Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Page 27
LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 Æ*■: , _________1 Gbiis 27 Verð á götuna: 1.295.000.- Honda Civic 1.6 VTi VTEC 1.890.000,- 160 hestöfl 15" álfelgur Rafdrifin sóllúga 6 hátalarar Sportinnrétting Leöurstýri og leðurgírhnúður Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.490.000,- 115 hestöfl Fjarstýðar samlæsingar Höfuðpúðar aftan 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Honda Civic 1.4 Si 1.375.000,- 90 hestöfl Sjálfskipting 100.000,- Sfml: 520 1100 HONDA Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri Ungir dansarar frá Islandi gera það enn og aftur gott í keppijp erlendis: Veðjað á 3 pör fyrir OL 2008 - þar af eru tvær systur, Hólmfríður og Helga Björnsdætur Frá verölaunaafhendingu í Kaup- mannahöfn á dögunum. Helga og Hrafn lengst til vinstri en viö hliö þeirra eru Halldora Ósk Reynisdótt- ir og ísak Halldórsson Ngyen sem einnig eru í hópnum Team 2008. Helga og Hrafn komu fram í þýskum sjónvarpsþætti nýlega meö mörgum af frægustu dönsurum heims. Hér eru þau meö sjálfum Donnie Burns, þrettánföldum heimsmeistara í suð- uramerískum dönsum. nnifalið í verði bífsins M400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun Hoftpúðar fyrir ökumann og farþega IRafdrifnar rúður og speglar ► Vindskeið með bremsuljósi lÚtvarp og kassettutæki kHonda teppasett >14" dekk kSamlæsingar >ABS bremsukerfi IRyðvörn og skráning Ekki amalegt aö dansa meö þeim allra bestu. Hér eru þau Helga og Hrafn i Þýskalandi meö enska parinu Marcus og Karen Hilton, áttföldum heims- meisturum í standarddönsum. íslensk danspör gerðu það gott á opna Kaupmannahafnarmótinu í samkvæmisdönsum á dögunum og unnu til nokkurra verðlauna. Þeirra á meðal voru tvær systur, Hólmfríður og Helga Björnsdætur. Með Hólmfríði dansar Jónatan Örl- ygsson og dansherra Helgu er Hrafn Hjartarson. Hólmfríður og Jónatan, sem bæði eru á ellefta aldursári, hlutu bronsið í suðuramerískum dönsum og lentu 14. sæti í standard- dönsum. Helga og Hrafn, sem eru á þrettánda aldursári, unnu til silfur- verðlauna í suðuramerískum döns- um. Árangur Hólmfriðar og Jónatans er ekki síst glæsilegur fyrir þær sakir að þau hafa aðeins æft saman í sex mánuði og þetta var þeirra fyrsta danskeppni á erlendri grund. Hólmfríður byrjaði að æfa dans 6 ára, sama vetur og „stóra“ systir, og Jónatan byrjaði 5 ára í Dansskóla Huldu og Loga sem þá var og hét. Þau æfa nú saman hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Helga og Hrafn hafa hins vegar æft saman í nærri tvö ár. Þau hafa unnið til fjölda verðlauna á mótum erlendis og unnið á nánast hverju einasta móti hér heima í þeirra flokki. Helga hefur æft dans frá því hún var 8 ára í Danssmiðju Her- manns Ragnars og Hrafn alveg frá því hann var 5 ára. Hann byrjaði í Nýja dansskólanum en í dag æfa þau í Danssmiðju Hermanns Ragn- ars. Team 2008 En þetta eru alls ekki einu tíðind- in af þessum pörum. Þau eru, ásamt ísak Halldórssyni Ngyen og Hall- dóru Ósk Reynisdóttur, á meðal 24 ungra danspara í Evrópu í svoköll- uðum „Team 2008“ hópi sem tveir fyrrum dansmeistarar, Norðmaður- inn Lasse Gedegaard og Daninn Bo Loft Jenssen, hafa komið á með styrk nokkurra fyrirtækja. Nafn hópsins er komið til af þvi að styrktaraðilar veðja á þau til afreka á Ólympíuleikunum árið 2008. Sam- kvæmisdansar verða í fyrsta sinn sýningargrein á Ólympiuleikunum í Aþenu 2004 og síðan keppnisgrein fjórum árum síðar, hvar sem þeir leikar verða haldnir. Bo hefur einmitt komið nokkrum sinnum til íslands og kennt hér. Vísir að hálfatvinnu- mennsku Að sögn Jóhanns Arnar Ólafsson- ar, danskennara og tengiliðs „Team 2008“ á íslandi, hefur þetta val gríð- arlega þýðingu fyrir krakkana og er mikil viðurkenning fyrir íslenska dansheiminn. fslensk pör hafa ekki áður verið styrkt af erlendum aðil- um með þessum hætti. Hér er í I sjónvarpsþætti með þeim allra bestu Þess má til gamans geta að í tengslum við „Team 2008“ var Helgu og Hrafni boðið að koma fram 1 Gala-þætti á þýsku sjón- varpsstöðinni N3 ásamt margföld- um heimsmeisturum í dansi. Mynd- ir frá þeim viðburði fylgja einmitt hér á síðunni. Þátturinn var tekinn upp í lok nóvember sl. en sýndur á besta tíma yfir jólin i Þýskalandi. Viðtal var tekið við íslenska parið og vöktu þau Helga og Hrafn mikla athygli. Fengu vissulega smjörþef- inn af því að vera á meðal þeirra allra bestu í heiminum. raun kominn vísir að nokkurs konar hálfatvinnumennsku i dansi hjá þessum krökkum. Til að byrja með eru þau styrkt f _ af skófyr- irtæki en á næstunni má reikna með enn frekari stuðningi. „Þau taka þátt í svipuðum undir- búningi og aðrir og er í Systurnar tvær, Hólmfríöur og Helga Björnsdætur, meö dansherrum sínum. Hólmfríöur, til vinstri, ásamt Jónatan Ör- lygssyni og Helga meö Hrafni Hjartarsyni. Herrarnir komnir með auglýsingu á vestin frá skóframleiðandanum sem styrkir þau. DV-mynd Pjetur haldið stift við efnið. Á þessu stigi eru ákveðnar væntingar gerðar til krakkana en engar sérstakar kröfur um árangur í keppnum eða öðru slíku. Þetta léttir undir með foreldr- um því kostnaður í kringum dans- inn getur verið mikill,“ sagði Jó- hann Öm og bætti við að fleiri ís- lensk pör ættu möguleika á að kom- ast í hópinn. Leit að frambærilegum dönsumm væri stöðugt i gangi. Framundan hjá krökkunum er að taka þátt í árlegri danskeppni í Black- pool í Englandi um páskana. ' Fyrirliggjandi í sumar eru sterk mót í Þýskalandi, Danmörku og víðar. Þessir efnilegu dansarar eiga örugglega eftir að láta frekar að sér kveða. Þetta eru dansstjörnur framtíðarinnar. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.