Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 45 Vinsældir gönguferða hafa aukist mikið á undanfömum áram og gönguklúbhar sprottið upp viða um land. Einn slikm- er starfræktur á vegum ferðaskrifstofunnar Úrvals- Útsýnar og kallast Göngu-Hrólfur. Klúbburinn hefur það að markmiði að sameina ólíka hópa göngufólks og gera þeim kleift að breyta til og stunda göngur á erlendri grundu und- ir leiðsögn reyndra fararstjóra. Steinunn Harðardóttir er þaulvan- ur göngugarpur og hefúr leitt göngu- hópa víða um heim. Hún er yfirfarar- stjóri Göngu-Hrólfs og mun stýra nokkrum af spennandi gönguferðum á vegum klúbbsins í sumar. „Það eru fjöldamörg ár síðan ég byrjaði að fara með hópa í gönguferð- ir en það var í fyrsta skipti í fyrra sem ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn stóð fyrir slíkri ferð. Þá fórum við með frískan hóp göngufólks til Mailorca og það er sannast sagna að sú ferð gekk framar vonum og greinilegt að gnmd- völlur fyrir slíkum ferðrun er til stað- ar. Ég lít svo á að þetta sé nýr og spennandi vettvangur fyrir fólk til ferðalaga og það er staðreynd að ákveðinn hópm- fólks, sem hefúr gam- an af gönguferðum, getur hugsað sér að fara í slíkar ferðir á framandi slóð- iun,“ segir Steinrmn. Spænskt klausturlíf Meðal þeirra gönguferða sem Göngu-Hrólfur efúir til í sumar verða gönguferðir á Spáni; nánar tiltekið á Mallorca og í Pýreneaijöllum; „Það er frábært að ganga á Mall- orca en þangað fórum við bæði í maí og september. Þetta verða vikulangar ferðir þar sem dvalið verður á tveim- ur stöðum og gengið út frá þeim. Við munum dvelja í gömlu píla- grímaklaustri sem kallast Lluc en þetta er helgasti staður Mallorca og flestir ef ekki allir bæir á eyjmmi efna til pílagrímaferða þangað einu sinni á ári. Það er lítið um lúxus í klaustrinu en ég hef aldrei fúndið annað en að fólk sé himinlifandi með þennan gististað. Frá klaustrinu for- um við í þrjár dagsferðir og fylgjum aðallega gömlum þjóðleiðum. Þá klíf- um við fjallið Masanella, sem er í 1350 metra hæð en af toppi þess er stór- kostlegt útsýni yfír villtasta svæði Pflagrímaklaustrið Llug er helgasti staöur Mallorca. Innan klausturmúr- anna munu íslenskir göngugarpar dvelja í þrjár nætur. eyjarinnar," segir Steinunn. Seinni hluta Mallorcaferðarinnar dvelja göngugarpar í litlum hafú- arbæ, Puerto Soller, en þar getur fólk notið sólar og strandbaða að göngu lokinni. „Frá Soller eru margar skemmti- legar gönguleiðir og við fóram meðal annars eftir ævaformnn stíg sem ligg- ur til bæjarins Deya en hann er af mörgum talinn ein af perlum Mall- orca. Deya er rómaður fyrir fegurð og hefur einnig getið sér frægðar fyrir mikinn fjölda listamanna sem hefúr sest þar að um stundarsakir. Við munum einnig fara til Valldemosa og klífa þar berangurslega hásléttuna og upp fjallið Teix. Þeir sem vilja geta Strandbærinn Puerto Solles er frægur fyrir hina einstöku hringlaga vík. Sumir segja aö þarna sé stærsta sundlaug heims og þaö sé heilt þorp á bakkanum. svo skoðað klaustrið þar sem eitt frægasta par sögunnar, Chop- in og George Sand, dvöldu í nokkra mánuði árið 1938,“ segir Steinunn. Hitinn venst fljótt Það er ljóst að Mallorca skipar stór- an sess í hjarta Steinunnar en hún segir Pýreneafjöllin einnig hafa heill- að sig gjörsamlega þegar hún skoðaði gönguleiðir þar í fyrra. Hún ætlar að leiða tvo hópa um fjöllin, annan í júnílok og hinn í júlíbsrjun. íslenskir göngumenn staldra viö í einni af dagsferðunum sem Göngu-Hrólfur stendur fyrir á Mallorca. svo er fámennið á gönguleiðunum einnig heillandi. Það er ólýsanlegt að ganga á milli þorpanna sem kúra eins og steinborgir í fjalishlíðunum," segir Steinunn. Sú spuming vaknar óneitanlega hvort sólskinið og hitinn fari ekki illa í íslenska göngumenn en Steinunn segir fólk almennt fljótt að venjast breyttum aðstæðum. „Við gætum þess líka jafnan að ganga ekki of langt á hverjum degi og að sama skapi þarf fólk ekki að bera miklar byrðar. Það eina sem menn bera er nesti til dags- ins. Við veljum að ganga snemmsmn- ars og svo á haustin til þess aö forðast heitasta tíma ársins en það má reikna með 20-24 gráðu hita á þessum árs- tíma sem fólki finnst oftast bara þægilegt." Leið heilags Cuthberts í september ætl- ar Göngu-Hrólf- ur að efiia til gönguferða um landamærahér- uð Skotlands og Englands. Magn- ús Jónsson, sem forstöðu, hefur Paö er gott að slaka á eftir fjallgöngu. í feröum Göngu-Hrólfs á Spáni er hádegisverðurinn alltaf snæddur úti í guðsgrænni náttúrunni. „Pýreneafjöllin eru að mörgu leyti stórkostlegri til göngu en Mallorca. Fyrirkomulag þessara ferða verður þannig að gengið verður út frá tveim- ur þjóðgörðum; öðrum í Katalóníu og hinum í Aragóníu. Það er gríðarlega margt spennandi við þessa staði enda landslagið hrikalegt í sinni fegurð og veitir klúbbnum kynnt sér þessa gönguleið og er afar hrifínn. „Það gleður mig mjög að þessi ferð skuli orðin að veruleika því þetta er í senn afar áhugaverð og til- tölulega auðveld gönguleið. Það eru sögulegir staðir á hverju strái en við hefjum ferðina í Melrose þar sem Cuthbert, sá sem ferð- in er kennd við, var munkur í kringum 650. Hann ferðaðist mikið, bæði vegna trúboðs og sem lækn- ir, og við munum að nokkru fylgja þeim leiðum sem hann fór. Þessi ferð er að því leyti frábrugðin Spánargönguferðun- um að við förum ákveðna leið og gist- um ávallt á nýjum stöðmn. Ferðin endar svo á þeim merka stað, Lindisfame, en þar réðust víkingar á klaustur bæjarins árið 793 en sá at- burður markar upphaf víkingaaldar," segir Magnús og bætir við að lokum að fleiri nýjunga sé að vænta af Göngu-Hrótfi; svo sem gönguferða um Grænland og Færeyjar en um þessar mundir er verið að gera drög að ferð- um þangað. -aþ Kínaklúbbur Unnar: Töfrar Kína engu líkir Kinaklúbbur Unnar hefur starfað frá árinu 1992. Alls hafa verið famar ellefú hópferðir til Kína á vegum klúbbsins. „Ég hef reynt að hafa hópana ekki of stóra og það er heppilegt að hafa ekki fleiri en tólf farþega í einu. Kína er náttúrlega stórkostlegt land og verður ekki lýst með fámn orðum. Það sem ég legg áherslu á í mínum ferðum er auðvitað að sýna fólki fræga staði í Kína en ekki síst að leiða það inn í það Kína sem fáir fá að sjá,“ segir Unnur og er að tala um heimsóknir hópsins inn á kinversk alþýðuheimili. „í raun mega Kínverjar ekki bjóða útlendingum inn til sin en mér hefur alltaf tekist að fá einhverja til að bjóða okkur inn á gafl. Það væri nátt- úrlega ekki hægt ef hópurinn væri öllu stærri. Það er keppikefli hjá mér aö sýna fólki annað og meira en venjulegar ferðaskrifstofur hafa burði til,“ segir Unnur. Unnur heftrr verið tíður gestur í Kína og dvalið þar langdvölum síðan 1983 en fyrstu ferðina fór hún til að Áö eftir vel heppnaða heimsókn aö einu mesta mannvirki heims, Kína- múrnum. fúllnuma sig í kínverskri leikfimi. í ár ætlar Unnur að stýra 22 daga ferð um Kína og segist ann- ast leiðsögnina að mestu sjálf enda er hún fyrir löngu farin að Kínamúrinn viö Mutianayu. Þegar hópur Unnar heimsótti þennan staö í fyrra var ekki sála á ferli. tala hrafl í kínversku. „Við byijum og endrnn ferðina í Bejing og þar skoð- um við Torg hins himneska friðar, Hof himinsins, For- boðnu borgina og Lama- Búdda klaustrið, svo að eitt- hvað sé neöit.“ Tveim dögum síðar flýgur hópurinn til Xian en þar verður meðal annars litið inn í Vetrarhöll keisaranna og Fomminjasafnið. Á þess- um stað er einnig að finna elsta þorp Kína, Banpo, sem telst vera 6500 ára gamalt. Þvínæst er ferðinni heitið til Guilin-flalla en þar er landslagið engu líkt og eftir fjögurra daga viðveru á þeim slóðum heldur hópurinn til Sjanghæ þar sem dvalið er í einn dag áður en hringn- um er lokað með flugi til Bejing. „Þetta er aðeins brot af því sem við gerum í þessari ferð. Ég fer iðulega með mitt fólk á góða markaði en eftir allar þessar heimsóknir minar til landsins er ég orðin öllum hnútum kunnug. Þá gefst fólki einnig tími til að sinna eigin hugðarefnum enda dagskráin ekki það rígbundin." Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér Kínaferðimar þá mun Unnur Guð- jónsdóttir halda fund í dag þar sem hún sýnir litskyggnur úr fyrri ferð- um sínum til Kína. -aþ I Gisting á þreföldu verði Í|i Heimsmeistarakeppnin í fót- bolta verður haldin í Paris í júní næstkomandi eins og margir ef- laust vita. Venjulega er þetta sá mánuður sem hvað flestir ferða- menn heimsækja París en nú þegar hefur flöldi hótela tilkynnt að allt sé fúllbókað á þessum tima og ekki nóg með það heldur virðist sem verð á gistingu hafi allt að þrefald- ast. Þar hafa vamaðarorð Tjbery borgar- stjóra komið að liflu gagni en hannhefur hót- að gistihúsaeig- endum auknu verðeftirliti enda megi það aldrei verða að Parísar verði minnst sem borgar okurs og dýrtíðar. Fyrir þá sem hyggja á ferð á heimsmeistarakeppnina er vísast Iað hafa nóg af skotsilfri meðferð- is enda kostar það sem fótbolta- | menn kalla þokkalegur miði á | leik vart undir 15 þúsund krón- um. Ekki lítur út fyrir að íslenskar ferðaskrifstofúr verði með sér- stakar pakkaferðir á keppnina. Hamingiustundimar brott Nú fernver að verða síðastur til að eiga „hamingjustund“ (happy-hour) á hollenskum bör- um og knæpum. Stjómvöld hyggjast taka fyrir þennan sið og banna með öllu slík afsláttarkjör á áfengum drykkjum. Ástæðan | að baki ákvörðuninni er aukið of- beldi og óspektir á götum úti. 15 mínútna seinkun Óstundvísi 1 flugi er fyrirbæri sem virðist fara vaxandi í hehn- inum. Samkvæmt nýjum rann- sóknum var yfir 15 mínútna seinkun í 20% flugs á milli | áfangastaða i Evrópu á síðasta ári. Árið 1997 var fjórða árið í röð sem tiðni seinkana eykst til muna og líklegt aö framhald verði á. Þrír píramídar opnaðir í vikunni voru þrír píramídar | opnaðir al- menningi í Egypta- 1 a n d i . ihramídarn- ir eru helg- aðir Hetefer- esi, móður Keóps, og tveimur eig- inkonum faraósins. Egyptar hafa að undanfomu unnið mjög að endurbótum fom- minja og um leið og píramídamir vora opnaðir vora einnig grafir tíu faraóa opnaðar í fyrsta sinn en fimmtíu ár era síðan þær fúndust. Með þessu vonast Egyptar til að laða að fleiri ferðamenn en mjög hefur hægst um í ferðaiðnaði eftir fjöldamorðin í Luxor í nóvember síðastliðnum. <r Flogið yfir N-Kóreu Ftutningavél frá Korean Air, sem var í áætlunarflugi frá New York tfl Seoul í Suður-Kóreu, varð fyrst flugvéla tfl að fljúga í norður- kóreskri lofthelgi síðan í Kóreu- stríðinu. Þann 23. apríl mun loft- helgi Norður-Kóreu opnast fyrir alþjóðlegu flugi. Þangað til verður einstaka flugi hleypt í gegn í til- raunaskyni. Hafna Krókódfla-Dundee Ástralir era orðnir þreyttir á Krókódíla-Dundee og þeirri ímynd sem hann hefúr gefið þjóð- i: inni. Krókódila-Dundee er nátt- úrulega ímynd hinnar sönnu karl- | mennsku en Ástralir segja hefj- una hugumstóra alls ekki ein- kennandi fyrir hina áströlsku þjóð. Þeir era hins vegar afar sátt- ir við að vera sagöir opnir og | vinalegir. í framtíðinni vilja þeir sjá ímynd sína endurspegla fjölbreyti- leika hinnar einstöku náttúra annars vegar og blómlegt menn- ingarlíf hins vegar. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.