Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 DV onn og móður „Auövitaö er ég svolítið sár og móður eftir , þetta, það væri bamaskapur að segja annað, en ég er ekki kalinn , á hjarta." Sigbjörn Gunn- arsson, eftir að hafa dregið framboð sitt til baka, í DV. Þunglyndi Finna „Ég veit að ég má ekki segja þetta en það liggur við að þeir hengi sig í jólatrénu áður en þeir henda því út.“ Borgar Garðarsson leikari, um þunglyndi ■ Finnum, í DV. Góðæri „Ég tala ekki mikið um það. Ég nota þetta orð , ekki sjálfúr, ég , hef sagt að okkxn- gangi betur en fyrr og að við séum á réttri leið. Kannski hef ég notað orðið einu sinni eða tvisvar í ógáti." Davíð Oddsson forsætisráð- herra, um orðið góðæri, ÍDV. Árangur í samræmi við naínið? „Það er auðvitað dapurlegt fyrir okkar ylhýra mál að okk- ar framiag skuli heita I’m Out of Luck, og kannski verður ár- angurinn í samræmi við nafh- ið.“ Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastj. Neytenda- samtakanna, um framlag ís- lendinga í Eurovision, í Degi. Allir að troða sér á miðjuna „Það er orðin merkileg þró- un i íslenskum stjómmálum ef þrír flokkar ætla allir að troða sér inn á miðjuna, samanber nú síðasta lands- , fúnd Sjálfstæð- isflokksins. Geta menn þá ekki bara gengið i Framsóknarflokkinn í stað þess að vera að bítast um á miðjunni í mörgum flokkum?" Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður, í Degi. Kvikmynd Tvíhöfða „Jón Ólafsson hefúr ekki enn horft djúpt í augun á okk- ur og óskað eftir samstarfí. En það gæti breyst." Jón Gnarr, um fjármögnun kvikmyndar með Tvíhöfða, íDV. íris Edda Heimisdóttir, íþróttamaður Sandgerðis: Klarínettan vék fyrir sundinu „Mér fannst æðislegt að fá þessa viðurkenningu og átti aUs ekki von á því,“ segir íris Edda Heimisdóttir, en hún var kjörin íþróttamaður Sandgerðis 1998 í hófi sem fram fór í samkomuhúsi staðarins nú ------- nýlega. íris Edda er 15 ára sundkona sem náði einstökum árangri á síðasta ári og er glæsilegur fuUtrúi æskufólks í Sandgerði og í fararbroddi meðal efnilegasta sundfólks landsins. Hún hefúr sýnt það og sannað að með ástundun er hægt að ná ótrúlegum árangri. „Ég byrjaði að æfa sund fyrir fimm árum, þá hjá íþróttafélaginu Reyni hér í Sandgerði, en flutti mig síðan yfir tfl Sundfélags Kefavíkur og æfi þar í dag, en þjálfari er Eð- varð Þór Eðvarðsson. Ég æfi tvo tU þrjá tíma á dag aUa daga nema sunnudaga. Morgunæfingamar hefj- ast klukkan sex á morgnana og eru þangað til skólinn byrjar. Það var svolítið erfitt í fyrstu að vakna svona snemma á morgnana en það venst.“ íris vann 15 íslandsmeistartitla og setti 13 íslandsmet á síðasta ári. Þar af voru 7 íslandsmeistaratitlar í kvennaflokki 17 ára og eldri og fjögur íslandsmet í sama flokki. Hún varð i fjórða sæti í 200 m bringusundi á Norðurlanda- móti unglinga nú í desember. Þá var íris á verðlaunapaUi á alþjóðlegu móti í Lúxemborg í apríl á síðasta ári og jafnframt þrefaldur meistari á opna DV-mynd Arnheiður írska landsmótinu. Þess má geta að nú í janúar náði íris lágmörkum sem tryggja henni þátttöku á Evr- ópumeistaramóti unglinga, sem fram fer í Moskvu í júlí í sumar, en Maður dagsins aðeins þrír Islendingar hafa tryggt sér þátttökurétt á því móti. „ Já, ég hlakka til að taka þátt á mótinu í sumar og stefni að því að gera mitt besta.“ íris segir það ekki koma niður á náminu að hún æfi mikið, en hún er nemandi i Grunnskólanum í Sandgerði. Síðar steöiir hún á nám í Fjölbrautaskóla Suðumesja. „Ég hef áhuga á alls konar vís- indum og tónlist. Ég æfði á klarínettu þrjú ar en það varð að víkja fyrir sundinu. í framtíðinni hef ég mestan áhuga að læra annað hvort líffræði eða læknisfræði." Ekki er íris ein um sundáhugann í fjölskyldunni þvi systur hennar þrjár, þær Eva Dís 16 ára, Karitas 8 ára og Diljá 6 ára, eru allar að æfa sund. Þær eru dætur Aldísar Búa- dóttur og Heimis Sigursveinssonar, húsasmíðameistara í Sand- gerði. „Mamma er að aka okkur systrunum æfingar stóran hluta dagsins á misjöfnum tím- um, en við erum að stefna að því að flytja til Keflavíkur svo ekki sé eins langt að fara á æfingar. Við gæt- Linda Ásgeirs- dóttir leikur í hádeg- inu í Iðnó. Leitum að ungri stúlku í kjölfar enduropnunar Iðnó i haust var efnt til leikritasam- keppni með það í huga að sýna verðlaunaverkin í Hádegisleik- húsi Iðnó. Fyrstu verðlaun hlaut gamanleikritiö Leitiun að ungri stúlku eftir Kristján Þórð Hrafns- son. Verkið fjallar um unga stúlku sem kemur í áheym- arprufu til ungs kvikmyndaleik- stjóra sem er að gera sína fyrstu kvikmynd. Hugmyndir þeirra um lífið og listina stangast harkalega á og samskiptin taka brátt óvænta og undarlega stefnu. Sálfræðilegt valdatafl, óvæntar uppákomur, spenna og fyndni. Með hlutverk fara Gunnar Hansson og Linda Ásgeirsdóttir. Leikstjóri er Magn- ús Geir Þórðarson. Leikmynd eft- ir Snorra Frey Hilmarsson. Sýn- ingar hafa verið mjög vel sóttar og greinilegt er að Hádegisleikhúsið er komið til að vera. Leikhús I Hádegisleikhúsinu gefst fólki kostur á að snæða léttan hádegis- verð og pjóta stuttrar leiksýning- ar um leið. Sýnt er aila miðviku- daga, fimmtudaga og föstudaga og hefjast sýningamar alltaf kl. 12.00. Brídge Á hverju ári era veitt verðlaun fyrir bestu sagnraðimar í heimin- um (Romex Award) og era þar margir um hituna. Danski blaða- maðm'inn Svend Novrap telur sagn- röð dönsku landsliðskvennanna Bettinu Kalkerup og Charlotte Koch-Pcilmund í þessu spili koma til álita. Suður gjafari og allir á hættu: * 987 4» ÁG976 ♦ K10 y um eKKi veno au- ■r ar í þessu af lífi og 4 K532 * 10852 N w sál nema af því að ♦ 654 fjölskyldan stendur öll * K2 * ADG1064 * D3 * G72 * 54 * K4 * ÁD983 * D98763 Suður Vestur Norður Austur 1 * pass 1» 1 4 pass 24 dobl pass 3 ♦ pass 34 dobl 44 pass 64 p/h Gaukur á Stöng: Á stefnumóti Stefnumót er heitið á tón- leikaröð sem tónlistarblaðið Undirtónar stendur fyrir. Hugmyndafræðin á bak við þessa tónlistarviðburði er að bjóða upp á fjölbreytni og frumlegheit og koma á framfæri ein- hveiju af þeirri miklu grósku sem íslensk tón- listarmenning hefúr upp á að bjóða. Næsta stefnumót, sem er það sjöunda í röð- inni, fer fram í kvöld á Gauki á Stöng. Á því mun „hardcore metallinn“ ráða ríkjum og komafram nokk- Skemmtanir ur af þyngstu rokkböndum lcmdsins. Bisund er af mörgum talin vera leiðandi afl í íslenskri hardcore rokktónlist, Mínus er ný og fersk hljómsveit sem tekur þátt í músíktilraununum að þessu sinni, Sólstaffr hafa verið að gera það gott á er- lendri grundu, Forgarður helvítis er rót- gróin blackmetal sveit og Shiva er þungarokkssveit frá Akureyri sem er að leika á sínum fyrstu tón- leikum sunnan heiða. Stefnumótið hefst kl. 22. Myndgátan Endursenda póst Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Kalkerup-Palmund sátu í NS og þær gátu gert sér góða grein fyrir spilunum með rökhyggju og álykt- unum af sögnum andstæðinganna. Laufopnun var standard og pass suðurs við einum spaða neitaði þriggja lita stuðningi í hjarta (NS nota stuðningsdobl). Dobl norðurs á tveimur spöðum var til úttektar og þrír tíglar suðurs komu nokkuð á óvart. Ljóst var í þeirri stöðu að suð- ur átti sennilega punktalitla hendi með töluverða lengd í láglitum. Þrír spaðar norð- urs spurðu um stöðvara í litnum og dobl austurs gerði ekkert annað en að hjálpa til. Kalkerup-Patmund notuðu svokallaða „Manco“ sagn- venju eftir dobl austurs á þremur spöðum. Þrjú grönd hefðu sýnt stöðvara í litnum, redobl hefði sýnt 2 eða fleiri smáspil í spaða og nýr litur einspil í spaða. Fjögurra spaða sögnin hlaut þvl að sýna eyðu. Skiptingin lá því ljós fyrir, 0-2-5-6. Bettina Kalkerup vissi að suður hlaut að eiga annaðhvort laufkóng eða hjartakóng og slemman var því sögð í góðri sannfæringu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.