Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 13 Betri gönguleiðir yfir Miklubraut Kjallarinn Hinn 19. febrúar sl. afhentu fulltrú- ar foreldrafélaga Hvassaleitisskóla og Álftamýrar- skóla ásamt full- trúa Knattspymu- félagsins Fram borgarstjóranum í Reykjavík undir- skriftir 2.000 íbúa í Háaleitis- og Hvassaleitishverfi þar sem óskað er stuðnings vegna byggingar göngu- brúar yfir Miklu- braut vestan Háa- leitisbrautar. Til- efhi undirskriftar- söfhimarinnar var alvarlegt umferðar- slys sl. haust þegar 8 ára drengur varð fyrir bíl á Miklubraut. Núverandi skipulag gerir ekki ráð fyrir göngubrú á þessu svæði en aðgengi að undirgöngum við Olafur F. Magnússon læknir og borgarfulltrúi í Reykjavfk Kringluna er slæmt, einkum fyrir þann fjölda bama sem þama á leið yfir Miklubrautina. Eft- ir að Miklabrautin er orðin sex akreinar frá Elliðaám vestur að Kringlumýrarbraut er áríðandi að fjölga ömgg- um gönguleiðum yfir þessa mestu umferðar- æð höfuðborgarsvæðis- ins. Þetta verður enn brýnna næsta haust þeg- ar mislæg gatnamót verða komin á mótum Miklubrautar og Skeið- arvogs því þá mun um- ferðarhraði aukast á Miklubraut. ferðarþunginn rösklega 45.000 bíl- ar. Umferðarþungi á Miklubraut vestan Skeiðarvogs er vel yfir 40.000 bílar á sólarhring og helst svipaður vestur að Miklatorgi. Þar sem Miklabrautin er breiðari aust- an Kringlumýrarbrautar en vest- an hennar og mislæg gatnamót að- „Þar sem Miklabrautin er breið- ari austan Kringlumýrarbrautar en vestan hennar og mislæg gatnamót aðeins austan Kringlu- mýrarbrautar þarf að leggja höf- uðáherslu á gerð göngubrúa og undirganga á þessum kafla.“ kvæmda við göngubrýr og undir- göng á svæðinu frá Skeiðarvogi vestur að Kringlumýrarbraut. Jafnframt getur þurft að leita sér- tækra leiða til að fjármagna þess- ar framkvæmdir, t.d. í samstarfi við fyrirtæki í Skeifunni eða Kringlunni og við félagasamtök og einstaklinga. Samþykkt borgarstjórnar - Mikill umferðarþungi Neðst í Ártúns- brekkunni er umferðarþyngsti vegarkafli landsins með tæplega 50.000 bíla á sólarhring en þegar Miklabraut tekur við vestan gatnamótanna við Sæbraut er um- eins austan Kringlumýrarbrautar þarf að leggja höfuðáherslu á gerð göngubrúa og undirganga á þess- um kafla. Af framansögðu er ljóst að borg- aryfirvöld verða að þrýsta á ríkis- valdið um aukið fjármagn til fram- „Neðst í Ártúnsbrekkunni er umferðarþyngsti vegarkafli landsins með tæplega 50.000 bila á sólarhring..." Á fundi borgar- stjómar Reykja- víkur 4. mars sl. flutti undirritað- ur tillögu þar sem lögð er áhersla á að oryggi gang- ________ andi vegfarenda yfir Miklubraut verði tryggt eins fljótt og kostur er. í tillögunni segir m.a.: „Borgarstjóm telur ekki nægi- legt að gera einungis göngubrú yfir Miklubraut milli Skeiðarvogs og Grensásvegar eins og fyrirætl- anir em uppi um. Til viðbótar þarf að koma ömgg gönguleið yfir Miklubraut milli Háaleitisbrautar og undirganga við Kringluna til að tryggja megi ömgga umferð bama á þessu svæði þar sem Miklabraut- in sker upptökusvæði íþróttafé- lags og kirkjusóknar." Áðurnefnd tillaga mín hlaut góðar undirtektir annarra borgar- fulltrúa og samþykkti borgar- stjóm samhljóða að vísa henni til meðferðar hjá skipulags- og um- ferðamefnd. Vonandi láta nefndar- menn hendur standa fram úr erm- um þannig að þetta mikilvæga mál verði afgreitt til borgarráðs og síð- an borgarstjómar á ný sem allra fyrst. Það er ekki nóg að tryggja greiða og örugga umferð bíla eftir stofnbrautum borgarinnar ef ekki er samhliða séö fyrir góðum göngifleiðum yfir þær. Ólafur F. Magnússon Málpípa með óljóst orðalag Oli Bjöm Kárason, nýlegur rit- stjóri hins frjálsa og óháða DV, skrifar um upphaf kosningabarátt- unnar í leiðara blaðsins þann 15. mars. Á leiðaranum er að skilja að nú sé glæsilegum landsfundi Sjálf- stæðisflokksins lokið og þar með sé kosningabaráttan fyrir kosning- Eumar í vor hafin. Þetta er ágætis röksemdafærsla sjálfstæðismanns sem er nýstiginn út af landsfundi en þegar ritstjóri hins frjálsa og óháða DV beitir þessari röksemda- færslu gerir hann sjálfan sig auð- vitað að málpípu. Það er margt skemmtilegt í leið- ara Óla. Hann telur t.d. að kjósend- ur standi frammi fyrir óvenju skýr- um kostum á kjördegi þann 8. maí. Annars vegar er Sjálfstæðisflokk- urinn en um stefnumál hans á ný afstöðnum landsfundi segir Óli: „...vom sjálfstæðismenn samstíga og ágreiningsefhum annaöhvort ýtt til hliðar eða sátt gerð um óljóst orðalag i ályktunum um helstu stefhumál flokksins." Hins vegar telur Óli að kjósendur horfi til Samfylkingarinnar en um hana segir ritstjórinn nýi: „Þegcir 55 dag- ar em til kosninga liggur stefna vinstri manna ekki fyrir, ef undan er skilið misheppnað stefnu- skrárplagg, sem snarlega var dreg- ið til baka á Uðnu hausti." Einstaklega djúp rök Á þessum skrifmn ritstjórans má sjá að hann færir einstaklega djúp rök fyrir því að kjósendur standi trami fyrir skýr- um kostum. Ann- ars vegar er sátt Sjálfstæðisflokks- ins um „óljóst orðalag" og hins vegar „mis- heppnað stefhu- skrárplagg" Sam- fylkingarinnar. Óli telur það leið- toga sínum Dav- íð aftur á móti til hróss að hann mæli fyrir þjóð- arsátt um sjávarútvegsmálin. Óli fylgist illa með. Þegar Margrét Frí- mannsdóttir var að berjast fyrir framgangi þingsályktimartillögu um auðlindagjald á Alþingi sl. vor talaði hún um nauðsyn þess að þjóðarsátt ríkti um nýtingu auð- linda sjávar eins og aðrar auðlind- ir sem talist geta í sameign þjóðarinnar. Svo hrifnir voru Sjálfstæðismenn af tillögu hennar að þeir samþykktu hana með miklum meiri- hluta. Og það er gam- an að halda því til haga að forystusauð- ir Rauðgrana fluttu þessa tillögu með þá- verandi formanni sínum í Alþýðu- bandalaginu, að vísu með óbragð í munn- inum. En það er ann- að mál. Lítill spámaður Óli hefúr sjaldan reynst mikill spá- maður um þróun stjómmála á vinstri vængnum. Ég sat t.d. með honum í útvarpsþætti á vordögum 1998 þar sem hann taldi útilokað að Sam- fylkingin yrði nokkum tíma til. Það væm allt of margir þungavigt- armenn í Alþýðubandalaginu á móti því. Um þessar mundir mælist Samfylkingin með um 36% fylgi en þungavigtarmenn Óla mæl- ast með um 4% fylgi. Nú sprettur Óli fram völlinn og segir „óljóst orðalag" Sjálfstæðis- flokksins miklu betra en „mis- heppnað stefnuplagg" Samfylking- arinnar. Dæmi hver fyrir sig. Við í Samfylkingunni teljum máleöiaskrána frá því í september langt í frá misheppnaða. í mál- efnaskránni var Sam- fylkingunni sett metn- aðarfull markmið í þá átt að breyta áherslum í íslensku þjóðfélagi. Öll markmið Samfylk- ingarinnar eru í þá átt að auka jöfnuð í þjóðfé- laginu þannig að góð- ærið fari líka til þeirra sem aðeins þekkja það af afspum eða hafa heyrt af því lýsingar í hátíðarræðum forsæt- isráðherra. Það finnst Óla að sjálfsögðu ger- samlega misheppnað. Það er hans hausverk- ur. Það er rétt að kjós- endur standa frammi fyrir óvenju- skýrum kostum í vor. Annars veg- ar er Sjálfstæðisflokkurinn i gam- alkunnri baráttu sinni fyrir sér- hagsmununum. Hins vegar er breiðfylking félagshyggjufólks sem berst fyrir almannahagsmunum. í fyrsta skipti á lýðveldistímanum geta kjósendur fylkt sér á bak við fjöldahreyfingu félagshyggjufólks. Hreyfingu sem ekki aöeins hefúr réttlætið og jöfnuðinn sem aðal- stefmnnál, heldur sem lífsskoðun. - Valið er einfalt, kæri Óli. Heimir Már Pétursson „Það er rétt að kjósendur standa frammi fyrir óvenjuskýrum kost- um í vor. Annars vegar er Sjálf- stæðisflokkurinn í gamalkunnri baráttu sinni fyrir sérhagsmunun- um. Hins vegar er hreiðfylking fé- lagshyggjufólks sem berst fyrir almannahagsmunum. “ Kjallarinn Heimir Már Pétursson liðsmaður Samfylkingarinnar Meö og á móti Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að kosningum loknum. Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri og varaborgarfulh trúi Sjálfstæöis- flokksins. Afram og upp á við Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar fær hæstu einkunn á öflum þeim mælikvörðum sem máli skipta Hagvöxtur hefur verið meiri en 5% ár eftir ár, eða tvöfalt meiri en í samanburðar- löndum okkar. Verðbólgan, sem áður var talin ólæknandi kvilli þjóðfé- lagsins, er um 2%. Atvinnu- leysi er minna en áður hefur þekkst; rúm 2% á síðasta ári. Lengi töldu menn að ekki væri hægt að hafa báðar þessar hagstærðir lágar og var hátt verð- bólgustig rökstutt með slíkri kenningu. Undir forystu rikisstjóma Dav- íðs Oddssonar hefur kenning þessi verið afsönnuð hér á landi. í dag líta nágrannaþjóðirnar til ís- Iands öfundaraugum og er það vel. Sala ríkisfyrirtækja hefur gert tugþúsundir íslendinga að eigendum tyri’verandi ríkisfyrir- tækja Á sama tíma hefur ríkis- stjórnin unnið að bættu sam- keppnisumhverfi fyrirtækjanna í landinu. Árangur þessi gæti samt auðveldlega tapast ef illa væri á spilum haldið og forsjárhyggjuöfl- in fengju á ný að taka stjórnar- tauma. Mikið starf er nú fram undan hjá núverandi ríkistjórn í átt til alþjóðavæðingar. Hún hef- ur sýnt það í verki að hún er traustsins verð og væri mikið slys ef starf hennar væri stöðvað. Óstjóm R-listans i höfuðborginni hefur sannað enn og aftur hvað bíður kjósenda ef vinstri menn ná völdum: Auknar álögur. Stefna og árangur ríkisstjómarinnar er skýr en enginn veit hvað „Sam- fylkingin" fylkir sér um. Nema kannski það að vera á móti Sjálf- stæðisflokknum. Vinstri stjórn Það er lykilatriði að núverandi stjóm Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks verði komið frá í kosning- unum í vor. Önnur eins stjóm sérhagsmuna og afturhalds á öll- mn sviðum hef- ur sjaldan eða aldrei setið hér við völd. Það er virkjað til tjóns, menntakerfið svelt og spill- ingin veður uppi. Samfylk- ingin sækir til sigurs í vor með félags- hyggju og al- mannahags- muni að leiðarljósi. Eftir kosning- amar í vor verður hún leiöandi afl i íslenskum stjórnmálum og mikilvægt er að hún standi að stjómarmyndun. í vor er kosið um menntun, jöfnuð, umhverfisvernd og síðast en ekki síst fiskveiðistjórnunar- kerfið. Samfylkingin mun setja það á oddinn að auðlindir sjávar komist aftur í þjóðareigu og kvótabraskið verði stöðvað. Hún er eina raunvemlega stjómmála- aflið sem hefur skýra stefnu í þessum miðlum og því er jafn- mikilvægt og raun ber vitni að hún komist til valda og núver- andi stjóm verði komið frá með afgerandi hætti. Það er kosið um réttlæti í vor og þar mun Sam- fylkingin sigra. -hb Björgvin G. Sig- urösson, stjórnar- maöur í Grósku og frambjoöandí Sam- fylkingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.