Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 ★ ★ ★ —★ Á ★ enmng 11 Gisti enginn að Gunnvöru... Þekkt er frásögnin af Bandaríkjamanninum sem fór eins konar pílagrímsfor á fund Hall- dórs Laxness í stuttri viðdvöl á íslandi. Hann var kominn til að votta höfundi Sjáifstæðs fólks virðingu sína og sagði jafnframt að Bjartur í Sumarhúsmn væri víða til - í New York sem annars staðar. Þessir karlar berjast til síðasta blóðdropa fyrir sjálfstæði sínu og fóma öllu, jafnvel því sem þeim er kærast, fremur en að gefast upp. Og kannski er vottur af Bjarti í okk- ur öllum. En persónan er fyrir löngu orðin svo sam- gróin íslenskri vitund að við tengjum hann for- takslaust við heiðina og kotbæinn, þar sem hann hokrar með sínu fólki og hungurvofan vakir í dyragættinni. Þar fæðast böm og deyja jafnharðan, skepnumar falla úr hor og fuil- orðna fólkið skrimtir. En engu að síður er þetta konungsríki í augum þess manns sem loksins býr að sínu eftir áralangan þrældóm. Bjarti er sjálfstæðið meira virði en alit ann- að. Fegurðin býr í vel fram gengnum kindum en ekki í óáþreifanlegum fyrirbrigðum náttúr- unnar. Maður spyr sjálfan sig fyrirfram að því hvemig mögulegt sé að koma Sjáifstæðu fólki á svið og glæða það eigin lifi. Persónuflóran er svo samtvinnuð náttúraöflunum og vísdómur textans svo margræður að ekkert má missa sig. Leikgerð þeirra Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmrmdsdóttur fer um margt ótroðnar slóðir. Þau skipta verkinu upp í tvær aðskildar sýningar og heiti þeirra gefa vísbendingu um áherslumar. Hér er fjallað um fyrri sýninguna sem ber heitið „Bjartur - landnámsmaður íslands". Skemmst er frá því að segja að með markvissri leikstjóm Kjartans og meitlaðri túlkun af- bragðsleikara tekst með þessum hætti að skapa sjálfstætt leikrit. Þetta er ekki myndskreyting við bók og ekkert hirt um að eltast við kórrétta útlagningu sögunnar. Jafhframt því að vera bókinni trú aðlaga þau Kjartan og Sigríður at- burðarás og persónuflóru að lögmálmn leiksýn- ingarinnar. Hvergi slegin feilnóta í upphafsatriðinu má m.a. sjá bognar mann- verur líða um sviðið eins og svipþyrpingu Ingvar Sigurðsson og Margrét Vilhjálmsdóttir sem Bjartur og Rósa. DV-mynd Hari margra kynslóða og tína upp grjót til að varpa í dys Gunnvarar sem alla sýninguna þrumir yfir atburðum. Sviðið er stilfært í „fánalitum" og skáhailandi flötur framsviðsins með hvítan jökul í bakgrunni gegnir ------- hlutverki hvers þess um- hverfis sem atburðarásin krefst. Línan i fatahönn- ------ uninni er skýr (Þórunn Elísabet) og dökk ígangs- fótin sérlega vel heppn- uð. Lýsingin gegnir Leiklist Auður Eydal veigamiklu hlutverki í leikmynd sem þessari og margar sviðslausnir era í senn einfaldar og snjallar. Öll sýningin rennur fyrirhafiiarlaust þó að skiptingar séu tíðar og persónumar era í fyrirrúmi. Togstreitan á milli Bjarts, sem þrjóskur heldur fast við sitt, og annarra per- sóna verður allt að því áþreifanleg og hræðsla Rósu við ógn óbyggðanna nær vel til áhorf- enda. í þessum hluta verks- ins leikur Ingvar E. Sig- urðsson Bjart á miðjum aldri og Margrét Vilhjálms- dóttir Rósu konu hans. Ingvari lætur einkar vel að sýna frumkraft hans og einsýni og persónan gengur fullkomlega upp. Margrét vinnur ótvíræðan leiksigur í hlutverki Rósu sem hún túlkar með óbrigðulum skilningi á örlögum henn- ar. Rauðsmýrarmaddaman er í traustum höndum Ólaf- íu Hrannar Jónsdóttur sem dregur fram skoplegar hlið- ar persónunnar. Amar Jónsson leikur Þórð, fóður Rósu, ákaflega vel. Hann er kannski fúllhrumur þegar á líður en sýnir á mjög sterkan hátt samband þeirra feðgina og fólskvalausa ást Þórðar á litlu stúlkunni sinni sem hann getur þó ekki forðað frá grimmum örlögum. Gunnar Eyjólfsson á frá- bæran leik í hlutverki séra Guðmundar og þær Edda Amljótsdóttir og Herdís Þorvaldsdóttir, sem koma meira við sögu í síðara leikritinu, skila hlutverkum Finnu og Bem gömlu vel. -------------- Margir aðrir leikarar koma ffarn og í heild er hóp- urinn mjög sterkur. Hvergi slegin feilnóta. Og talandi um nótur: Tónlist Atla Heimis er guils ígildi og lausnin með tíkina Títlu (Guðni Franzson og klar- ínettan hans) í einu orði sagt: Brilljant. Eins og svo margt annað í sýningunni. Þjóðleikhúsið sýnir á Stóra sviði: Sjálfstætt fólk: Bjartur - Landnámsmaður íslands eftir sögu Halldórs Laxness Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Mar- grét Guðmundsdóttir Frumsýning 21. mars. Leitin að ástinni I leikgerð sinni á Sjálf- stæðu fólki eftir Halldór Lax- ness tekst þeim Sigríði Mar- gréti Guðmundsdóttur og Kjartani Ragnarssyni að skapa sjálfstæð listaverk sem ganga upp sem sviðsverk. Vitanlega em leikgerðimar einfoldun á þessu mikla bók- menntaverki og þeir sem ein- blína um of á frumtextann eiga vafalaust eftir að sakna bæði atburða og persóna. Sömuleiðis gæti umgjörð sýn- ingarinnar farið fyrir brjóstið á einhveijum ástriðufullum natúralistum en varla svo að uppfærslan veki deilur. Eins og nafnið gefúr til kynna beinist athyglin að Ástu Sóllilju og sambandi hennar við Bjart í „Ásta Sóllilja - Lifsblómið". Leitin að ástinni er rauði þráðurinn og höfúndar leikgerðarinnar leggja megináherslu á þá atburði sem skipta sköpum í lífl þessara tveggja persóna. Þar má nefna heimsóknina afdrifaríku í kaupstaðinn, komu kennarans, brottvísun Ástu Sóllilju úr Sumarhúsum og greiðsluþrot Bjarts, að endur- fundum þeirra ógleymdum. Heimilisaðstæðum í Sumarhúsum era sömuleiðs gerð ágæt skil, sem og samfélagslegu umhverfi þessa tíma. Vel hefúr tekist til með skipan í aðalhlut- verk og raunar stendur allur leikarahópurinn sig með mikilli prýði. Sú tiiraun að láta sömu leikara leika mismunandi hlutverk í báðum sýningum gefst vel og í mörgum tilvik- um er óhugsandi að gera upp á milli frammistöðu leikenda í leikgerðunum tveimur. Þannig er til dæm- Úr seinni hluta Sjálfstæðs fólks: Ásta Sóllilja: Lífsblómið. DV-mynd Teitur is með Gunnar Eyjólfsson sem er jafn kostuleg- im í hlutverki séra Guðmundar i fyrri hlutan- um og óborganlegur sem Jón hreppstjóri á Rauðsmýri í þeim síðari. Margrét Viihjálms- dóttir fer sömuleiðis á kostum í báðum sýning- um og hreint makalaust hvað henni tekst að draga upp trúverðuga mynd af Björt litlu. Ágætlega heppnuð uppfærsla Fyrir fram gat ég ekki ímyndað mér neinn annan í hlutverki Bjarts eldra en Amar Jóns- son og hann stendur fylli- lega undir öllum vænting- rnn. Öli helstu persónuein- kenni hans, þijóskan jaint ii iii' r ' i' ■ sem kvikan, era vel grein- Halldóra Friðjónsdóttir anleg- stemunn Ólína Þor- --------------1------------steinsdóttir leikur Ástu Sól- Leiklist lilju og gerir það ákaflega vel. Þetta er sú per- sóna sem tekur hvað mestum breytingum enda Ásta Sóllilja saklaus og óharðnaður unglingur þegar verkið hefst en lífsreynd og helsjúk tveggja bama móðir þegar því lýkur. Hlutverk- ið býður auðveldlega upp á melódramatíska túlkun en Steinunn Ólína féli alls ekki í þá gryfju. Líkt og hjá Amari einkenndist leikur- inn af hófstiilingu og næmi á undirtextann. Herdís Þorvaldsdóttir átti stórleik í hlut- verki Hallbera gömlu og ekki amalegt að halda upp á fimmtíu ára leikafmæli með jafn eftir- minnilegum hætti. Það er margt bráðskemmti- lega leyst í sviðsetningunni og nægir þar að nefna dýrin sem hljóðfæraleikaramir túlka. Þórður Högnason og kontrabassinn hans vora frábær Búkolla og aflífun skepnunnar ótrú- lega snjöll hugmynd. í flestum tilvikum vora búningar ágætir. Þó kom fyrir að þeir vektu hjá mér dáhtla furðu og nefni ég þar sem dæmi verkfalls- mennina sem minntu frekar á skemmtikrafta í svörtum jakkafotum. Af framansögðu ætti að vera ljóst að „Ásta Sóllilja - Lifsblómið" er ágætlega heppnuð uppfærsla þó aðeins vanti upp á að leikgerðin sé nægilega markviss. Að sönnu likamnast Bjartiu og hans fólk á sviðinu en leikgerðin dýpkar ekki skilning okkar á sögunni. Hún birtir okkur myndir úr bókinni en kafar ekki undir yfirborð textans eða leitar að nýjum og ferskum skirskotimum sem gætu átt erindi við samtímann. Markmið- ið með leikgerðinni er því ekki ljóst og kannski einmitt þess vegna sem sýningin nær ekki að hrífa mann fúUkomlega. Þjóöleikhúsið, sýning á stóra sviði: Sjálfstætt fólk, annar hluti, Ásta Sóllilja - Ltfsblómið Frumsýnt 21. mars m mmm ... .. Skúli Sverrisson leikur fyrir Laurie Anderson Skúli Sverrisson bassaleikari, sem á síðasta ari sótti okkur heim með hljómsveit sinni, Pachora, hefúr í mörgu að snúast um þessar mundir. Ný geislaplata með hljómsveitinni er Jkomin á ' markaðinn og DV mun fjaHa um hana inn- an tíðar. í apríl kem- ur út sóló- plata með klarínettu- leikaranum Chris Speed úr Pachora hjá útgáfu- yrirtækinu Songlines, þar sem Skúli leikur eitt aðaihlutverkið á bassa sinn. Einnig stendur yfir samstarf Skúla við spænska „nýflamenkó“-gítar- leikarann Gerardo Núnez sem er einn sá „alheit- asti“ í þeim flokki um þessar mundir. En það sem mestum tíðindum sætir er að bandaríska ■listakonan Laurie Anderson, sem sviösetur ým- iss konar gjöminga (kannast einhver við „Oh, Superman"!), hefur kaUað Skúla til liðs við sig ; og era aUar líkur á því að hann muni leika meö blönduðum hópi á hennar vegum mestan hluta lársins 1999. HljómplöturversluninI2 tónar, sem jstóð fyrir hingaðkomu Pachora í fyrra, er þó ekki úrkula vonar um að takast megi að lokka Skúla heim tU spUamennsku einhvem tímann á árinu. Langholtskirkja fylltist Menningameysla okkar íslendinga er ýmist í iiökkla eða eyra. Fyrir helgina skýrði Morgun- blaðið frá bókmenntavöku í Grafarvogi þar sem Einar Már Guðmundsson, handhafl Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs, las upp úr verkum sínum en einungis fimm manns mættu tU að hlýða á skáldið. Hins vegar fyUtist Langholtskirkja út úr dyrum síðastliðinn laugardag þegar söngsveitin Fílharmónía flutti þar Sálumessu Moz- arts. Því ákváðu flytjendur að endurtaka flutninginn á sama stað nú I kvöld, þriðju- dag, kl. 20. Ættu aUir sem iekki hafa enn upplifað „lifandi" flutning á þessu öndvegisverki tónbókmenntanna að reyna að tryggja sér sæti í kirkjunni í tæka tíð. Ástir Shakespeares? Hvimleið er sú árátta þeirra sem fjalla um út- llendar kvikmyndir að titla þær sýknt og heUagt upp a ensku eða nota enska orðaröð þegar verið er að þýða heiti þeirra. Af hverju má ekki tala um Shakespeare ástfanginn í stað þess að víxla orð- um, eða þá bara Ástir Shakespeares? Síðan er ' verðlaunakvikmynd Robertos Benignis, La vita é bella, sjaldnast köUuð annað en Life is Beautiful. Smekklegra væri að halda sig við upprunalegu ítölskuna eða íslenska heitið: Lífiö er dásamlegt. Hollensk mynd hlutskörpust í Rúðuborg Það var hollenska myndin Þegar Ijósiö birtist Iaftur, eftir Stijn Coninx, sem varð hlutskörpust að þessu sinni á kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg -------------------------- |en ólygnir heimUdarmenn sögðu fréttaritara DV, Einari Má Jónssyni, að dómnefndin hefði verið klofin og mjög litlu munað að Dansinn eftir (Ágúst Guðmundsson fengi aðalverðlaunin. Norska myndin Bare skyer beveger stjernerne eft-, ir Torun Lian fékk áhorfendaverðlaunin. Auk þess vakti grænlenska myndin Hjarta Ijóssins Imikla athygli en af einhverjum ástæðum hafði hún ekki verið valin í samkeppnina og var sýnd |í almennu yfirliti yfir norrænar kvikmyndir. Umsjón

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.