Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 58
LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 « myndbönd The Full Monty: Félagarnir sem hafa gert sér grein fyrir því aö þaö er hægt aö hafa peninga upp úr því aö strippa. konu sinni frá atvinnu- missinum. Horse er sá eini sem hefur einhverja dansreynslu, en hann er farinn að eldast og liða- mótin orðin stirð og lúin. Að lokum höfum við Guy, sem er með eindæmum vel vaxinn niður en held- ur ekki takti. Þrátt fyrir þrotlausar æfingar er ljóst að danskunnátta þeirra og útlit er ekki slíkt að geta keppt við at- vinnumennina i Chipp- endales og þeir þurfa því að bjóða upp á eitthvað meira til að skera sig úr. Þeir ákveða því að ganga feti lengra en aðrir, fara úr hverri spjör og sýna sig frammi fyrir öllum konun- um einu lauf- blaði klæða- minni en Adam í aldingarðinum. Robert Carlyle Robert Carlyle, sem leikur aðal- hlutverkið, hefur verið áberandi í breska kvikmyndaiðnaðinum upp á síðkastið. Hann hefur verið í fararbroddi skoskra leikara síðan hann lék í mynd Ken Loach, Riff Raff. Hann komst síðan á alþjóða- kortið með myndinni Priest, þar sem hann lék elskhuga prestsins. Hann tók síðan að sér aðalhlut- verkið í sjónvarpsþáttunum Hamish Macbeth, sem urðu mjög vinsælir í Bretlandi. Hann sló síð- an í gegn sem hinn tryllingslegi Begby í Trainspotting, og lék í kjölfarið í BBC-myndinni Go Now, sjónvarpsþáttunum Cracker og nýlega í Carla’s Song, þar sem hann leikur strætisvagnabílstjóra frá Glas- gow sem verður ástfanginn af konu frá Nicaragua. Árið 1991 stofnaði hann eigin leikhóp, Rain Dog, og hefúr leikstýrt á þeim vettvangi fjölmörgum uppfærslum, þ.á.m. One Flew Over the Cuckoo’s Nest og Macbeth. Fremstur í flokki aukaleikara er Tom Wilkinson sem leikur Gerald. Hann er þraut- reyndur leikari bæði á leiksviði og í sjón- varpi, og hefur m.a. leikið í kvikmyndunum Priest, Sense and Sensibility, The Ghost and the Darkness og Smilla’s Sense of Snow. Mark Addy, sem m.a. leikur með Rowan Atkinson í sjónvarpsþáttunum A Thin Blue Line, leikur Dave. Paul Barber (The Long Good Friday, Priest) leikur Horse, Steve Hui- son (When Saturday Comes) leikur Lomper og Hugo Speer leikur Guy. Þess má geta að það er engin tilviljun hversu misleitur hóp- urinn er. Leikstjórinn vildi hafa það þannig og segist hafa séð fyrir sér veggspjaldið fyr- ir The Usual Suspects. Þessir leikarar þurftu síðan allir að berhátta sig fyrir framan 400 öskrandi konur en sem betur fer þurfti að- eins eina töku. Tilnefnd til óskarsverðlauna Framleiðandinn Uberto Pasolini hafði orðið mjög hrifinn af öðru handriti eftir Simon Beaufoy og fékk hann því til að skrifa handritið að The Full Monty. Þeir fengu síðan Peter Cattaneo sem leikstjóra, en hann var þá nýbúinn að gera sjónvarps- myndina Loved Up, sem var sýnd á Sund- ance-kvikmyndahátíðinni árið 1996. Þar sáu menn frá Fox Searchlight myndina og sam- þykktu að leggja fé í The Full Monty. Þeir sjá varla eftir því þar sem myndin hefur gengið með afbrigðum vel, sló aðsóknarmet í Englandi og er tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta myndin. -PJ Þegar stáliðnaðurinn í Sheffield tók upp nútímalegri framleiðsluhætti á áttunda ára- tugnum var mörgum stórum verksmiðjum lokað og fjöldi fólks missti vinnu sína. Gaz er einn af þeim og lætur sér detta ýmislegt í hug til að afla peninga umfram atvinnuleys- isbótanna. Nýjustu hugljómunina fékk hann þegar hann áttaði sig á vinsældum Chipp- endales-fatafellnanna. Hann fær nokkra fé- laga sína með sér til að æfa strippdans og troða upp. Einn þeirra er Dave, besti vinur Gaz, en hann hefur miklar áhyggjur af holdafari sínu. Annar er Lomper, þunglynd- ur öryggisvörður sem býr hjá móður sinni. Gerald var verkstjóri og yfirmaður þeirra Gaz og Dave, en hann hefur ekki enn sagt Einn verkamannanna æfir sig í dansi. UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Gunnar M. Andrésson myndlistarmaður: „Uppáhalds- myndbandið mitt er fræðslumyndband- ið „Success with full body molds and Forton cast- ings“ frá Pink House Studios Inc. í þessu magnþrungna myndbandi leiðir hinn víðkunni skúlptúristi Mark Prent okkur í gegnum nokkrar aðferðir sem nota má við heilmóta- töku af mannslíkam- anum. Með honum eru einn aðstoðar- maður og kven- módel en þau fara afburðavel með. hlutverk sín í sinni kyrrlátu hógværð og sam- vinnu við meistar- ann. Myndin er sannast sagna mjög „líkamleg" og farið er í gegnum notkun ýmissa efna til af- steyputöku fin e finningu. Öll umgjörð r hrífandi, látlaus sviðsmynd sem sam- anstendur af tólum listamannsins ásamt stöku af- steypu af líkamsparti sem hangir á vegg í bakgrunni. Farið er spar- lega með notkun hljóðs, nánast al- farið faglegur fræðslutexti meistarans, en ekki spillir lauflétt instru- mentalmúsík Brents Hollands fyrir sem inngangs- og loka- stef. Myndin er al- gjört „möst“ nú, á tímum klónunar og erfðarannsókna, en hana má panta frá: Pink House Studios Inc. 35 Bank Street, St. Albans, Vermont U.S.A. 05478.“ -sm andi Conspiracy of Fear The Pusher Gold Coast Conspiracy of Fear er sakamála- mynd um ungan mann sem lendir í óvæntri atburð- arrás sem hefst við jarðarfór fóður hans. Aðalpersónan er Chris King sem verður fyr- ir miklu áfalli þegar hann verður vitni að dauða föður síns í slysi af völdmn spreng- ingar. Þegar búið er að jarða fóður hans kemur maður til hans og segist vera fyrrver- andi samstarfsmaður fóður hans og spyr Chris að því hvort hann hafi orð- ið var við ákveðinn pakka sem faðir hans hafði í fórum sínum. Chris veit ekkert um pakkann en skömmu siðar hefur fréttamaður samband við hann og spyr einnig um pakkana. Þetta vek- ur forvitni Chris sem ákveður að hitta þennan fréttamann. þegar hann mæt- ir á staðinn er hann umsvifalaust tek- inn höndum af mönnum sem hann veit engin deili á. Honum tekst að sleppa úr prísundinni og hefur sína eigin rannsókn á málinu. í aðalhlutverki er óþekktur leikari, Geraint Wyn Davies. Honum til að- stoðar eru öllu reyndari leikarar, Christopher Plummer og Leslie Hope. Myndform gefur Conspiracy of Fear út og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 10. mars. The Pusher er dönsk mynd sem fengið hefur góðar viðtökur hvar sem hún hefur_____________________ verið sýnd. Hér á landi var hún fyrst sýnd á kvik- myndahátíð síð- astliðið haust. Myndin segir frá dópsalanum Frank sem | starfar í Kaup- mannahöfn og er| ásamt félaga sín- um Tony, af-1 kastamiklir eitur- lyfjasalar. Frank verður það á að fá peninga lánaða hjá eiturlyfjabarón- inum Milo. Þegar kemur að skulda- dögum á hann engan pening til að borga Milo og til að bjarga málinu ákveður hann að fá hjá Milo stóran skammt af dópi til að selja. Þegar löggan nálgast Frank óvænt verður hann að henda dópinu. Nú skuldar hann Milo ekki bara peninga heldu dópskammt sem er mældur í stjam- fræðilegum upphæðum. Við tekur örvæntingarfull leit Franks að lausn málsins því í þessum heimi þýðir lítið að biðja sér vægðar. Leikstjóri er Nicholas Winding Refn og í aðalhlutverkum eru Kim Bodnia, Zlatko Buric og Laura Dras- bæk. Háskólabíó gefur The Pusher út og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 10. mars. David Caruso sem þessa dagana má sjá í titilhlutverki sjónvarps- myndaflokksins Michael Hayes | leikur aðalhlut- verkið í saka- málamyndinni Gold Coast, sem gerð er eftir skáldsögu Elmore Leonard, sem mikið er í tísku hjá kvikmynda- gerðarmönnum um þessar mund- ir. David Caruso leikur Maguire sem, þegar hann er látinn laus úr fangelsi, heldur til Flórída til að innheimta sinn hlut úr ráninu sem hann tók þátt í. Hann veit ekki að maðurinn sem réð hann til verksins hefur verið myrtur og hefur skilið eftir sig fagra ekkju sem er nú stjórnað af miskunnarlausum glæpamanni, Roland, sem ætlar sér að eignast ekkjuna og auðinn sem henni fylgir. Með Maguire og Karen takast ástir og það er ekki það sem Roland sættir sig við og hefst því nú banvænn leikur sem getur ekki end- að nema á einn veg, einhver liggur í valnum. Mótleikari Caruso er Marg Helgenberger og leikstjóri er leikar- inn kunni Peter Weller. ClC-myndbönd gefur Gold Coast út og er hún bönnuð börnum inn- an 16 ára. Útgáfudagur er 10. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.