Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 11
H>"V LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 11 I rafstraumi „Ryksuga á 6995 krónur,“ sagði konan á undan okkur við mann- inn sinn. „Þetta er gjafverð. Ætt- um við ekki að kaupa tvær?“ Hjónin ýmist þrýstust aö eða frá ryksuguhillunum eftir því hve ört var hleypt inn í raftækjamarkað- inn. Konan reyndi að hanga í ryksugurananum en það dugði ekki til. Við hjónakomin sveifluð- umst undan fjöldanum í kjölfar mannsins og konunnar. Við fór- um ekki í markaðinn til þess að hlusta á samræður þessa fólks en komumst ekki hjá því. „Við eigum ryksugu," sagði maðurinn. „Ég sé ekki þörf á nýrri.“ „Þurfum við ekki eina í sumarbústaðinn og aðra í bíl- inn?“ sagði konan og horfði und- urblíðlega á manninn sem rak um leið nokkuð frá ryksugustaflan- um. Konur fá svona blik í augun rétt í þann mund sem þær gera kjarakaup. „Kannski í sumarbú- staðinn," sagði maðurinn. Ég sá og heyrði að hann var að gefa sig. Við misstum af hjónunum sem andæfðu gegn þungum straumn- um. Við bárumst áfram að fjöl- breyttu úrvali hrærivéla, hakka- véla og handþeytara. Karlar og konur, sem hvorki hafa hrært skyr né í köku í áraraðir, horfðu dáleidd á tækin. Þau voru á sann- kölluðu undirverði. Skítt með KitchenAid-hrærivélina og Ken- woodinn heima. Það kom í ljós löngu síðar, í biðröð við kassa i raftækjamark- aðinum, að blikið í augum ryksugukonunnar hafði dugað. Þau hjón voru með sína ryksug- una hvort, handþeytara og vekjaraklukku með útvarpi. Þá var eiginmaðurinn með nettan farsíma sem hann handiék eins og litill drengur leikfangabíl. Senni- lega hefur eiginkona mannsins fallist á símakaupin gegn því að fá báðar ryksugumar. Raflost heillar þjóðar Það var sem þjóðin fengi raflost á laugardaginn. Það var eins konar rafstraumur sem leiddi fólk í nýjan stórmarkað með raftæki í Kópavog- inum. Bakvaktarmenn lögreglunn- ar voru kallaðir til enda öngþveiti á öllum aðreinum markaðarins. Það var biðröð langt út á bílaplan áður en verslunin var opnuð. Það ástand hélst allan daginn. Hleypt var inn í hollum enda var engu líkara en ís- lendingar væru í fyrsta sinn að kynnast rafknúnum heimilistækj- um. Raftækjamarkaðurinn sendi frá sér auglýsingablað daginn fyrir opnun. Þar gat að líta öll drauma- tækin. Farsíminn kostaði ekki nema 17.900 krónur. Gjafverð sem leiðir til þess að grunnskólanemar láta ekki sjá sig simalausa í frímín- útum. Nefnd hefur verið ryksugan góða. Verðið er ekki hærra en svo að hér eftir verður ryksuga bein- tengd í hverju herbergi. Það tekur því ekki að fara með eina ryksugu milli herbergja. Þetta er þó ekkert miðað við sjón- vörpin. Stærð á skjánum mun mæld í tommum. Rétt um daginn kostuðu 28 tommu sjónvarpstæki á annað hundrað þúsund. Nú má fá slík á rétt 35 þúsund kall. Það þarf fjöltengi í hvert herbergi til þess að bæta sjónvörpum þangað inn. Þráð- lausir símar verða framvegis jafnt á klósettum og í geymslum. Það verða allir í sambandi. Myndbandstækin voru sérkapí- tuli. Eitt bandið blasti við og kost- aði aðeins 17.900 krónur. Hvílík dýrð. Var ekki rakið að kaupa þrjú slík tæki á verði eins áður? Mynd- bandstæki með hverju sjónvarpi hússins. Hver yrði sjálfum sér næg- ur og horfði á allar þær spólur sem hugurinn gimtist. Alger friður fyr- irsjáanlegur á heimilunum og raun- ar öll samskipti milli manna óþörf. Raftækjamarkaðurinn boðaði bylt- ingu. Þá voru það þvottavélamar. Jafn- vel harðsviruðustu karlar sem aldrei hafa þvegið eigin sokka, hvað þá meir, fengu tár í augu þegar þeir litu verð vélanna. Sama gilti um uppþvottavélarnar, þau blessuðu tæki. Hvað mælir gegn þvi að koma annarri slíkri fyrir í eldhúsinu? Auglýsingablað raftækjamarkað- arins var eins og konfektkassi fyrir þjóð sem lengi hafði lifað á trosi einu saman. Blaðið var sett á stall á heimilum sem merk ritsmíð, helst flokkað með íslendingasögum og af- urðum verðlaunaðra rithöfunda. Undarlegt áhugaleysi Það kom mér því á óvart þegar Elkódagurinn rann upp bjartrn-, frostkaldur og fagur hve konan mín var róleg. Ekki það að okkur vanti heimilistæki. Af þeim er nóg líkt og á flestum heimilum sem ég þekki. Þannig má finna jafnt þvottavél sem uppþvottavél, straujám, brauðrist og örbylgju- ofn. Gott ef krakkamir eiga ekki velflestir eigið sjónvarp og þau sem fermd era það sem einu sinni vora kallaðar græjur, sambyggð Jónas Haraldsson tæki með útvarpi, segulbandi og geislaspilara. Strákarnir okkar meira að segja með GSM-síma í vasanum þótt faðir þeirra hafi ekki látið þann munað eftir sér. Ég hafði hins vegar gert ráð fyrir því aö mín góða kona nefndi það svona undir hádegi, þá er við hefðum fengið okkur ristaða brauðið og ostinn, að gaman væri að skreppa í raftækjamarkaðinn nýja. Bara svona til að skoða, sýna sig og sjá aðra. Svo var alls ekki. Gott ef hún hafði það ekki í flimtingum þegar það heyrðist í hádeginu aö venjubundin jólaös væri smáræði miðað við það sem væri að gerast í Kópavoginum. Ég lét daginn líða án þess að nefna frekar ferð í raftækjamark- aðinn. Konan var hin rólegasta og virtist ekkert erindi eiga þangað. Það var með hreinum ólíkindum. Þarna var hálf þjóðin, ýmist í bið- röð úti eða spýttist milli rekka stórmarkaðarins líkt og fé í rétt. Þegar klukkan var að verða fjög- ur gat ég ekki beðið lengur. „Ætlarðu að láta þetta fram hjá þér fara?“ spurði ég og gerði ráð fyrir því að hún áttaði sig á hvað ég væri að fara. „Eigum við ekki að skoða græjumar?" „Klukkan er alveg að verða fjögur," sagði konan. „Þeir fara að loka. Við kíkjum bara seinna." Nú var Bleik bragðið. Við svo búið mátti ekki standa. Ég greip því auglýsingablað markaðarins. Þar stóð klárt og kvitt að opið væri til sex. „Drífum okkur,“ sagði ég. „Við verðum ekki við- ræðuhæf nema hafa litið á dýrð- ina.“ Ég var kominn í fremur vonda stöðu. Mig langaði í mark- aðinn en vildi láta lita svo út að ég færi nauðugur þangað fyrir þrábeiðni konunnar. Hún sneri hins vegar á mig meö algjöra áhugaleysi. Viltu eina? Hún kom samt með fyrst ég fór fram á það. Umferðin var þung þegar nær dró markaðnum. Bak- vaktarmenn lögreglunnar potuðu út í loftið, fölir og yfirspenntir. Bíl- ar vora uppi á gangstéttum og um- ferðareyjum. Þarna ríkti sannkall- aður elkóhólismi, eins og pistla- höfundur í útvarpinu kallaði ástandið, fikn i raftæki. Ég beitti mínum fjallabíl og setti í lága drif- ið til þess að finna stæði sem lítt var aögengilegt fólksbílum. Það var kalt í biðröðinni. Fyrsta takmark var að komast í anddyri verslunarinnar. Þar var heldur bærilegra. Fílefldir örygg- isverðir hleyptu elkóhólistunum inn í hollum. Þetta minnti mig á Glaumbæ í gamla daga. Það var bara skemmtilegra í röðinni þá. Þegar við spýttumst inn í mark- aðinn ætlaði ég að kíkja á síma sem vora rétt við innganginn. Ég náði ekki að stöðva mig og því síður konuna. Við verðum því að skoða simana seinna. Það var ekki fyrr en við ryksugumar að svolítið hægðist um. Þar voru fyr- ir hjónin sem keyptu tvær. „Viltu eina,“ spurði ég. „Þú ert galinn," sagði eiginkona mín. „Ég veit ekki til þess að þú hafir haft áhuga á ryksugum hingað til.“ „Ég á það" Við bárumst með straumnum að sjónvörpunum. Ég gekk þegar að úttauguðum sölumanni í blárri skyrtu með gult bindi. Ég bað hann að lýsa kostum 28 tommu sjónvarps sem ég hafði hug á að kaupa. Hann fór fögrum orðum um gæðin og nefndi annaðhvort megahertz eða rið á skjá tækisins. Það fór inn um annað eyrað og út um hitt vegna tæknilegrar van- kunnáttu. „OVið eigum 28 tommu sjónvarpstæki," sagði konan og dró mig frá glæsisjónvarpinu. Ég náði að góma annan sölu- mann í blárri skyrtu. „Þú varst að auglýsa ódýr 20 tommu sjónvarps- tæki,“ sagði ég við manninn. „Já,“ sagði hann. „Þau vora bara aö klárast úr rekkanum." „Það er eitt eftir," sagði ég við manninn og benti á stakan kassa. „Ég á það,“ hrópaði maður þétt upp við mig. Hann folnaði af geðshrær- ingu og sendi þegar tvö ung böm sín aö tómum sjónvarpsrekkan- um. „Sitjið á sjónvarpinu," skip- aði faðirinn. Sjónvarp í bílskúrinn „Kíktu í tölvuna hjá þér og sjáðu hvort fleiri finnast ekki,“ sagði ég við afgreiöslumanninn. Hann gerði svo sem fyrir hann var lagt. „Jú,“ sagði hann. „Þeir gætu átt tæki frammi á lager." „Láttu mig fá það,“ sagði ég óða- mála. „Ég næ einu ódýra," sagði ég við konuna. „Við eigum fjögur sjónvörp heima,“ sagði konan í uppgjöf. Hún sá að við mann sinn í þessum ham réði hún ekki. „Fín kaup,“ sagði ég við kon- una á heimleiðinni. „Það var sannarlega kominn timi til að maður næði sér í heimilistæki á almennilegu verði. Hvar eigum við að hafa þetta nýja?“ „Hvað segirðu um bílskúrinn?" sagði konan. Þaö gætti örlítillar kaldhæðni í röddinni. „Fer það ekki vel við hliðina á fótanudd- tækinu. Þú gætir svo sem bætt við einu slíku. Þau era víst kom- in í nýjum litum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.