Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Síða 40
 48 trímm LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 Haldgóð ráð fyrir skokkara: j í^> llvvS M'Á '<S Response Galaxy 3 Falcon Dorf Að ná fram hraðaaukningu Hvemig mundL þér líka að ná fram mikilli hraðaaukningu í hlaupum þínum? Það er í mörgum tilfellum mögulegt að auka hlaupa- hraðann verulega með því að bæta tiltölulega einföldum æfingum I hlaupaáætlun þína. Galdurinn felst í því að æfa reglulega háar hnélyft- ur, hælspörk, spretti og stökk. Þessar æfingar eru að vísu ekkert áferðcirfcdlegar fyrir þá sem þær sjá en þú kærir þig að sjálfsögðu koll- óttan um hvað öðrum finnst um þínar æfíngar. Þínar framfarir eru það sem skiptir máli og því góð ástæða til að bæta þeim viö ef á annað borð er áhugi fyrir því að bæta hraðann. Með þessum æfingum er ekki ein- ungis hraðinn bættur heldur er teygjanleiki og styrkur aukinn, tæknin sömuleiðis og líðanin verð- ur betri í hlaupunum. Öll þessi at- riði vinna saman. Hlaupari sem er sterkur og liðugur getur beitt meiri tækni í hlaupunum sjálfum og í framhaldinu bætt hraðann. Alhliða styrking Þessar upplýsingar koma fram í athyglisverðri grein sem rituð er í nýjasta hefti bandaríska timaritsins „Running". Þar er meðal annars tekið viðtal við virtan sérfræðing, Owen Anderson, ritstjóra „Running research News“, en hann er með há- skólagráðu í íþróttaþjálfun. „Með áðurnefndum æflngum fmnur þú fljótlega fyrir því á þín- um venju- legu hlaupaæf- mgum sinar vöðvar styrkjast, ónauðsynleg- um hreyfing- :. um fækkar og ™ minni orku er eytt á hverja lengdareiningu,“ segir Anderson í viðtal- inu. En hvemig geta þess- ar einfóldu æfingar náð að valda svo miklum hreytingum? í fyrsta lagi ýkja þær hreyfing- amar sem hlauparar beita að jafn- aði í hlaupum. Háar hnjályftur gera það að verkum að þú lyftir fótunum mun hærra en þú myndir gera á venjulegu skokki. Ef þær era stundaðar reglu- lega aðlagar líkaminn sig að þessari breyttu hreyf- ingu og nær smám saman að takast á við hana með minni fyrirhöfh. Þessi aðlögun kemur í góð- ar þarfir í lok kapphlaups þegar orkan fer vanalega að dvína í líkamanum. Þá fara aukaæfingarnar að skila sér og likamanum reynist auð- veldara að halda uppi hrað- anum eða auka hann á sama tíma og þreytan hel- tekur líkamann. Á sama hátt hjálpa þessar æfingar mjög hlaupurum sem eru famir að eldast því hærri aldur táknar oft hraðatap og aukinn stirðleika. Æfingarnar hægja hins vegar á þeirri óheilla þróun. Færri meiðsli Þessar aukaæfingar hafa ekki einungis þann kost að bæta hrað- ann. Þær minnka einnig líkumar á álagsmeiðslum. Meiðsli hlaupara má í flestum tilfellum rekja til stirðleika eða slæmrar samhæf- ingar vöðvanna. Sumir hlauparar, sem þekkja þessar æfingar, nota þær sem upphitun áður en lagt er af stað í skokk. Flestir eru hins vegar á því að þær komi að bestum notum eftir venjulegar hlaupaæfingar, þeg- ar vöðvamir era ennþá heitir og sveigjanlegir. Hér á eftir fylgja 5 lýsingar á góð- um æfingum sem upplagt er að bæta við venjulegar hlaupaæfingar. Ágætt er að byrja á því að gera hverja þeirra fjórum sinnum og taka stutta hvíld á milli. Háar hnjályftur Beitið ýktum hlaupa- hreyfingum og lyftið hnjám í átt að brjóstkassa. Læri nái láréttri stöðu í æfingunum og handleggjum jafnframt beitt kröft- uglega. Gerið æfmguna eins hratt og þið ráðið við og hlaupið um 20-30 metra í hvert sinn sem æfingin er tekin. í háum hnjályft- um er beitt ýktum hlaupa- hreyfingum og hnjám lyft f átt ab brjóstkassa meö kröftug- um handa- hreyfing- um. Hælspörk M / Sparkið hælum kröftuglega upp að afturendanum (þá færðu það loks á tilfmninguna hvemig það er að fá gott spark í óæðri endann) og beitið jafn- framt höndum kröftuglega. Gerið æfing- una eins hratt og mögulegt er 1 og hlaupið 1 áfram um 20-30 W metra í hvert ; sinn. Hraðir sprettir Tiltölulega einfald- ar æfingar, hraðir sprettir í 50-100 metra hvert sinn og góð hvild inni á milli til að ná stjórn \ á púlsinum. í \/ Hælum er sparkaö kröftuglega upp að afturendanum. anum. I þessum æfing- um er farið 30-40 metra í einu. Stökkæfingar Æfingin felst í því að stökkva í stað þess að hlaupa og líkaman- um er hallað áfram æfing- unum. Stokkið allt að 30-40 metra í hvert sinn með hvíldum milli. hnjályftur Hærri :5g| Þessi hreyfing er í grandvallaratriðum sú sama og háar hnjályftur. Meginmunurinn felst í I því að hreyfingin er | hægari og hnjám er lyft eins hátt og mögulegt er í átt að brjóstkass- mni a Ef þú hefur aldrei próf- að þessar æfingar gæti það tekið nokkurn tíma að venjast þeim. Best er að gera þær með mjúku undirlagi ef það er mögulegt, á hlaupabrautum eða á grasi til að minnka höggin á lík- amann. Þeir sem á annað borð gefa sér tíma í hlaupaæfingar ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að bæta þessum æfingum við. Þær taka ekki nema 10-15 mínútur og ár- angurinn lætur yfirleitt ekki á sér standa. NETSLÓÐ MARAÞONHLAUPARA: http://rvik.ismennt.is/@gisasg/. Framundan... 21. mars: Flóahlaup UMF Samhygoar Hlaupið hefst klukkan 14.00 við Félagslund, Gaulverjabæj- arhreppi. Vegalengdir era 3 km, 5 km og 10 km með tíma- töku. Flokkaskipting eftir kynjum. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Upplýsingar gefur Mark- ús ívarsson í síma 486 3318. 28. mars: Marsmaraþon Hlaupið hefst klukkan 11.00 á Seltjarnamesi. : Upplýsingar um hlaupið gefur | Pétur Frantzson í síma 551 4096. 23. apríl: Víðavapgs- hlaup IR Hlaupið . L hefst klukk- \ | an 13.00 við ' Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd er 5 km með tímatöku. Flokkaskipting eft- ir kynjum. Keppnisflokkar i sveitakeppni era íþróttafélög, skokkklúbbar og opinn flokkur. Allir sem ljúka keppni fá verð- launapening. Verðlaun fyrir fyrsta sæti í hverjum aldurs- flokki. Boöið verður upp á kaffihlaðborð eftir hlaup. Skráning í Ráðhúsinu frá klukkan 11.00. Upplýsingar gefa Kjartan Árnason í síma 587 2361, Hafsteinn Óskarsson í s. 557 2373 og Gunnar Páll Jóakimsson í s. 565 6228. 23. apríl: Víðavangshlaup Hafnarfjarðar Hlaupið hefst á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Vegalengdir era 1 km, 1,4 km og 2 km með tíma- töku og flokkaskiptingu bæði kyn. Sigurvegari í hverjum flokki fær farandbikar. Upplýs- ingar gefur Sigurður Haralds- son í síma 565 1114. 23. apríl: Víðavangshlaup Vöku Upplýsingar um hlaupið gef- ur Áðalsteinn Sveinsson í síma 486 3304. 26. aprfl: ísfuglshlaup UMFA Hlaupið hefst við íþróttahús- ið að Varmá, Mosfellsbæ. Skráning og búningsaðstaða við sundlaug Varmár frá kl. 9.30. Vegalengdir 3 km án tíma- töku (hefst klukkan 13.00) og 8 km með tímatöku og sveita- keppni (hefst kl. 12.45). Sveita- keppni: opinn flokkur, 3 eða 5 í hverri sveit. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Út- dráttarverðlaun. Upplýsingar gefur Kristín Egilsdóttir í síma 566 7261. Umsjón ísak Öm Sigurðsson B888aM88iB088*jWMiai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.