Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 52
60 LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 tiridge Macallantvímenningsmótið í London: Helgemo og Helness með risaskor Eitt „heitasta" parið á keppnisslóð- inni um þessar mundir eru Norð- mennirnir Geir Helgemo og Tor Hel- ness. Yfirburðasigur þeirra á hinu sterka Macallanmóti i London undir- strikar hve geysisterkt par þeir eru og Helgemo er um þessar mundir talinn einn besti spilari heimsins. En á þessu móti, þar sem flest sterkustu pör heimsins tóku þátt, var hlutur kvenna með ágætum. Bresku landsliðskonurnar, Smith og Davies, náðu öðru sæti og í því þriðja var ágætur kunningi frá nýafstaðinni Bridgehátíð, Sabine Auken, ásamt makker sínum, von Amim. Við skulum skoða eitt skemmtilegt spil frá þessu sterka móti þar sem Sabine leikur aðalhlutverkið ásamt ítalanum Versace sem einnig hefur skák A/o 4 1095 * G1092 * D10983 * 4 * ÁK82 V ÁD5 * ÁK5 * DG8 * G7643 m K76 * 6 4 7652 verið gestur Bridgehátíðar. Á svo til öllum borðum opnaði aust- ur á tveimur laufum og þeir sem komust í sex lauf voru hreyknir af samningum, sérstaklega af því að þeir höfðu tryggt samninginn í rétta hönd og þar með varið hjartalitinn fyrir árás í fyrsta slag. Eftir trompútspil tóku þeir spaða- drottningu, fóru heim á tígulkóng, spiluðu tígulás en þá hrundi spilið þegar suður trompaði. Á þremur borð- um varð austur sagnhafi í sex grönd- um. Einn fékk út hjarta upp í ás/drottningu og þar með voru 12 slagir i höfn. Hin borðin höfðu meira fyrir hlutunum : Austur Suður Vestur Norður Versace Multon Lauria Mouiel 2 4 pass 24 dobl 2 * pass 24 pass 2 G pass 3 4 34 4 * pass 4 G pass 6 G pass pass pass Multon í suður var ekki á vandræð- um með útspilið eftir áhættudobl norðurs (tveir tíglar redoblaðir hefðu verið skemmtilegt viðfangsefni). Hann spilaði tígli, lítið, áttan og ás. Versace hafði grun um hvernig tígull- inn brotnaði og hann fór inn á spaða- drottningu. Síðan tók hann öll laufin í botn, norður kastaði tveimur tíglum, einu hjarta og einum spaða og Ver- sace kastaði hjarta og tígli. Suður gerði tæknivillu þegar hann kastaði litlum meinlausum spaða í fimmta laufið. Versace vissi nú hver skipting suðurs var og nú ætti hann þijá spaða Umsjón Stefán Guðjohnsen og þrjú hjörtu eftir. Slemman var nú örugg og Versace fór heim á tígui- kóng, tók tvo hæstu í spaða og spilaði suðri inn á spaðagosa. Hann varð síð- an að spila upp í hjartagaffalinn. Unn- ið spil. Spaðaafkastið í lauflð var síð- ur en svo meinlaust. Ef hann kastar hjarta veit sagnhafi ekki hver á hjartakóng og hann gæti því freistast tH að svína hjarta. Á sýningartöflunni mættust bæði kvennapörin: Austur Suður Vestur Norður Sabine Davies v Amim Smith 2 4 pass 2 4* pass 2 G pass 6 G pass pass pass 2 spaðar= 3 kontról Suður spilaði út spaða, drottning- in átti slaginn og Sabine tók tvisvar lauf. Þegar norður kastaði mein- lausum tígli ályktaði Sabine að norður hefði átt fimmlit. Hún tók því aðeins einn tígulhámann áður en hún tók laufin í hotn. Síðan spil- aðist spilið eins og á horði ítalanna og suðri var hent inn á spaða til þess að spila upp í hjartagaffalinn. Stefán Guðjohnsen * D V 843 ♦ G742 4 ÁK1093 Stórmeistaramótið í Linares: Sírov efstur en þríeykið ógnar - seinni hluti deildakeppninnar um helgina Garry Kasparov nefnir ævinlega þá Vladimir Kramnik og Viswan- athan Anand sem sjálfgefin áskor- endaefni sem beri höfuð og herðar yfir aðra skákmenn (hann sjálfur auðvitað undanskilinn). En nú hefur Alexei Sírov stigið á stokk, svona eins og í mótmælaskyni. Sírov hefur gert sér lítið fyrir og tekið forystuna á ofurmótinu í Linares með bráðskemmtilegri taflmennsku. Með þessu hefur honum tekist að slá þríeykinu við í einu lagi - Kasparov, Anand og Kramnik. Þeir eru þó til alls vísir í þeim fjórum umferðum sem eru til leiksloka en mótinu lýkur á mánudag. Kasparov lék Anand heldur illa í fyrri skák þeirra sem var til um- fjöllunar í skákþættinum fyrir viku. Seinni skák þeirra lauk með tíðindalausu jafntefli sem og allar aðrar skákir Kasparovs á mótinu! Þetta er óvenjulegt þar sem Kasparov er annars vegar sem hef- ur ekki verið þekktur fyrir það fram til þessa að fara með löndum. Hætt er við að hann bíti nú í skjaldarrendur og reyni að hrista ungviðið af sér í lokaumferðunum. Staðan var þessi að loknum 10 umferðum: 1. Alexei Sírov, 5,5 v. úr 9 skák- um. 2. Viswanathan Anand, 5 v. úr 9 skákum. 3. -4. Garry Kasparov og Vladimir Kramnik, 4,5 v. úr 8 skákum. 5. Vassily Ivantsjúk, 4 v. úr 9 skákum. 6. Peter Svidler, 3,5 v. úr 9 skák- um. 7. Veselin Topalov, 3 v. úr 8 skák- um. Skoðum vel teflda skák Sírovs við Topalov þar sem skákborðið leikur á reiðiskjálfi eins og svo oft þegar Sírov á í hlut. Með peðsfórn i byrjun tafls fær Sírov yfirburði í liðsskipan og ógnandi stöðu. Topa- lov neyðist til þess að gefa skipta- mun til þess að sleppa úr mestu Umsjón Jón L. Ámáson hremmingunum og nær þá að rétta úr kútnum. En Sírov nær að færa sér örlítil mistök hans skemmtilega í nyt. Hvítt: Alexei Sírov Svart: Veselin Topalov SikHeyjarvörn. 1. e4 c5 2. RfB e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Db6 6. Rb3 Dc7 7. De2 Rf6 8. Rc3 d6 9. f4 Be7 10. e5!? Hvítur hlýtur að missa peð við þessa framrás en Sírov treystir á yfirburði í liðsskipan og ákaflega virka stöðu. 10. - dxe5 11. fxe5 Rfd7 12. Bf4 Rc6 13. O-O! Rdxe5 14. Hael Db6+ 15. Khl Rxd3 16. Dxd3 0-0 17. Dg3! Kh8 Svartur varð að bregðast við hótuninni 18. Bh6 en í þessu skyni er 17. - f6 betra. Nú snýr hvítur sér að drottningarvængnum. 18. Bc7 Da7 19. Ra4 Svartur á nú í vanda. Hann kemst ekki hjá því að missa hrók fyrir riddara en við það losnar raunar um taflið og hann nær að rétta úr kútnum. Ef hann hefði reynt 17. - f6 (í stað 17. - Kh8) væri nú 19. - Bd8 möguleiki og svara þá 20. Rb6 með 20. - Bxc7 21. Dxc7 Hf7. 19. - f6 20. Bb6 Db8 21. Bc7 Da7 22. Rb6 e5 23. Rxa8 Dxa8 24. Hdl He8 25. Bd6 Bd8 26. Rc5 b6 27. Re4 Rd4 Öruggara er 27. - Be6 og með peð og biskup gegn hrók er svart- ur alls ekki svo illa staddur. Nú færist fjör í leikinn. 28. Bxe5! Rf5 Svarið við 28. - Hxe5 yrði auðvit- að 29. Dxe5! o.s.frv. vegna mátsins í borðinu og 28. - fxe5 29. Rd6 Dc6 30. Dxe5! er engu betra. 29. Dg4 Re3 Þetta gefur meiri möguleika en 29. - fxe5 30. Hxf5 sem gefur hvítum betra, þótt taflið sé ekki auðunnið. 30. Dh5 Hg8? Hér er 30. - Dc6 og ef 31. Hd6 Bg4!? athyglisverð tilraun. Eftir hinn gerða leik fær svartur ekki bjargað stöðunni. 31. Df3! Rxdl Ef 31. - fxe5 32. Hxd8! Rxfl 33. Hxg8+ Kxg8 34. Rf6+ gxf6 35. Dxa8 og vinnur. 32. Rd6! Hótar drottningunni og ekki síð- ur 32. Rf7 mát! 32. - Da7 33. Rxc8 Dd7 34. Rd6! - riddarinn snýr aftur og Topalov gefst upp. Biskupinn á e5 er frið- helgur og ef 34. - Rxb2 35. Dd5 (raunar er 35. Dc6 einnig mögulegt) HfB 36. Bxb2 og tjaldið fellur. Jóhann fyrir ofan Fischer Atvinnumannasamtök Kasparovs, PCA, eru ekki af baki dottin. í vikunni birtist stigatala samtakanna sem nær yfir skákir tefldar til 1. mars. Þetta er nokkurs konar mótvægi við Elo-stig Alþjóða- skáksambandsins en útreikningur stiganna er byggður á svolítið öðr- um forsendum. Efstu menn eru þessir: 1. Kasparov 2825 stig. 2. Anand 2761 3. Kramnik 2757 4. Invatsjúk 2715 5. Kamsky 2701 6. Topalov 2693 7. Svidler 2688 8. Karpov 2687 9. Adams 2681 10. Sírov 2676 Jóhann Hjartarson er í 50. sæti með 2592 stig. Þetta er frábær árang- ur, einkum í ljósi þess að í 51. sæti er ekki ómerkari meistari en Bobby Fischer með 2594 stig! Deildakeppnin um helg- ina Seinni hluti deildakeppni Skák- sambands íslands - íslandsflugs- deildarinnar - fer fram um helgina. Þetta er jafnan ein fjölmennasta keppni ársins þar sem yfir 200 skák- menn leiða saman hesta sina. Að þessu sinni verður teflt í húsnæði Taflfélagsins Hellis í Reykjavik, Þönglabakka 1 í Mjóddinni - gengið inn hjá Bridgesambandinu. Sveit Taflfélags Reykjavikur hef- ur örugga forystu í 1. deild með 29 vinninga eða 5,5 vinningum betur en sveit Taflfélagsins Hellis sem er í 2. sæti. Sveitimar áttu að tefla sam- an innbyrðis í gærkvöldi og þá var að duga eða drepast fyrir Hellis- menn. Einungis stórsigur hefði get- að hleypt spennu í 1. deildina en að öðrum kosti hefði sveit TR, sem tefldi mjög vel í fyrri hluta keppn- innar, verið á auðum sjó. í 2. deild stendur baráttan einnig milli TR og Hellis. Þar hafði b-sveit Hellis hálfs vinnings forystu á d- sveit TR. í 3. deild var sveit Skákfé- lags Reykjanesbæjar hins vegar með trausta forystu, 18,5 v. gegn 15,5 v. Skákfélags Selfoss og nágrennis og 15 vinningum Skáksambands Austurlands sem komu i 2. og 3. sæti. í dag, laugardag, hefst næstsíð- asta umferð kl. 10 og lokaumferðin hefst kl. 17. Hraðskákmót íslands fer fram á sunnudag kl. 14. -JLÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.