Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þróun Landssímans hf. Ríkið hefur á síðustu árum staðið myndarlega að öflugri uppbyggingu flarskiptanets, sem byggir á stafrænni tækni. Þetta er afar mikilvægt. Lagning háhraðanets í formi ljósleiðara um allt land er forsenda þess að öflug upplýsingatækni þróist á íslandi. Upplýsingatæknin hefur alið af sér öfluga hugbúnað- argerð í landinu sem hefur á skömmum tíma þroskast í fullburða atvinnugrein. Þróun hennar hefur á síðustu árum verið hið hljóðláta ævintýri íslensks athafnalífs. Við stöndum í þakkarskuld við frumkvöðlana. Án kröfugerðar hafa þeir sýslað við sitt og notið lítils stuðnings frá hinu opinbera. Fjölmörg sprotafyrirtæki einyrkja hafa þó náð að þróast í öflug fyrirtæki sem eru nú reiðubúin til útrásar erlendis. Þessar túrbínur hins íslenska hugvits verða geysilega mikilvægar í þróun samfélags okkar á næstu áratugum. Þar skiptir mestu að engin önnur grein atvinnulífsins er líkleg til að skapa jafn mikið af vel launuðum störfum fyrir hámenntað æskufólk. Brjóstvöm samfélagsins gegn flótta menntafólks úr landinu verður því reist á hugvitsfyrirtækjum fram- tíðarinnar. Þau verða jafnframt uppspretta nýrra verðmæta fyrir þjóðarbúið. Því ríður á að skapa þeim umhverfi sem gerir þeim kleift að dafna áfram. Það má efast um að uppbygging Landssímans hf. stuðli að því. Ástæðan er sú að samkvæmt ákvörðun löggjafans á fyrirtækið og rekur ljósleiðarann. Þessi aðstaða hefur fært honum ofurtök á dreifikerfinu sem þróun upplýsingaiðnaðarins hvílir á. Landssíminn selur öðrum fyrirtækjum aðgang að dreifikerfinu sem þau selja þjónustu sína gegnum. Á sama tíma er hann þó í bullandi samkeppni við eigin viðskiptavini með umfangsmikilli sölu á þjónustu um dreifikerfið. Símaþjónusta, sem nú er frjáls, er prýðilegt dæmi. Þetta er fullkomlega óeðlileg staða. Það þarf ekki að tíunda þann augljósa hagsmunaárekstur sem í henni speglast. Fyrirkomulag af þessu tagi verður aldrei trúverðugt. Það gildir jafnt um almenna neytendur sem fyrirtækin sem keppa um sölu á þjónustu um ljósleiðarann við eiganda hans. DV greindi frá því í gær að samgönguráðherra hygðist senn skipa nefnd sem á að undirbúa sölu hlutabréfa Landssímans hf. á opnum markaði. Áður en ráðist er í sölu er þó brýnt að leysa þann árekstur hagsmuna sem hér hefur verið reifaður. Hvernig yrði það best gert? Farsælast væri að skipta Landssímanum hf. í tvennt í stíl við það tvíþætta eðli sem einkennir starfsemi fyrirtækisins. Önnur einingin myndi þá byggjast á sjálfri fjarskiptaþjónustunni, sem er í samkeppni við önnur fyrirtæki. Þá einingu er sjálfsagt að selja. Háhraðanet ljósleiðarans ber hins vegar að líta sömu augum og vegakerfið, hálendið og fiskimiðin. Það er auð- lind sem hefur verið byggð upp af hinu opinbera. Hann á því að vera í sérstöku fyrirtæki í sameign þjóðarinnar sem ekki verður selt fremur en Vegagerðin. Uppskipti Landssímans hf. í tvö fyrirtæki myndu tryggja heilbrigða samkeppni þar sem allir sætu við sama borð. Þau kæmu jafnframt í veg fyrir þann innbyggða hagsmunaárekstur sem í dag skapar tortryggni gagnvart Landssímanum hf. Það er brýnt að stjórnvöld taki stefnumótandi ákvörðun um þróun fyrirtækisins áður en hafist er handa um sölu hlutabréfa í því. Össur Skarphéðinsson Einn staður eða margir Fyrir Indverja er Evrópa einn staður, líkt og Indland er einn staður fyrir Evrópumenn. Menn þurfa nákvæmnisþekkingu til að sjá muninn á milli staða. Á endan- um gera þeir ekki einungis grein- armun á Sviþjóð og Spáni, eða á Punjab og Andra Pradesh, heldur líka á milli Mývetninga norðan vatns og sunnan. En svo langt þurfa menn ekki að fara. Mögu- leikarnir til aðgreiningar sjást kannski á því að margir telja að 3000-5000 einingar í heiminum hafi nógu marga hluti til að að- greina sig hver frá öðrum, eins og tungumál, trúarbrögð, sögu og menningu, til að eiga jafnmikla kröfu á að teljast þjóðir eins og fjölmargar sjálfstæðar þjóðir í samtímanum. Flestar yrðu raunar fjölmennari en ísland. Heimurinn einn staður Nú er heimurinn hins vegar að verða einn staður, ef marka má vinsælar kenningar um hnattvæð- ingu í framleiöslu, neyslu, pólitík og menningu. Það var nýlega sagt hér úti í Danmörku að i þessu sæ- ist munur á þekkingu og skiln- ingi. Því meira sem menn vissu um Evrópu, þeim mun ljósari yrði þeim að umtalsverður munur er á Spáni og Svíþjóð. En því betur sem þeir skilja heiminn, því betur sæju þeir að þessi munur er ekki neitt tO að gera veður út af. Þetta er efnahagslífmu ljóst en ekki stjórnmálamönnum, sagði maður af þessu tilefni. Þeir horfa flestir á eitt tré og muninn á því og næsta tré á meðan aOir sem vOja ná ár- angri í viðskiptum eru búnir að sjá að skógurinn okkar er einn. Hópar í stað þjóða? Tölvuspámaður sagði nýlega að það skipti núorðið litlu fyrir mynd fólks af heiminum og sjálfu sér, hvort það væri fætt í Japan, á Ítalíu eða í Suður-Afríku. Það sem skiptir máli, sagði hann, er hvort fólk er tengt heiminum eða bara litlu samfélagi. Og það er ekki bara tölvan sem tengir, sagði hann, heldur alþjóðleg mynstur í neyslu, þekkingu, tækni og menn- ingu sem sumir eru tengdir, en aðrir ekki. Markaðssérfræðingur sagði af sama tOefni að í sínu fagi væri orðið marklaust að skipta fólki niöur eftir þjóðum. Hjá okk- ur, sagði hann, er mannkyninu frekar skipt niður í neysluhópa. Það er ekkert sérstaklega þýskt, sagði hann, við að vOja keyra um á BMW, ekkert sérstaklega banda- rískt við að borða pitsu frá Pizza- hut, eða eitthvað japanskt við að vilja gæði í rafmagnstækjum. Það er svo heldur ekkert breskt eða indverskt við það að hafa brenn- andi áhuga á umhverfismálum, mannréttindum, stöðu kvenna, eða þá á frjálsræði í efnahagslíf- inu. Stór og ört vaxandi hópur fólks, hvarvetna í heiminum, fmn- ur I auknum mæli tO meiri sam- stöðu og andlegs skyldleika við fólk hinum megin á hnettinum en Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson við manninn í næsta húsi. Sum- um finnst þetta dapurlegt, öðrum það besta við okkar öld. Hvað sem mönnum fmnst hins vegar mun þetta breyta flestum hlutum í sam- félaginu. Menningarsvæði í stað þjóða? Það eru líka til svartsýnar kenningar um skiptingu mann- fólksins í hópa, nú þegar heimur- inn er að verða að einum stað. Þetta eru kenningar um yfírvof- andi átök á mifli menningar- svæða. Menn segja að skipta megi öUum heiminum upp í fáein menningarsvæði, og að mestu skipti að ekkert eitt menningar- svæði hlutist tO um málefni ann- ars. Fylgjendur þessara kenninga segja að hvert menningarsvæði eigi að verja sig frá öðrum bæði í menningu og stjórnmálum. Grunnþættir vestrænnar menn- ingar, segja slíkir menn, eiga ekki erindi við Kínverja, frekar en ind- versk eða kínversk menning á er- indi við okkur hér fyrir vestan. Friður, segja slíkir menn, verður best tryggður með því að menn- ingarsvæðin láti hvert annað í friði. Nýjar teikningar af heiminum Fyrir aUan þorra manna mun það skipta miklu máli áfram hvar þeir fæddust, þótt allir borði pits- ur, klæði sig að alþjóðlegri tísku, rabbi við vini í BrasUíu og Belís yfir Netið á hverju kvöldi og láti sig dreyma um BMW. Þó að þjóð- ríkið ráði ekki lengur stóru línun- um í efnahagsmálum er það held- ur ekki að deyja. Flest ríki taka tU sin meira skattfé en nokkru sinni áður og engar alþjóðastofnanir, nema kanski ESB, ráða neinu sem stórveldin hafa ekki áhuga á að ráða sjálf. En heimur hvers og eins manns er ekki annar en sá sem hugur hans teiknar. Fleiri og fleiri eru að teikna alveg upp á nýtt. Alþjóðleg fyrirtæki hafa sýnt öllu meiri snflli í að bregðast við þessu en stjómmálamenn samtím- ans. En það breytist kannski með nýrri tölvuvæddri kynslóð, sem enn er þó þögul um þetta sem ann- að. „En heimur hvers og eins manns er ekki annar en sá sem hugur hans teiknar. Fleiri og fleiri eru að teikna alveg upp á nýtt,” segir Jón Ormur m.a. í pistlinum um breytta heimsmynd. Dv-mynd ÞÖK tÉkoðanir annarra Lok eyðimerkurgöngunnar „Jafnaðarmenn í Þýskalandi, sem hafa ekki verið við völd 1 sextán ár, hafa nú aðlaðandi frambjóðanda gegn Helmut Kohl kanslara í kosningunum í septem- ber. Gerhard Schröder er raunsæismaður, hann kem- ur vel fyrir í sjónvarpi og hann er rúmlega áratugin- um yngri en hinn 67 ára gamli Kohl. Schröder var út- nefndur kanslaraefhi á mánudag í kjölfar endurkjörs síns sem forsætisráðherra Neðra-Saxlands. Það mun þó þurfa meira en persónutöfra til að leiða jafnaðar- menn út úr eyðimörkinni.“ Úr forystugrein New York Times 4. mars. Tími kraftaverkanna . „Ríkisstjóm Bondeviks (forsætisráðherra Noregs) treystir því greinOega að tími kraftaverkanna sé ekki liðinn. Á fundi með fréttamönnum lét Bondevik þess getið að það væri honum metnaðarmál að vöxturinn í útgjöldum hins opinbera yröi minni en vöxtur þjóð- arframleiðslunnar. Ríkisstjóm Syses stefhdi að því sama og tókst, öflum að óvörum, að standa við það í fjárlagafrumvarpinu sem hún lagði fram haustið 1990. Munurinn er bara sá að við gerð fjárlaga nú vom samþykktar umbætur sem munu kosta mikið fé í fjárlögum næsta árs.“ Úr forystugrein Aftenposten 5. mars. Hægribylgja „Stefna stjórnarinnar í málefnum flóttamanna og innflytjenda mun leiða tfl að færi flóttamenn koma tfl landsins og að þeir sem fá hæli aðlagast fyrr dönsku samfélagi. Venstre og íhaldsflokknum þykir þessi stefna ekki ganga nógu langt og þessir flokkar hafa fylgt á eftir Piu Kjærsgaard. Það hefur augljós- lega komið stjórnarflokkunum á óvart að innflytj- endamál skuli skipa svo stóran sess í kosningabarátt- unni. En táknin hafa verið nógu greinfleg. Fyrir um það bO ári fór hægribylgja um Evrópu. Carl I. Hagen og Framfaraflokkur hans í Noregi fengu góða kosn- ingu. Jean-Marie Le Pen fékk 15 prósent í frönsku þingkosningunum. Það er hins vegar rangt að flótta- mannastraumurinn tfl Danmerkur ógni efnahag og velferð í landinu. “ Úr forystugrein Aktuelt 6. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.