Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 fréttaljós Metnaðarfull skólastefna menntamálaráðherra: Meiri gæði - aukið val kallar á aukið fjármagn frá ríki og sveitarfálögum Mikill metnaður liggur að baki nýrri skólastefnu menntamálaráðu- neytisins sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra kynnti síðast- liðinn miðvikudag. Með nýjum aðal- námskrám grunnskóla og fram- haldsskóla á að koma til móts viö ólíkar þarfir nemenda með sveigjan- legu skólakerfi og fjölbreytilegum kennsluaðferðum. Markmiðið er ekki að kenna öllum það sama held- ur að nemendur öðlist trausta und- irstöðu á þeim námssviðum sem þeir velja. Allir eiga jafnan rétt til náms og því á að bjóða nemendum nám og kennslu við hæfi. Og síðast en ekki síst á að skapa eðlilegt sam- hengi á milli náms í grunnskóla og framhaldsskóla til að brúa það mikla bU sem virðist vera á miUi þessara skólastiga, ef marka má brottfaU nemenda úr námi, með því að vinna aðalnámskrámar í sam- einingu. Meiri gæði, aukið val kostar sitt Forsvarsmenn kennarastéttarinn- ar eru ánægðir með þá kynningu sem skólastefna menntamálaráð- herra fær nú meðal almennings, enda hafa fulltrúar þeirra unnið að mótun nýrra námskráa ásamt starfsmönnum ráðuneytisins í langan tíma. Hins vegar leggja þeir mikla áherslu á að meginvinnan sé í raun eftir - sem sé að hrinda þessum breytingum í fram- kvæmd. Það þýði í raun gjörbyltingu á skólakerfinu eins og það leggur sig; endurmat á flestöU- um námsgögnum frá 1. bekk og upp úr, átak í endur- menntun kennara og uppbyggingu nýrra námsgreina og brauta í grunn- og framhaldsskóla. Gjörbylting veröur t skólastarfi meö nýju skólastefnunni og mikil tilfærsla veröur á námsgreinum milli grunnskóla og framhaldsskóla. Kennarar hafa ýmislegt viö nýja skólastefnu Björns Bjarnasonar menntamálaráöherra aö athuga. Og öUum er ljóst að slíkt kostar fé. Framhaldsskólinn er á ábyrgð ríkisins en eftir færslu grunnskól- ans frá riki tU bæjar ber sveitarfé- lögunum að mestum hluta að fjár- magna kostnað við hann. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður Kennarasambands islands, segir að þessar breytingar á skólakerfínu eigi án efa eftir að kosta sveitarfé- lögin sitt. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafé- lags, tekur í sama streng. „Verði boðið upp á meiri þjón- ustu, aukið val og meiri gæði í kennslu þýðir það að sjálfsögðu meira fjármagn," segir Elna. Lausnarorð ráðherrans TS - 400 oS0 '5*. VÍ.W- V.OW*. \ Láttu þetta ekki henda þigt Heildarpakki: Kr. - Festlng I bll meö 12V hraðhleðslu, handfrjálsri notkun (hendur á stýri) : og tenglngu fyrír loftnet. - Hraðhleðslutækl fyrir 230 volt. -120 klet. /1200 mAh NIMH rafhlaða. Helstu tæknilegir eiginleikar: ■ Vatns- og höggvarið ytra byrði. - Reiknivél. - Klukka og vekjari. - Dagbók / minnisbók. - Sýnir lengd samtals og kostnað. - Læsing fyrir notkun. - Fullkomin hleðslustýring 1 mínúta í hleðslu gefur 1 klst. endingu rafhlöðu. ■ Hágæða rafhlöður, allt að 200 klst. - Beintengi fyrir bíla og húsaloftnet - Neyðarlínuhnappur (112) - Tilbúinn fyrir númerabirting iTl S htrA Síðumúla 37 - 108 Reykjavík S. 588-2800 - Fax 568-7447 - Sendir/móttekur texta, tal og tölvugögn. - Innbyggt 1200 baud tölvumótald. - Innbyggt RS232 tengi fyrir tölvu o.fl. - Innbyggt tengi fýrir GPS staösetningartæki - DMS (Data Mobile Station) I NMT. En lítum á þær breytingar sem menntamálaráöherra boðar í stefnu sinni sem birt er undir kjörorðinu „Enn betri skóli. Þeirra réttur - okkar skylda". Lausnarorðin setur ráðherra fram í sjö liðum: 1. Sjálfstæði nemenda verður eflt með þvi að auka valgreinar í skól- um og verður val nemenda í 9. og 10. bekk allt að 30% af námstíma þeirra. 2. Með nýrri skyldunámsgrein, lífsleikni, á að stuðla aö alhliða þroska nemenda og auka færni þeirra til að takast á við síbreytilegt þjóðfélag og gera þá að sterkari ein- staklingum fyrir vikið. 3. Grunnur námsins verður treystur með því að fjölga kennslu- stundúm í stærðfræði og náttúru- fræöi og íslenskan verður sem fyrr homsteinn gmnnskólanámsins. 4. Áherslan á tungumál verður aukin með kjöroröinu „Tungumála- þekking á heimsmælikvarða", þar sem ensku- kennsla hefst þeg- ~ ar í tíu ára bekk og enska verður jafnframt fyrsta erlenda tungumál nemenda. Boðið — veröur upp á fjöl- breyttara val _ tungumála á báð- um skólastigum. 5. Meta á sérþarfir nemenda með því að greina stöðu þeirra strax í sex ára bekk þar sem boðið verður upp á lesblindugreiningu og sam- ræmd könnunarpróf verða haldin í 4. og 7. bekk fyrir foreldra og kenn- ara til að fylgjast með stöðu nem- endanna. 6. Framúrskarandi nemendur fá tækifæri til að ljúka bæöi grann- skóla og framhaldsskóla á skemmri tíma, enda verður nám mun mark- vissara en áöur þar sem aðal- námskrá nær til nemendanna þegar frá 6 ára aldri. 7. Þá verður tekin upp kennsla á nýju námssviði, upplýsingatækni, þar sem nemendur takast á við um- hverfi sitt á hagnýtan og skapandi hátt. Guðrún Ebba segir þessar breyt- Innlent fréttaljós Sólveig Olafsdótdr ingar að mörgu leyti vera svör við samþykktum kennara á þingi þeirra í fyrravor og því hugnist þetta þeim vel. „Þetta kallar hins vegar á endur- menntun kennara, endurmat á öll- um námsgögnum og í raun endur- skipulagningu á skólakerfinu alveg upp úr öllum skólastigum," segir Guðrún. „Þetta kallar á kostnaö og breytt starf kennarans. Þetta vekur einnig spumingar um skipulagn- ingu skólaársins því það þarf einnig að skoða það öðravísi þegar kenn- arastarfið er orðið massíft 9 mánaða starf.“ Val nemenda þrengt? Að auki kveður ný skólastefna á um að menntakerfið taki nú mið af ólíkum þörfum nemenda til að tryggja að flestir einstaklingar sem lokið hafa grannskólanámi geti haf- ið nám í framhaldsskóla. Meö því að gefa nemendum í efstu bekkjum grunnskóla kost á að skipuleggja nám sitt með vali á námsgreinum og í samræmdum prófum sem gefur þeim ákveðin réttindi til náms vaknar sú spurning hvort verið sé að þrengja val þeirra í framhalds- skólunum. Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra telur svo ekki vera. Þess verði gætt að ekki séu blindgötur sem leiði nemandann af braut og stöðu- prófum inni í skólunum verði fjölg- að svo að einstaklingar útiloki sig ekki frá neinum námsbrautum. Bjöm segir þó að þetta kosti að sjálf- sögðu meiri námsráögjöf og leið- beiningar fyrir böm og foreldra inni í grannskólanum en með þessu veröi vonandi tekið á hinu mikla brottfalli nemenda í framhaldsskól- anum. Starfsnám feli í sér ráttindi Elna Katrín segir þó meira verða að koma til til að stemma stigu við brotthvarfi nemenda. Starfsnám sé að sjálfsögðu af hinu góða en þó verði að tryggja það áöur en hafist er handa að þær námsbrautir sem settar eru upp veiti nemendum ein- hver réttindi. Elna segir það hafa gleymst í umræðunni aö nefna ástæðuna fyrir því aö við stöndum langt að baki öðrum þjóðum þar sem hefð er fyrir því aö fólk mennti sig til ákveðinna starfa, svo sem í þjónustu, bönkum, verslun eða við- skiptum. „Brottfallið í ís- lenskum skólum liti öðravísi út ef boðið væri upp á styttri námsbraut- ir sem gæfu nem- andanum eitthvað - í aðra hönd,“ segir Elna. „Hér hefur slíkt ekki skilaö sér með því að nemandinn fái betri vinnu á betri launum að námi loknu.“ Enn sé því ekki ljóst hvaða starfsnámsbrautir sé heppilegt að setja upp hér á landi. Skóli á heimsmælikvarða Þó svo að margar spumingar vakni hjá kennarastéttinni era flest- ir þeir sem tengjast skólanum sam- mála um að hin nýja skólastefna menntamálaráöherra sé metnaðar- full og um margt góö. Kennarar og skólamenn vona hins vegar af heil- um hug að nægt fjármagn fáist til að gera „enn betri skóla" ráöherrans, skóla á heimsmælikvarða, að veru- leika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.