Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 Æ*■: , _________1 Gbiis 27 Verð á götuna: 1.295.000.- Honda Civic 1.6 VTi VTEC 1.890.000,- 160 hestöfl 15" álfelgur Rafdrifin sóllúga 6 hátalarar Sportinnrétting Leöurstýri og leðurgírhnúður Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.490.000,- 115 hestöfl Fjarstýðar samlæsingar Höfuðpúðar aftan 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Honda Civic 1.4 Si 1.375.000,- 90 hestöfl Sjálfskipting 100.000,- Sfml: 520 1100 HONDA Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri Ungir dansarar frá Islandi gera það enn og aftur gott í keppijp erlendis: Veðjað á 3 pör fyrir OL 2008 - þar af eru tvær systur, Hólmfríður og Helga Björnsdætur Frá verölaunaafhendingu í Kaup- mannahöfn á dögunum. Helga og Hrafn lengst til vinstri en viö hliö þeirra eru Halldora Ósk Reynisdótt- ir og ísak Halldórsson Ngyen sem einnig eru í hópnum Team 2008. Helga og Hrafn komu fram í þýskum sjónvarpsþætti nýlega meö mörgum af frægustu dönsurum heims. Hér eru þau meö sjálfum Donnie Burns, þrettánföldum heimsmeistara í suð- uramerískum dönsum. nnifalið í verði bífsins M400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun Hoftpúðar fyrir ökumann og farþega IRafdrifnar rúður og speglar ► Vindskeið með bremsuljósi lÚtvarp og kassettutæki kHonda teppasett >14" dekk kSamlæsingar >ABS bremsukerfi IRyðvörn og skráning Ekki amalegt aö dansa meö þeim allra bestu. Hér eru þau Helga og Hrafn i Þýskalandi meö enska parinu Marcus og Karen Hilton, áttföldum heims- meisturum í standarddönsum. íslensk danspör gerðu það gott á opna Kaupmannahafnarmótinu í samkvæmisdönsum á dögunum og unnu til nokkurra verðlauna. Þeirra á meðal voru tvær systur, Hólmfríður og Helga Björnsdætur. Með Hólmfríði dansar Jónatan Örl- ygsson og dansherra Helgu er Hrafn Hjartarson. Hólmfríður og Jónatan, sem bæði eru á ellefta aldursári, hlutu bronsið í suðuramerískum dönsum og lentu 14. sæti í standard- dönsum. Helga og Hrafn, sem eru á þrettánda aldursári, unnu til silfur- verðlauna í suðuramerískum döns- um. Árangur Hólmfriðar og Jónatans er ekki síst glæsilegur fyrir þær sakir að þau hafa aðeins æft saman í sex mánuði og þetta var þeirra fyrsta danskeppni á erlendri grund. Hólmfríður byrjaði að æfa dans 6 ára, sama vetur og „stóra“ systir, og Jónatan byrjaði 5 ára í Dansskóla Huldu og Loga sem þá var og hét. Þau æfa nú saman hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Helga og Hrafn hafa hins vegar æft saman í nærri tvö ár. Þau hafa unnið til fjölda verðlauna á mótum erlendis og unnið á nánast hverju einasta móti hér heima í þeirra flokki. Helga hefur æft dans frá því hún var 8 ára í Danssmiðju Her- manns Ragnars og Hrafn alveg frá því hann var 5 ára. Hann byrjaði í Nýja dansskólanum en í dag æfa þau í Danssmiðju Hermanns Ragn- ars. Team 2008 En þetta eru alls ekki einu tíðind- in af þessum pörum. Þau eru, ásamt ísak Halldórssyni Ngyen og Hall- dóru Ósk Reynisdóttur, á meðal 24 ungra danspara í Evrópu í svoköll- uðum „Team 2008“ hópi sem tveir fyrrum dansmeistarar, Norðmaður- inn Lasse Gedegaard og Daninn Bo Loft Jenssen, hafa komið á með styrk nokkurra fyrirtækja. Nafn hópsins er komið til af þvi að styrktaraðilar veðja á þau til afreka á Ólympíuleikunum árið 2008. Sam- kvæmisdansar verða í fyrsta sinn sýningargrein á Ólympiuleikunum í Aþenu 2004 og síðan keppnisgrein fjórum árum síðar, hvar sem þeir leikar verða haldnir. Bo hefur einmitt komið nokkrum sinnum til íslands og kennt hér. Vísir að hálfatvinnu- mennsku Að sögn Jóhanns Arnar Ólafsson- ar, danskennara og tengiliðs „Team 2008“ á íslandi, hefur þetta val gríð- arlega þýðingu fyrir krakkana og er mikil viðurkenning fyrir íslenska dansheiminn. fslensk pör hafa ekki áður verið styrkt af erlendum aðil- um með þessum hætti. Hér er í I sjónvarpsþætti með þeim allra bestu Þess má til gamans geta að í tengslum við „Team 2008“ var Helgu og Hrafni boðið að koma fram 1 Gala-þætti á þýsku sjón- varpsstöðinni N3 ásamt margföld- um heimsmeisturum í dansi. Mynd- ir frá þeim viðburði fylgja einmitt hér á síðunni. Þátturinn var tekinn upp í lok nóvember sl. en sýndur á besta tíma yfir jólin i Þýskalandi. Viðtal var tekið við íslenska parið og vöktu þau Helga og Hrafn mikla athygli. Fengu vissulega smjörþef- inn af því að vera á meðal þeirra allra bestu í heiminum. raun kominn vísir að nokkurs konar hálfatvinnumennsku i dansi hjá þessum krökkum. Til að byrja með eru þau styrkt f _ af skófyr- irtæki en á næstunni má reikna með enn frekari stuðningi. „Þau taka þátt í svipuðum undir- búningi og aðrir og er í Systurnar tvær, Hólmfríöur og Helga Björnsdætur, meö dansherrum sínum. Hólmfríöur, til vinstri, ásamt Jónatan Ör- lygssyni og Helga meö Hrafni Hjartarsyni. Herrarnir komnir með auglýsingu á vestin frá skóframleiðandanum sem styrkir þau. DV-mynd Pjetur haldið stift við efnið. Á þessu stigi eru ákveðnar væntingar gerðar til krakkana en engar sérstakar kröfur um árangur í keppnum eða öðru slíku. Þetta léttir undir með foreldr- um því kostnaður í kringum dans- inn getur verið mikill,“ sagði Jó- hann Öm og bætti við að fleiri ís- lensk pör ættu möguleika á að kom- ast í hópinn. Leit að frambærilegum dönsumm væri stöðugt i gangi. Framundan hjá krökkunum er að taka þátt í árlegri danskeppni í Black- pool í Englandi um páskana. ' Fyrirliggjandi í sumar eru sterk mót í Þýskalandi, Danmörku og víðar. Þessir efnilegu dansarar eiga örugglega eftir að láta frekar að sér kveða. Þetta eru dansstjörnur framtíðarinnar. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.