Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 12
i2 *0ðtal LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 !E>"V’ Samuel L. Jackson fákk Silfurbjörninn í Berlín fyrir leik sinn í Jackie Brown: DV, Beiiín: Leikarinn góðkunni, Samuel L. Jackson, varð heimsfrægur þegar hann sló í gegn við hlið Johns Tra- volta í Pulp Fiction, síðustu mynd Quentins Tarantinos. í eigin per- sónu er Samuel ekki ólíkur glæponinum sem hann leikur í Jackie Brown nema kannski höf- uðbúnaðurinn. En þegar hann tekur af sér alpahúfuna sem hann er með kemur í ljós að hann er krúnurakaður. Jackson fer að skellihlæja þegar undirrituð vekur at- hygli á því að hann sé hár- prúðari í Pulp Ficton en Jackie Brown. „Mér líður best eins og ég er núna en ég hef líka mjög gaman af því að vera með fríkaðar hárkollur. Við vorum annars með frábæran hárgreiðslu- meistara þeg- ar Pulp Fict- ion og Jackie Brown voru gerðar. Hann nær að láta mig líta út eins og þetta sé mitt eigið hár.“ - Komið hefur fram í þýskum fjölmiðlum að þú sért jafnvel betri í Jackie Brown en í Pulp Fiction. Ertu sammála þessu? „Ég held það sé mjög erfitt að líkja saman þessum tveimur persónum. Ég er líka í miklu stærra hlutverki í Jackie Brown. í Pulp Ficton er ég eiginlega bara í byrjun myndarinnar og í lokin. Ég er alls ekki á tjaldinu í nærri því einn og hálfan tíma.“ þann sem fékk mitt hlutverk og það má segja að þessar viðræður hafi orðið upphafið að vináttu okkar.“ - Tarantíno hefur látið hafa eftir sér að ef hann hefði ekki farið út i kvik- myndagerð hefði hann örugglega orðið Engum líkur Hvemig kynntist þú Quentin Tarantino? „Það var þegar ég reyndi að fá hlutverk eina svertingjans í mynd hans, Reservoir Dogs. Eftir frum- sýningu myndarinnar fór ég til hans og sagði að ég væri stórhrifinn af myndinni. Hann leit á mig og spurði hvernig mér hefði líkað við Samuel Jackson kynntist Tarantino fyrst þegar hann vildi fá að leika eina svertingjann í myndinni Reservoir Dogs. Hann fékk ekki hlutverkiö en þetta varð upphaf- iö aö vinskap þeirra. glæpon. Hvernig er að vinna með honum? „Það er allt öðruvisi en með öll- um öðrum. Hann veit allt um kvik- myndir enda hefur hann séð flest allar myndir sem gerðar hafa verið. Hann er algjör snillingur og gæti gert hvaða mynd sem er.“ - Söguhetjurnar í Jackie Brown eru komnar yfir fertugt og á vissan hátt að reyna að finna öryggi í líf- inu. Þú ert á þessum sama aldri, fer fólk að gera aðrar áætlanir þegar það er komið á þennan aldur? „Já, það er engin spurning. Það er mjög algengt að einmitt á þessum Glæsibæ, sími 581 2922 Er skautadrottning á þínu heimili? UTILIF aldri fari menn að segja: Nú verð ég að ná einhverju takmarki í lífinu, nú verð ég að koma hlutunum á hreint. Odeil, sem ég leik, er t.d. að reyna að tryggja sig fjárhagslega svo að hann geti farið að slappa af. Hann er ekki til í að taka jafnmikla áhættu og einhver sem er tvítugur. Þess vegna fæst hann t.d. við vopna- sölu. Henni fylgir mun minni áhætta en bankaráni eða eiturlyfja- söiu.“ - Skipta peningar þig miklu máli? „Þú veist að það er staðreynd að peningar geta gert fólk brjálað. Ég veit í millitíöinni að peningar eru ekki allt. Það er bara það fólk sem á enga peninga sem trúir því að það fái allar sínar óskir uppfylltar ef það eignast t.d. eina milljón dollara. Þetta er auðvitað algjör vitleysa, fyrir utan það að ein milljón dollara er ekki há upphæð.“ - Fyrir nokkrum árum fluttir þú frá New York til L.A. Ertu ánægður þar? „Það jákvæða við að vera í L.A. er að mér er ekki lengur kalt. Ég sakna hins vegar menningarlífsins í New York. Þú getur gleymt því i L.A. Þar er aðeins eitt safn, Guggen- heim-safnið, og þar með eru menn- ingarviðburðirnir upptaldir. En það sem hefur komið í staðinn er að ég er farinn að leika golf og forgjöfin er alltaf að verða betri.“ - Þú hefur einnig fengist við kvik- myndaframleiðslu og handritagerð. „Ég er núna kominn í aðstöðu til þess að geta haft áhrif á að myndir sem gerðar eru af blökkumönnum fái meira fjármagn. Hvað varðar handritagerðina þá er ég ekki nógu agaður til þess að gera eitthvað af viti á þvi sviði. Ég er með hálf- klárað handrit í tölvunni minni en hef ekki komið nálægt því lengi. Ég kíki á það af og til, meira til þess að kanna hvort það sé þarna ennþá.“ Tók hvað sem var - Menn þekkja þig best úr Pulp Fiction en þú átt mun lengri feril sem kvikmyndaleikari. Þú hefur leikið í yfir 15 myndum, þar af eru mjög þekktar myndir eins og Com- ing to America, Goodfellas og True Romance. Er einhver mynd sem þú vildir óska að þú hefðir ekki verið með í? „Nei, það get ég ekki sagt. Þegar maður er ungur og óþekktur verður maður að taka hvað sem er. Ég tek það heldur ekki persónulega þó að myndir sem ég hef leikið í hafi á einhvern hátt verið misheppnaðar. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið eitthvert ákveðið hlutverk en það eru aftur á móti örugglega til leik- stjórar, án þess ég vilji nefna nein nöfn, sem ég vildi óska að hefðu aldrei orðið á vegi mínum,“ segir Samuel L. Jackson. Kristín Jóhannsdóttir Quentin Tarantino gaf már stærsta tækifæri lífs míns Ævarandi þakklát Pam Grier sem leikur Jackie Brown - segir Með Jackie Brown er Pam Grier að byrja nýjan og glæstan feril. Fram til þessa hefur hún fengist við söng og sviðsleik. Hún hefur ekki leikið í kvikmynd í meira en 20 ár. Nú nýtur hún frægðarinnar til hins ýtrasta og ferðast um heiminn að kynna Jackie Brown og gefur hvert viðtalið á fætur öðru. Þegar undirrituð hitti hana var svo sannarlega ekki hægt að I sjá á henni nein þreytumerki eða : að hún væri orðin ph-ruð á um- t stanginu. 1 - Ertu ekkert aö veröa þreytt á | öllum látunum í kringum þig? „Nei, alls ekki, þetta er jú það sem mig hefur dreymt um i mörg herrans ár og það væri því út í hött ef ég stykki i felur nú þegar draumurinn er að rætast.“ - Hvernig kom þaö til aö þú fékkst hlutverk Jackie Brown? „Ég hef þekkt Quentin Tar- antino lengi og hann sagði einu sinni aö hann ætti eftir að koma I með hlutverk handa mér. Ég tók það mátulega alvarlega og var þvi þeim mun spenntari þegar hann sendi mér handritið að Jackie Brown. Fyrst þegar ég svo las það leitað ég að aukahlutverki sem gæti passað við mig en fann ekk- ert. Ég varð því ekki lítið hissa þegar ég komst að því að ég ætti að leika sjálfa Jackie Brown. Ég á eft- ir að vera Quentin ævarandi þakk- lát fyrir að gefa mér þetta tækifæri og ég lagði allt í sölumar til þess að valda honum ekki vonbrigð- um.“ Varð að læra að reykja - Hvernig undirbjóstu þig? „Ég gerði allt til þess að gera þessa persónu trúverðuga. Sjáðu til, Jackie Brown er rúmlega fertug og illa launuð flugfreyja. Til þess að sýna þetta á sannfærandi hátt farð- aði ég mig t.d. alltaf sjálf, þetta er kona sem hefur ekki efhi á að láta aðra farða sig. Ég fór úr Donna Karan undirfótunum og keypti ódýrustu gerð af nærfótum og sokkabuxum i næsta stórmarkaði. Og á meðan tökurnar stóðu yfir bjó ég meira og minna í þessari litlu ódým leiguíbúð sem er í myndinni. Þannig fékk ég betur á tilfinning- una að ég væri þessi kona. Við breyttum einnig íbúðinni oft þang- að tU að þetta var orðin íbúð sem Jackie Brown hefði getað innréttað sjáif. Eitt vandamál var stærra en önnur, það að ég reyki ekki. Það gerir hins vegar Jackie Brown. Quentin bauð mér að breyta hand- ritinu svo ég þyrfti ekki að fara að reykja en ég sagði að það kæmi ekki tU greina. Jackie Braun reyk- ir, það passar við persónu hennar og því tók ég mig til og lærði að reykja, taka ofan í mig og aUt.“ - Má segja aú Jackie Brown hafi breytt lifi þínu? „Það er að mörgu leyti ekki fjarri lagi. Það er reyndar ekki stórfenglegt úrval af spennandi hlutverkum fyrir svartar leikkon- ur á fimmtugsaldri en það er svo sannarlega alveg nýtt að það sé farið að nefna mig í sambandi við hlutverk sem hingað til vora nær eingöngu ætluð Whoopi Gold- berg,“ segir þessi viðkunnanlega leikkona. Kristín Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.