Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 íþróttir i>v ITALIA A-deild: Lazio 26 16 7 3 54-23 55 Fiorentina 26 15 5 6 43-26 50 AC Milan 26 13 9 4 39-29 48 Parma 26 13 8 5 47-27 47 Udinese 26 12 6 8 36-33 42 Roma 26 10 9 7 48-35 39 Juventus 26 10 9 7 30-26 39 Bologna 26 10 8 8 35-30 38 Inter 26 10 6 10 45-37 36 Cagliari 26 9 5 12 37-38 32 Bari 26 6 13 7 30-35 31 Venezia 26 8 7 11 26-34 31 Perugia 26 9 4 13 33-46 31 Sampdoria 26 6 9 11 27-43 27 Piacenza 26 6 7 13 35-40 25 Vicenza 26 5 8 13 17-34 23 Salemitana 26 6 5 15 26-46 23 Empoli 26 3 9 14 21-47 16 Markahæstir: Gabriel Batistuta, Fiorentina .... 19 Heman Crespo, Parma .............16 Giuseppe Signori, Bologna........14 Roberto Muzzi, Cagliari..........14 Marco Delvecchio, Roma...........14 Marcelo Salas, Lazio.............13 Oliver Bierhoff, AC Milan........13 Marcio Amoroso, Udinese..........13 Simone Inzaghi, Piacenza ........12 Roberto Sosa, Udinese............11 Arturi Di Napoli, Empoli.........10 Filippo Inzaghi, Juventus .......10 Paulo Sergio, Roma...............10 Filippo Maniero, Venezia ........10 Næstu leikir: Ekki er leikið fyrr en 3. apríl vegna landsleikja í undankeppni Evrópumótsins um næstu helgi. B-deild: Verona 26 14 9 3 44-20 51 Treviso 26 12 12 2 40-24 48 Torino 26 14 5 7 39-21 47 Lecce 26 12 7 7 30-22 43 Atalanta 26 10 11 5 29-19 41 Brescia 26 10 11 5 28-19 41 Reggina 26 10 11 5 29-21 41 Pescara 26 11 6 9 35-32 39 Ravenna 26 10 9 7 33-33 39 Napoli 26 9 11 6 26-22 38 Genoa 26 9 6 11 36-36 33 Chievo 26 8 8 10 24-31 32 Monza 26 7 9 10 21-27 30 Cosenza 26 7 7 12 26-36 28 Cesena 26 6 9 11 21-28 27 Ternana 26 4 13 9 22-36 25 Fid. Andria 26 6 7 13 17-32 25 Lucchese 26 5 9 12 21-27 24 Reggiana 26 4 10 12 25-34 22 Cremonese 26 3 8 15 24-50 17 Næstu leikir: Sunnudagur 28. mars Atalanta-Brescia, Pescara-Cesena, Lecce-Cremonese, Chievo-F. Andria Cosenza-Genoa, Torino-Lucchese Monza-Reggiana, Napoli-Temana, Reggina-Treviso, Ravenna-Verona. Nr. Leikur: Rööin 1. Udinese - Parma 2-1 1 2. Juventus - Roma 1-1 X 3. Lazio - Venezia 2-0 1 4. Mllan - Bari 2-2 X 5. Sampdoria - Inter 4-0 1 6. Rorentina - Piacenza 2-1 1 7. Bologna - Vicenza 4-2 1 8. Perugia - Salernitana 1-0 1 9. Cagllarl -Empoli___________5-1 1 10. Leicester - Tottenham 0-1 2 11. Man. Utd. - Everton 3-1 1 12. Kilmarnock - Celtic 0-0 X 13. H. Rostock - Hamburger 0-1 2 Heildarvinningar 32 milljónir - hjá ítalska liðinu Inter á aðeins nokkrum dögum Lazio-liðið heldur sínu dampi í ítölsku knattspyrnunni en um helgina vann liðið átakalítinn sigur á nýliðunum frá Feneyjum. Lazio gerði út um leikinn á fyrsta stundarfjóröungnum en mörkin hefðu hins vegar getað orðið mun fleiri. í síðustu viku voru sumir fjölmiðlar á Ítalíu að velta því fyrir sér hvort Lazio myndi standast pressuna en þar á bæ eru menn famir að sjá glitta í titilinn eftir 25 ára bið. Menn eru á einu máli um að Lazio hefur styrkinn og getuna til að halda þetta út en það getur svo sem ýmislegt komið upp og geta hlutirnir verið fljótir að breytast. Meiðsli á leikmönnum geta sett strik í reikninginn en eins og staðan er í dag er staða Lazio sterk með fimm stiga forskot á Fiorentina. Leikmannahópur Lazio er breiður þannig að þegar einhver meiðist kemur alltaf maður í manns stað. Batistuta skoraði Fiorentina lagði Piacenza og má merkja beittari sóknarleik eftir að Gabriel Batistuta fór að leika með liðinu eftir meiðslin sem sem héldu honum frá knattspyrnuiðkun í 6 vikur. Batistuta kom Fiorentina Sinisa Mihajlovic fagnar hér marki sínu um helgina þar sem hann sýndi enn einu sinni snilli sína í aukaspyrnum upp við vítateig andstæðinganna. Lazio vann 2-0 og er á toppi ítölsku deildarinnar. Svartir dagar hjá Inter Inter beið afhroð gegn Sampdoria og í beinu framhcddi tilkynnti Rúmeninn Mircea Lucescu stjórn félagsins að hann væri hættur. Hann átti ekki annars úrkosti en nokkrum dögum áður hefði Manchester United slegið liðið út úr meistaradeildinni. Tvö stór áfóll á nokkrum dögum var of mikið en Rúmeninn sá þann kostinn vænstan að hörfa á braut og koma sér til heimalandsins. Raunar var Mircea með skammtímasamning eftir þjálfaraskiptin fyrir þremur mánuð- um. Mircea átti aðeins að stjóma liðinu út þetta tímabil en eftir það sest Marcelo Lippi í þjálfarastólinn. Hans bíður erfitt og krefjandi verkefni því mikil óánægja er á bænum og þessu tímabili vilja allir gleyma. Tvenn þjálfaraskipti Tvenn þjálfaraskipti hafa orðið, liðið úr leik í hans við Inter. Castellini, markmannsþjálfari Inter, hefur verið beðinn um að stjórna liðinu í þeim átta leikjum sem eftir eru í deildinni. Árangur í meistaradeildinni huggun Juventus er það lið einnig sem ekki hefur staðið undir væntingum. Síðan að Carlo Ancelotti tók við liðinu hefur það ekki tapað leik en það em alls átta viðureignir. Meistaramir em í sjöunda sæti en fyrir tímabilið var stefnt á toppinn eins og alltaf. Liðið var óheppið með meiðsl leikmanna en að öðru leyti hafa hlutirnir bara einfaldlega ekki gengið upp. Það sem huggar þó stjómarmenn félagsins er gott gengi i meistaradeildinni en þar er liðið komið í undanúrslit og mætir Manchester United. Zidane ekki með á Old Trafford Juventus hefur haft gott tak á United í gegnum tiðina en leikmenn United ætla ekki að láta þann leik halda áfram. Forráðamenn Juventus hafa þó áhyggjur yfir einu þessa dagana því útlitið er ekki of bjart hjá Zinedine Zidane sem leikur eins og allir vita eitt lykilhlutverkið í liðinu. Hann stendur í meiðslum sem hann hlaut í Evrópuleiknum gegn Olympiakos í síðustu viku og lék ekki með liðinu gegn Roma um helgina. Eins og málin líta út í dag er útlit fyrir að hann geti ekki verið með í fyrri leiknum gegn Manchester United þann 7. apríl en sá leikur verður á Old Trafford og sá síðari í Mílanó 21. apríl. AC Milan sá á eftir dýrmætum stigum AC Milan sá á eftir dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Liðið mátti bara þakka fyrir jafnteflið á móti Bari á San Siro. Milan-liðið jafnaði metin á elleftu stundu en hefði með sigri, eins og flestir reiknuðu með, getað skotist upp að hlið Fiorentina. Bari er mesta jafntefli deildarinnar í ár en alls hefur liðið gert 13 jafntefli. Uppgjafarmerki á Empoii Algjör uppgjöf er orðin hjá Empoli og má segja að liðið sé komið með annan fótinn í B- deildina. Liðið fékk fimm mörk á sig gegn Cagliari um helgina og getur fátt bjargað liðinu úr þessu. Ljóst er að gríðarlega hörð keppni er fram undan í fallbaráttunni en slagurinn á þeim vígstöðvum stendur á milli Salemitana, Vicenza, Piacenza og Sampdoria auk Empoli. Sampdoria sýndi þó um helgina lífsmark með sigrinum á Inter. Þetta var fyrsti sigur liðsins i langan tíma en þar hafa orðið tvisvar þjálfaraskipti i vetur. Líta hýru auga til Englands Það er ekkert launungarmál að margir knattspymumenn á Ítalíu líta hýru auga til Englands. ítalskir knattspymumenn hafa dregist aftur úr í launum en þeir vita að meira býðst í ensku knattspymunni. Nokkrir landar þeirra em á mála hjá enskum liðum og vita því nákvæmlega hvað klukkan slær í þessum efnum. Vel er látið af ítölskum knattspymumönnum á Englandi og hafa þeir langflestir staðið sig mjög vel. Það er aldrei að vita nema ítölskum leikmönnum eigi eftir að fjölga á næsta tímabili hjá ensku félögunum. -JKS Evrópukeppninni og í níunda sæti í deildinni. Þetta er óásættanlegt með öllu því krafa félagins á öllum tímum er að vera í fremstu röð i öllum mótum sem liðið tekur þátt í. Fjármagn til að byggja upp sterkt lið hefur aldrei skort þar á bæ en fyrir þetta tímabil voru miklar væntingar um góðan árangur í vetur en þær eru að engu orðnar. Mikil umræða á sér stað um hvemig bregðast eigi við þessum áföllum. Það vita allir að góður og virtur þjálfari tekur við völdum í vor en auk þess er ljóst að töluverðar leikmannabreytingar verða á leikmannahópnum fyrir næsta tímabil. Ronaldo hinn brasilíski hefur verið óheppinn með meiðsli og hefur það veikí sóknina til muna. Hann var keyptur fyrir metfé til liðsins en Ronaldo hefur ekki náð sér á strik af ýmsum orsökum. Hann hefur sagt í viðtölum á Ítalíu að hann muni klára samninginn við Inter og að honum loknum snúa heim til Brasilíu. Tvö ár eru eftir af samningi á bragðið í leiknum en liðið leikur samt ekki eins vel og það gerði framan af tímabilinu. Þá leiddi liðið lengstum deildina en smám saman fór síðan að halla unda fæti og Lazio hrökk í gang á sama tíma og hafði sætaskipti við Fiorentina. Pressa á Parma Parma sótti ekki gull í greipar Udinese og datt fyrir vikið úr öðru sæti niður í það fiórða. Þessi ósigur kann að reynast liðinu dýrmætur þegar upp verður staðið. Hvert stig úr þessu í baráttunni á toppnum er gríðarlega mikilvægt. Nú fer pressan aö verða meiri en Parma hefur oft verið valt á svellinu undir álagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.