Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 %8ta! „Það er svo ótal margt sem gerðist í þessu máli sem hefur sýnt mér fram á að írskt réttarkerfi er afar rotið. Eftir að ég var sýknaður í febrúar síðastliðnum liggur beinast við að velta fyrir sér skaðabótamáli," segir Sigurður meöal annars í viðtalinu viö DV. Það er þó ekki alveg auöveld ákvöröun eins og fram kemur í viötalinu. Eins og lottóvinningur Allt næsta ár eftir dauða frú Sigrið- ar var maður hennar hér á íslandi, rak m.a. sjoppu á Hverfísgötu sem hann segist hafa tapað á og orðið að selja. Þessi maður sem hvergi hafði getað fest rætur á siglingum sinum um heiminn er enn á flakki. Nú er stefnan tekin á Svíþjóð á ný og segir hann ástæðuna fyrir því vera að þau hjón hafi verið búin að flytja út ellilíf- eyrisréttindi sín og sér hafi fundist eðlilegast að fara þangað. Ekkert beið hans þar nema það eitt að gerast elli- lífeyrisþegi. En hann átti margt óvænt í vændum. Ævintýrin voru rétt að byrja og þau sennilega nokkuð svakalegri en hann hefði getað ímynd- að sér fyrir fram. „Ég fékk símhringingu einn góðan veðurdag 1996 þar sem ég var spurður hvort ég hefði áhuga á því að kaupa skip. Ég fékk samning í hendur upp á sex túra og mér fannst þetta vera hálf- gerður lottóvinningur fyrir mig. Ekki gat ég greint annað en að allt væri eins hreint og beint í þessu eins og frekast var unnt,“ segir Sigurður og úr varð að hann keypti „litinn fragt- bát“, um þúsund tonn. Báturinn var á Englandi og var gengið frá samning- um og öllum pappírum í byrjun ágúst. Hann réð stýrimann í London og fól honum að finna aðra í áhöfn. Ekkert gert í Súrínam „Ég ætlaði að gera breytingar á skipinu svo auðveldara væri að sigla skipinu þessa löngu leið, til Suður- Ameriku, en til þess fékk ég ekki tíma. Mér var sagt að timburfarmur biði okkar og ég yrði bara að drífa mig að skrapa saman í áhöfn og leggja í hann. Við lögðum upp frá suðurodda Englands 13. ágúst, sigldum niður til Las Palmas til að taka þar vistir, vatn og olíu. Til Súrínams komum við 5. september.“ Sigurður gerði samning við Zimm- erman nokkurn og sá endurseldi samninginn til fyrirtækis í Súrínam, Mega Holding. Þegar skipið lagði í höfn kom í ljós að ekkert hafði verið gert til þess að boða komu þess. Það segir Sigurður að sé mjög óvenjulegt því venjan sé að umboðsmaður sjái um að tilkynna komu skipa tveimur dögum fyrir lendingu og ganga frá öll- um lausum endum. Tollgæsla og hafn- aryfirvöld verði að fá að vita að von sá á skipum. „Annaðhvort var Zimmerman að ljúga að mér eða að logið hafði verið að honum. Hvernig svo sem það var var ekkert timbur tilbúið fyrir okkur. Við urðum að bíða og bíða og fengum aragrúa skýringa á því af hveiju við fengum ekkert timbur. Malaríu var kennt um, brotnum sagarblöðum, flóðum, ónýtum vegum og ýmsu öðru. Zimmerman kannaðist ekki við neitt og þá fór ég að fá grunsemdir um að ekki væri allt með felldu. Mig fór að gruna að skipið hefði verið ætlað í annað en að taka timbur og þær vangaveltur setti ég á blað fyrir Jósa- fat bróður minn. Ég var orðinn pen- ingalaus og hann kom þrívegis til þess að hjálpa mér með fé eftir að Zimmerman brást.“ Sönnuðu sakleysi hans Sigurður segir að þessar vanga- veltur sínar til Jósafats hafi síðar orðið býsna merkilegar vegna þess að þær hafi í raun verið sönnun- argagn sem sýndu fram á sakleysi hans. Á mjög sérstakan hátt hafi þessi blöð týnst í vörslu lögreglunn- ar í Bandon á írlandi. Hann segist hafa skrifað rúmlega tvær blaðsiður af stærð A4 og velt þar upp þeirri hugmynd hvort ekki væri rétt af þeim að rifta gerðum samningum, fá sjálfir timbur og koma skipinu á brott. „Eftir að við fórrnn að svipast sjádfir um eftir timbri kom skeyti frá Zimmerman frá Belfast þar sem fram kom að hann væri búinn að út- vega fragt fyrir skipið í austursjó. Áður en við lögðum í hann að nýju kom náunginn sem var tengiliður minn við Mega Holding og sagði að ég ætti að lesta skipið með heilum staurum. Ég sagði það ekki koma til greina þar sem þetta skip væri ekki rétt útbúið til þess að flytja slíkan vaming. Þyngdin kemur á svo lít- inn flöt. Ég lét opna tvo botntanka til þess að fá það álit mitt staðfest og það stóð heima, skipið hentaði ekki til þess að flytja þessa staura. Lang- flest skip eru þannig að lok eru bolt- uð á botntankana, á þessu skipi þurfti að rafsjóða þá aftur. Það væri líklega heimskasti maður í heimi sem hefði eftir 45 ára reynslu til sjós keypt skip með rafsoðin mannhol til þess að smygla eiturlyfium. Við vor- um ekki einu sinni með búnað til þess að loka þeim aftur en samt var þessi rafsuða aðalhaldreipi lögregl- unnar. Þarna hafi átti að fela vam- inginn." 15 menn með vélbyssur Sigurður fékk sérstaka menn á Azoreyjum til þess rafsjóða lokin á og það hefði ekki verið gert með neinni leynd. Að þvi loknu var lagt á haf út. Enn hafði Zimmerman svikið Sigurð um fé og þeim bræðr- um, Sigurði og Jósafat, kom saman um að réttast væri að sigla til ír- lands eins og gert hefði verið ráð fyrir, jafnvel þótt hann væri ekki með neitt timbur. Sigurður segir að fyrstu dagar siglingarinnar til írlands hafi geng- ið vel. Síðan hafi þrjú stýrikerfi um borð bilað á 36 tímum, fyrst sjáifs- týringin, þá rafmagnsstýrið og svo glussastýrið. Þegar komið var upp að írlandsströndum var skipið stjómlaust en þeir náðu að sigla inn á neyðarstýrinu og leggjast við akk- eri. Sigurður útilokar ekki að ein- hver í áhöfninni hafi unnið skemmdarverk. Þetta gerðist klukk- an 15.30 þann 5. nóvember. „Um kvöldið kom 15 manna lið vopnað vélbyssum um borð og tók okkur fasta. Ég var bundinn með hendur fyrir aftan bak og mér var fyrst sagt að við værum grunaðir um eiturlyfiasmygl og síöar bættu þeir við vopnasmygli. Yfirmaður liðsins sagði við ungan pilt sem þama var og beindi að mér byssu að ef ég hreyfði mig eitthvað skyldi hann skjóta mig. Aðeins tollgæslan hefur lögsögu yfir erlendu skipi og því benti ég strax á að þessi gjörn- ingur lögreglunnar jafngilti vopn- uðu sjóráni. Viðurlög við því á ír- landi em dauðadómur," segir Sig- urður. Lögregian braut lög Hann segir að lögreglan hafi ekki látið neinn vita um þetta, hvorki sendiráð né tryggingafélag skipsins. Farið var með áhöfnina í land næsta dag og hún sett i gæsluvarðhald. Þá þegar segir Sig- urður að lögreglan hafi margbrot- ið lög og farið sínu fram í trássi við þau. Hún hafi logið fyrir rétti mn ýmislegt í málinu og þar sem ekkert hafi fundist í skipinu hafi þeir farið að gefa honum dóp til þess að fá hann til að tala. Þá seg- ir Sigurður að hann hafi farið að játa á sig hvað sem þeir vildu. Honum hafi verið lofað frelsi ef hann segði það sem þeir vildu fá að heyra. „Ég var á endanum látinn laus 26. nóvember gegn tryggingu í skipinu. Allt þetta mál er með því- líkum ólíkindum því dómarar jafnt sem aðrir brutu lög eins og ekkert væri. Annan maí kom loks ákæruskjalið og nokkm síðar ákvað dómari að málinu skyldi halda áfram. Þar sem engin efni fundust var ákæran byggð á því að ég hafi ætlað að smygla kókaíni inn í landið. Lögreglan hafði bréf- ið mitt til Jósafats undir höndum þar sem grunsemdir minar komu fram um að nota ætti mig og skip- ið til óeðlilegra flutninga og því hefði þeim verið í lófa lagið að losa mig undan öllum áburði. Ég hef aldrei verið tekinn fyrir smygl og sé ekki af hverju 66 ára gamall maður, sem hefur siglt í 45 ár og hvergi nokkurs staðar þurft að borga svo mikið sem eina krónu í sekt, ætti allt í einu að fara að snúa algerlega við blaðinu og fara að smygla fíkniefnum af öllum hlutum." Hótað lífstíðarfangelsi Sigurður fékk vegabréfið sitt aft- ur 23. júni og fékk þá að vita að lögreglan hefði tekið lyklana hans, enn í trássi við lög, og sent þá til Svíþjóðar. Þar hafi þarlend yfir- völd brotist inn i ibúð hans í Malmö í leit að sönnunargögnum, í þeirri trú að eigandi hennar hefði verið dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar á írlandi. „Það er svo ótal margt sem gerð- ist í þessu máli sem hefur sýnt mér fram á að írskt réttarkerfi er afar rotið. Eftir að ég var sýknað- ur í febrúar síðastliðnum liggur beinast við að velta fyrir sér skaðabótamáli vegna þess hvemig staðið var að öllu. Það er reyndar ekki alveg einföld ákvörðun því mér hefur verið hótað lifstíðar- fangelsi ef ég reyni eitthvað slíkt. Framhaldið er óráðið en ég mun hugsa það mjög gaumgæfilega," segir Sigurður Arngrímsson sem er þessa dagana að fara yfir alla málavöxtu með lögfræðingum. Ýmislegt er óráðið i málinu og þar á meðal er þáttur lögreglunnar í öllu þessu. Hvort botn fæst í það verður að koma í ljós. -sv Trúin á guð réð því að guðfræðin varð ofan á þegar Sigurður dreif sig í nám á fimmtugsaldri. Hann vildi leita eftir meiri þekkingu á guði sínum og segist hafa lært margt gott í því námi. Guð sinn fann hann þó ekki í Háskólanum. DV-myndir Krister Hansson AÐALFUNDUR Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 16. mars kl. 20.30 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Breytingar á reglugerð Sjúkrasjóðs VR Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.