Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Blaðsíða 32
32 fflþlgarviðtalið T LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 ifelgarviðtalið 41 Ingvar E. Sigurðsson fer á kostum í aðalhlutverkinu í Trainspotting: „Ég var búinn aö heyra afþessu leikriti. Vin- ur minn haföi séö þaö og sagöi aö það vœri allt öðruvísi og ógeðslegra en biómynd- in. Bjarni Haukur leikstjóri baö mig um að leika í sýningunni. Ég haföi aldrei hitt manninn áöur og var svolítiö tvístígandi. Eftir því sem ég talaði oftar við Bjarna Hauk og kynnti mér leikritiö betur varö ég sann- fœrðari um aö rétt vœri aö slá til, “ segir Ingvar E. Sig- urösson leikari í upphafi spjalls sem hann veitti helg- arblaöi DV á Argentínu - steikhúsi í vikunni, nokkrum tímum áður en leikritiö Trainspott- ing var frumsýnt í Loftkastalanum. Þar leikur Ingvar aöalhlutverkiö, krúnurakaöan fkilinn Mark Renton sem er í senn sögumaður og þátttakandi í atburöarásinni. Aörir leikarar í sýning- unni eru Gunnar Helgason, Þröstur Leó Gunnarsson og Þrúöur Vilhjálmsdóttir. Leikstjóri er Bjarni Haukur Þórsson. Um það hvemig þau undirbjuggu sig fyrir verkið segir Ingvar þá vinnu hafa verið hefðbundna. „Við einbeittum okkur aðallega að því að setja upp þessa sýningu. Part- ur af því er að áhugi kviknar á við- fangsefninu. Við skoðuðum kvik- myndir sem gerðar hafa verið um fikniefni og neytendur þeirra og töl- uðum við fólk sem hefur sprautað sig.“ Einhvern tímann verða menn að byrja Eins og kom fram í upphafi segist Ingvar hafa verið eilítið tvístígandi í fyrstu hvort hann ætti að taka að sér hlutverkið í Trainspotting. Hvernig skyldi honum svo finnast aö hafa leikið undir stjóm ungs leikstjóra eins og Bjama Hauks? „Þegar menn era fullir af eldmóði og áhuga á að gera það sem þeim býr í brjósti, eins og Bjarni Haukur, þá verður að hlusta á þá og taka þátt. Einhvem tímann verða menn að byrja. Við verðum að leyfa ungum Leikritið byggir á skáldsögu eftir Irvine Welsh en leikgerðin er eftir Harry Gibson. Samnefnd kvik- mynd var gerð eftir bókinni sem vakti heimsathygli. Verkiö lýsir hrottafengnum heimi og heldur öm- urlegu lifi nokkurra fikniefnaneyt- enda í Edinborg. Samstilltur hópur Þegar Ingvar er spurður hvort það hafi ekki verið erfitt að setja sig inn í þessar aðstæður segist hann líta á þetta eins og hvert annað verkefni. „Það sem lítur út fyrir að vera erf- iðast er kannski ekki svo erfitt þegar allt kemur til alls, sér í lagi ef maður vinnur skynsamlega í því. Erfiðast í Trainspotting finnst mér aö ég er bæði sögumaður og þátttakandi í sögunni. Það getur stundum verið svolítið erfitt að vera bæði í einu. Ég þarf að feta mjóa línu.“ Ingvar segir leikhópinn hafa verið ákaflega samstilltan og bendir á að hann hafi lítið sem ekkert leikið með Gunnari eða Þresti. Hann leiki að vísu með Þrúði í Hamlet. „Það sem lítur út fyrir að vera erfiðast er kannski ekki svo erfitt þegar allt kemur til alls, sér í lagi ef maður vinnur skynsamlega í því. Erfiðast í Trainspotting finnst mér að ég er bæði sögumaður og þátttakandi í sögunni. Það getur stundum verið svolítið erfitt að vera bæði í einu,“ segir Ingvar m.a. í viðtalinu. DV-myndir Brynjar Gauti mönnum að koma fram með hug- myndir og fá að framkvæma þær. Ég vil taka þátt í þvi að búa til fleiri, unga leikstjóra.“ Svolítið fyndinn heimur Aðspurður um persónuna sem hann leikur, Mcirk Renton, segir Ingvar: „Hann segir söguna blátt áfram, skoðar sjálfan sig utan frá. Inn við beinið er hann feiminn og lætur aðra stjóma sér svolítið. Tekur þó sjálfstæðar ákvarðanir í flestum tilfeÚum." Hann segir að þegar öllu sé á botn- inn hvolft sé þessi heimur svolítið fyndinn, mitt í allri eymdinni. Að- stæðurnar sem fólkið lendi í séu fá- ránlegar. Meistara- þýðing Ingvar segir leikritið fyrst og fremst vera að senda skilaboð til stjórnvalda í Skotlandi. Það fjalli um heróín- sjúklinga en gæti alveg eins gerst á íslandi. Hann seg- ir að vissulega geti sum atriði í leikritinu stuðað fólk. Aðspurður um þýðingu Megasar segir Ingvar að hún sé meistaralega vel gerð. Utangarðstungutakið sé frá- bært og hrynjandin í textanum góð. Hver hefur ekki fundið þörfina? En skyldi Ingvar einhvern tímann hafa prófað fikniefni eða fundið þörf- ina til að fikta? Hann spyr á móti: Hver skyldi ekki hafa fundið þessa hvöt? Fólk finni hvöt til að prófa eitt og annað þótt það viðurkenni það ekki. „Misjafnt er hvað fólk tekur sér fyrir hendur. Fólk venur sig á allan fjandann. Það þurfa ekki endilega að vera einhver eiturlyf. Það geta verið svefhtöflur eða þunglyndislyf. Allir eru fíklar á sinn hátt. Fólk getur ver- ið á kafi í spírítisma, með ólæknandi kaupæði og ég veit ekki hvað. Fíkn- in er sterk og getur birst i svo mörg- um myndum." Lítið mál að losna Ingvar er sem kunnugt er fastráð- inn í Þjóðleikhúsinu og hefur leikið þar í vetur í Hamlet og Lista- verkinu. Aðspurð- ur segir hann lítið mál hafa verið að fá sig lausan í Trainspotting. Frá því að hann kláraði Leiklistar- skólann vorið 1990, og var fast- ráðinn við Þjóð- leikhúsið skömmu síðar, hefúr hann tekið þátt í nokkmm verkefnum ann- ars staðar. M.a. með Leikfélagi Reykjavíkur, Frú Emilíu, Flugfélag- inu Lofti, Leikfé- lagi íslands og eftirminnilegur er hann fyrir Svaninn sem leikhópur- inn Annað svið setti upp í Borgar- leikhúsinu. Einnig hefur hann leikið í kvikmyndunum Inguló, Djöflaeyj- unni, Stikkfrí, og Perlum og svínum og fram undan er frumsýning á nýrri mynd Hilmars Oddssonar, Sporlaust. Aðspurður segir Ingvar lítinn mun vera á því að leika í atvinnu- léikhúsi eins og Þjóðleikhúsinu eða hjá „frjálsum leikhópum". Leikhóp- amir innan leikhússins skipti máli - sem og leikrýmið - en ekki húsið sjálft. Hann segist aldrei hafa óttast um starfsöryggi sitt. Hann hafi verið heppinn með verkefni, ávallt haft nóg að gera. Að gera góða leikara betri Umræða hefur átt sér stað að und- anfórnu að sú leikhússtefna væri meira ríkjandi í dag að ungum leik- urum væri teflt í burðarhlutverk frekar en þeim eldri. Aðspurður um þetta sjónarmið segir Ingvar: „Ég hef ekki orðið átakanlega var við það að yngri leikurum sé kastað í hlutverk fyrir eldri leikara, nema þá í verkum þar sem hlutverk eru ekki bundin við aldur. Við eigum hins vegar nóg af ungum og góðum leikurum í dag. Sjálfum fmnst mér gott að leika með eldri leikurum. Mér finnst það vera hlutverk leik- húsanna m.a. að gera góða leikara betri, hvort sem þeir em óreyndir eða reyndir, ungir eða gamlir." I fiðlutímum Við sleppum ekki takinu á Ingvari nema að víkja talinu að lokum örlít- ið að honum sjálfum þessa dagana. „Ég passa mig á þvi núna að hafa ekki of mikið að gera. Erfiðast er að æfa og leika lengi á kvöldin. Stund- um langar mig til að svæfa börnin oftar eða eiga notalega kvöldstund heima hjá mér. Á morgnana fer ég oftast aldrei út fyrr en um hálftíu- leytið. Fæ því stund með bömunum og kannski aftur síðdegis. Ég hef þó tíma til að læra á Ððlu með dóttur rninni," segir Ingvar sem á sjö ára son og sex ára dóttur. Hann óttast það ekki sérlega þegar bömin hans verða unglingar. Mestu skipti að þau verði alltaf félagar hans. -bjb Ingvar í hlutverki Marks Rentons í Train- spotting, fíkilsins sem reynir að treina spottann líkt og félagar hans. Að baki honum er Gunnar Helgason í hlutverki Tomma. DV-mynd Pietur m -*• * t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.