Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 16 mðtal / i m 4 i > > l Þrjú fórnarlömb nauðgana segja frá reynslu sinni og hjálpinni frá Stígamótum sem eru átta ára á morgun: Næst á eftir mannsmorði Sagt er aö nauðgun sé sá glæpur sem komi næst á eftir mannsmorði og vist er að hann skilur eftir dýpri og stærri ör en fæstir sem ekki þekkja það af eigin raun geta ímynd- að sér. Helgarblaðið mælti sér mót við þrjár ungar konur í vikunni sem allar hafa orðið fyrir barðinu á nauð- gara eða nauðgurum. Þær höfðu all- ar svipaða sögu að segja. Sjálfsvirð- ingin hverfur, sjálfstraustið er i mol- um. Viðkomandi fyrirlítur eigin per- sónu og líkama, missir á stundum sjónar á tilgangi þess að vera til og á erfítt með að njóta þess lífs sem hún átti áður. Henni er algerlega fyrir- munað að bindast karlmanni. Traustið er ekki til staðar. Við hittumst í húsnæði Stiga- móta, sem á morgun fagna 8 ára af- mæli sínu, og segja stúlkumar það gæfu sína að hafa leitað til þeirra „yndislegu kvenna“ sem þar starfa. Þær voru aOar 16-17 ára þegar svo svívirðilega var ruðst inn í líf þeirra. Nauðgarinn var í öUum til- fellum nokkuð eldri þær. Sjö ár eru liðin frá nauðgun þeirrar elstu, 6 ár hjá þeirri næstu og tvö hjá þeirri yngstu. Þær segjast til að byrja með hafa talið sig geta unnið sig sjálfar út úr vandanum. Það hafi verið blekking. Vinkonan lokaði á mig „Ég hef tvívegis lent í þessu og í bæði skiptin var ég mjög drukkin. í öðru tilvikinu var mér nauðgað en í hinu sá vitni mann notfæra sér ástand mitt án þess beinlínis að nauðga mér. Þrír mánuðir liðu á miOi þessara atburða en ég gerði ekkert í málinu fyrr en eftir síðara skiptið," segir sú yngsta. Hún bætir því við að hún hafi reynt að leita tU vinkonu sinnar eft- ir fyrra skiptið, sú hafi bara snúið baki við henni og því hafi hún ákveðið að loka á aUt og kenna sjálfri sér um þetta. Sú elsta segir að hún hafi talið sér trú um að eðlUegast og auðveld- ast væri fyrir hana að takast á við þetta sjálf. Hún hafi gefið sér fimmt- án mínútur tU þess að hugsa stift um þetta og talið það duga. Hún vUdi ekki vera að gera stórmál úr þessu. „Það tók mig sjö ár að átta mig á því að ég átti verulega bágt. Ég hellti mér út í skemmtanalífið og fékk útrás í kynlífi með hinum og þessum, kynlífi og hegðun sem varð til þess eins að sverta sjálfsmynd mína enn frekar. Ég sagði strax frá þessu en fannst þetta þó ekkert mál. Vinkonumar vissu þetta og höfðu af þessu meiri áhyggjur en ég. Síðan kom að sjálfsögðu að því að ég varð að takast á við þetta,“ segir sú sem lengstan tíma hefur þurft að glíma við þennan ömurlega atburð. Nauðgað tvívegis Þriðja stelpan í hópnum segir að henni hafi alveg orðið sama um sjálfa sig, henni hafi fundist hún vera gaUagripur sem hafi kaUað þetta yfir sig. Hún segist hafa tekið á þessu með því að fara á fuUt í íþróttir og reyna að hafa aUtaf nóg fyrir stafni. „Mér var nauðgað tvívegis. Ég fór á mitt fyrsta fyUirí og drakk frá mér ráð og rænu. Maður sem ólst upp með mér og ég hitti aftur eftir nokk- ur ár var þama i þessu partíi og sá ástæðu til þess að nýta sér ástand mitt. Ég hitti hann eftir þetta og honum fannst hann greinilega ekki hafa gert neitt rangt. 1 hinu tiifeU- inu skreið maður upp í tU mín þar sem ég var sofandi. Ég fraus alger- lega, varð hrædd og gat ekkert gert eða sagt. Hann kom fram vUja sín- um en ég sagði engum frá þessu í fjögur ár.“ Stelpumar segja gríðarlega for- dóma vera ríkjandi í garð fómar- lamba kynferðisofbeldis. Þær hafi kaUað þetta yfir sig, beðið um þetta með því að klæða sig eða hegða sér á einhvern hátt. Tvær þær yngstu segjast engan stuðning hafa fengið heima fyrir. Önnur hefur ítrekað reynt að ræða þetta við foreldrana en það endi yfirleitt með hávaðarifr- Udi því þeim finnist hún hafa kaUað þetta yfir sig með einhverjum hætti. Hin segir að mamma hennar hafi sagst skyldu finna símanúmerið hjá Stígcunótum og síðan gæti hún sjálf séð um framhaldið. Stúlkan kom sér sjálf tU Stígamóta og ræðir þessa hluti ekki við foreldra sína. Þær segjast báðar vera afskaplega sárar yfir þessu viðhorfi sem að sjálf- sögðu hafi orðið tU þess að rýra traust þeirra á foreldrunum. Sú elsta fékk stuðning. Vont að tala við pabba „Mamma þekkti vel tU þessarar starfsemi hér því hún hafði unnið hér. Hún hvatti mig til þess að leita mér aðstoðar en ég hélt að ég þyrfti nú varla á því að halda. Sem betur fer skipti ég um skoðun," segir stúlkan og bætir við að hún hafi ekki sagt pabba sínum frá þessu. Það sé einhvem veginn erf- iðara að ræða þetta við feður. Vont sé að ræða við þá um það að litlu stelpurnar þeirra séu orðnar kyn- verur. Aðspurðar um ferlið hjá Stíga- mótum segja þær að vinnan þar byrji með einstaklingsviðtölum og síðan hópvinnu þegar þær treysti sér tU. Miðað sé við ákveðinn tíma- fjölda en vissulega megi þær síðan halda áfram að leita tU Stígamóta þegar þeim líði iUa. í hópunum sé bæði talað um reynslu hverrar og einnar en ekki síður sé farið skipu- lega í einstaka þætti. Einn daginn sé talað um fyrirlitningu, annan um reiði o.s.frv. „Sem betur fer er lítið verið að dvelja við atburðinn sjálfan. Ég tal- aði um hann einu sinni og hef síðan ekkert endUega haft geð í mér tU þess að tala um hann aftur og aftur. Við erum frekar að tina tU þær tU- finningar sem koma í kjölfarið. TU- gangurinn er að maður fari að gera sér grein fyrir því að maður sé al- veg eðlUegur. Vandamálið er aö þetta er svo dulið og maður gerir sér ekki grein fyrir því hvað er að fyrr en farið er að kafa ofan í hlut- ina,“ segir sú elsta. Gott að fá stuðning Þær eru sammála um að það hafi verið hrikalega erfitt að koma inn á þessa fundi. Þær hafi oft hugsað um það af hveiju þær séu að standa í þessu erfiði, hvort ekki væri þægi- legra að byrgja þetta bara inni og láta sem ekkert hafi komið upp á. Sem betur fer hafi hugleiðingar af þessu tagi aðeins verið á yfirborðinu. „Það er svo gott að finna stuðn- inginn frá þeim sem eru í nákvæm- lega sömu aðstöðunni. Hér heyrði ég strax að hinar stélpurnar voru að glíma við sömu tilfinningar og ég. Ég hélt ég væri eitthvað skrítin að vera að velta mér upp úr ákveðnum hlutum en róaðist þegar ég heyrði að nákvæmlega sömu hlutir voru að velkjast í hinum. Það er ómetanleg- ur stuöningur og léttir að segja frá og finna að í Stígamótum skiptum við allar rnáli," segir sú yngsta og sú næsta bætir við að hún hafi átt erfitt með að koma í fyrstu sjö skipt- in. Hana hafi ekki langað á fundina en síðan hafi það skyndilega breyst. Aðspurðar hvort þær telji líklegt að einhver kona geti komist sjálf yfir það sem fylgir því að vera nauðgað segjast þær telja það hæpið. Vissu- lega sé þetta einstaklingsbundið og háð aðstæðum. Það geti t.d. örugg- lega hjálpað ef viðkomandi eigi góð- an mann. Því miður sé það þó oftar svo að upp úr samböndum slitni í kjölfar svona atburða. En hvað með sambönd við karlmenn almennt? Sambönd ganga ekki „Við höfum allar svipaða sögu að segja í þeim efnum og hún er sú að það gangi varla fyrr en við erum búnar að vinna okkur út úr vandan- um, fyrr en sjálfstraustið er komið og við getum lært að treysta því að strákurinn sé með okkur af góðum hvötum en ekki bara til þess að nota okkur. Við eigum erfitt með að tjá okkur og kynlíf verður afskaplega erfitt," segir ein í hópnum. Almennt um karla segjast þær ekk- ert ósáttar við þá. Þær segjast reynd- ar vera með allan vara á sér og forð- ast ákveðnar persónur. Ein segir að sér líði verulega illa inni á skemmti- stöðum og hún verði mjög feimin innan um karlmenn sem hún ekki þekki. Önnur segist heppin því hún eigi ágæta karlkyns vini. Að visu séu vamarviðbrögðin mjög sterk og því eigi margar týpur ekki einu sinni möguleika á því að nálgast hana. Aðspurðar hvers vegna engin þeirra hafi kært atburðinn segja þær gífurlega erfitt að þurfa að standa frammi fyrir lögreglumönn- um, yfirleitt karlkyns, og svara spurningum um hvort þær séu viss- ar og hvort ekki geti verið að þær hafi boðið upp á þetta og annað slíkt. Fórnarlömbunum sé síður en svo gert auðvelt fyrir. Þar fyrir utan séu lögin hér á landi alveg út i hött. Verið sé að dæma menn í minna en ársfangelsi fyrir glæp sem talað er um að komist næst mannsmorði. Það sé út i hött. Lögin út í hött Stelpurnar segjast ekki vera svo óskaplega uppteknar af nauðgun- inni sem slíkri þó að hún sé vissu- lega alltaf til staðar í huga þeirra. Með mikilli vinnu og dugnaði megi án efa vinna bug á þessum tilfinn- ingum með tímanum. Það geti þær gert með þeim stuðningi sem þær fái frá Stígamótum. Þær vilja hvetja konur sem hafa lent í þvi sama og þær að loka sig ekki inni með til- finningar sínar. Með réttu vinnunni sé hægt að gera svo margt til þess að auðveldara sé að takast á við þetta. Vissulega komi bakslag i þá vinnu annað slagið en þessar ungu og bjartsýnu konur eru ekki í nokkrum vafa um aö þeim muni tcikast að sigrast á vanlíðaninni og byggja upp sjálfstraustið á ný. Næstkomandi mánudag kl. 17 efna Stígamót til baráttugöngu gegn kynferðislegu ofbeldi. Gengið verð- ur frá Hlemmi og niður að Alþingi þar sem til stendur að fá dómsmála- ráðherra til þess að taka á móti kröfum Stígamóta. -sv >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.