Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 25 íþróttir Meistararnir íslandsmeistarar Víkinga, til vinstri. Efri röð frá vinstri: Gunnar Magnússon þjálfari, Kári Sigurðsson, Emil Ás- grímsson, Arnar Már Magnússon, Sverrir Hermannsson, Sæþór Sæþórsson, Andri Már Númason, Einar Lúthers- son og Barbara Fisher aðstoðarþjálfari. Neðri röð frá vinstri: Kári Einarsson, Kristmann F. Dagsson, Helgi Ótt- ar Hafsteinsson, Brynjar Hreggviðsson, Magnús Júlíus- son og Ingi Þór Helgason lukkutröll. Hér fyrir neðan eru hetjur Víkinga í úrslitaleiknum en þessir þrír gerðu 13 af 14 mörkum liðsins og sendu auk þess 7 stoðsendingar samtals. Talið frá vinstri: Sverrir Hermannsson, Andri Már Númason og Sæþór Sæþórs- son. Utríkir Akureyringar KA setti mikinn svip á úrslitaumferð 5. flokks og átti meðal annars tvö lið i undanúrslitum í C- liðum. Það var síðan annað C-lið félagsins sem tryggði sér sigur í úrslitaleik og varð íslandsmeistari C- liða 1999. íslandsmeistarar HK í 5. flokki B-liða vöktu sérstaka athygli fyrir frábæra liðsheild og mjög góða samvinnu i liðinu. Þeir unnu Aftureldingu í úrslitaleiknum, 12-9. Márus Þór Haralds- son, besti maður Framara, býr sig und- ir að taka síðasta kast úrslitaleiksins hér að ofan. Márus skoraði 4 mörk og átti auk þess 5 stoðsendingar. Islandmeistarar í 5. flokki karla: Vaskir Víkingar urðu meistarar í A-liðum en HK vann í B-liðum og KA í C-liðum íslandsmót 5. flokks karla í handbolta fór fram á vegum Vík- ings og HK í Víkinni og Digra- nesi á dögunum. Það var gaman að sjá að 6 lið áttu ftdltrúa í úr- slitaleikjunum og sjö í undanúr- slitum þannig að ungir hand- boltamenn eru að koma upp á mörgum stöðum sem er mjög já- kvæð þróun fyrir handboltann. Víkingur, HK og KA voru sig- urvegarar þessa árs, Víkingur lagði Fram, 14-13, í úrslitaleik A- liða, HK vann Aftureldingu, 12-9, í úrslitaleik B-liða og KA vann úrslitaleik C-liða við Hauka á hlutkesti. Víkingsliðið hefur verið ill- sigrað í vetur og þetta er í þriðja sinn sem þessir tveir árgangar úr Stjörnugófinni verða íslands- meistarar saman en áður urðu þeir meistarar í 7. og 6. flokki 1997 og 1995. Það er mikil stemn- Þrír sterkir framtíðarmenn Víkinga: Samvinnan lykillinn - hjá þeim Sverri, Andra og Sæþóri Samvinna þriggja leikmanna hjá nýkrýndum íslandsmeisturum Vík- inga í 5. flokki var einn af lyklunum að sigri liðsins í ár. Þetta eru þeir Sverrir Hermannsson, Sæþór Sæ- þórsson og Andri Már Númason. ing og leikgleði í hópnum sem skil- ar sér vel inn á leikvöllinn. Heppnin ekki Haukamegin Haukar áttu tvo fulltrúa í undan- úrslitmn, í bæði B- og C-liðmn. Það er þó ekki hægt að segja að heppnin hafi fylgt með því bæði liðin töpuðu og duttu út á hlutkesti. B-liðið datt út í undanúrslitum á hlutkesti og C- liðið tapaði líka úrslitaleiknum á hlutkesti. í reglunum er að ef jafnt er eftir eina framlengingu er varpað hlutkesti um sigurvegara og lukkutröllin virtust hafa orðið eftir í Firðinum í þetta skiptið. Röð efstu liða á mótinu A-lið 1. Víkingur, 2. Fram, 3. Aftureld., 4. HK. B-lið 1. HK, 2. Afturelding, 3. Fram, 4. Haukar. C-lið 1. KA-1, 2. Haukar, 3. Fjölnir, 4. KA-2. 13 af 14 mörkum Þessir þrír kappar voru allt í öllu í leik meistaranna, skoruðu 13 af 14 mörkum liðsins og áttu auk þess samtals 7 stoðsendingar. Sverrir skoraði 6 mörk og átti 2 stoðsend- ingar, Sæþór gerði 3 mörk og átti 5 stoðsendingar og Andri Már gerði 4 mörk. Á meðal fjögurra marka Andra var ótrúlega mikilvægt mark undir lok fyrri hálfleiks er hann, sem spilar vanalega línu, lyfti sér upp fyrir utan punktalínu og þrum- aði knettinum óverjandi í samskeyt- in og í stað þess að vera tveimur mörkum undir í leikhléi var Fram aðeins 8-7 yfir. Umsjón Óskar Ó. Jónsson Eins og áður segir ná þessir þrír mjög vel saman, Sverrir spilar hægra megin fyrir utan og Sæþór á miðjunni en báðir eru duglegir að mata Andra á línunni auk þess að opna hvor fyrir annan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.