Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 7 Fréttir Skoðanakönnun DV um viðhorf í sjávarútvegsmálum: Mikill meirihluti fýlgj- andi byggðakvóta - kjósendur hafna uppboði á Mikill meiríhluti kjósenda er fylgj- andi byggöakvóta þar sem aflaheim- ildum er úthlutað til byggðarlaganna en ekki skipa. Hins vegar hafna kjós- endur uppboði á kvóta, að kvóti sé boðinn upp og seldur hæstbjóðanda. Loks er meirihluti kjósenda fylgjandi hugmyndum um þjónustugjald á út- gerðir sem m.a. voru viðraðar á lands- fúndi Sjálfstæðisflokksins á dögunum. Þetta eru helstu niðurstöður skoðana- könnunar DV sem gerð var á fimmtu- dagskvöld í síðustu viku. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafht skipt milli höfúðborgar og landsbyggðar. Hringt var í fólk og það spurt þriggja spuminga um sjáv- arútvegsmál. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvígfur). 1. Byggðakvóta í sjáv- arútvegi? 2. Úpp- boði á kvóta? 3. Þjónustugjaldi á útgerðir? Byggöakvóti Meirihluti kjós- enda er fylgjandi hugmyndinni urn byggðakvóta. . Af öllu úrtakinu sögð- ust 58,8% vera fylgjandi byggðakvóta, 20,5% sögðust andvíg, 13,5% voru óá- kveðin en 7,2% svöruðu ekki. Sé ein- ungis litið til þeirra sem afstöðu tóku eru 74,2% fylgjandi byggðakvóta en 25,8% andvíg. Þegar afstaða kynjanna er skoðuð er svipað hlutfall fylgjandi byggða- kvóta meðal karla og kvenna, eða þrír af hverjum fjórum. 70% höfuðborgar- búa vilja byggðakvóta en 30% eru andvíg hopum. Stuðningurinn er enn meiri á landsbyggðinni þar sem 79% eru fylgjandi byggðakvóta en aðeins 21% andvíg. Byggðakvóti á mestan hljómgrunn meðal stuðningsmanna Samfylking- arinnar þar sem 66,7% eru fylgjandi byggðakvóta, Framsóknarflokksins, þar sem 65,7% eru fylgjandi, og Vinstri hreyfmgarinnar - græns framboðs þar sem 65,3% eru fylgj- andi. Rétt um helmingur sjálfstæðis- manna og stuðningsmanna Frjáls- lynda flokksins hugnast hugmyndin um byggðakvóta. Um fimmtungur stuðningsmanna allra flokkanna er óákveðinn í afstöðu sinni eða svarar ekki spumingunni. Hafna uppboði Uppboð á kvóta, þar sem hann er seldur hæstbjóðanda á markaði, á sér fleiri andstæðinga en fylgismenn meðal kjósenda. 27% voru fylgjandi uppboði, 52,3% á móti, 14,2% svöruðu ekki og 6,5% neituðu að svara. Séu eingöngu skoðaðir þeir sem afstöðu tóku kemur í ljós að 34% eru fylgjandi uppboði á kvóta en 66% andvíg. 56,9% karla eru andvíg uppboði á kvóta en 75,9% kvenna. Andstaðan á landsbyggðinni, þar sem 71% voru andvíg, er meiri en á höfúðborgar- svæðinu þar sem 61,2% voru andvíg uppboði á kvóta. Andstaðan við uppboð á kvóta er mest í röðum stuðn- ingsmanna Vinstri hreyf- ingarinnar græns fram- boðs, 60,9%, og Framsóknar, 54,3%. Uppboð á kvóta á sér hins vegar flesta fylgismenn meðal frjáls- lyndra, 40%, samfylkingar- manna, 32,5%, og sjálfstæðis- manna, 32%. Óákveðnir og þeir sem svara ekki eru fæstir í stuðningsmannahópi Samfylkingarinnar en flestir í röðum framsóknarmanna. Vilja þjónustugjöld Hugmyndin um þjónustugjald, sem lagt yrði á útgerðir, fær jákvæð við- brögð frá 44,2% kjósenda en 27% voru andvíg hugmyndinni. 20,5% voru óá- kveðin, sem er hæsta hlutfall óákveð- inna i þessari lotu könnunarinnar, og 8,3% neituöu að svara. Þegar þeir sem tóku afstöðu eru skoðaðir eru 62,1% fylgjandi þjónustugjöldum en 37,9% andvíg. Meiri stuðningur er við þjónustu- gjöld í röðum kvenna, 68,2%, en með- al karla, 56,9%. Ekki er marktækur munur á afstöðu íbúa höfuðborgar- svæðis og ibúa landsbyggðar þar sem ríflega sex af hverjum tíu eru fylgj- andi þjónustugjöldum. Stuðningur við þjónustugjöld á út- gerðir er mestur meðal stuðnings- manna Frjálslynda flokksins, 70%, Samfylkingar, 48,3% og Framsóknar, 47,1%. 45,3% stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins eru fylgjandi þjón- Veiðileyfagjald Q) Fylgjandi Einnig fylgjandi byggöakvóta Andvígir 20,1% Læknir og skipstjóri fá sínu framgengt: Poppmessa á Flateyri Lýður Árnason, læknir á Flat- eyri, og Ólafur Ragnarsson, skip- stjóri á Flateyri, standa fyrir popp- messu sem haldin verður á skírdag í kirkjunni á staðnum. Síðustu dag- ar Krists eru viðfangsefni söngleiks- ins sem tekur um klukkutíma í flutningi. Þeir félagar komust í fréttirnar í haust þegar þeir sóttu um að leysa af prestinn í kirkjunni, sr. Gunnar Björnsson, sem er í leyfi. „Við töld- um okkur illskárri kost en engan prest,“ segir Lýður. Beiðni þeirra var hafnað, en hún var síðan endur- skoðuð og þeim falið að koma með eitthvað inn í trúarlífið á staðnum. Poppmessan er þeirra innlegg, en þeir sömdu hana. „Tónlistin er aðal- lega í anda rokks og gospels og svo er líka klassík í þessu,“ segir Lýður. Um 15 manns koma fram í söng- leiknum. Lýður verður í hlutverki sögumanns en Ólafur bregður sér i kvóta en eru fylgjandi þjónustugjaldi á útgeröir ustgjöldum en aðeins 21,7% stuðn- ingsmana Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Þar er andstaðan mest, 47,8%. Hugmynd um þjónustugjald virðist framandi mörgum svarendum sem sést best á hlutfalli óákveðinna og þeirra sem svöruðu ekki. Samkvæmt könnun DV er óvissan mest í röðum framsóknarmanna þar sem 35,8% voru óákveðin eða svöruðu ekki og meðal stuðningsmanna Vinstri hreyf- gervi Pontíusar pílatusar. „Mig hefúr alltaf langað til að verða prestur," segir Lýður, sem fór þó í læknisfræði. „Ég var ekki orð- ingarinnar - græns framboðs þar sem þetta hlutfall var 30,5%. í röðum sjálf- stæðismanna var tæplega fjórðungur óákveðinn eða svaraði ekki. Bæði gjald og byggðakvóta DV kynnti í gær niðurstöður skoð- anakönnunar um viðhorf til veiði- leyfagjalds. Kom fram að 61,9% voru fylgjandi veiðileyfagjaldi en 38,1% á móti. I framhaldinu var skoðað hve hátt hlutfall þeirra sem voru fylgjandi inn nógu þroskaður þá. Það þarf miklu meiri þroska til að verða prestur heldur en læknir." Hann sér þó ekki eftir að hafa ekki farið í veiðileyfagjaldi væru einnig fylgjandi byggðakvóta. í ljós kom að 67,5% stuðningsmanna veiðileyfagjalds voru einnig fylgjandi byggðakvóta, að kvóta yrði úthlutað til byggðanna en gjald tekið fyrir veiðiheimildimar. Það þýðir að meðal þeirra sem tóku afstöðu til spumingarinnar mn veiði- leyfagjald em 20,1% fylgjandi veiði- leyfagjald, 41,8% fýlgjandi bæði veiði- leyfagjaldi og byggðakvóta og 38,1% andvíg veiðOeyfagjaldi. -hlh guðfræði. „Það getur vel verið að ég eigi eftir að fara í guðfræði," segir læknirinn, sem er 36 ára. -SJ Lýður Árnason læknir og Ólafur Ragnarsson skipstjóri eru vanir að vera á sviði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.