Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 JjV w dagur í lífi Vésteinn Hafsteinsson segir Völu Flosadóttur hafa nú staðiö sig frábærlega á þremur mót- um í röö og því sé hún komin til þess aö vera í fremstu röö. Hér eru þau Vala og Vésteinn ásamt Jónasi Egilssyni, formanni Frjálsíþróttasambands íslands. DV-mynd Hilmar Pór „Ég tók daginn snemma og borðaði morg- unmat með Jóni Amari og Gísla þjálfara þennan sunnudagsmorgun. Jón átti að byrja snemma þennan seinni dag og því var eng- in miskunn, upp úr bælinu klukkan sjö. Grindin hjá Jóni átti að byrja hálfellefu og ég fór með þeim félögum á völlinn. Fyrir næstum tómum sal var hlutverk mitt að hjálpa Gísla við að undirbúa strákinn í upp- hitun og peppa hann upp. Hann var mjög vel stemmdur og þrátt fyrir að hafa lent aft- arlega í röðinni var hann að hlaupa á ágæt- um tíma. Þegar kom að stönginni sýndi Jón hvers hann er megnugur. Ég aðstoðaði Gísla við að segja honum til úr stúkunni og það var frábært að hann skyldi ná að stórbæta ár- angur sinn og koma sér þar með á bólakaf í baráttuna aftur. Banana handa Völu Um leið og Jón var búinn i stönginni hljóp ég út í rútu og fór til Völu. Við borð- uðum saman hádegisverð um klukkan hálf- tvö og þá þurfti ég að hlaupa út í nokkrar búðir í hverfinu til þess að vita hvort ég fengi vatn og banana handa Völu. Hún varð að fá einhverja orku á meðan á keppninni stóð. Innkaupin gengu seint fyrir sig þar sem Spánverjar eru lítið fyrir að hafa versl- anir opnar á sunnudögum. Fyrir tilviljun náði ég í eina búð, hljóp eins og fætur tog- uðu og rétt náði í rútuna til baka á íþrótta- völlinn. Ég fylgdist með Völu hita upp og reyndi að peppa hana eins og ég gat. Hún var vel stemmd eftir undankeppnina sem gekk vel. Fyrir hana hafði hún verið stressuð, pressan á henni enda gríðarleg. Þjálfari Völu tók allt upp á myndband og þvi vorum við Þórey að aðstoða hana með atrennuna og uppstökkið auk þess sem það var mest í okkar höndum að fá áhorfend- urna með. Vala er stemningsmanneskja og það hjálpar henni mikið ef gott andrúmsloft er í salnum. Þarna missti ég svo gott sem al- veg röddina. Síminn hringdi stanslaust Meðan á keppninni stóð mátti ég hafa mig allan við að svara í símann. Vegna há- vaðans í höllinni þurfti ég alltaf að hlaupa út þegar hann hringdi og þá var það oftar en ekki Bjarni Fel. sem var að hringja. Auk Bjama vora svo hinir og þessir að hringja að heiman til þess að fá fréttir. Þeir gátu þá ekki beðið eftir að heyra fréttirnar og sjá stökkin i sjónvarpinu. Rafhlaðan i símanum tæmdist með tímanum og því fann ég lög- regluþjón sem benti mér á innstungu þar sem hægt var að hlaða símann. Hann vaktaði síðan símann fyrir mig voðalega stoltur og kom og pikkaði í mig þegar hann hringdi. Þetta var hrikalegt stress. Keppnin leið eins og alþjóð þekkir, ein mest spennandi keppni sem ég hef upplifað. Vala stóð sig mjög vel og þótt heimsmetið hafi verið tekið af henni er ég mjög ánægð- ur með hennar hlut. Ég tel ekki að hún hafl getað gert mikið betur. Þetta gat farið á ýmsa vegu. Úkraínska stúlkan sýndi meira öryggi en Vala fór afar hátt yfir 4,35. Hún var óheppin í upphituninni, var óörugg og þurfti því að stökkva meira en heppilegt hefði verið þegar litið er til baka. Hún var orðin svo þreytt þegar yflr lauk og það gerði gæfumuninn að mínu mati. Hún getur vel við unað því öll spennan er á henni. Hún er heimsmethafi og Evrópumeistari og allir ætluðu sér að vinna hana. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er aðeins tvítug stelpa, eitthvað yngri en sú úkra- ínska. Gleymdi að borða Vala hefur þroskast mikið á tveimur árum og það var ekki hægt að gera meiri kröfur en að hún kæmist á verðlaunapall. í öllu atinu gleymdi ég algerlega að fá mér að borða í marga klukkutíma. Ég var farinn að slappast og þegar allt var búið um kvöldið var ég orðinn fárveikur af stressinu í mótinu, matarleysinu og álag- inu vegna allra hringinganna. Ég þurfti nefnilega að vera í sambandi við umboðs- menn íþróttamannanna sem ætluðu að koma og keppa á mótinu á fimmtudaginn og verðið hækkaði eftir því sem þeim gekk betur á mótinu. Ég þurfti að vera í sam- bandi við fólkið hjá Frjálsíþróttasamband- inu um mótið hér og ferðina heim og hafði í mörg horn að líta. Vegna þess hversu stöngin hafði dregist urðum við sein á lokahóf sem haldið var þama um kvöldið. Upp úr miðnætti var all- ur vindur úr mannskapnum eftir erfiðan dag og við sofnuðum ánægð. Krakkamir stóðu vel við bak hvert annars. Vala stóð sig frábærlega á þriðja mótinu í röð og sannaði að hún er komin til þess að vera í fremstu röð. Þrátt fyrir óheppileg atvik getur Jón ágætlega við unað.“ ifimm breytingar Finnur þú fimm breytingar? 453 „Fylla, takk!“ Vinningshafar fyrir getraun nr. 451 eru: 1. verölaun: 2. verölaun: Nafn: Rúnar Þórarínsson, Valgerður Sigurðardóttir, Hólagötu 4. Arnartanga 81. Heimili: 245 Sandgerfii. 270 Mosfellsbæ. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós aö á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þinu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum viö nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsverkjari frá Sjón- varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.490. 2. verðlaun: Tvær Orvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagiö meó lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 453 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.