Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 M. * 14 ? i «s»i54 27 dv Fréttir Nemendur í yngri bekkjum Grunnskólans í Ólafsvík fóru nýverið í leikhúsferð í Þjóðleikhúsið og skemmtu sér vel. Myndin er af hópnum á heimleið. DV-mynd Pétur Grunnskólinn í Ólafsvík: Samningur um námsárangur DV, Ólafsvik: í Grunnskólanum í Ólafsvík hefur verið gerð sérstök áætlun um árang- ursríkara skólastarf. Áætlunin tekur til margra þátta skólastarfsins og nú þegar hefur nokkrum þeirra verið hrundið í framkvæmd. Strax er hafín þróunarvinna innan skólans um bætt- an námsárangur. Þá er gert ráð fyrir því að sjálfsmat skólans í Ólafsvík taki til flestra þátta áætlunarinnar á síðari hluta framkvæmdatímans. Sveinn Þór Elinbergsson aðstoðar- skólastjóri sagði að einn liður þessar- ar þróunarvinnu væri samningur um markvissari námsástundun milli skól- ans annars vegar og nemenda 10. bekkjar og foreldra þeirra hins vegar. Markmiðið er sameiginlegt átak skól- ans, nemenda og heimilanna í að bæta námsástundum nemenda og auka Sveinn Þór Elinbergsson. DV-mynd Hilmar Þór fæmi þeirra til sjálfstæðari vinnu- bragða við iðkun náms, þannig að hver og einn reyni að stefna að há- marksárangri. Grunnskólinn í Ólafsvik leggur þannig fram aukið íjármagn til auk- innar viðvera nemenda, þar sem þau fá hvatningu, aðhald og hjálp við heimanám og skipulagningar þess, auk kennslu í námstækni. Nemendur og foreldrar skuldbinda sig hins vegar til að leggja fram aukna vinnu við markvissari ástundun námsins með sérstakri áherslu á kjamagreinar - sæki fleiri kennslustundir og heima- námsverk í viku hverri en hefðbund- in stundaskrá kveður á um. Foreldrar taka virkari þátt í heima- námi, aðstoða nemendur við skipu- lagningu námsins, styðja þá og hvetja ásamt öðru því er lýtur að sérstöku hlutverki foreldra í samningnum. Sveinn sagði að þetta hefði mælst vel fyrir og undirtektir foreldra og nem- enda væru góðar. -PSJ Neyðarljósagangur í Önundarfirði - leitað í höfnum á Vestfjörðum Hornaíjörður: Jökull til Ítalíu DV, Hö£n: Karlakórinn Jökull á Horna- firði er að undirbúa ferð til ítal- íu og er áætlað að fara utan 9. maí. Söngferðin tekur 10 daga. Flogið verður til Mílanó og þar verða haldnir tónleikar með and- legri dagskrá í kirkju heilags Ge- orgs. Þaðan verður haldið til Feneyja og þar syngur kórinn í Markúsarkirkjunni frægu. Sagt er að það sé draumur allra kórfé- laga að syngja þar. Frá Feyneyjum liggur leiðin til Toscana-héraðs þar sem dval- ið verður í nokkra daga og síðan haldið til smábæjarins Lucca sem er fæðingarbær stórsöngvar- ans Pavarotti. í Lucca er verið að undirbúa samstarf og samsöng með karlakór staðarins. Næsti viðkomustaður verður Flórens og þar hittir kórinn Gospel-systur, sem er hluti af kvennakór Reykjavíkm-, og syng- ur kórinn konsert með þeim . Karlar í Jökli eru 35 og söng- stjóri Jóhann Moravek - undir- leikari Guðlaug Hestnes. Guð- laug ætlar að taka smáforskot á kórferðalagið þar sem hún fer með öðnun kór til Ítalíu - Kór Rangæingafélagsins í Reykjavik, þar sem hún verður undirleik- ari. Það er ýmislegt fleira á döfinni hjá kórfélögum Jökuls því þeir eru að gefa út geisladisk sem verður tekinn upp 15.-16. maí. Formaður kórsins, Öm Amars- son, segir að mikil vinna sé fram undan hjá kórfélögmn við æfing- ar, konserta og fjáröflun. Um helgina var stórsamkoma í íþróttahúsinu á Höfn þar sem uppboð var á listmunum sem kórfélagar höfðu sjálfir gert. Þar kom greinilega í Ijós að körlun- um er fleira til lista lagt en söng- urinn. Fjöldi vel gerðra og frum- legra gripa var þar og seldust all- ir. -JI Öm Arnarsson, formaður karlakórsins, og Torfi Friðfinnsson varafor- maður. DV-mynd Júlía Reykjavikurmotið í knattspypnu [ kvöld leika Víkingur R. - Valur á Leiknisvelli kl. 18.30 og Léttir- Fylkir á gervigrasinu í Laugardal kl. 20.30. Knattspyrnuráð Reykjavíkur Mikill viðbúnaður var á Vestfjörð- um aðfaranótt sunnudags þegar til- kynnt var um neyðarljós vestanvert í Önundarfirði. Það voru tveir lögreglu- menn sem voru staddir í bíl skammt frá Flateyri sem urðu varir við ljósa- ganginn. Varðskipi, sem var statt inni í ísa- fjarðardjúpi, var siglt að Önundarfirði og Tilkynningaskylda SVFÍ gerði ráð- stafanir til þess að það yrði kannað allt frá Patreksfirði að Súðavik um báta sem hugsanlega hefðu farið úr höfn án þess að láta vita. Menn úr öll- um þessum bæjarfélögum voru beðnir um að fara niður að höfn til að kanna hvort einhvem bát vantaði sem ekki átti að vera á sjó. Eftir mikla leit og mikið umstang var ákveðið að hætta leit. Talsmaður Slysavamafélagsins sagði að um nótt- ina hefði verið heiðskírt og stjömu- bjart en í tilfellum sem þessum verði menn að taka tilkynningar sem þess- ar alvarlega, ekki síst í ljósi þess að tilkynnendur í þessu tilfelli voru ábyrgir aðilar. Einhver hafði á orði eftir allt þetta umstang að einhver hefði verið að undirbúa fjölþjóölegu hátíðina á Flat- eyri þar sem fulltrúar frá um 40 lönd- um komu saman. -Ótt Borgarbyggð: 22 íbúðir verði seldar DV Vesturlandi: Bæjarstjóm Borgarbyggðar sam- þykkti á síðasta fundi sínum að fela bæjarstjóra að hefja undirbúning á sölu íbúða í eigu Borgarbyggðar. Að sögn Eiríks Ólafssonar bæjarritara i Borgarbyggð eru 22 íbúðir í eigu Borgarbyggðar. Ekki er ákveðið endanlega í hvað fjármunfrnir sem fást með sölunni verða notaðir. Til greina kemur að byggja leiguíbúðir og hreyfa til fjármagn þannig að það nýtist betur. Atvinnuleysi í Borgar- byggð hefur aukist um helming frá árslokum 1997. í árslok 1997 voru 8 atvinnulausir í lok ársins 1998 vora þeir 15. DVÓ vmújuff d sÆí %Jgjfr WJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.