Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1998, Side 24
LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 JL>"V 24 Qiglingar x H l 'Xk \ n 6 Frjálsir dansar íTónabæ íslandsmeistaramótiö í frjálsum dönsum (free-style) í flokki 10-12 ára fór framfyrir troöfullu húsi í Tónabœ um síöustu helgi. Mótiö var haldiö af Tónabæ og ÍTR. Stemn- ingin var ekki síöri en helgina áöur þegar eldri unglingar sýndu dansfimi sína. Kynnir sem fyrr var Magnús Scheving og fór hann á kostum. Annars vegar var keppt í einstak- lingsflokkum og hins vegar í hópum. Alls mœttu til leiks 26 hópar og 20 einstaklingar af öllu landinu. Þetta var í 17. sinn sem keppnin fór fram - og alltaf hefur hún veriö haldin í Tónabœ. Oröin fastur punktur í félagsstarfi ungu kynslóöarinnar. Ljós- myndari DV, Haraldur Jón- asson, var á staönum og tók meöfylgjandi myndir. Berglind Svana Blómsterberg, systir Sigrúnar Birnu sem sigraöi í eldri flokknum helgina áður, keppti f Tónabæ. Hún stóö sig vel þrátt fyrir aö hafa ekki komist á verölaunapall eins og stóra systir. „Glanspíurnar" frá Akranesi báru sigur úr býtum í hopakeppninni. Hér eru þær meö verðlaunin Emilía Ottesen, Friö- rika Ýr Einarsdóttir, Dagný R. Ágústsdóttir, Þórdfs K. Gylfadóttir og Vera Guönadóttir. í ööru sæti í hópakeppninni var „Djúsf“ frá Akranesi og hópurinn X-Samba frá Reykjavík hafnaöi í þriöja sæti. Stúlkurnar sem unnu til verðlauna í einstak- lingsflokknum. Frá vinstri eru þaö Vil- helmína Ósk Olafsdótt- ir frá Hafnarfirði, sem varö önnur, Emiiía Gfsladóttir frá Reykja- vík, sem varö hlut- skörpust, og loks Berglind Þóra Ólafs- dóttir frá Reykjavík sem hreppti bronsiö. Aö baki þeim glittir í dómnefndina. Vilhelmína Ósk Óiafsdóttir er hér á fullu í dansinum sem skilaöi henni silfrinu í ein- staklingskeppninni. i ★ * ★ ★ * fHn hliðin ' Á ★ Elvar Guðmundsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, sýnir á sér hina hliðina: Langar að hitta Saddam Hussein Elvar Guðmundsson var nýlega val- inn í landsliðið í handknattleik sem tekur þátt í fjögurra landa móti sem fram fer hér heima um helgina. Elvar var áður valinn í landsliöið fyrir sams konar mót í janúar og lék þar sína fyrstu landsleiki. Þeir eru nú orðnir 3. Hann leikur sem kunn- ugt er með Breiðabliki sem þeg- ar er fallið i 2. deild og segist ör- uggur um að spila ekki með Breiöabliki næsta keppnistímabil. Fyrir utan íþróttimar stundar El- var nám í matvælafræði viö Há- skóla íslands og mun ljúka því námi i vor. Elvar sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Elvar Guð- mundsson. Fæðingardagur og ár: 8. maí 1974. Elvar Guömundsson, landsliösmarkvörður í handknattleik. DV-mynd Hilmar Þór Maki: Enginn. Böm: Engin svo ég viti til. Bifreið: Toyota Corolla ’87. Starf: Nemi. Laun: Engin eins og er. Hefur þú unnið 1 happdrætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Slappa af og horfa á fótbolta í sjón- varpinu. Hvað finnst þér leiöinlegast að gera? Þrífa. Uppáhaldsmatur: Hangikjöt og jafningur. Uppáhaldsdrykkur: Coca cola. Hvaða íþróttamaður stendur fremst- ur í dag? Michael Jordan. Uppáhaldstímarit: Séð og heyrt. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Jennifer Aniston úr Friends. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjóminni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Saddam Hussein. Uppáhaldsleikari: Tommy Lee Jones. Uppáhaldsleikkona: Kate Winslet. Uppáhaldssöngvari: Enginn. Uppáhaldsstjómmálamaður: Enginn. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Garfield og Silvester. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og Seinfeld. Uppáhaldsmatsölustaður/veitinga- hús: American Style. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Námsbækumar. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Aðalstöðin, Bylgjan og rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Eirikur Jónsson. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bjarni Fel. aö sjálfsögðu. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Skipp- erinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Breiðablik. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtiðinni? Fá mér góöa vinnu og koma mér vel fyrir. Svo vil ég líka ná lengra í boltanum. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Vinna og ná mér í pening eftir námið. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.