Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 23 íþróttir Það komst mikið í fréttimar i síðustu viku þeg- ar Emmanuel Petit hjá Arsenal hótaði því að hann væri hættur að spila á Englandi að loknu þessu tímabili. Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar 3ja rauðra spjalda sem hann hefur þurft að líta í leikjum á Englandi í vetur og þau hafa vakið upp deilur og gagnrýni á dómgæslu í Englandi. Síðasta rauða spjaldið fékk hann gegn Everton í deildinni fimm mínútum fyrir leikslok sem þýð- ir að hann missir af undanúrslitaleiknum gegn Manchester United. Það gæti reynst Lundúnamönnum örlagaríkt i haráttunni að verja báða titlana í vor. Petit er greinilega búinn að fá nóg af duttiungum dómara í hans garð. „Ef mér er refsað með gulu spjaldi í hvert sinn sem ég opna munninn eða geri mis- tök á vellinum á meðan aðrir sleppa með mun verri hluti er ég að eyða tíma mínum hér til einkis. Ég er ekki einu sinni viss um að það að vinna aftur tvöfalt myndi breyta afstöðu minni hvað þetta varðar," sagði hann við fyrmefnt tæki- færi og vill meina að hann sé fómar- lambið en ekki sökudólgurinn. Arsene Wenger er ekki á því að Frakk- inn sé að fara: „Ég er sannfærður um að Emmanuel spilar áfram næsta vetur. Brott- vísunin gerði hann dapran og þimglyndan og það að leikbannið þýðir að hann missir af stómm leik gegn Manchester United í undanúrslitum bikarkeppninnar. Hann á flögur ár eftir af samningnum og hann var mjög óheppinn í þessum leik gegn Everton. Þetta var fyrsti leikur hans í mánuð og hann var bara enn að venjast leiknum." Tuttugu og eitt rautt spjald Þetta var þriðja rauða spjald Petits í vetur, það fjórða á 17 mánuðum hans hjá liðinu, það sjöunda hjá Arsenal í vetur og ennfremur það 21. hjá Arsenal síðan Arsenel Wenger tók við fyrir tveimur og hálfu ári. Arsenal spilar þó vissulega bestu vömina í deildinni, hef- ur aðeins fengið á sig 13 mörk í 30 leikj- um í vetur og undir stjóm Wengers hefur liðið fengið á sig 78 mörk í 98 leikjum. Það er staðreynd að Petit er fastur fyrir en það em fleiri í enska boltan- um og vekur það oft furðu að sjá til þeirra Paul Ince hjá Liverpool og Roy Keane hjá Manchester United komast upp með mjög gróf brot. Það afsakar ekki grófan leik en það hefur eflaust áhrif á slæmt hugarástand Frakkans að sjá Bretana komast upp með sitt- hvað sem honum sjálfum er umsvifa- laust refsað fyrir. Sigurvegarinn Petit Árangur Emmanuels Petits á knattspymuvellinum hefur verið afar glæsilegur. Þessi 29 ára knatt- spyrnumaður náði ótrúlegum ár- angri á 18 mánuðum er hann varð heimsmeistari, tvöfaldur meistari með liði sínu í Englandi, jaöiframt því að verða einnig meistari með Mónakó i Frakklandi. Hann var kos- inn árangursríkasti leikmaður heimsmeistarakeppninnar þar sem hann skoraði meðal annars síðasta markið í úrslitaleiknum. Petit er fæddur 22. september 1970, er 185 cm á hæð og 79 kg. Hann hefur leikið með ES Argues og Mónakó í Frakk- landi og svo Arsenal í Englandi og á að baki 28 landsleiki fyrir Frakklands hönd. Tölfræðin með Petit Ef litið er á tölfræðina i ensku úrvalsdeildinni í vetur má sjá að Petit hefur aðeins brotið 17 sinnum af sér en samt fengið tvö rauð spjöld og einnig sex gul spjöld. Það eykur enn á sérstöðu Petits að þrátt fyrir að hcifa þegar fengið tvö rauð spjöld í úrvalsdeildinni hafa 200 leikmenn í deild- inni brotið oftar af sér en hann í vetur. Athyglis- verð staðreynd sem styður mál hans. Fyrrum framherji West Ham en nú leikmaður Wimbledon hefur að sama skapi brotið 79 sinnum af sér en ekki enn fengið að líta það rauða hjá dómurum í deildinni. Mark Hughes hefur fengið flest gul spjöld i deildinni eða 13 en ekki enn það Aldrei gefið Petit spjald David EUeray, einn þekktasti dómari í ensku knattspyrnunni, tekur fyrir það að Petit fái öðru- vísi meðferð en aðrir leikmenn hjá dómurum í deildinni. Elleray segir ennfremur að hann hafi aldrei fengið ástæðu til að gefa Frakkanum spjald og að hann hafi aldrei látið orðspor leik- 7rZZi-7TV*-:-, Emmanuel Petit er þekktur fyrir allt annað en að gefast upp og hér sést hann kljást við einn leikmanna Úlfanna í fyrra i sigurför Arsenal sem tók báða titlanna í fyrra. Nú hýggur þó Petit á að yfirgefa England sökum þess að dómararnir leggi hann í einelti. ■ 5S#1' rauða og Neil Redfem hjá Charlton, sem er nú þekktur fyrir allt að annað en að gefa eitthvað eft- ir inni á velli, hefur brotið 75 sinnum af sér án þess að fá rauða spjaldið. Þessar tölur tala þannig frekar máli Petits en þeirra sem gagnrýna hann fyrir grófan leik þó ekki megi taka þær of alvar- lega. Emmanuel Petit fær hér að Ifta rauða spjaldið gegn Everton á dögunum. Það má sjá á svip Frakkans að hann er alveg niðurbrotinn yfir meðferð ensku dómaranna á honum, sé í raun fórnarlamb en ekki sökudólgur. manna - gott eða slæmt - hafa áhrif á sig eða hans dómgæslu í leikjum. t Áfram á Englandi Emmanuel Petit er allt annað en sammála þessu. Hann lét hafa eftir sér þetta í Mirror á dögunum: „Dóm- arar hugsa um stjömuleikmenn sem eins konar verðlaunabikara og þegar þeir koma heima til konunnar segja þeir: Veistu hvað - ég rak þennan Emmanuel Petit út af í dag.“ Það em allir sammála um frækna framgöngu Petits inni á vellinum og harma hætti hann í enska boltanum, meira segja dómaranir hafa látið hafa það eftir sér. Samkvæmt nýjustu fréttum úr herbúðum Arsenal er þó sem menn þar nái að sannfæra Frakkann um að halda áfram. Fari svo að Petit spili áfram í enska boltanum er aldrei að vita nema að öll þessi umræða virki sem sálfræðilegt útspil af hans hálfu og dómaramir taki hann loksins í sátt. -ÓÓJ ENGLAND A-deild: Manch.Utd 30 18 9 3 68-31 63 Arsenal 30 16 11 3 42-13 59 Chelsea 29 15 11 3 44-23 56 Leeds 30 15 9 6 49-27 54 West Ham 30 13 7 10 34-39 46 Aston Villa 30 12 8 10 39-37 44 Derby 30 11 11 8 32-32 44 Wimbledon 30 10 10 10 34-44 40 Liverpool 28 11 6 11 52-37 39 Tottenham 29 9 12 8 34-34 39 Middlesbro 29 9 12 8 39-40 39 Newcastle 30 10 8 12 38-41 38 Sheff. Wed. 30 10 5 15 35-33 35 Leicester 28 8 10 10 28-37 34 Coventry 30 8 7 15 31-42 31 Everton 30 7 10 13 23-35 31 Blackburn 30 7 9 14 32-42 30 Southampt. 30 8 5 17 28-56 29 Charlton 29 6 10 13 33-40 28 Nott. For. 30 4 8 18 27-59 20 Markahæstlr: Michael Owen, Liverpool.........16 Dwight Yorke, Manch.United .... 16 Andy Cole, Manch. United........15 Jimmy Floyd Hasselbaink, Leeds . 14 Nikolas Anelka, Arsenal.........13 Dion Dublin, Aston Villa........13 Robbie Foowler, Liverpool.......12 Hamilton Ricard, Middlesbro .... 12 Ole Gunnar Solkjaer, Manch. Utd. 11 Dennis Bergkamp, Arsenal .......10 Marcus Gayle, Wimbledon.........10 Alan Shearer, Blackbum..........10 Gianfranco Zola, Chelsea........10 Julian Joachim, Aston Villa.....9 Jason Euell, Wimbledon...........9 Tore Andre Flo, Chelsea..........9 Gustavo Poyet, Chelsea..........8 Ian Wright, West Ham ............8 Darren Huckerby, Coventry .......8 Noel Whelan, Coventry............8 Deon Burton, Derby ..............8 Lee Bowyer, Leeds ...............8 Næstu leikir: Ekkert verður leikið í A-deildinni fyrr en 2. apríl sökum landsleikja í undankeppni Evrópu. B-deild: Sunderland 38 25 10 3 74-23 85 Ipswich 38 22 7 9 54-25 73 Bradford 37 21 7 9 66-38 70 Birmingh. 38 19 11 8 59-31 68 Bolton 37 17 13 7 68-50 64 Wolves 37 16 11 10 53-37 59 Sheff. Utd 37 15 11 11 60-54 56 Watford 38 14 13 11 51-50 55 Huddersf. 38 14 12 12 54-60 54 WBA 38 15 8 15 61-59 53 Grimsby 35 14 8 13 35-89 50 Norwich 37 12 13 12 50-51 49 Cr. Palace 38 12 13 13 52-59 49 Tranmere 38 10 16 12 50-51 46 Stockport 38 10 15 13 43-47 45 Portsmouth 38 10 13 15 49-57 43 Barnsley 37 9 15 13 44-46 42 QPR 37 10 10 17 4147 40 Swindon 38 10 10 18 51-67 40 Bury 38 7 15 16 29-51 36 Oxford 38 8 11 19 37-62 35 Port Vale 36 10 5 21 38-67 35 Crewe 36 8 9 19 43-68 33 Bristol C. 36 5 14 17 45-68 29 Markahæstir: Lee Hughes, WBA................30 Lee Mills, Bradford............21 Marcus Stewart, Huddersfieid ... 20 Brett Angell, Stockport .......17 Ifiy Ounora, Swindon ..........17 Iwan Roberts, Norwich......... 15 Niall Quinn, Sunderland........15 Dean Windass, Bradford/Oxf. ... 15 Craig Bellamy, Norwich ........15 Næstu leikir: Þriðjudagur 23. mars Barnsley-Bristol City Port Vale-Grimsby Miðvikudagur 24. mars Huddersfield-Norwich Föstudagur 26. mars Sheffield United-Oxford Tranmere-Crewe Laugardagur 27. mars Bury-Sunderland Sunnudagur 28. mars Crystal Palace-Bradford Portsmouth-Bamsley Emmanuel Petit, hinn sigursæli og sterki leikmaöur Arsenal: - segist vera fórnarlamb og lagður í einelti af enskum dómurum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.