Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 15 ilpfs! '—J Áar okkar héldu því fram að hundurinn væri besti vinur mannsins. Margir eru þeirrar skoðunar enn í dag. Sum afþess- um fjórfættu, loðnu og snoppufríðu spen- dýrum fylgja eigendum sínum í vinnuna. Er þá ekki hægt að segja að hundurinn sé besti vinnufélaginn? Að minnsta kosti er ekki hægt að finna tryggari vinnufélaga og þeir kvarta aldrei svo heitið geti Hann er jarðarberið á rjómatertunni Engir bastarðar eru nefndir eft- ir ástarguðinum Eros. Yorks- hire terrier-hundur Iðunnar Angelu Andrésdóttur, kaupmanns í skartgripaversluninni 1928, ber nafn með rentu. Hann er ljúfur, stilltur og snyrtilegur til fara. „Hann er óskap- lega kelinn.“ Hversdags er honum pakkað inn til að hann nagi ekki feldinn. Hárin myndu þvælast fyrir. Hann er auk þess í þunnri kápu. „Þessir hundar fara ekki úr hárum. Þar af leiðandi eru þeir ekki með undirfeld þannig að þeim verður kalt.“ Á tyllidögum fær Eros að skarta hárunum síðu og finu. Hann er sýningarhundur og þá þýðir ekki annað en að tjalda því sem til er. Eros er oft með Iðunni í verslun- inni og heldur þá til í lítilli tösku. „Hún er rúmið hans en hann sefur yfirleitt á daginn. Hann kíkir þó stundum upp úr töskunni þegar böm koma inn í verslunina. Svo fáum við okkur stundum göngutúr því hund- urinn þarf náttúrlega að pissa. Mað- urinn minn tekur hann oft um miðj- an dag. Hann vinnur heima en sinn- ir ýmsum verkefnum úti um allan bæ.“ Eros er eins árs og hjónin fengu hann með það í huga að þau væru alltaf með hann. „Þetta er lítill kjöltm-akki og hann á að vera með manni. Hundurinn er vinur manns- ins. Eros er einn af heimilismeð- limunum. Hann er reyndar ekki per- sóna en næstum því.“ Eros fellur vel inn í umhverfið þar sem glitrandi skartgripir í gamal- dags stíl hanga í glerskápum. „Hann er jarðarberið á rjómatertunni," seg- ir Iðunn. Jarðarberið lætur ekki í sér heyra. Það er sofandi í töskimni. -SJ „Hann er óskaplega geðgóður og mjög tillitssamur. Þetta er stór hundur og hann fer varlega þegar böm eru annars vegar." DV-mynd Teitur Sankó nennir ekki alltaf í vinnuna. „Hann stend- m- ekki alltaf upp þeg- ar ég fer að heiman á morgnana." Það er í lagi því Sankó þarf ekki að stimpla sig inn. -SJ **•*»*, Góður spennujafnari g hef Sankó með mér í vinn- una svo hann sé ekki einn heima og til að það sé eitthvað aö gerast í kringum hann. Hundar þurfa að hafa ákveðna rútinu og þeir þurfa verkefiii sem þeir eiga að leysa. Verkefiii Sankós eru m.a. að ná i Morgunblaðið fyrir mig og halda á lítilli handtösku sem ég á.“ Sankó er níu ára golden retriever hundur Lárusar Halldórssonar endurskoð- anda. Sankó er fastur punktur í til- veru starfsmannanna á endurskoðun- arskrifstofu Lárusar. Hundurinn er búinn að eignast marga vini í gegnum starfið. „Við- skiptamenn hjá mér spyrja eftir hon- um ef þeir sjá hann ekki. Fólk tekur honum yfirleitt vel. Ég passa þó alltaf upp á að hundurinn vaði ekki í fólk.“ Lárus segir að Sankó hafi komið í veg fyrir rifrildi. „Fyrir nokkrum árum pantaði maður tíma og ég vissi að hann ætlaði að skamma mig fyrir eitthvað sem ég átti skilið. Hann kom inn tilbúinn með ræðuna en um leið og hann sá hundinn gerði hann þau mistök að spyija hvað hann héti. Ég sagði honum það og þar með var æs- ingurinn fokinn út í veður og vind. Við ræddum svo málin saman í ró- legheitunum. Það er erfitt að vera ósanngjam þegar svona skepna er í sama herbergi." í huga Lárusar er Sankó stórkost- Iegur karakter. „Hann er óskaplega geðgóður og mjög tillitssamur. Þetta er stór hundur og hann fer varlega þegar böm era annars veg- ar. Hann veit hvað hann má og hvað hann má ekki. Hann er þó útsmoginn og reynir stundum að gcuiga á lagið. Hann sættir sig hins vegar alltaf við þær reglur sem gilda.“ „Það er regla hjá mér að taka utan um hann á hverjum degi. Hann knúsar á móti og svo talar hann við mann.“ DV-mynd E.ÓI. Frekur fékk hund Neró er sjö ára collie-hundur. „Það er ofsalega mikill leikur í honum,“ segir eigandi hans, Emil Pétursson leikmyndasmiður. Emil rekur smíðaverkstæðið Meistaraverk og hefúr Neró fylgt honum í vinnuna frá því hann var hvolpur. „Ef ég gæti ekki haft hann í vinnunni myndi ég sennilega láta lóga honum. Ég myndi ekki geta gert honum það að vera lokaður inni á heimilinu allan daginn." Neró liggur yfirleitt fyrir utan verkstæðið en fer inn þegar veður gerast válynd. Hann leikm- sér að spýtum og ýmsu drasli sem hann ftnnur í vinnunni. „Hann kemur stundum með eitthvað til min og vill að ég kasti hlutnum svo hann geti sótt hann. Stundum geltir hann á mig og vill fá mig í smá eltingarleik og þá hlaupum við saman. Það kem- ur fyrir að hann þarf að vera inni í bíl heilan dag. Það er ekkert mál en þá sefúr hann bara.“ Emil eignaðist sinn fyrsta hund þegar hann var 18 ára. Það var bast- arðurinn Snoddas. „Foreldrar mínir fóra í sumarfrí og ég fékk mér hund af eintómri frekju. Mig hafði lengi langað til að eignast hund en hund- ar era miklir félagar.“ Emil og eiginkona hans eiga tvö böm. Hann segir að Neró forðist böm og reyna hjónin því að halda bömunum og hundinum aðskildum. „Hann sýnir þeim tennumar ef þau toga í skottið á honum en hann reyn- ir hins vegar ekki að bíta þau. Svo leikur hann stundum við þau, sér- staklega ef þau era úti. Þá reynir hann til dæmis að stela af þeim skóflunni. Hann hleypur með hana í burtu og þau hlaupa grenjandi á eft- ir honum. Það finnst honum ægilega gaman." Neró er annað í augum Emils en ferfætt, loðið spendýr. „Þetta er mjög góður vinur minn. Það er regla hjá mér að taka utan um hann á hveij- um degi. Hann knúsar á móti og svo talar hann við mann,“ segir Emil og líkir eftir hljóðunum i vini sínum. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.