Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 14
''wsh MAGENTA Hópur manna sem stundar sundlaug- M (JLL æfingarnar arnar á Akureyri hvem dag gerir þar oft leikfimiæfingar sem kenndar em við Danann I.P. Miiller. Þessar æfingar, sem m allsérkennilegar á að horfa, hafa að einhverju leyti verið iðkaðar hér á landi síðan snemma á öldinni en sennilega hvergi reglulega nú nema á Akureyri. Tilveran fylgdist með „furðufuglunum" við sundlaugina á Akureyri gera Miill- ers-æfingar. ( mæta á morgnana. Þar sitja menn og spjalla og svo taka æfíngamar við. Þetta er skemmtilegt og félagsskapurinn góð- ur,“ segir Baldur. -gk Baidur Dýrfjörð í æf- ingunni „Siglufjarð- arsterkur". DV-mynd gk Menn voru álitnir galnir - segir Jón Magnússon Eg er búinn að vera með í þessu frá upphafi og er orð- inn annar stjómandi hóps- ins en yfirburðamennirnir stjóma. Hinn er Daníel Snorra- son rannsóknarlögreglumaður sem um þessar mundir er einmitt með námskeið í Mullersæfingum á Kanaríeyjum. „Þessar æfingar hafa verið iðk- aðar hér á landi um langt árabil en þeir sem fyrstir byijuðu vom álitnir galnir, menn eins og Þór- bergin: Þórðarson rithöfundur. Þótt við séum álitnir galnir er nokkuð sem við látum ekki á okk- ur fá og ég lít reyndar á það sem hrósyrði fyrir suma í hópnum. Reyndar hafa landsþekktir menn heimsótt okkur og tekið létta æf- ingu og má þar nefha ekki ómerk- ari mann en Halldór Ásgrímsson ráðherra sem stóð sig bara vel. Þá hafa komið útlendingar á æfingar hjá okkur, m.a. frá Noregi og Rússlandi, og flutt þessa þekk- ingu í sína heimahaga. Þetta em ákaflega heiilandi og uppbygg- andi æfingar," segir Jón. -gk Jón Magnússon: stjórna." .Yfirburðamennirnir DV-mynd gk Miillers-punktar... ...í bókinni Mín aðferð, sem kom út í íslenskri þýðingu árið 1911, er lýst hinu fræga kerfi sem Daninn I.P. Múller setti saman. Upphaflega var miðað við 15 mínútna æfingatíma en síðar var sá tími styttur í 5 mín- útur ... ...Carl Ottosen, yfirlæknir á Heilsuhælinu í Skodsborg í Danmörku, skrifaði árið 1922 um kosti Múllersæfinganna og sagði m.a. að þær væri hægt að iðka hvar sem væri, þær lækn- uðu langvinn veikindi og efldu hreysti, þær þroskuðu aðal-líf- færin, s.s. lungu, hjarta og melt- ingarfæri... ...Þórbergur Þórðarson rithöf- undur er sennilega þekktastur þeirra íslendinga sem stundað hafa Múllersæfingamar. í gam- alli heimildarmynd um Þórberg sést hann berhátta sig á fjöru- kambi, beija sér á bijóst og framkvæma fleiri MúUersæf- ingar... ...Sveinn Bjömsson, síðar for- seti, iðkaði MúUersæfingar á þriðja áratug aldarinnar. Hann sagðist í grein sem hann skrif- aði árið 1925 mæla með æfing- unum fyrir aUt sæmUega hraust fólk, konur og karla, unga og gamla. „Byggi jeg með- mælin bæði á eigin reynslu og því, sem mjer er kunnugt um reynslu ýmsra i Danmörku", sagði Sveinn og bætti við síðar í greininni að æfingarnar vendu menn á hreinlæti ... ...Á Akureyri hafa MúUers- menn gefið æfingunum ný nöfii og „þróað“ aðrar nýjar. Meðal æfinganna era „Skæruliðaæf- ingin“, „Siglufjarðarsterkur", „AUa“, „Kæruleysi", „Fluguköst" og „HeimUisæfing- in“, en síðastnefndu æfingunni fylgir tilheyrandi mjaðma- skak!!! -gk Gott að fá súrefni í lungun - segir Vilhelm Ágústsson Eg er búinn að stunda morg- unsund í 25 ár en MúU- ersæfíngar höfúm við iðk- að í um 15 ár,“ segir Vilhelm Ágústsson, einn þeirra sem iðka MúUers-æfingar á Akureyri. „Þetta kom þannig tU að við byijuðum að gera teygjuæfingar að loknu sundinu, það þróaðist síðan yfir í hálfgerð skrílslæti, ef svo má segja, en síðan komu MúUersæfingamar. Það er svona 15 manna kjami sem stundar þetta 3-4 sinnum í viku og þetta er mjög gaman. Það er gott að berja sér á bijóst og fá súrefiii í lungun en auðvitað er einnig í þessu grín og gaman sem er nauð- synlegt,“ segir Vilhelm. -gk Vilhelm Ágústsson einbeittur í einni æfingunni. DV-mynd gk Pétur Pétursson, heilsugæslu- læknir hér á Akureyri, orð- aði það þannig einhvemtíma að það væri spuming hvaö þessar æfingar gerðu mikið fyrir líkamann en fyrir hugann væm þær án efa heilsubót," segir Baldur Dýrfjörð, einn „MúUersmanna" á Akureyri. Baldur hefur verið með í MúU- ers-æfingunum á Akureyri síðan hann fluttist tU bæjarins árið 1992 og hann segir að auðvitað séu menn í þessum æfingum fyrst og fremst sér tU gamans. „Þetta er auðvitað alveg fáránlegt á að horfa en það er ekki síst atriði að fá útrás fyrir léttleikann á morgnana áður en menn halda út í hið daglega þras. Við hittumst, sumir synda, aðrir stinga sér af einum bakka og fara beint á annan bakka og þaðan í heita pottinn og enn aðrir fara beint í heita pottinn þegar þeir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.