Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 9 r Björgunarsveitamenn hafa fundið lík fjögurra manna sem fórust í snjóflóði í Alaska um helgina. Fimm manna er enn saknað. Fjórmenningarnir sem fórust voru allir frá borginni Anchorage og nágrenni og höfðu verið á snjó- sleðum þegar flóðið féll í Turna- gain skarði sem er vinsæll staður meðal snjóðsleðamanna. Töluverður fjöldi fólks var á svæðinu þegar flóðið féll. Hinna týndu verður áfram leitað I dag. Fjórir týndu lífi í snjóflóði Gleðitár í heima- bæ Benignis Undir venjulegum kringumstæð- um er allt kyrrt um miðja nótt í bænum Vergaio í Toscana á Ítalíu. En aðfaranótt mánudagsins þustu íbúamir út á götur og torg. „Ro- berto, Roberto," hrópaði mannfjöld- inn og fagnaði því að sonur bæjar- ins hafði fengið óskarsverðlaunin. Roberto Benigni var valinn besti leikarinn og mynd hans, Lífið er dá- samlegt, besta erlenda myndin. Foreldrar Robertos voru meðal fárra af 3 þúsundum bæjarbúa sem ekki treystu sér til að fara út og fagna. Þeir voru orðnir þreyttir á allri athyglinni undanfarna daga. 20 stk. 6 gíra g 20 stk. 75^90 Búist við að Roland Dumas fari í frí í dag Allt eins er búist við því að Rol- and Dumas, fyrrum utanríkisráð- herra Frakklands, tilkynni í dag að hann fari i leyfi frá störf- um sínum sem forseti stjórn- lagadómstólsins franska, að því er fram kemur í franska blaðinu Libération í morgun. Dumas hefur verið sak- aður um hlutdeild í gífurlegu fjár- málahneyksli þar sem fyrrum ást- kona hans þáði stórfé af olíufélag- inu Elf-Aquitaine. Nánustu vinir Jacques Chiracs forseta hafa stutt Dumas með ráð- um og dáð til þessa. Breyting varð þó þar á um helgina þegar Jean- Louis Debré, leiðtogi gaullista- flokksins RPR á franska þinginu, bættist í hóp þeirra sem hafa veist að Dumas. Debré sagði á sunnudag að Dumas ætti aö sýna að hann bæri hag ríkisins fyrir brjósti. Debré, sem þykir alla jafna vel að sér í afstöðu forsetans i einstökum málum, hafði til þessa haldið því fram að Dumas ætti að teljast saklaus þar til sekt hans sannaðist. 20 stk. Elísabet drottning selur hús Fergie Húsið sem Elísabet Englands- drottning keypti handa hertogaynj- unni af Jórvík og dætrum hennar tveimur, hefur verið sett í sölu þar sem hertogaynjan, Fergie, neitar að flytja inn í það. Á húsið eru settar um 160 milljónir íslenskra króna. Samkvæmt frásögn breska blaðs- ins Daily Mail er Elísabet drottning búin að missa þolinmæðina vegna deilnanna um húsið sem er með sjö svefnherbergjum. Drottningin er sögð hafa sett húsið í sölu án þess að spyrja fyrrverandi tengdadóttur sína, sem segist ekki hafa efni á því að flytja inn í húsið. Ónafngreindir heimildarmenn innan hirðarinnar greina frá því að Fergie sé að reyna fá meira út úr skilnaðinum við Andrés prins. Húsið, sem Elísabet keypti handa Fergie og Andrés með dætrunum í skíðafríi í Sviss í febrúar síðastliðnum. Símamynd Reuter. Fergie og dætrum hennar og Andr- ésar, Beatrice og Eugenie, hefur staðið autt í hálft ár. Á þeim tíma hefur tvisvar verið brotist inn í það. Litið hefur verið svo á að verðmæti hússins minnki verði það látið standa autt í langan tíma til viðbót- ar. Sagt er að Fergie hafi orðið ösku- reið. Henni þyki jafnframt undar- legt að heyra að yfirlýsing hafi ver- ið gefin um húsið rétt fyrir fund með fjárhaldsmönnum þar sem reyna átti að leysa ágreininginn um húsið. Samkvæmt Daily Mail skilur drottningin afstöðu Fergie. Aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar eru hins vegar sagðir óánægðir með búsetu Fergie á fyrrverandi heimili hennar og Andrésar. Lee Kyu-Sund, fjármála- og efnahagsráðherra Suður-Kóreu, og fleiri háttsettir embættismenn sóttu námskeið í kurt- eisi og góðum siðum í Kwachon, suður af höfuðborginni Seoul í gær. Hér má sjá ráðherrann og embættismenn hans fylgja leiðsögn kennarans. Tilgangur námskeiðsins er að gera embættismennina kurteisari í garð almennings. Blair hrifnastur af Prodi Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, segir að Romano Prodi, fyrr- um forsætisráðherra Ítalíu, sé eins og sniðinn fyrir starf forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Jacques Santer, núverandi for- seti, og framkvæmdastjórnin eins og hún leggur sig, sagði af sér á dögun- um vegna spillingarmála. Blair segir í viðtali við þýskt dag- blað í dag að Prodi búi yfir öllum þeim eiginleikum sem prýða megi fyrirtaks forseta. Allt útlit er fyrir að í næstu fram- kvæmdastjóm ESB sitji ekki ein- göngu nýir menn. Margir þjóðaleið- togar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni endurtilnefna ýmsa þá sem sitja í fráfarandi framkvæmda- stjóm. Danska blaðið Politiken seg- ir í dag að ekki séu líkur á að mik- illar andstöðu við það sé að vænta írá Evrópuþinginu. Þingmenn hittust í gær og á fund- um sínum gerðu þeir ekki kröfu um að skipuð yrði alveg ný fram- kvæmdastjórn. Nýjustu hljómtækjastæðurnar frá SHARP CDC-421 • 2X20W • RMS-Surround • 3ja diska geislaspilari • Útvarp með 20 stöðva minni • RDS-tvöfalt segulband • Surround hátalarar fylgja. CDC-471 Heimabíóhljómtæki • 2X40W eða 4X40W • RMS-Dolby pro logic magnari • Stafrænt tengi fyrir minidisk • 3ja diska geislaspilari • Útvarp með 20 stöðva minni • RDS-tvöfalt segulband • Fimm hátalarar fylgja. CDC5H Heimabíóhljómtæki • 2X100W eða 4X50W *RMS • Dolby prologic magnari • Stafrænt tengi fyrir minidisk • 3ja diska geislaspilarí • Utvarp með 20 stöðva minni • RDS-tvöfalt segulband • Fimm hátalarar fylgja. Hlustaðu d alvöru hljómgæði B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 533 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.