Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 36
\r"'-"■:'< >: ' - ' '- -- '5 '\ ''(yws^ , «, • -,', \ ” r;>^ sjí;: "T 'vTir 44 LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 V Enn og aftur frestað Fyrstu ferð Disney-skemmti- ferðaskipsins hefur verið frestað öðru sinni. Til stóð að jómfrúarferðin yrði 30. apríl næstkomandi en nú er ljóst að af því getur ekki orðið. Áætlað er að skipið láti úr höfn í lok júlí. Sunnanverður Snæfellsjökull: Glæsilegt skíðasvæði Aukið flugöryggi Árið 1997 var mikið slysaár hjá asískum flugfélögum en þá létust 675 í flugslysum í álfunni. í síðustu viku létust 201 þegar flugvél China Airlines brotlenti í Taipei og tveimur vikum fyrr fórust 104 í flugslysi á Filipps- eyjum. Þrátt fyrir tíð og mannskæð slys þykir öryggi flugfélaga í Asíu hafa tekið miklum fram- fórum þótt það sé enn aðeins með tærnar þar sem evrópsk flugfélög hafa hælana. Flórída á floti Síðustu viku hefur E1 Nino geisað víða um Bandarikin. Sól- skinsríkið Flórída hefur orðið illa úti en þar hefur allt verið á floti síðustu vikur. Mann- og eignatjón er mikiö og nú óttast feröaskrifstofur að vetrartím- inn sé ónýtur hvað varðar ferðamenn og fólk muni ekki leggja í ferðir þangað fyrr en í sumar. Súrefni dým verði keypt Nokkur flugfélög sæta nú gagnrýni fyrir að selja farþeg- um súrefni. Súrefnið sem kem- ur á þartilgerðum flöskum er einkum ætlað sjúklingum sem eiga erfitt með andardrátt í flugi. Hjá flestum flugfélögum kostar einn skammtur af loft- inu góða flmm þúsund kall. Breska flugfélagið, British Airways, sem hefur valdið hvað mestri hneykslan, rukkar tæp- ar tólf þúsund krónur fyrir hvem skammt. ■ Díönugripir Minjagripaiðnaðurinn á Eng- landi tók mikinn kipp við frá- fall Diönu prinsessu. Framleið- endur keppast við að búa til alls kyns vaming með myndum af prinessunni ástsælu. Margir hafa gagnrýnt þessa sölu- mennsku hart og segja hana ósmekklega og alls ekki við hæfi. Framleiðendumir segja minjagripina hins vegar af hinu góða enda hjálpi slíkir hlutir mörgum að jafiia sig á fráfalli prinsessunnar. Gegn hraðakstri Frönsk stjómvöld hafa skorið upp herör gegn hraðakstri. í því skyni hefur verið lagt fram frum- varp til laga sem ætlað er að herða refsingu við hraðakstri tO muna. Vonir standa til að með þessum nýju lögum megi draga verulega úr dauðsfóllum af völd- um umferðarslysa. DV, Vesturlandi: Snæfellsjökull gnæfir tignarlega yst á Nesinu, rétt ofan við Arnar- stapa. Hann er 1.446 metra hár og er einn þekktasti jökull heims. Jökull- inn býr yfir einstakri fegurð og magnþrungnum krafti. Fjöldi fólks um allan heim trúir að jökullinn sé ein af sjö orkustöðvum jarðar. Hann hefur orðið hagyrðingum yrkisefni og skáldum innblástur við sköpun ómetanlegra bókmenntaverka. Saga franska rithöfundarins Jules Veme er heimsþekkt en þar lýsir hann göngu úr Jöklinum inn til miðju jarðar. Einstök náttúra Hin stórbrotna náttúra undir jökli hefur flest það er ferðamenn fýsir að sjá. Á Arnarstapa er stór- brotin klettaströnd, líflegt fuglalif, gjámar þrjár, Gatklettur og einstak- ur minnisvarði um Bárð Snæfellsás. í nágrenninu eru stórkostlegir stað- ir. Má þar m.a. nefna Sönghelli, Rauðfeldsgjá, Baðstofuna, Þúfu- bjarg, Lóndranga, Djúpalónssand og Dritvík. Þá era í nágrenninu fiöldi eldvarpa, s.s. Hólahólar, Saxhólar og Öndverðameshólar. Einnig er til mikið safn sagna um álfa, tröll og huldufólk undir Jökli. Skíöalyfta á Jökli Ferðaþjónustan Snjófell hefur unnið að uppsetningu 450 metra langrar skíðalyftu niður af svo- nefndum þríhyrningum í sunnan- verðum Snæfellsjökli sem er tilbúin til notkunar. Skíðasvæðið sem um er að ræða er á sprungulausu svæði í jaðri jök- ulsins sem möguleiki er að halda opnu fyrir skíðaunnendur í allt að 10 mánuði á ári. Skíðalyftan er um 450 metra löng og er í 680 m hæð og nær í 820 metra hæð yfir sjávarmál sem gerir fallhæð um 140 metra. Lyftan er diskalyfta og getur flutt um 300 manns á klukkustund. Að- eins átta kílómetrar era frá Amar- stapa að lyftunni. Á veturna verður snjótroðarinn notaður til að koma fólki upp að lyftusvæðinu sem gefur skíðamönn- um möguleika á að renna sér til baka niður á Amarstapa. Þá gefst fólki einnig kostur á að láta fara með sig alla leið upp á topp jökuls- ins og renna sér niður. Á veturna er um 15 kílómetra skíðaleið frá Jökul- toppi og niður á Amarstapa. Skíðaleiga er hjá Ferðaþjónust- unni Snjófelli á Amarstapa þar sem boðið er bæði upp á svigskíði og gönguskíði. Ferðamenn geta því komið með stuttum fyrirvara og án alls útbúnaðar en notið þessarar skíðaparadísar á Snæfellsjökli. Saðsamar veitingar á Veitinga- staðnum Arnarbæ að lokinni vel heppnaðri skíðaferð gerir ferðina enn eftirminnilegri. Öll almenn veitingasala er í Veitingastaðnum Arnarbæ sem byggður er í stil gömlu torfbæjanna og tekur 55 manns í sæti. Hér er sérstakt og notalegt umhverfi. Ferðaþjónustan býður gistingu ásamt setustofu og lítifli eldunaraðstöðu. Til boða era 17 rúm í 9 herbergjum. Allar veit- Skíöasvæöið í Snæfellsjökli fyrr í vetur en talsvert hefur snjóaö síöan þessi mynd var tekin. Á myndinni sjást skíöaleiðir sem hægt er aö velja um. Græna línan táknar nýju lyftuna en leiö eitt er erfiöust, tvö næsterfiðust og númer þrjú auöveld- ust. Hægt er aö fara með snjótroðara á toppinn og er niöurleiðin þá hvorki meira né minna en tíu kílómetrar. Fólk aö tygja sig til ferðar upp meö lyftunni. Jökullinn gnæfir hátt og Þríhyrn- ingar eru tignarlegir í vetrarskrúöa. er að taka Snæfellsnesrútuna frá Reykjavík en einnig má fljúga með leiguflugi. Þá bjóða Fjcdlamenn upp á jeppaferðir á Snæfellsnes. í fótspor álfa Snjófell ehf. á Amarstapa er i miðri náttúruparadís og dregur nafn sitt af upprunalegu nafni Snæ- fellsjökuls. Amarstapi býr yfir sér- stakri náttúrufegurð, stórskorinni klettaströnd og miklu fuglalífi. I nágrenni Amarstapa era mörg áhugaverð náttúrufyrirbrigði; hell- ar, eldgígar, gjár, sérstæðar hraun- myndanir auk mikilla álfa- og tröllabyggða. Á þessum slóðum má komast í nána snertingu við hina einstöku og margbreytilegu litasam- setningu norðurljósanna sem era ógleymanleg hverjum sem sér. Upplýsingar um skíðaferðir eða sleðaferðir á Snæfellsjökul era gefn- ar í símum 435-6783/854-5150. -DVÓ ingar eru bornar fram í Veitinga- staðnum Amarbæ. Svefnpokapláss á dýnum er í félagsheimilinu fyrir 50 manns í þremur herbergjum. þar er eldunar-, bað- og snyrtiaðstaða. Mjög gott tjaldstæði er, með salem- is-, bað- og snyrtiaðstöðu. Reiðhjólaleiga er á staðnum en það er góður valkostur fyrir þá sem vilja komast í nánari snertingu við einstaka náttúru í nágrenni Amarstapa. Göngu- og bátsferðir Frá Amarstapa er margt fallegra gönguleiða, s.s. ströndin milli Am- arstapa og Hellna, að Sönghelli, Rauðfeldsgjá eða út á Sölvahamar. Bátsferðir meðfram klettóttri ströndinni er nýr og skemmtilegur afþreyingarmöguleiki. Amarstapi er í aðeins 220 kíló- metra fiarlægð frá Reykjavík. Hægt Fallegt landslag blasir viö þeim sem taka lyftuna. IT-ferðir og Samvinnuferðir-Landsýn: Sólskinsferðir án áfengis ; Engir aufúsugestir Flestir sem ferðast til London og gista þar á hóteli gera vart | ráð fyrir að þurfa að deila her- bergi sínu með veggjalúsum. s Einhverjir kunna aö halda að S slíkur ófögnuður þrífist aðeins | á verstu hótelum. Sjálfsagt er S eitthvað til í því en samkvæmt hinu virta riti „Good Hotel Guide“ fyrir árið 1998 kemur fram að fiöldi ódýrra hótela býr \ við þennan vágest. Af 68 hótel- i um i miðborg London reyndust j átta þeirra eiga við veggjalýs að stríða. í vor munu ÍT-ferðir og Sam- vinnuferðir-Landsýn bjóða upp á nokkuð nýstárlegar sólarlandaferð- ir en það era ferðir án áfengis og vímuefna. í fyrrasumar stóðu ferða- skrifstofumar fyrir slíkri ferð og þótti hún takast afspymu vel. Aö sögn Harðar Hilmarssonar hjá ÍT- ferðum þá era margar fiölskyldur, félagar eða pör sem kjósa að eyða frítíma sínum án áfengis og ann- arra vímuefna, hvort sem ferðast er innan lands eða utan. Vorferðinni er heitið til Mallorca en flogið verður í leiguflugi Sam- vinnuferða-Landsýnar til Palma og gist á Playa Ferrera sem er ágætt íbúðarhótel á Cala d’Or-ströndinni. Hörður segir jafnframt að margt verði sér til gamans gert þegar á áfangastað er komið. Boðið verður upp á spennandi og nýstárlegar skoðunarferðir og áhersla lögð á að þær séu skemmtilegar og fræðandi í senn. Þar sem hugmyndin á bak við ferðina er að vera án áfengis verður að sjálfsögðu sneitt hjá sliku um- hverfi eins og frekast er kostur. í staðinn munu farþegar blanda geði við íbúa Mallorca auk þess að fara saman út að borða á kvöldin. Farþegar í þessari sólskinsferð verða ekki einir á báti því sagn- fræðingurinn Guðrún Ægisdóttir mun leiða hópinn og stýra hópferð- um. Þá verður reyndur áfengisráð- gjafi með í fór en það er Alma Guð- mundsdóttir. Þær stöllur verða hópnum alltaf til taks og munu einnig halda fúndi með farþegum á meðan á dvöl þeirra stendur. Þess má að lokum geta að önnur sólskinsferð er fyrirhuguð í sept- ember. -aþ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.