið varaþingmaður í Reykjaneskjördæmi en hún sat á Alþingi um skeið. Hún er nú formaður Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafharfirði. Fjölskylda Sonur Elínar frá því áður er Tryggvi Freyr Elínarson, f. 12.2. 1976, verslunar- maður. Elín giftist 8.6. 1996 Sigurjóni Gunnars- syni, f. 11.2.1959, sjó- manni í Hafnarfirði. Hann er sonur Gunnars Sigurjóns- sonar og Jóhönnu Tómasdóttur sem búsett em á Akureyri. Sonur Elínar og Sigurjóns er Gunnar Þór, f. 2.7. 1994. Systkini Elínar em Ólafur Þórð- ur, f. 12.12. 1951, dósent við HÍ, bú- settur í Reykjavík; Sigrún Ágústa, f. 21.12. 1952, kennari við Seljaskóla, búsett í Reykjavík; Tryggvi, f. 30.6. 1954, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði; Ragnhildur, f. 13.10. 1955, kaupmað- ur í Hafnarfirði; Kristín Bessa, f. 24.7. 1963, húsmóðir í Garðabæ; Guðrún, f. 27.7. 1966, húsfreyja og bóndi að Hvassafelli í Eyjafirði. Foreldrar Elínar em Hörður Zóphaníasson, f. 25.4. 1931, fyrrv. skólastjóri í Hafnarfirði, og Ásthild- ur Ólafsdóttir, f. 3.2. 1933, skólarit- ari. Ætt Hörður er sonur Zóphaníasar, skó- smiðs í Reykjavík, Benediktssonar, b. í Ytra-Tungukoti í Svartárdal, Helga- sonar. Móðir Harðar var Sigrún Jón- ína Tijámannsdóttir, b. í Fagranesi í Öxnadal, Guðmundssonar, og Sigur- rósar Sigurðardóttur. Bróðir Ásthildar er Krisfián Bersi skólameistari. Ásthildur er dóttir Ólafs, skólasfióra i Hafnarfirði, bróð- ur Guömundar Inga, skálds frá Kirkjubóli. Ólafur var sonur Krist- jáns, b. á Kirkjubóli, bróður Guðrún- ar, ömmu Kristínar Ólafsdóttur söng- konu. Kristján var sonur Guðmundar, b. á Kirkjubóli, Pálssonar, bróður Há- konar, langafa Sigurjóns Péturssonar. Móðir Ólafs skólasfióra var Bessabe, systir Friðrikku, ömmu Einars Odds Kristjánssonar alþm. Bessabe var dóttir Halldórs, b. á Hóli í Önundar- firði, bróður Ragnheiðar, langömmu Gunnars Ásgeirssonar forsfióra. Móðir Ásthildar er Ragnhildur Gísladóttir, b. á Króki, Árnasonar, b. í Öskubrekku, Árnasonar, hreppsfióra í Neðri-Bæ, Gíslasonar, pr. í Selárdal, Einarssonar Skálholtsrektors Jóns- sonar, langafa Guðnýjar, ömmu Hall- dórs Laxness. Móðir Árna hreppsfióra var Ragnheiður Brynjólfsdóttir, kaup- manns í Flatey, Bogasonar, ættfóður Staðarfells-ættarinnar, Benediktsson- ar. Móðir Ragnhildar var Ragnhildur Jensdóttir, b. í Feigsdal, Þorvaldsson- ar. Elín og Sigurjón taka á móti gestum á heimili sínu, Klapparholti 5, í dag, kl. 17.00-19.00. Elín Soffía Harðardóttir. lil hamingju með afmælið 7. mars 85 ára Sæunn Halldórsdóttir, Hrafnistu í Reykjavík. 80 áxa Sigurbjartur Guðjónsson, Hávarðarkoti, Djúpárhreppi. 75 ára Egill Jóhannesson, Ásabraut 8, Keflavík. Unnur Sveinsdóttir, Dalalandi 14, Reykjavík. 70 ára Hallgrímur Jónasson, Hólmum, Skútustaðahreppi. Ragnar Eyjólfsson, Gnoðarvogi 22, Reykjavík. 60 ára Jóhannes Magnús Þórðarson, bóndi í Krossanesi í Álftaneshreppi, varð sextugur þann 3.3. sl. Hann tekur á móti gestum í félagsheimilinu Lyngbrekku í kvöld, laugard., frá kl. 20.30. Sigrún Friðriksdóttir, Svarfaðarbraut 3, Dalvík. Sigurgeir Kjartansson, Langholtsvegi 76, Reykjavík. Sonja Lúðvíksdóttir, Þingholtsstræti 3, Reykjavík. Sólveig Felixdóttir, Sléttuvegi 7, Reykjavík. Úlfar Bjömsson, Hólsvegi 10, Reykjavík. 50 ára Ingvar Einarsson, Kóngsbakka 13, Reykjavík. Reynir Jósepsson, Dúfnahólum 4, Reykjavík. Sigríður Valdimarsdóttir, Ásgötu 15, Raufarhöfh. Sigurður Kristinsson, Hjallavegi 62, Reykjavík. Steinn Ástvaldsson, Suðurgötu 11, Sauðárkróki. Tómas ísleifsson, Ytri-Sólheimum, Mýrdalshreppi. 40 ára Brynja Ríkey Birgisdóttir, Safamýri 38, Reykjavík. Elísabet Kristjánsdóttir, Rjúpufelli 27, Reykjavík. Kristrún Lilja Garðarsdóttir, Brekkubyggð 42, Garðabæ. Marietta Maissen, Höskuldsstöðum, Breiödalshreppi. Pétur Ægir Hreiðarsson, Kirkjubraut 25, Njarðvík. Ragnar Hallgrímur Bjömsson, Austurbrún 4, Reykjavík Öm Vigfús Óskarsson, Vesturbergi 151, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.