Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjðri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Augiýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst<®ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Veiðileyfagjald og byggðakvóti Veiðileyfasinnar hafa sigið hægt og bítandi fram úr gjafakvótasinnum og eru komnir í öruggan meirihluta meðal þjóðarinnar samkvæmt nýjustu skoðanakönnun DV. Veiðileyfasinnar eru í meirihluta í öllum stjórn- málaflokkum landsins nema Framsóknarflokknum. Stuðningsmenn flokks utanríkisráðherrans og fyrrver- andi sjávarútvegsráðherrans, tákngervings kvótakerfis- ins, eru orðnir einir á báti í stuðningi við núverandi kerfi. Kjósendur Sjálfstæðisflokks hafa snúið við blaðinu og styðja veiðileyfagjaldið í hlutföflunum 61-39. Umræður á landsfundi sjálfstæðismanna báru merki umskiptanna, þótt ályktun fundarins endurspegli þau ekki. Býsna erfitt er orðið fyrir forustu flokksins að beita sér af hörku gegn breytingum, sem njóta stuðnings ein- dregins meirihluta kjósenda flokksins. Einkum verður núverandi spenna eríið fyrir Sjálfstæð- isflokkinn ef á grundvelli hans rís annar flokkur, tfl við- bótar við flokk Sverris Hermannssonar, með trúverðuga frambjóðendur og stefnu veiðileyfagjalds og sækir fylgi sitt tfl hefðbundinna kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur flokkanna tveggja, sem hafa tekið við fylgi Alþýðubandalagsins, styðja veiðfleyfagjald, einkum kjós- endur Samfylkingarinnar, þar sem hlutföllin eru 77-23. Núverandi gjafakvóti hefur því hvergi lengur skjól nema í Framsóknarflokknum, þar sem hlutföllin eru 40-60. Tflfærsla kvóta frá fámennum sjávarplássum til Qöl- mennari byggða hefur orðið tfl þess, að byggðastefnu- menn sjá ekki lengur vörn í gjafakvótanum gegn tfllög- um um að tengja markaðslögmál með einhverjum hætti við réttinn tfl aðgangs að takmarkaðri auðlind. Þeir, sem ekki aðhyllast markaðsstefnu í sjávarútvegi, hafa i vaxandi mæli hneigzt að byggðakvóta, þótt dæmin sýni, að byggðakvóti hefur einnig lekið brott. Fyrir skammgóðan vermi hafa menn selt fjöregg sjávarpláss- anna og staðið eftir jafnslyppir og snauðir. Hugsanlegt er, að sátt náist milli sjónarmiða veiði- leyfagjalds og byggðakvóta með því að veiðfleyfagjaldið renni að hluta tfl þeirra byggða, sem standa höllum fæti í baráttunni um réttinn tfl að veiða það takmarkaða magn, sem leyft er að veiða hverju sinni. Einnig er hugsanlegt, að afhenda megi þessum sjávar- plássum hluta kvótans fram hjá veiðfleyfagjaldi. Hag- fræðilega séð eru slíkar lausnir aflar vondar, en þær kunna að eiga rétt á sér sem pólitísk lausn á viðkvæmu deflumáli um misjafna stöðu fólks eftir byggðum. Byggðakvótinn hefur þann kost að njóta stuðnings þjóðarinnar í hlutfóllunum 74-26 samkvæmt nýjustu skoðanakönnun DV. Hann nýtur raunar meiri stuðnings en einstakar aðferðir við veiðileyfagjald, allt frá þjón- ustugjöldum á útgerðir yfir í uppboð á kvóta. Þótt veiðfleyfagjald og byggðakvóti séu tvær ólíkar leiðir, eiga þær það sameiginlegt, að fylgið við þær bygg- ist á réttlætistflfinningu, annars vegar fyrir jafnrétti borgaranna og hins vegar fyrir tflverurétti byggðanna, enda hafa margir bæði sjónarmiðin í senn. Stuðningsmenn veiðfleyfagjalds þurfa að finna aðferð, sem hægt er að fá sem flesta tfl að sameinast um. Með því að blanda slíkri aðferð saman við byggðakvóta er kominn pakki, sem líklegt er að afli sér víðtækari sam- stöðu fólks en aðrar leiðir tfl lausnar málsins. Kjósendur telja sennilega ekki vera hlutverk sitt að kafa dýpra í hlutina en að heirnta réttlæti og vflji heldur fela sérfróðum aðflum hina tæknflega útfærslu. Jónas Kristjánsson Öll fjármögnun er nú miklum mun auöveldari en áður var, við liggur að boðið sé upp á kjör sem hljóða upp á enga útborgun og afgang eftir minni, segir m.a. í grelninni. Verðtrygging Enn heyrast þær raddir sem telja ástæðu til að leggja eigi niður hina al- mennu verðtrygg- ingu sem nú er á því sem næst öllum lang- tímalánum lands- manna. Rökin, sem haldið er fram, eru þau að þótt greitt sé af lánum fari höfuð- stóll þeirra hækk- andi frá mánuði til mánaðar þannig að hinn almenni lántak- andi sjái ekki að það lán sem um ræðir verði nokkurn tím- ann greitt upp. Rétt er það að þau tilvik eru fyrir hendi að höfuðstóll láns eftir greiðslu afborg- ana og vaxta geti verið hærri en höf- uðstóll fyrir greiðslu. Þessi tilvik eru afar fá og í reynd auðskilin. Þau eiga við þegar hafin er greiðsla langtíma- lána með jöfnum ár- greiðslum. Fyrstu greiðslur slíkra lána eru að mestu leyti greiðslur vaxta en að afar litlu leyti greiðslur afborgana. Jafnar afborganir eða jafnar árgreiðslur Nú er lántakendum oft í sjálfs- vald sett þegar um lán t.d. úr líf- eyrissjóðum er að ræða hvor kost- urinn sé valinn, jafnar afborganir eða jafnar árgreiðslur. í tiiviki jafnra afborgana er greiðslubyrðin Kjallarinn Kristjón Koibeins viðskiptafræðingur þyngst í upphafi en léttist þegar á lánstím- ann líður. Höfuðstóll lána með slíkum kjör- um ætti því síður að hækka á milli afborg- ana, en höfuðstóll jafngreiðslulána, eins og húsbréfalána, þar sem í tilviki lána með jöfnum afborgunum er afborgun í upphafi lánstímans mun hærri en þegar um jafnar árgreiðslur er að ræða. Vegna þess hversu miklu meira flestir meta lækkaðar árgreiðslur nú en ár- greiðslur þegar fram „Vegna þess hversu miklu meira flestir meta lækkaöar árgreiðsb ur nú en árgreiðslur þegar fram líða stundir kjósa flestir, sem tök eiga á, lán með jöfnum árgreiðsl- um fram yfír lán með jöfnum af- borgum þótt greiðslubyrði yfír allan lánstímann sé ámóta líða stundir kjósa flestir, sem tök eiga á, lán með jöfnum árgreiðsl- um fram yfir lán með jöfnum af- borgum þótt greiðslubyrði yfir all- an lánstímann sé ámóta. Kosturinn er því léttari greiðslubyrði nú á kostnað þjmgri greiðslubyrðar þegar halla tekur undir lok lánstímans. Á móti vaxtagreiðslum eiga margir lán- takendur kost á vaxtabótum. Vaxtabætur eru tekjur- eignar og vaxtatengdar. Auk þess er þak á þeim vegna lána til húsnæðis- kaupa. í tilviki jafnra árgreiðslna ættu vaxtabætur aö öðru jöfnu að vega þyngra á móti vöxtum og af- borgunum í upphafi lánstíma heldur en þegar um jafnar afborg- anir er að ræða og greiðslubyrði lántakenda þar af leiðandi léttari en ella í upphafl lánstimans. Mikil umskipti Forsendur frEunangreindra hug- leiðinga eru að það sé lánsfé á markaðinum en forsenda lánsfjái' er tvímælalaust sú að lánsfé haldi verðgildi sínu, hvort sem það er gert með almennum nafnvöxtum, sem eru hærri en breytingar á verðlagi, eða með verðtryggingu. Nú er svo komið að stærstur hluti lánsfjár á markaði er ýmist verð- eða gengistryggður sem eru mikil umskipti frá því fyrir samþykkt Ólafslaga fyrir um tveimur áratugum. Voru þau lögfest af illri nauðsyn eftir langt tímabil neikvæðra raun- vaxta og rýrnandi lánsfjár. Hafa þau gerbreytt jafnt fjármála- markaði sem framboði lánsfjár, svo sumum þykir nóg um. Öll fjármögnun er nú miklum mun auðveldari en áður var, sama hvort um fasteignir eða varanlega neysluvörur er að ræða eins og sjá má af þeim tilboðum sem á mark- aði eru. Við liggur að boðið séð upp á kjör sem hljóða upp á enga útborgun og afgang eftir minni. Síðast en ekki síst hefir almenn verðtrygging stórbætt hag lífeyris- sjóða sem eru helsta uppspretta spamaðar í landinu og sjóður fé- laga til elliáranna. Kristjón Kolbeins Skoðariir annarra Launatengdur ábati „Afkomutenging launa hefur þekkst á íslandi um langan aldur og þá sérstaklega í útgerð og fisk- vinnslu. Fleiri greinar viðskiptalífsins hafa nú hafið könnun á því hvemig bezt sé að slíku staðið og munu ýmis kerfi vera til athugunar. Slík kerfi eru afkastahvetjandi og launþegar hafa einnig í æ ríkari mæli krafizt þess að fá að njóta vel unninna starfa með því að fá eitthvað af þeim ábata, sem þeir telja sig eiga hlut í, og speglast í velgengni fyrirtækisins, sem þeir vinna fyrir.“ Úr forystugreinum Mbl. 20. mars. ESB er úrlausnarefni „Það er alveg ljóst að samskipti okkar við Evrópu- sambandið í framtíðinni er úrlausnarefni sem skipt- ir ekki bara máli fyrir okkur heldur jafnframt Evr- ópusambandið sjálft. Ef Norðmenn og Sviss fara þarna inn og það á að reka EES-samninginnn með sama hætti og gert er í dag með okkur og Lichten- stein innanborðs, þá er mér það fúllkomlega ljóst eins og öllum öðrum sem hugsa málið, að það er ekki hægt. Það verður að finna nýja leið ... Ég hef ekkert fullyrt um það hvemig það getur endað. Ég tel a.m.k. að þetta geti þó hjálpað okkur til að meta stöðu okkar af fullu raunsæi. Á því þurfum við að halda.“ Halldór Ásgrímsson í Mbl. 21. mars. Söguleg tíöindi „Þar sem breytingar á fylgi flokka frá könnun DV í febrúar eru yfirleitt innan skekkjumarka staðfest- ir hún fyrst og fremst að nýju framboðin hafa fest sig í sessi - Samfylkingin með yfir þrjátíu prósent at- kvæða og Vinstrihreyfingin með um sex prósent. Þetta er sú nýja staða sem við blasir íslenskum stjórnmálum eftir uppstokkunina á vinstri kantin- um. Meginbreytingin er sú að á þessu kosningaári er eitt framboð yfirlýstra vinstri manna í fyrsta sinn frá því flokkakerfið varð til að ná þeirri stöðu að vera næststærsta stjórnmálaaflið í landinu. Að það skuli loksins vera að gerast, eftir svo margar mis- heppnaðar tilraunir, eru söguleg tíðindi." Elías Snæland Jónsson í Degi 20. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.