Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 JL>"V 24 Qiglingar x H l 'Xk \ n 6 Frjálsir dansar íTónabæ íslandsmeistaramótiö í frjálsum dönsum (free-style) í flokki 10-12 ára fór framfyrir troöfullu húsi í Tónabœ um síöustu helgi. Mótiö var haldiö af Tónabæ og ÍTR. Stemn- ingin var ekki síöri en helgina áöur þegar eldri unglingar sýndu dansfimi sína. Kynnir sem fyrr var Magnús Scheving og fór hann á kostum. Annars vegar var keppt í einstak- lingsflokkum og hins vegar í hópum. Alls mœttu til leiks 26 hópar og 20 einstaklingar af öllu landinu. Þetta var í 17. sinn sem keppnin fór fram - og alltaf hefur hún veriö haldin í Tónabœ. Oröin fastur punktur í félagsstarfi ungu kynslóöarinnar. Ljós- myndari DV, Haraldur Jón- asson, var á staönum og tók meöfylgjandi myndir. Berglind Svana Blómsterberg, systir Sigrúnar Birnu sem sigraöi í eldri flokknum helgina áður, keppti f Tónabæ. Hún stóö sig vel þrátt fyrir aö hafa ekki komist á verölaunapall eins og stóra systir. „Glanspíurnar" frá Akranesi báru sigur úr býtum í hopakeppninni. Hér eru þær meö verðlaunin Emilía Ottesen, Friö- rika Ýr Einarsdóttir, Dagný R. Ágústsdóttir, Þórdfs K. Gylfadóttir og Vera Guönadóttir. í ööru sæti í hópakeppninni var „Djúsf“ frá Akranesi og hópurinn X-Samba frá Reykjavík hafnaöi í þriöja sæti. Stúlkurnar sem unnu til verðlauna í einstak- lingsflokknum. Frá vinstri eru þaö Vil- helmína Ósk Olafsdótt- ir frá Hafnarfirði, sem varö önnur, Emiiía Gfsladóttir frá Reykja- vík, sem varö hlut- skörpust, og loks Berglind Þóra Ólafs- dóttir frá Reykjavík sem hreppti bronsiö. Aö baki þeim glittir í dómnefndina. Vilhelmína Ósk Óiafsdóttir er hér á fullu í dansinum sem skilaöi henni silfrinu í ein- staklingskeppninni. i ★ * ★ ★ * fHn hliðin ' Á ★ Elvar Guðmundsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, sýnir á sér hina hliðina: Langar að hitta Saddam Hussein Elvar Guðmundsson var nýlega val- inn í landsliðið í handknattleik sem tekur þátt í fjögurra landa móti sem fram fer hér heima um helgina. Elvar var áður valinn í landsliöið fyrir sams konar mót í janúar og lék þar sína fyrstu landsleiki. Þeir eru nú orðnir 3. Hann leikur sem kunn- ugt er með Breiðabliki sem þeg- ar er fallið i 2. deild og segist ör- uggur um að spila ekki með Breiöabliki næsta keppnistímabil. Fyrir utan íþróttimar stundar El- var nám í matvælafræði viö Há- skóla íslands og mun ljúka því námi i vor. Elvar sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Elvar Guð- mundsson. Fæðingardagur og ár: 8. maí 1974. Elvar Guömundsson, landsliösmarkvörður í handknattleik. DV-mynd Hilmar Þór Maki: Enginn. Böm: Engin svo ég viti til. Bifreið: Toyota Corolla ’87. Starf: Nemi. Laun: Engin eins og er. Hefur þú unnið 1 happdrætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Slappa af og horfa á fótbolta í sjón- varpinu. Hvað finnst þér leiöinlegast að gera? Þrífa. Uppáhaldsmatur: Hangikjöt og jafningur. Uppáhaldsdrykkur: Coca cola. Hvaða íþróttamaður stendur fremst- ur í dag? Michael Jordan. Uppáhaldstímarit: Séð og heyrt. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Jennifer Aniston úr Friends. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjóminni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Saddam Hussein. Uppáhaldsleikari: Tommy Lee Jones. Uppáhaldsleikkona: Kate Winslet. Uppáhaldssöngvari: Enginn. Uppáhaldsstjómmálamaður: Enginn. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Garfield og Silvester. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og Seinfeld. Uppáhaldsmatsölustaður/veitinga- hús: American Style. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Námsbækumar. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Aðalstöðin, Bylgjan og rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Eirikur Jónsson. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bjarni Fel. aö sjálfsögðu. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Skipp- erinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Breiðablik. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtiðinni? Fá mér góöa vinnu og koma mér vel fyrir. Svo vil ég líka ná lengra í boltanum. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Vinna og ná mér í pening eftir námið. -HI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.