Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 30
3» &kamál LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 Maðurinn virtist fullkomlega ró- legur þar sem hann sat á tröppun- um við hús sitt, rétt eins og ekkert hefði komið fyrir. Hann var með vindling milli fingranna. Skyndi- lega heyrðist mikið væl í aðvörun- arflautum lögreglubíls og augna- bliki síðar sást hann aka að húsinu á miklum hraða. Maðurinn á tröpp- unum stakk vindlingnum milii vara sér og dró reykinn djúpt að sér. Tveir lögreglumenn stukku út úr bílnum og hlupu í áttina til hans. En hann starði tómlegum augum út í loftið og það var ekki fyrr en þeir komu alveg að honum að hann tók til máls. „Farið ekki lengra," sagði hann. Svo leit hann í átt til hússins og bætti við: „Hún liggur þama inni - konan mín. Ég er nýhúinn að skjóta hana.“ Aftur stakk hann vindlingn- um milli vara sér og dró djúpt að sér reykinn. Skin og skúrir Paul hafði stundað fasteignasölu á S-Englandi en þar eru sumar dýr- ustu og fallegustu húseignir í land- inu. En skyndilega dró ský fyrir sólu og hann missti starfið. Hann varð bitur en missti samt ekki móð- inn. Emma stóð fast með honum og þau settu á stofn fasteignasölu í Basingstoke. Þau höfðu heppnina með sér og ekki leið á löngu þar til þau höfðu hagnast svo vel að þau gátu varið jafnvirði um tuttugu milljóna króna í að lagfæra gamalt hús sem verið hafði í eigu aðals- manns. Allt gekk nú vel hjá ungu hjónun- um. Þau héldu áfram að efnast og þar kom að þau áttu „allt“, eins og stundum er sagt. Emma vann á fast- eignasölunni þegar hún stundaði ekki fyrirsætustörf. Og hún átti BMW-sportbíl en hann Range Skilnaður og nýtt hjóna- band Það sem gerst hafði var á sinn hátt gömul saga í dálítið breyttri út- gáfu. Og hún gerðist 1997, um sum- arið. í fáum orðum mátti lýsa at- burðarásinni þannig: Myndarlegur maður og falleg kona. AUt of mikið af peningum. Allt of mikil skemmt- un. Allt of mikil leiðindi! „Hið ljúfa líf,“ varð einhverjum að orði þegar hann kynnti sér það sem gerst hafði. Og ljúfa lífið er svo sannarlega ekki nein nýlunda. Paul Cowdray var þrjátíu og átta ára þegar hann kynntist Emmu, tuttugu og sex ára ljósmyndafyrir- sætu. Hann var þá nýskilinn við konu sína en skilnaðurinn hafði ekki gengið þegjandi og hljóðalaust og hafði næstum kostað Paul aleig- una. Engu að síður ákváðu þau Emma að ganga í hjónaband og það gerðu þau 1991. Rover. Þá áttu þau hraðbát, voru fé- lagar í hinum nafntogaða Cam- berley-skotklúbbi og sumar helgar fóru þau á vatnaskíði eða í lautar- ferðir á landareign við Beaulieu- kastalann. Paul hafði gaman af að skoða fornbíla á safninu þar sem og á öðrum álíka söfnum. Leynilegar svallferðir En Paul átti sér nú orðið hlið sem Emma hafði ekki kynnst. Þær helg- ar sem þau Emma voru ekki á vatnaskíðum eða ferðalögum úti í sveit fór hann með „strákunum" til Amsterdam þar sem fátt var til sparað til að gera ferðirnar sem eft- irminnilegastar. Og leið þeirra fé- laganna lá meðal annars í mellu- hverfin. Árið 1996 fengu nokkrir vinir hjónanna um það grunsemdir að brestir væru komnir í hjónabandið sem hafði virst nánast fullkomið. Paul leitaði æ meira til félaga sinna en á meðan sat Emma heima og furðaði sig á breytingunni sem var að verða. Auðvitað leiddi þessi framkoma hans til rifrilda. Þau hjón deildu um rekstur fyrirtækisins og fleira. Utan heimilisins fór að bera á skapillsku í fari Pauls og nokkrum sinnum heyrðist hann lýsa yfir því drukkinn að hann myndi ekki umbera að Emma skUdi við hann. „Ef hún gerir það,“ sagði hann, „skýt ég hana eða gef henni eitur. SkHnaður myndi setja mig á hausinn." Vinir hans tóku ekki mik- ið mark á þessu tali. Drukkn- ir menn segja margt ómark- tækt. Skilnaðarbeiðnin í nóvember 1996 fór aUt úr böndunum. Paul hafði farið enn eina helgarferðina til Amsterdam og í þetta sinn hafði hann ekki látið sér nægja að drekka sig fullan og vera með mellum. Hann hafði líka neytt fíkniefna og þegar hann kom heim á mánudegin- um var þolinmæði hennar á þrot- um. „Ef þetta heldur svona áfram get ég ekki séð hvernig við getum verið gift,“ sagði hún. „Ég elska þig ekki lengur!" Emma fór á skrifstofuna en Paul, sem varð eftir heima, hringdi fljót- lega til hennar og bað hana að koma aftur heim svo þau gætu rætt vand- ann. Hún varð við þeirri ósk hans en hafði fyrst samband við vin þeirra hjóna, Ian Moore, og féUst hann á að koma með henni. Þegar þau komu heim hafði Paul lokað sig af í setustofunni með því að renna flygli fyrir hurðina. Hann var æstur og sagðist myndu svipta sig lífi ef hann fengi ekki að vera einn. Ian Moore vissi hvar lyklarnir að byssuskápnum voru. Hann læsti honum og stakk lyklunum á sig. Eftir nokkra stund ró- aðist Paul og þá ákváðu Emma og Ian að fara og láta hann jafna sig. Annað símtal Paul jafnaði sig nokkuð en það sem næst gerðist virðist henda til þess að yfír hann hafi komið sú ískalda ró sem fylgir oft hörðum ásetningi. Hann gerði erfða- skrá og sendi hana lög- manni sínum í símbréfi. Síðan ýtti hann flyglinum frá hurðinni i setustofunni og gekk að byssuskápnum. Úr vasa sínum tók hann lyklakippu með aukalykli að skápnum og tók úr hon- um haglabyssu. Næst hringdi hann til Emmu og bað hana að koma heim svo þau gætu „rætt út um málin“. Emma ákvað að verða við ósk hans. En hún vissi ekki að hún átti aðeins stutt eftir ólifað. Emma gekk rólega inn í stofuna. Paul sneri baki í hana þegar hún gekk inn en sneri sér síðan að henni. Skelfingarsvipur kom á hana þegar hún sá að hann lyfti haglabyssu og miðaði á hana. Ósjálfrátt bar hún hendur fyrir andlitið. Hann skaut og hún datt á gólfið. Þá gekk hann að konu sinni, settu tví- hleypuna að hnakka hennar og tók í hinn gikkinn. Hún lést samstund- is. Að svo búnu lagði Paul byssuna upp að vegg, gekk út fyrir, settist á tröppurnar og beið lögreglunnar sem hann var viss um að kæmi fljót- lega því nágrannarnir myndu hafa heyrt skothveUina og gert henni að- vart. Neitaði Er lögregluþjónarnh’ höfðu geng- ið úr skugga um að Paul sagði satt þegar hann vísaði þeim á líkið af konu sinni inni í húsinu handtóku þeir hann. Hann var færður í varð- hald og skýrsla send saksóknara sem gaf út ákæru. Paul Cowdray skyldi svara til saka fyrir rétti í Winchester. í réttinum neitaði Paul að hafa gerst sekur um morð. Hann bar því við að hann hefði ekki verið ábyrg- ur gerða sinna á þeirri stundu sem hann skaut konuna. Verjandi hans, Jonathan Goldberg, hélt því fram að skýringin á því sem gerst hafði Beaulieu-kastala er gott safn gamaila bíla. Paul fór stundum til Amsterdam um helgar. væri einföld. Paul hefði veifað haglabyssunni í miklu uppnámi og skot hlaupið úr henni þegar Emma reyndi að ná henni af honum er hann hefði verið í þann veginn að fremja sjálfsvíg. En saksóknari var ekki sammála. „Þetta þykir heldur langsótt skýr- ing,“ sagði hann. „Eða hvernig má það vera að það hlupu tvö skot úr byssunni? Varla hefur það gerst fyr- ir tUvUjun. Emma Cowdray var skotin tvisvar. í fyrra skiptið beint í andlitið en síðara skotið hljóp af eft- ir að byssunni var beint að hnakka hennar þar sem hún lá særð tU ólíf- is á gólfinu. Varla getur það talist slysni!“ Dómurinn Kviðdómendur sáu hve gölluð vörnin var. Þeir kynntu sér líka for- tíð sakbornings og lifsstíl. Hann bar með sér að þau hjón hefðu lifað hinu ljúfa lífi og Paul Cowdray ekki þolað það. Enn einu sinni hefði sannast að það þarf sterk bein tU að þola góða daga. Tilgangsleysið með eyðslu mikiUa fjármuna í innan- tómt líf hefði haft sín áhrif og loks hefði sakborningur tapað áttum. Kviðdómendur urðu á einu máli. Þeir fundu Paul Cowdray sekan um morð að yfirlögðu ráði. Dómarinn, Ian Kennedy, dró ekki dul á að hann liti það sem Paul hafði gerst sekur um alvarlegum augum. Þegar hann kvað upp dóminn, ævUangt fang- elsi, sagði hann meðal annars: „Hin unga kona þín hafði ekki í huga að skilja við þig af því hún hafði fundið ann- an mann sem hún elskaði og vUdi giftast. Nei, hún vildi fara frá þér af því þú hagaðir þér skelfllega og komst illa fram við hana. Ég trúi því aUs ekki að þú hafir haft í huga að fremja sjálfsmorð. Ég er sannfærður um að þú skaust Emmu tví- vegis. Þú framdir morð- ið með köldu blóði.“ Paul Cowdray var færður úr réttarsalnum tU þess að taka út dóm- inn sem beið hans. Þar með var lokið ferli sem lýsti á sinn hátt dugn- aði og útsjónarsemi hjónanna því án þeirra eiginleika hefði þeim vart tekist að koma undir sig fótunum. En fjármunir og velgengni dugðu ekki. Hið ljúfa líf tók sinn toll eins og það hefur svo oft gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.