Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 Fréttir Stuttar fréttir dv íslenskur „sálfræðingur“ rekinn úr starfi í Kirkenesi í Noregi: Notaði falsað próf- skírteini í þriðja sinn - áður dæmdur frá sálfræðistörfum bæði á íslandi og í Noregi DV, Ósló: „Ég sagði að ég væri ekki með fullgild réttindi,” upplýsir íslend- ingurinn Grímur Vilhelmsson við norska fjölmiðla, eftir að hann hef- ur enn einu sinni verið dreginn fyrir dóm fyrir að látast vera sál- fræðingur og nota sér falsað próf- skírteini frá Bandaríkjunum í þeim tilgangi. í fyrra var hann ráðinn til sjúkrahússins í Kirkenesi í Norð- ur-Noregi og rekinn eftir að sjúkrahússstjórnin komst að því að hann hefði alls engin réttindi. Áður hefur Grim- ur leikið sama leik á ís- landi, þar sem hann var skólasálfræðingur á Sauð- árkróki, og í Flisa í Aust- ur-Noregi, þar sem hann hlaut dóm fyrir skjalafals og misþyrmingar á börn- um sínum vorið 1995. Sjúkrahússtjómin í Kirkenesi upplýsir við norska Dagblaðið að Grím- ur hafl sagt að fullgildir pappírar um réttindi hans Grímur Vil- helmsson var rekinn úr starfi. leiðinni. Stjórnin tók þau orð gild og réð Grím til sjúkrahússins. Nú krefst stjómin þess að Grímur endurgreiði laun upp á 2,4 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa villt á sér heimildir. Lögmaður Gríms segir að hann hafi ekki reynt að blekkja sjúkrahússtjómina. Hann hafi ekki sagst hafa fullgild réttindi og beri því ekki að endurgreiða launin væru á sem hann hafi fengið I Kirkenesi. Grímur er nú 100% öryrki eftir vinnuslys í skipasmíðastöð i Nor- egi. Hann fór að vinna í stöðinni eftir dóminn i Flisa vorið 1995. Hann segist hafa leitað aftur á fyrri mið sem sálfræðingur, eftir að hann hætti að geta unnið líkam- lega vinnu. Hann heldur því líka fram að próf hans séu gild þótt bæði íslensk og norsk yfirvöld hafi komist að öðru. Dóms er að vænta í máli sjúkra- hússins í Kirkenesi gegn Grími nú í vikunni. -GK Litla stúlkan: Fer í heila- línurit Litla stúlkan í Grafarvogi, Marí- anna Ósk, sem nágrannakonan Helga Guðrún Eiríksdóttir vakti til lífsins með hjartahnoði á fostudagskvöld, er orðin hin hressasta. Hjartað var athug- að á mánudag og var það í lagi og svo fer hún í heilalínurit á fimmtudaginn. „Þetta hefur allt gengið mjög vel,“ sagði móðir hennar, Helena Brynjólfs- dóttir. Það er erfitt að ganga í gegnum svona lífsreynslu. „Maður er enn þá hálfsjokkeraður þótt þetta hafi gerst á fóstudaginn. Ég er enn að hugsa um hvað hefði gerst ef ég hefði sett Maríu- önnu Ósk upp í rúm,“ sagði Helena, en eins og fram kom i viðtali við hana í DV á mánudag hafði stúlkan vaknað og byrjað að kjökra. Helena tók hana upp og hélt á henni svo hún róaðist. Hún ákvað að halda á henni lengur í stað þess að setja hana strax inn í rúm. „Maður veit ekki hvort hún hefði haft það af ein inni í rúmi. Við erum ótrú- lega heppin.“ Þetta eru ekki einu hremmingar Maríönnu Óskar, því í júlí sl. kom Helga Guðrún Eiríksdóttir einnig til bjargar og náði í hana inn í rúm þegar kviknaði í íbúðinni. -SJ Maríanna Ósk ásamt bjargvætti sín- um. DV-mynd Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og David Architzel, fyrir hönd Varnarliðsins, undirrita samning um Rockville. DV-mynd E.ÓI. Byrgið fær afnot af Rockville: Endurbætur kosta um 20 milljónir króna Samningar hafa verið undirritað- ir um afnot kristilega líknarfélags- ins Byrgisins af mannvirkjum í Rockville sem er fyrrum ratsjárstöð á Sandgerðisheiði sem Varnarliðið starfrækti til 1997. Endurbætur á mannvirkjunum munu taka um fjóra mánuði og er áætlað að þær muni kosta um 20 milljónir króna. Byrgið ætlar að hafa þar áfengis- og vímuefnasjúklinga til meðferðar. Samningarnir eru gerðir til tveggja ára og heimila Byrginu end- urgjaldslaus not af mannvirkjum Varnarliðsins á svæðinu. Að þeim tíma loknum hyggst Varnarliðið skila svæðinu formlega til íslenskra stjórnvalda. Þeir sem undirrituðu samningana voru Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra, David Architzel, fyrir hönd Varnarliðsins, og Guðmundur Jónsson fyrir hönd Byrgisins. „Markmiðið með þessum samn- ingum er að koma í veg fyrir frekari spjöll á þeim mannvirkjum sem þarna eru til staðar,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, „og freista þess að reyna að nýta þau til þess að koma góðum málstað á framfæri fyrir hönd alls þjóðfélags- ins.“ Halldór sagði að það hafi lengi verið markmið manna að fmna not fyrir mannvirkin. Það var í janúar sem Hjálmar Árnason alþingismað- ur kom hugmyndinni á framfæri við utanríkisráðuneytið. Utanríkis- ráðuneytið hefur síðan unnið í mál- inu og haft um það samstarf við sveitarfélögin á Suðurnesjum. -SJ Samfylking Norðurlandi eystra: Svanfríður í efsta sætið DV, Akureyri: „Ég þarf smá tíma til að átta mig á þeirri breyttu stöðu sem upp er komin, ég segi ekki meira í bili,“ sagði Svanfriður Jónasdóttir al- þingismaður um það í gær hvort hún taki 1. sætið á lista Samfylk- ingarinnar á Norðurlandi eystra, í kjölfar brotthvarfs Sigbjörns Gunnarssonar af listanum. DV hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Svanfríður muni taka sætið, og aö Örlygur Hnefill Jóns- son skipi 2. sætið og Kristín Sigur- sveinsdóttir það þriðja. Stjórnir kjördæmisráða A-flokkanna, sem hittust í gær, lögðu þetta til og þar var jafnframt ákveðið að skipa uppstillingarnefnd sem myndi raða á listann í sæti 4 til 12. UppstiUingamefndin á að hafa lokið störfum um næstu helgi, en þá er áformað að kaUa saman fundi í kjördæmisráðum beggja flokkanna og samþykkja þar end- Frá fundi stjórna kjördæmisráðanna á Akureyri í gær. Frá vinstri: Aðalheið- ur Alfreðsdóttir og Finnur Birgisson, Alþýðuflokki, Heimir Ingimarsson, Ás- geir Magnússon og Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi, Hallgrímur Ing- ólfsson, Alþýðuflokki. DV-mynd gk anlega framboðslista þann sem Samfylkingin á Norðurlandi eystra ætlar að bjóða fram 8. maí í vor. Menningarmálastjóri Menningar- málaneínd Reykjavíkur- borgar ákvað á fundi í gær að leggja tU við borgarráð að ráða Signýju Pálsdóttur, leik- húsfræðing og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, í nýja stöðu menningarmálastjóra borgar- innar. Morgunblaðið greindi frá. Meira vatn Nýverið fór að bera á því að vatn ykist úr borholum Hitaveitu Akur- eyrar að Laugalandi á Þelamörk og var mönnum hulin ráðgáta hveiju það sætti. í ljós kom að Hörgáin hafði komist í eina borholuna eftir jarð- skjálfta. Morgunblaðið sagði frá. Safnað fyrir húsi Hafrn er landssöfnun tU styrktar ijölskyldunni á Langeyrarvegi 9 i Hafnarfirði, en hún neyddist tU að brenna hús sitt tU kaldra kola í byij- un mánaöarins vegna skæðrar veggjatítiuplágu. Morgunblaðið sagði frá. Landvernd vill undirrita Stjóm Landvemdar hefúr sam- þykkt ályktun þar sem þeirri ein- dregnu áskorun er beint tU rUtis- stjómarinnar að endurskoöa ákvörðun um að fresta undirritun Kyoto-bókunarinnar. Morgunblaðið sagði frá. Upplýsingar teknar Sigurður Guð- mundsson land- læknir segir að tæknUega sé mögulegt að upp- lýsingar um ein- staltimga sem skráðar hafa ver- ið í gagnagrunn á heUbrigðissviði verði íjarlægðar þaðan og afmáðar ef viðkomandi ósk- ar eftir því. Morgunblaðiö sagði frá. Sinkverksmiðja nyrðra Áform em uppi um sinkverk- smiðju við Eyjafjörð með aUt að 500 stöðugUdum. Rafveitustjóri Rafveitu Akureyrar, Svanbjöm Sigurðsson, hefúr kynnt fyrir starfsmönnum sin- um að fmnska stórfyrirtækið Outo Kunpu, sé áhugasamt um að reisa verksmiðju á íslandi. Dagur sagði frá. Vilja ekki borga Samtök um aðskUnað ríkis og kirkju (SARK) vUja að fólki utan trú- félaga og fólki í óskráðum trúfélög- um verði ekki gert að greiða gjöld hliðstæð sóknargjöldum, án þess að þurfa eða vUja þá þjónustu sem ríkis- kirkjan veitir. Dagur sagði ffá. Kristín efst Vinstrihreyfmgin - grænt ffarn- boð gengur í kvöld ffá framboðslista sínum í Reykjaneskjördæmi. Upp- stUlingamefnd leggur tU að Kristín HaUdórsdóttir, núverandi þingkona Kvennalistans, skipi efsta sæti hans, Sigtryggur Jónsson, sálfræðingur í Bessastaðahreppi, skipi 2. sætið, Sig- mundur Hjaltason, bóndi að KiðafeUi í Kjós, það 3. og Guðbjörg Sveinsdótt- ir hjúkrunarffæðingur það 4. Kært vegna frystitogara Kristinn Pét- ursson, fisk- verkandi á Bakkafirði og fyrrv. alþingis- maöur, hefur kært til Sam- keppnisstofnun- ar það forskot sem frystitogarar njóta tU veiða umffam báta. RÚV sagði frá. Mótframboð Mótframboð gegn sitjandi for- manni Kaupmannasamtaka íslands er komið ffam, en aðalfúndur sam- takanna er á morgun, miðvikudag. Það em þeir Birgir Rafn Jónsson, fyrrverandi formaður, sem býður sig fram tU formanns og Bjöm Ágústsson tU varaformanns. Núver- andi formaður er Benedikt Krist- jánsson. Stefha núverandi stjómar samtakanna hefúr verið sú að sam- eina verslunina í landinu í einum heUdarsamtökum. Mótframbjóðend- rnnir era því andsnúnir. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.