Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 %tppakstur « Topp sex listinn Þau lið sem koma til með að berjast um verðlaunasætin í ár: West McLaren Mercedes er einna líklegast til að koma á óvart í sumar með tvo góða ökumenn innanborðs, Coult- hard og Hakkinen, og sterka vél. Mercedes-vél þeirra er ein sú kraftmesta í ár en áreiðan- leiki hennar er þó spurning þar sem vélin bilaði alloft á siðasta ári. Scuderia Ferrari hefur nú í fyrsta sinn í fjöldamörg ár hannað og framleitt bíl sinn á einum stað sem gerir hann sterkari. Ferrari menn eru full- vissir um að nú hafi þeir loks- ins raunverulegan möguleika á sínum fyrsta heimsmeistaratitli í 19 ár. Þeir hafa „besta“ öku- manninn og áreiðanlegan bíl með góðri vél. Möguleikar Michaels Schumachers á sínum þriðja heimsmeistaratitli eru nokkuð góðir. || Winiield Williams nýtur ekki lengur styrks Renault-vél- ; anna en er þess í stað með þjón- ustuvélar frá framleiðanda þeirra, Mecachrome. Heims- meistarinn Jacques Villeneuve kemur til með að fá meiri sam- keppni frá félaga sínum, Heinz- Harald Frentzen, en á síðasta ári. Villeneuve er ákveðinn í að veita aðalkeppinaut sinum, Michael Schumacher, enn harð- ari keppni en í fyrra. Jordan Mugen Honda með þá Damon Hill og Ralf Schumacher innanborðs er lík- legt til að komast nokkrum sinnum á verðlaunapall í ár. Damon virðist ekki ennþá finna sig í liðinu svo það er óvíst að fyrrum heimsmeistarinn komi til með að gera stóra hluti. Benetton Mecachrome er með tvo unga og eldheita öku- menn, þá Alexander Wurz og Gi- anicarlo Fisichella, sem báðir eru mjög efhilegir. Benetton er eins og Williams með þjónustu- vél frá Mecachrome og ætti þvi að geta lent í svipuðum aðstæð- um og þeir síðsumars. Tromp Í Benetton-liðsins eru Bridge- stone-hjólbarðarnir. ....——.......................... Fyrsta keppni ársins í Formúla 1 kappakstri á morgun í Melbourne: Sirkusinn hafinn Sirkusinn hefur hafið för sína um heiminn. Búið er að reisa sýn- ingartjaldið á fyrsta áfangastað og sirkusfólkið bíður í röðum eftir að geta komið með nýju atriðin sín og sýnt hvað það er búið að æfa yfir veturinn og ætlar að gera enn bet- ur á þessu ári en á því síðasta. Formúla 1 kappaksturinn er far- inn að rúlla. Nú eru mættir til Melbourne í Ástralíu 22 af færustu ökumönnum heims og með þeim fjöldi fólks; flutningabílstjórar, dekkjamenn, tæknimenn, viðgerð- arlið og liðstjórar. Allir verða að skila 100% árangri til þess að sig- ur náist. En um það hver sigrar núna og hver sigrar næst er ómögulegt að segja og enn síður hver verður næsti heimsmeistari. Þó nöfn eins og Schumacher og Villeneuve komi upp í hugann hafa þeir eignast verðuga keppi- nauta í ár sem eru ökumenn Mc- Laren-liðsins þeir Mika Hakkinen og David Coulthard. McLaren- keppnisliðið kemur mjög sterkt inn í ár eftir gagngerar endurbæt- ur. En hver hampar titli kemur ekki í ljós fyrr en 1. nóvember þeg- ar Formúlu 1 sirkusinn hefur ferð- ast milli sextán landa og keppt á sextán ólíkum keppnisbrautum um allan heim. Jacques Villeneuve, heimsmeistarinn í Formúla 1 1997, slappar hér af í Sydney ásamt kollega sínum, Heinz-Harald Frentzen. Óperuhúsið fræga er í baksýn. í nótt hefjast svo átökin í Melbourne. Símamynd Reuter Á þessari mynd sjást vel nyju hjóbarðarnir sem notaðir verða á þessu ári samkv. nýju reglum FIA, Mika Hakkinen á McLaren. Reglubreytingar ir FIA til að minnka veggrip hjól- barðanna og vill meina að þá minnki hraðinn í beygjum og líkur á framúrakstri aukist. Tímamunur á bílum þessa árs og þess síðasta verði allt að 4 sek. á ca 3 km braut og það hafi í for með sér minni hraða og aukið öryggi ökumanna. Jacques Villeneuve, núverandi heimsmeistari, er ekki á sama máli og bendir á að minnkun veggrips þýði lengri stöðvunarvegalengd fari bíll út fyrir braut og því enn meiri hætta á slysum, auk þess sem bU- arnir verði mun óstöðugri á braut- inni. Hann vill meina að útafakstr- ar og óhöpp verði tíðari í ár en á því síðasta. Dekkjastríð í kjölfar reglubreytinga FIA á hjólbörðum keppnisbíla ákvað bandaríski GoodYear dekkjafram- leiðandinn að draga sig út úr For- múlu 1 eftir árið í ár vegna aukins kostnaðar við framleiðslu og þróun hjólbarðanna. GoodYear hefur átt miklu láni að fagna í Formúlu 1, á að baki yfir 350 sigra og hefur verið Á árinu 1997 ákvað stjórn FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) að auka öryggi Formúlu 1 öku- manna með því að draga úr hraða Formúlu 1 bíla og einnig stuðla að jafnari keppni og auka möguleika á framúrakstri. TU að þetta væri möguleiki þurfti að breyta reglum FIA um Formúlu 1 kappakstur sem kæmu tU framkvæmda í upphafi ’98 tímabUsins. Það var brugðið á það ráð að mjókka bUinn um 20 cm og setja raufar í hólbarðana, þrjár að framan og fjórar að aftan. Þetta ger- Mótaröð Formúlu 1 1998 Dags. Land Braut 8.mars Ástralía Melbourne 29.mars Braselia Interlagos 12.apríl Argentína Buanes Aires 26.apríl Spánn Barcelona lO.mai San Marino Imola 24. mai Monte Carlo Monaco 7.júni Kanada Montreal 28.júní Frakkland Magnycours 12.JÚIÍ Bretland Silverstone 26.JÚIÍ Austurríki Al-Ring 2,Ágúst Þýskaland Hockenheim 16.Ágúst Ungverjaland Hungaroring 30.Ágúst Belgía SPA 9-Sept Italía Monza 27.Sept Luxetmburg' ..Nurþutgring ll.Okt Evropa/Spánn Derez l.Nóv : Suzuka *óstaðlÉ Ökumenn WilliaihS Mecachrome Jacques Villeneuve Hanz H Frentzen Kan. þýs. Ferrari Goodyear Michael SChumacher Eddie Irvine Þýs. Bre. Benetton Mecachacrome Bridgestone Giancarlo Rsichella Alexander Wurtz íta. Aus. McLaren Mercedes Bndggj^ David Coulthard Mika Hakkinen Bre. Fin. Jordan M Honda Goodyear Damon Hill Ralf Schumacher Bre. Þýs. Prost Peugeot Bridgestone Oliver Panis Jarno Trulli Fra. Ita. Sauber Petronas Goodyear Jean Alesi Johnny Herbert Fra. Bre. Arrows Hart Pedro Diniz Mika Salo Bra. Fin. Bridgéstone Rubens Barichello Jan Magnussen Bra. Dan. Tyrrell Ford Goodyear Taranosouke Takagi Ricardo Rosett Jap. Bra. Minardi Ford Shinji Nakano Esteban Tuero Jap. Arg. nær einrátt á því sviði undanfarin ár þar til í fyrra, þegar japanski hjólbarðaframleiðandinn Bridge- stone ákvað að koma inn í Formúlu 1 kappaksturinn. Bridgestone kom GoodYear-mönnum verulega á óvart og virðist ætla að endurtaka leikinn í ár því æfingatímar Bridgestone-bílanna McLaren og Benetton á Spáni í febrúar gefa til kynna að Japönunum hafi tekist að framleiða prýðishjólbarða eftir hin- um nýju reglum FIA. Því er Ijóst að keppnin í ár verður ekki bara á milli ökumanna og keppnisliða heldur verður „dekkjastríð“ í For- múlu 1 í sumar. Ómar Sævar Gíslason - framhald Topp sex listinn Prost Peugeot verður sterkt með Peugeot-vélarnar og Bridgestone- hjólbarðana. Oli- | ver Panis verður harður og | kemur yfirleitt til með að skáka j félaga sinum, Jarno Trulli, í : timatökum og keppni. Prost er 1 líklegast af restinni til að kom- I ast inn á topp fjögur-listann í stað Benetton. Önnur lið eru líkleg til að berjast um eitt og eitt stig ef - þau eru heppin. Sérstaklega ber að fylgjast með Jean Alesi hjá Sauber og Ruebens Barrichello hjá Stewart. Minardi kemur sennilega ekki til með að vera í mjög harðri keppni um neðsta sætið því Tyrrell og Arrows eru líklegri til aö standa sig að- eins betur. -ÓSG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.