Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 40
 48 trímm LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 Haldgóð ráð fyrir skokkara: j í^> llvvS M'Á '<S Response Galaxy 3 Falcon Dorf Að ná fram hraðaaukningu Hvemig mundL þér líka að ná fram mikilli hraðaaukningu í hlaupum þínum? Það er í mörgum tilfellum mögulegt að auka hlaupa- hraðann verulega með því að bæta tiltölulega einföldum æfingum I hlaupaáætlun þína. Galdurinn felst í því að æfa reglulega háar hnélyft- ur, hælspörk, spretti og stökk. Þessar æfingar eru að vísu ekkert áferðcirfcdlegar fyrir þá sem þær sjá en þú kærir þig að sjálfsögðu koll- óttan um hvað öðrum finnst um þínar æfíngar. Þínar framfarir eru það sem skiptir máli og því góð ástæða til að bæta þeim viö ef á annað borð er áhugi fyrir því að bæta hraðann. Með þessum æfingum er ekki ein- ungis hraðinn bættur heldur er teygjanleiki og styrkur aukinn, tæknin sömuleiðis og líðanin verð- ur betri í hlaupunum. Öll þessi at- riði vinna saman. Hlaupari sem er sterkur og liðugur getur beitt meiri tækni í hlaupunum sjálfum og í framhaldinu bætt hraðann. Alhliða styrking Þessar upplýsingar koma fram í athyglisverðri grein sem rituð er í nýjasta hefti bandaríska timaritsins „Running". Þar er meðal annars tekið viðtal við virtan sérfræðing, Owen Anderson, ritstjóra „Running research News“, en hann er með há- skólagráðu í íþróttaþjálfun. „Með áðurnefndum æflngum fmnur þú fljótlega fyrir því á þín- um venju- legu hlaupaæf- mgum sinar vöðvar styrkjast, ónauðsynleg- um hreyfing- :. um fækkar og ™ minni orku er eytt á hverja lengdareiningu,“ segir Anderson í viðtal- inu. En hvemig geta þess- ar einfóldu æfingar náð að valda svo miklum hreytingum? í fyrsta lagi ýkja þær hreyfing- amar sem hlauparar beita að jafn- aði í hlaupum. Háar hnjályftur gera það að verkum að þú lyftir fótunum mun hærra en þú myndir gera á venjulegu skokki. Ef þær era stundaðar reglu- lega aðlagar líkaminn sig að þessari breyttu hreyf- ingu og nær smám saman að takast á við hana með minni fyrirhöfh. Þessi aðlögun kemur í góð- ar þarfir í lok kapphlaups þegar orkan fer vanalega að dvína í líkamanum. Þá fara aukaæfingarnar að skila sér og likamanum reynist auð- veldara að halda uppi hrað- anum eða auka hann á sama tíma og þreytan hel- tekur líkamann. Á sama hátt hjálpa þessar æfingar mjög hlaupurum sem eru famir að eldast því hærri aldur táknar oft hraðatap og aukinn stirðleika. Æfingarnar hægja hins vegar á þeirri óheilla þróun. Færri meiðsli Þessar aukaæfingar hafa ekki einungis þann kost að bæta hrað- ann. Þær minnka einnig líkumar á álagsmeiðslum. Meiðsli hlaupara má í flestum tilfellum rekja til stirðleika eða slæmrar samhæf- ingar vöðvanna. Sumir hlauparar, sem þekkja þessar æfingar, nota þær sem upphitun áður en lagt er af stað í skokk. Flestir eru hins vegar á því að þær komi að bestum notum eftir venjulegar hlaupaæfingar, þeg- ar vöðvamir era ennþá heitir og sveigjanlegir. Hér á eftir fylgja 5 lýsingar á góð- um æfingum sem upplagt er að bæta við venjulegar hlaupaæfingar. Ágætt er að byrja á því að gera hverja þeirra fjórum sinnum og taka stutta hvíld á milli. Háar hnjályftur Beitið ýktum hlaupa- hreyfingum og lyftið hnjám í átt að brjóstkassa. Læri nái láréttri stöðu í æfingunum og handleggjum jafnframt beitt kröft- uglega. Gerið æfmguna eins hratt og þið ráðið við og hlaupið um 20-30 metra í hvert sinn sem æfingin er tekin. í háum hnjályft- um er beitt ýktum hlaupa- hreyfingum og hnjám lyft f átt ab brjóstkassa meö kröftug- um handa- hreyfing- um. Hælspörk M / Sparkið hælum kröftuglega upp að afturendanum (þá færðu það loks á tilfmninguna hvemig það er að fá gott spark í óæðri endann) og beitið jafn- framt höndum kröftuglega. Gerið æfing- una eins hratt og mögulegt er 1 og hlaupið 1 áfram um 20-30 W metra í hvert ; sinn. Hraðir sprettir Tiltölulega einfald- ar æfingar, hraðir sprettir í 50-100 metra hvert sinn og góð hvild inni á milli til að ná stjórn \ á púlsinum. í \/ Hælum er sparkaö kröftuglega upp að afturendanum. anum. I þessum æfing- um er farið 30-40 metra í einu. Stökkæfingar Æfingin felst í því að stökkva í stað þess að hlaupa og líkaman- um er hallað áfram æfing- unum. Stokkið allt að 30-40 metra í hvert sinn með hvíldum milli. hnjályftur Hærri :5g| Þessi hreyfing er í grandvallaratriðum sú sama og háar hnjályftur. Meginmunurinn felst í I því að hreyfingin er | hægari og hnjám er lyft eins hátt og mögulegt er í átt að brjóstkass- mni a Ef þú hefur aldrei próf- að þessar æfingar gæti það tekið nokkurn tíma að venjast þeim. Best er að gera þær með mjúku undirlagi ef það er mögulegt, á hlaupabrautum eða á grasi til að minnka höggin á lík- amann. Þeir sem á annað borð gefa sér tíma í hlaupaæfingar ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að bæta þessum æfingum við. Þær taka ekki nema 10-15 mínútur og ár- angurinn lætur yfirleitt ekki á sér standa. NETSLÓÐ MARAÞONHLAUPARA: http://rvik.ismennt.is/@gisasg/. Framundan... 21. mars: Flóahlaup UMF Samhygoar Hlaupið hefst klukkan 14.00 við Félagslund, Gaulverjabæj- arhreppi. Vegalengdir era 3 km, 5 km og 10 km með tíma- töku. Flokkaskipting eftir kynjum. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Upplýsingar gefur Mark- ús ívarsson í síma 486 3318. 28. mars: Marsmaraþon Hlaupið hefst klukkan 11.00 á Seltjarnamesi. : Upplýsingar um hlaupið gefur | Pétur Frantzson í síma 551 4096. 23. apríl: Víðavapgs- hlaup IR Hlaupið . L hefst klukk- \ | an 13.00 við ' Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd er 5 km með tímatöku. Flokkaskipting eft- ir kynjum. Keppnisflokkar i sveitakeppni era íþróttafélög, skokkklúbbar og opinn flokkur. Allir sem ljúka keppni fá verð- launapening. Verðlaun fyrir fyrsta sæti í hverjum aldurs- flokki. Boöið verður upp á kaffihlaðborð eftir hlaup. Skráning í Ráðhúsinu frá klukkan 11.00. Upplýsingar gefa Kjartan Árnason í síma 587 2361, Hafsteinn Óskarsson í s. 557 2373 og Gunnar Páll Jóakimsson í s. 565 6228. 23. apríl: Víðavangshlaup Hafnarfjarðar Hlaupið hefst á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Vegalengdir era 1 km, 1,4 km og 2 km með tíma- töku og flokkaskiptingu bæði kyn. Sigurvegari í hverjum flokki fær farandbikar. Upplýs- ingar gefur Sigurður Haralds- son í síma 565 1114. 23. apríl: Víðavangshlaup Vöku Upplýsingar um hlaupið gef- ur Áðalsteinn Sveinsson í síma 486 3304. 26. aprfl: ísfuglshlaup UMFA Hlaupið hefst við íþróttahús- ið að Varmá, Mosfellsbæ. Skráning og búningsaðstaða við sundlaug Varmár frá kl. 9.30. Vegalengdir 3 km án tíma- töku (hefst klukkan 13.00) og 8 km með tímatöku og sveita- keppni (hefst kl. 12.45). Sveita- keppni: opinn flokkur, 3 eða 5 í hverri sveit. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Út- dráttarverðlaun. Upplýsingar gefur Kristín Egilsdóttir í síma 566 7261. Umsjón ísak Öm Sigurðsson B888aM88iB088*jWMiai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.