Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 Fréttir Sigbjörn Gunnarsson sagði sig frá fyrsta sæti á lista Samfylkingar: Afsögn eftir fund með formanni DV, Akureyri: Hvað getur legið að baki því að sig- urvegari í prófkjöri innan stjómmála- samtaka fái á móti sér svo algjöra höfn- im félaga sinna að hann neyðist til að draga sig til baka? - Þessi spuming leitar á marga nú þegar orðið er ljóst að Sig- bjöm Gunnarsson, sveitarstjóri í Mý- vatnssveit, sem sigr- aði í prófkjöri Sam- fylkingarinnar á Norðurlandi eystra, hefúr dregið sig til baka. Þangað til ljóst var að Sigbjöm hafði sigrað í prófkjörinu virtust menn ekki hafa ýkja miklar áhyggjur af framboði hans. Það var ekki rætt um það neitt sérstaklega að koma þyrfti í veg fyrir að hann næði ár- angri, engar „blokkir" myndaðar eða neitt þess háttar. Staðreyndin er neíhilega sú að langflestir reiknuðu með að Svanfríður Jónasdóttir alþing- ismaður myndi sigra örugglega í próf- kjörinu og átti það jafnt við um al- þýðubandalagsmenn og krata sjálfa. Þess vegna varð sjokkið algjört þeg- ar í ljós kom að Sigbjöm hafði unnið Svanfríði með 10 atkvæða mun og þá um leið varð mönnum ljóst að þeir höfðu ekki unnið heimavinnuna sína. Svanfríður beitti sér ekki mjög í að- draganda prófkjörsins, var t.d. ekki með skipulagðar hringingar og þess háttar. Hins vegar fóra að berast af því fregnir tveimur til þremur dögum fyrir prófkjörið að Sigbjöm og stuðn- ingsmenn hans hefðu starfað af geysi- legum krafti „neðanjarðar", vinir og kunningjar vom vfrkjaðir og t.d. sér- staklega sótt inn í KA sem Sigbjöm lék með knattspymu um árabil. Og svo féll sprengjan á próf- kjörsvöku þar sem allir frambjóðend- ur vora eða litu inn, nema Sigbjöm. Greinilegt var að mönnum hafði brugðið mjög og er þá ekki tekið djúpt í árinni. Það vakti athygli að þá strax sögðu frammámenn úr bæði Alþýðu- flokki og Alþýðu- bandalagi að alls ekki kæmi til mála að Sigbjöm leiddi lista Samfylkingar- innar, því yrði að afstýra með öllum tiltækum ráðum. Stál í stál Sigbimi var mjög fljótlega gerð grein fýrir þessari al- mennu skoðun en hann svaraði því til af hörku að hann hefði sigrað í próf- kjörinu, 1. sætið væri hans og því yrði ekki breytt. Það var stál í stál. Aðrir sem lentu í efstu sætunum í prófkjörinu héldu sig til baka og neit- uðu alltaf að tjá sig um deilumar eða Sigbjöm, utan þess að alþýðubanda- lagskonan Kristín Sigursveinsdóttir, sem lenti í 4. sæti, sagði efnislega í sjónvarpi að hún væri „nógu langt frá Sigbimi á listanum" og varð ekki skil- in öðravísi en þótt hún tæki sætið þá myndi hún ekki starfa með honum. Málið er búið að vera í eins konar biðstöðu vikum saman og á því virtist engin lausn meðan Sigbjöm gaf sig ekki. Vitað er að Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýöuflokksins, reyndi að beita sér í málinu og ræddi það við Sigbjöm að hann drægi sig í hlé en sveitar- stjórinn var fastur fyrir. Fjármálin á dagskrá Segja má að kaflaskil hafi orðið í málinu þegar farið var að ræða fjár- mál Sigbjöms opinberlega. Vitað hef- ur verið að hann hefúr átt í miklum íjárhagserfiðleikum vegna sameignar- fýrirtækis sem hann og fleiri i tjöl- skyldunni hafa rekið rnn árabil, en það er íþróttavöraverslunin Sporthús- ið í Hafnarstræti á Akureyri. Þessi verslun hefur lengi átt erfitt uppdráttar og Sigbjöm orðið að gangast í persónu- legar fjárhagsá- byrgðir sem hann hefur síðan fengið í bakið. Fljótlega eftir prófkjörið munu formenn A-flokk- anna hafa fengið í hendur gögn um fjármál Sigbjöms en þau komust þó ekki i hámæli fýrr en vefmiðillinn Vísir.is greindi frá óánægju með íjármál hans. Sigbjöm sjálfur sendi svo frá sér til- kynningu á dögun- um um þau mál, ásamt yfírlýsingu frá sýslumanni um að hann skuldaði ekki vörsluskatta. Eftir þetta komust ljármál hans í hámæli og menn kepptust við að segja af þeim sögur og voru millj- óntatugir nefndir i því sambandi, árangurslaus fjámám og þess hátt- ar. Nú um helgina var ljóst að nið- urstaða yrði að fást í framboðsmál- in og hélt Sig- bjöm suður til fundar við Sig- hvat, formann sinn. Niður- staða þess fúnd- ar varð að Sig- bjöm lýsti því yfír að hann myndi víkja af listanum. Hvort hann gerði það sjálfviljugur eða tilneyddur hefur ekki verið látið uppi en vitað er að innan forystusveitar krata var það almenn skoðun að pólitísk staða Sigbjöms væri vonlaus eftir að hann sendi frá sér yffrlýsingu um rógburð á hendur sér frá meintmn samherjum sem andstæðingum. Að sama skapi var það skoðun forystunn- ar að ekki væri hægt að henda Sig- bimi af listanum þar sem engin dæmi væra um að Alþýðu- flokkurinn rifti nið- urstöðum prófkjörs. Talið er vist að Sig- hvatur hafl lagt of- uráherslu á það við Sigbjöm að hann færi af listanum vegna pattstöðunnar fýrir norðan og þess að málið var talið hafa alvarlegar af- leiðingar fýrir Sam- fýlkinguna í helld. Hvað formaðurinn bauð í staðinn á væntanlega efífr að koma í ljós. Aldrei orðið leið- togi Það er alveg ljóst að samfylkingarfólk- ið hefði ekki fellt sig við Sigbjöm sem leiðtoga þótt fjármál hans hefðu ekki komið til umræðu og hugsanlega ráð- ið einhverju um niðurstöðuna. Ein- hverra hluta vegna hefur það t.d. ver- ið þannig í Alþýðuflokknum á Akur- eyri á undanfomum árum að þar hef- ur verið mikið ósamlyndi milli Sig- bjöms og annarra forsvarsmanna flokksins og mikil heift imdir niðri. Þá er vitað að Sigbjöm nýtur engrar sérstakrar hylli innan Alþýðubanda- lagsins, enda varla von. Málið er ein- faldlega þess eðlis að það hefði aldrei tekist að koma saman framboðslista með Sigbjöm í efsta sætinu. Þegar þetta er skoðað er furðulegt að kjör- dæmaráð flokkanna skuli hafa ákveð- ið að efna til prófkjörs því menn máttu gera sér grein fýrir því að Sig- bjöm myndi hugsanlega fara fram. Miðað við samstöðuna sem var og er um Svanfríði Jónasdóttur meðal A- flokksmanna á Norðurlandi eystra hefði auðvitað átt að stilla upp lista með Svanfriði í 1. sæti, alþýðubanda- lagsmann í 2. sælti og svo framvegis. Það var hins vegar ekki gert og það kann að verða Samfýlkingunni á Norðurlandi eystra dýrkeypt. Sigbjörn Gunnarsson. Var honum stillt upp við vegg? Fréttaljós Svanfríður Jónasdóttir fær 1. sætið en hún á erfitt hlutskipti fram undan við að leiða Sam- fylkinguna á Norðurlandi eystra eftir það sem á undan er gengið. Sigbjörn sá að sér Það var þá sem hótanimar hófust, enda ekkert annað að gera til að koma vitinu fyrir manninn. Sig- bjöm getur sjálfum sér um kennt að hafa verið rógborinn og rægður. Hann bauð upp á þetta sjálfur. Og nú síðast fjármálin. Þau vora dregin inn í umræðuna vegna þess eins að Sigbjöm neyddi samflokksmenn sina til þess. Þeir eru i sjálfu sér saklausir af öllum rógburði en svona sögur fara auðvitað af stað þegar menn ætla að ríghalda í efsta sætið, af því að þeir vora kosnir í það fýrir misskilning. Sigbjöm verður að skilja að það er enginn á móti honum. Hann er hinn vænsti maður og rógurinn og níðið kemur utan úr bæ og er sprott- ið af þeirri þrákelkni sem hann hef- ur sýnt. Að öðra leyti er hann fínn maður og öllum þykir vænt mn hann og hann hefði verið hvers manns hugljúfi ef hann hefði ekki asnast í prófkjörið og orðið svo óheppinn að lenda i efsta sætinu. Nú er hann loksins farinn og búinn að skilja að það er Samfylkingunni fyrir bestu og honum fýr- ir bestu að hann komi hér hvergi nálægt, enda stóð aldrei til að Samfylking léti efsta manninn verða efstan, nema sú yrði efst sem á að vera efst. Dagfari stöðu gegn Sigbfrni til að grafa undan honum og þeir létu telja aftur og sendu Sigbfrni skilaboð í góðu um að hann drægi sig til baka með góðu, til að allt væri í góðu hjá Samfylkingunni. En Sigbjöm lét sig ekki og hélt enn í þann bamaskap að hann ætti að vera efstur af því að hann var efstur í kosningunni. Jæja, þetta endaði vel hjá Sam- fýlkingunni fýrir norðan. Sigbjöm Gunnarsson er hættur, farinn, flú- inn. Það tókst loks að hrekja hann í burt. Raunar tók þetta miklu lengri tíma en til stóð. Sigbjöm þráaðist við og sannleikurinn er sá að Sam- fylkingin fyrir norðan hefði aldrei farið að grafa upp fjármál Sigbjöms, ef hann hefði ekki boðið upp á það sjálfur, með því að halda því fram, út í rauðan dauðann, að hann ætti rétt á fýrsta sæti Samfýlkingarlist- ans. Sigbjöm misskildi nefnilega próf- kjörið frá upphafi. Menn leyfðu hon- um að vera með, enda prófkjörið opið. Það stóð reyndar lítil hætta af honum, orðinn smásveitarstjóri austur i Mývatnssveit. En það hvarflaði ekki að nokkrum manni að Sigbjöm yrði efstur á listanmn, ekki nema þá einhverjum villuráf- andi kjósendmn sem skilja ekki leik- reglumar. Svo hélt Sigbjöm að hann gæti haldið sætinu þegar búið var að kjósa hami! Það kann að gilda einhvers staðar annars stað- ar og í öðrum flokkum en fyrir norðan er ekki tekið mark á því þegar vitlaus maður verður efst- ur í prófkjöri. Það var þá sem samherjar Sigbjöms í Samfylk- ingunni sáu sig knúna til að hefja opinbera and- Stuttar fréttir i>v Ármannsfell gekk vel Hagnaður af rekstri verktaka- og byggingafyrirtækisins Ármannsfells varð tæplega 66,7 miiljónir króna á síðasta ári. Helstu verkefhi féiagsins á árinu voru bygging náttúrufræða- húss fýrir HÍ, Gígjubrú, stöðvarhús á Nesjavöllum og endurbætur og tengibygging fýrir Menntaskólann í Reykjavik. Engin efnahagsrök Engin efna- hagsleg rök era lengur fírir nauð- syn ríkiseignar á fjármálamarkað- inum og hin djúptæku áhrif og eignaraðild ríkis- ins á þessum markaði era honum fjötur um fót. Þetta kom fram í ræðu Kristjáns Ragnarssonar á aðalfundi íslands- banka í gær. Nýtt kreditkort SPRON setti í gær á markað nýtt kretitkort - veltukort. Kortið er frá- bragðið öðrum kreditkortum að því leyti að viðskiptavinir ráða hversu mikið þeir torga af kortareikningn- um um hver mánaðamót, þó að lág- marki 5.000 krónur eða 5% af úttekt mánaðarins. Fór ekki að lögum Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis var samgönguráðuneytinu ekki heimilt að veita þeim sem staddir vora erlendis á vegum ferða- skrifstofúnnar ístravel ehf. forgang í tr>’ggingafé ferðaskrifstofunnar fram yffr þá sem greitt höfðu inn á ferðir með í'élaginu. Áhyggjufuilir Þjónustuhópur aldraðra á Akur- eyri hefúr ritað felagsmáiaráði bæj- arins bréf þar sem lýst er þungum áhyggjum vegna þróunar vistunar- mála aldraðra á þjónustusvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri. Dagur sagði frá. Eftirmaður Davíðs 43% þeirra sem þátt tóku í at- kvæðagreiðslu á Vísi.is álíta Geir H. Harde líklegan eftirmann Davíðs Oddssonar. Meirihlutinn, eða 57%, er ekki þeirrar skoðunar. Atkvæði vora rúmlega þrjú þúsund. Aðeins eitt at- kvæði er talið fíá hverri tölvu í at- kvæðagreiðslu á Visi. Skiðaslys Þrítug kona hryggbrotnaði í Blá- fjöllum í gær. Hún var að renna sér á skíðum og rakst á annan skíða- mann með þessum afleiðingum. RÚV sagði frá Sjómaðurinn iátinn Portúgalski sjómaðurinn sem varð fýrir freongaseitrun um borð í skipi sínu í Hafnarfjarðarhöfn í síð- ustu viku er látinn, Hann hefúr ver- ið á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur siðan slysið varð og lést þar um helgina. RÚV sagði frá. Treacher’s af lista Bandaríska fiskréttakeðjan Arth- ur Treacher’s, sem er að stóram hluta í eigu íslenskra fjárfesta, var tekin af lista Nasdaq-hlutabréfavísi- tölunnar í síðasta mánuði. Fyrirtæk- iö uppfyllti ekki lengur skilyrði um verðgildi hlutabréfa sem sett eru fýr- ir skráningu hjá Nasdaq. Fréttavef- ur Morgunblaðsins sagði frá. Með vaktatöflur Vaktatöflur tollvarða fúndust við húsleit hjá skipveijum á Goðafossi, að sögn RÚV. Mikið af áfengi fannst í Goðafossi er hann kom til landsins fyrir skömmu og er rannsókn þess máls ekki lokið. Ekki í gagnagrunninn Um 700 manns hafa óskað eftir því við landlækn- isembættið að upplýsingar um sig verði ekki skráðar í gagna- grunn Kára Stef- ánssonar og ísl. erfðagreiningar á heilbrigðissviði. RÚV sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.