Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 Afmæli Kolbrún Baldursdóttir Kolbrún Baldursdóttir sálfræð- ingur, Kirkjuteigi 14, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Kolbrún lauk stúdentsprófi frá VÍ vorið 1980, BA-prófi í uppeldisfræði og latínu frá HÍ 1986, MA-gráðu í Námssálarfræði og ráðgjöf frá Rhode Island College, Providence Rhode Island í Bandaríkjunum vor- ið 1988 og MA-gráðu í félags- og per- sónuleikasálfræði frá sama skóla vorið 1991. Hún lauk uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda frá HÍ 1993, hlaut löggildingu sem sál- fræðingur 1992 og gerðist meðlimur í Sálfræðingafélagi íslands sama ár. Kolbrún kenndi við Grunnskóla Stokkseyrar 1980-83. Að námi loknu starfaði hún hjá Fangelsismála- stofnun ríkisins 1991-93, við með- ferðarstöð ríkisins fyrir unglinga 1993-98 og starfar nú við Félags- málastofnun Kópavogs. Auk þess var hún námsráðgjafi og stunda- kennari við MH, kenndi við Fóstur- skóla íslands og hefur verið við stundakennslu í Félagsvísindadeild HÍ á árunum 1992-98. Kolbrún starfaði í Fræðslunefnd Sálfræðingafélags íslands 1993-95, hefur setið í stjóm Stéttarfélags sál- fræðinga á íslandi frá 1995 og verið formaður þess frá 1997. Fjölskylda Kolbrún giftist 18.6. 1988 Clarence E. Glad, f. 24.6. 1956, guðfræðingi og Ph.D. í Nýja Testamentis- fræðum. Hann er sonur Marianne og Daníels Glad. Dætur Kolbrúnar eru Karen Áslaug, f. 28.12. 1980, nemi við VÍ; Harpa Rún, f. 16.8. 1989, nemi i Laugarnesskóla. Systkini Kolbrúnar eru Bjöm Baldursson, f. 29.3. 1948, lög- fræðingur, búsettur í Höfnum; Hrafnhildur Baldursdóttir, f. 10.10. 1952, hjúkrunarfræðingur, búsett í Kópavogi; Bergljót Baldursdóttir, f. 7.1. 1954, dagskrárgerðarmaður hjá ríkisútvarpinu, búsett í Reykjavík. Foreldrar Kolbrúnar: Baldur Gíslason, f. 19.7. 1924, d. 22.1. 1994, verslunarmaður, og Áslaug Kristin Sigurðardóttur, f. 21.9. 1924, fyrrv. fulltrúi hjá Lögreglustjóraembætt- inu í Reykjavík. Ætt Baldur var sonur Gísla, lögmanns i Reykjavík, bróður Páls lögmanns; Björns yfirkennara; Steinunnar, móður Baldurs Símonarsonar, prófessor og lífefnafræðings; Ólafs, föður Páls í Brautarholti og Ólafs, fyrrv. landlækn- is, og Ingibjargar, móður Jónasar Rafnar, alþm. og bankastjóra, fóður Hall- dóra, Ingibjargar og Ás- dísar Rafnar. Gisli var sonur Bjama, prófasts í Steinnesi Pálssonar, hreppstjóra og dbrm. á Akri, hálfbróður Guð- mundar, langafa Jóhann- esar Nordal. Páll var son- ur Ólafs, á Gilsstöðum í Vatnsdal, Jónssonar og Steinunnar, systur Sigríðar í Bjam- arhöfn, langömmu Karls stöðvar- stjóra, föður Guðlaugs Tryggva. Steinunn var dóttir Páls, pr. á Und- irfelli, Bjarnasonar, bróður Ingibjargar, langömmu Ólafs Hjartar, afa Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Móðir Páls á Undirfelli var Steinunn Pálsdóttir, systir Bjarna landlæknis, afa Bjama Thorarensen, amtmanns og skálds, og Guðrúnar, langömmu Ástu, ömmu Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. Móðir Steinunnar á Gilsstöðum var Guðrún Bjarnadótt- ir, systir Agnesar, langömmu Ágústs H. Bjamasonar heimspek- ings. Móðir Gísla var Ingibjörg Guð- mundsdóttir, hreppstjóra á Sjávar- borg Sölvasonar, bróður Ingibjarg- ar, ömmu Jakobs Benediktssonar, forstöðumanns Orðabókar HÍ. Móð- ir Ingibjargar var Margrét Bjöms- dóttir. Móðir Baldurs var Ólafía Þor- steinsdóttir, verkamanns og sjó- manns í Reykjavík, Jónssonar, og Nikólínu Þorsteinsdóttur. Áslaug er hálfsystir, samfeðra, Gunnvarar Braga, dagskrárstjóra hjá ríkisútvarpinu. Áslaug er dóttir Sigurðar, skálds, dósents og pr. í Holti undir Eyjaföllum, Einarsson- ar, í Móakoti í Garðahverfi, Sig- urðssonar, b. á Fagurhóli í Austur- Landeyjum, Einarssonar, b. á Kálfa- stöðum, Símonarsonar, b. á Glæsi- stöðum, Einarssonar. Móðir Einars í Móakoti var Sigríður, systir Hjör- leifs, langafa Einars Kvaran rithöf- undar. Sigríður var dóttir Þor- steins, pr. í Krossi, Stefánssonar, og Margrétar Hjörleifsdóttur, prófasts og skálds á Valþjófsdal, Þórðarson- ar. Móðir Sigurðar skálds var Mar- ía, systir Kristjáns, föður Oddgeirs tónskálds. Mciría var dóttir Jóns, b. á Arngeirsstöðum, Erlendssonar, b. á Heyklifi, Péturssonar. Móðir Mar- íu var Margrét Ámadóttir. Móðir Áslaugar var María Ásmundsdóttir myndlistarkona. Kolbrún tekur á móti gestum þann 26. mars í Félagsheimilinu (þjónustumiðstöð) Gullsmára i Gull- smára 13, Kópavogi kl. 20.00. Kolbrún Baldursdóttir. Vigdís Jack Guðmunda Vigdis Siguröardóttir Jack, fyrrv. prófastsfrú á Tjöm á Vatnsnesi, til heimilis að Gullsmára 11, Kópavogi, verður sjötug á morg- un. Starfsferill Vigdís fæddist í Skálanesi í Gufu- dalssveit í Austur-Barðastrandar- sýslu en flutti níu ára til Akraness. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Akraness. Á unglingsárunum stundaði Vig- dís kaupavinnu á vetram en var ráðskona á sumrin við vegavinnu þar sem faðir hennar starfaði. Auk þesss starfaði hún við sauma og um skeið í niðursuðuverksmiðju. Vigdís var búsett í Grímsey 1952- 53, í Manitoba í Kanada 1953- 55 og Vcir húsfreyja á Tjöm á Vatnsnesi á árunum 1956-87. Þá flutti hún í Kópavoginn þar sem hún hefur átt heima síðan. Á Tjöm stundaði Vigdís búskap. Hún hafði í heimili vistmenn á veg- um Kleppsspítalans á árunum 1975-87 og starfrækti sambýli fyrir aldraða á heimili sínu á áranum 1988-95. Vigdís söng með skólakór Gagn- fræðaskóla Akraness og barna- kirkjukór Akraness og síðar með kór Tjamarkirkju. Hún starfaði í kvenfélagi I Manitoba, í kvenfélag- inu Von á Vatnsnesi og var formað- ur þess 1960-70 og 1975-87, hefur starfað í kvenfélaginu Freyju í Kópavogi frá 1997 og situr í mæðra- styrksnefnd Kópavogs. Hún var for- maður barnavemdarnefndar Þver- árhrepps 1966-81, formaður áfengis- varnanefndar hreppsins 1966-87, sat í heilbrigðisnefnd hreppsins 1966-82, er nefndin var lögð niður, og sat í stjóm Náttúravemdarfélags hreppsins. Fjölskylda Vigdís giftist 16.7. 1953 Róbert John Jack, f. 5.8.1913, fyrrv. prófasti að Tjörn. Hann er sonur Róberts Jack, byggingameistara í Bearsden í Skotlandi, og k.h., Mary Lovisu Vennard Jack, húsmóður. Sonur Vigdísar var Erlingur Jó- hannes Ólafsson, f. 20.4.1950, d. 12.8. 1967. Börn Vigdísar og Róberts Jacks eru Ella Kristín, f. 14.6. 1954, hjúkr- unarfræðingur, gift Skúla Torfasyni tannlækni og era böm þeirra Krist- ín Þóra, f. 14.7. 1982, Gyða Hlín, f. 17.8. 1983, Theodóra Mjöll, f.8.10. 1986, Ómar Smári, f. 7.3.1988, og Ró- bert Jón, f. 18.5.1990; Anna Jósefma, f. 25.7. 1958, leikskólakennari, gift Guðmundi Sigþórssyni skrifstofu- manni og eru börn þeirra Berglind, f. 5.6. 1979, og Erlingur Þór, f. 14.6. 1981; Jónína Guö- rún, f. 3.3. 1960, lögreglu- maður en dóttir hennar er Vigdís Bjamadóttir, f. 9.1. 1989; Sigurður Tómas, f. 12.9. 1963, markaðsfræðingur, kvæntur Önnu Gunnars- dóttur hjúkranarfi*æð- ingi og era börn þeirra Gunnar Pétur, f. 6.8.1988, Guömundur Vignir, f. 23.10. 1990, og Róbert Rúnar, f. 6.4. 1994; Sigurlína Berg- lind, f. 2.2. 1965, kennari en maður hennar er Birgir Birgisson raf- virkjameistari og era synir þeirra Tómas, f. 20.11. 1991, og Birgir Atli, f. 18.9. 1993. Stjúpböm Vigdísar eru Davíð Wallace, f. 25.6. 1945, flugvirki, kvæntur Bergdísi Sigmarsdóttur endurskoðanda og era börn þeirra Róbert, f. 8.8. 1971, menntaskóla- nemi, og Sigmar, f. 6.6. 1974, há- skólanemi, en unnusta Róberts er Díana Dröfn Heiðarsdóttir og dóttir þeirra er Agatha, f. 5.9. 1998; María Lovísa, f. 28.8. 1946, húsmóðir en sambýlismaður hennar var Sigur- jón Bjamason en þau slitu samvist- um og eru börn hennar Kolbrún Rut, f. 19.8. 1967, húsmóð- ir, en sonur hennar er Grímur Ari Jónsson, f. 15.8. 1989, Sigurlín Bjam- ey, f. 9.2. 1975, háskóla- nemi, og Sigtryggur Jón, f. 23.2. 1977, sjómaður; Ró- bert Jón, f. 15.9. 1948, raf- virkjameistari, kvæntur Sigrúnu Jónu Baldurs- dóttur sjúkraliða og era böm þeirra Vigdís Linda, f. 13.1. 1970, háskólanemi en maður hennar er Adré- an Lopez Guarreos og eru böm þeirra Sigrún Rut, f. 18.5. 1993, og Róbert, f. 8.1. 1997, Baldur Þór, f. 31.10. 1976, rafvirki, og Heiða Hrand, f. 5.11. 1978, stúd- ent, en sonur henncir er Snæbjöm Helgi, f. 26.3. 1996; Róbert Pétur William, f. 21.12. 1950, d. 31.10. 1983, en hann var kvæntur Elínu Guð- mundsdóttur og era dætur þeirra ír- is Blómlaug, f. 11.8. 1974, stúdents, en unnusti hennar er Hilmar Þór, f. 23.9. 1969, sjómaður, og er sonur þeirra Pétur William Jack, f. 15.11. 1997, Fjóla Burkney, f. 18.2. 1977, og Hrafnhildur Día, f. 8.5. 1979 en son- ur hennar er Sesar Máni Jack, f. 25.5. 1997. Systkini Vigdísar era Arnfinnur Ingvar, f. 28.9.1930, skrifstofumaður og verslunarmaður, kvæntur Þórönnu Jónsdóttur en þau eiga þrjú börn; Kjartan Trausti, f. 22.9. 1939, fararstjóri hjá Úrval-Útsýn, var kvæntur Unni Jensdóttur en þau slitu samvistum og eiga þau tvö böm; Erlingur Jón, f. 6.10. 1942, d. 22.6. 1944. Foreldrar Vigdísar vora Sigurður Jónsson, f. 11.6. 1903, d. 29.6. 1997, vegaverkstjóri og vörubílstjóri i Skálanesi og á Akranesi, og Kristín Guðbjörg Jónsdóttir, f. 27.12.1900, d. 12.4. 1992, húsmóðir. Ætt Föðurforeldrar Vigdísar voru Sig- urlína Bjamadóttir og Jón Einars- son í Skálanesi en móðurforeldrar Elín Guðmundsdóttir og Jón Am- fmnsson, á Eyri í Gufudalssveit. v . Askrifendur fá 10% aukaafslátf af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar E V 550 5000 Guðmundar Vigdís Sigurðardóttir Jack. Til hamingju með afmælið 23. mars 85 ára Ragna Sigurjónsdóttir, Selvogsbraut 21, Þorlákshöfn. 80 ára Bjamey Hagalínsdóttir, Jaðarsbraut 27, Akranesi. Svava Ingimundardóttir, Árskógum 6, Reykjavík. 75 ára Arndís Þorvaldsdóttir, Breiðagerði 4, Reykjavík. 70 ára Guðrún Björg Bjömsdóttir, Borgarbraut 65 A, Borgarnesi. Sigurður Þorsteinsson, Kirkjuteigi 19, Reykjavík. 60 ára Anna Björk Stefánsdóttir, Eyjabakka 2, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Sigurður Kristinsson. Anna Björk er aö heiman. Guðjón Hallur Hallsson, Neðstaleiti 2, Reykjavík. Guðmundur Helgason, Langholtsvegi 95, Reykjavík. Jakob Þór Jónsson, Sogavegi 105, Reykjavlk. Oddbjörg Ögmundsdóttir, Smiðjustíg 2, Hafnarfirði. Pétur Stefánsson, Markarflöt 24, Garðabæ. Þorbergur Þorbergsson, Hraunbæ 58, Reykjavík. 50 ára Drífa Hraunfjörð Hugadóttir, Þórustíg 30, Njarðvík. Einar Þórarinsson, Gilsbakka 13, Neskaupstað. Guðjón Sigurbergsson, Suðurhólum 2, Reykjavík. Ragnheiður Þórarinsdóttir, Sæbóli 26, Grandarfirði. Stefania Bednarek, Hellisbraut 13, Hellissandi. 40 ára Auður Guðmundsdóttir, Hávallagötu 47, Reykjavík. Árni Jakob Stefánsson, Heiðarlundi 3 C, Akureyri. Berglind Hanna Ólafsdóttir, Meistaravöllum 7, Reykjavik. Erla Ósk Sigurðardóttir, Sunnuflöt 9, Garðabæ. Hákon Eydal, Hrísateigi 22, Reykjavík. Helgi Baldvinsson, Skipasundi 86, Reykjavík. Jón Magnússon, Steinahlíð 5 I, Akureyri. Jóna Sigurlín Harðardóttir, Lokastíg 9, Reykjavík. Kristján Einarsson, Bræðraborgarstig 41, Reykjavík. Ólöf Kristín Guðnadóttir, Melteigi 16 B, Akranesi. Pétur Friðrik Arthúrsson, Langholtsvegi 128, Reykjavík. Pétur Gunnarsson, Mávahlið 12, Reykjavík. Steinunn Guðrún Jónsdóttir, Birkibergi 14, Hafnarfirði. Sveinn Ámason, Skógargötu 16, Sauðárkróki. Örn Sævar Júlíusson, Kirkjuvegi 18, Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.