Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 21
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 21 Iþróttir NBA-DEILDIN Úrslit í fyrrinótt: Toronto-New York . . . (frl.) 85-81 Carter 23, Thomas 12, Christie 12 - Ewing 21, Houston 17, Childs 12. Minnesota-LA Clippers . . . 85-100 K.Gamett 27, Brandon 14, Mitchell 12 - Martin 22, Taylor 20, Murray 19. Detroit-Utah.......(frl.) 104-101 Stackhouse 32, Hill 29, Dele 11 - Malone 31, Stockton 15, Russell 15. Cleveland-New Jersey .... 88-85 Person 22, Declerq 14, Kemp 12 - Marbury 20, Carr 18, Van Horn 12. Milwaukee-Charlotte.......87-94 Robinson 19, Allen 16, Cassell 13 - Jones 23, Wesley 16, Coleman 12. Denver-Seattle............102-98 McDyess 23, Van Exel 20, Billups 16 - Schrempf 22, Owens 19, Polynice 16. Portland-Philadelphia .... 91-75 Wallace 26, Anthony 13, Williams 11 Iverson 24, Geiger 19, McKie 10. Úrslitin í nótt: Indiana-Washington.......90-86 Miller 18, Smith 14, Mullin 12, Rose 12 - Richmond 35, Thorpe 14, Strickland 14. New Jersey-Toronto.......106-87 Marbury 31 (12 stoð), Carr 24, Kittles 14 - Wallace 19, Siater 12, Christie 12. New York-Atlanta ..........71-80 Ewing 23, Houston 16, Sprewall 11 - Blaylock 15, Smith 14, Henderson 14. Dallas-LA Lakers...........93-96 Finley 23, Davis 16, Green 13 - OTíeal 25, Bryant 21, Rice 17, Rodman 17 fráköst Milwaukee-Detroit........115-86 Allen 19, Robinson 18, Gattling 16 - Laettner 17, Williams 12, Stackhouse 13. Houston-Sacramento . . . 110-100 Olajuwon 32, Pippen 25, Dickerson 23, Barkley 19 ( 16 fráköst) - Webber 29, Maxwell 25, Williamson 10. Phoenix-Vancouver.........89-84 Kidd 24, Gugliotta 19, Chapman 11 - Abdur-rahim 26, Lopez 14, Bibby 11. Seattle-Philadelphia......92-76 Payton 26, Schrempf 10, Polynice 10 - Hughes 15, Iverson 14, Geiger 13. Skíöi: Tvöfalt hjá Kristni Kristinn Magnússon frá Akur- eyri vann tvöfaldan sigur á bik- armóti í alpagreinum sem fram fór i Hlíðarfjalli um helgina. Kristinn sigraði bæði í svigi og stórsvigi í karlaflokki. Lilja Kristjánsdóttir frá Reykjavík sigraði í stórsvigi kvenna en Harpa Rut Heimis- dóttir frá Dalvík í svigi. Harpa Rut sigraði líka í svigi í flokki 15-16 ára stúlkna. Ragnheiður T. Tómasdóttir frá Akureyri sigraði í stórsvigi stúlkna, Bragi S. Óskarsson, Ólafsfirði, í svigi drengja og Jens Jónsson, Reykjavik, í stórsvigi drengja. -VS Badminton: Kínverjinn vann Brodda Cao Ji frá Kina sigraði Brodda Kristjánsson í úrslitaleik í meist- araflokki karla á hinu árlega Pro Kennex badmintonmóti sem fram fór á Akureyri um helgina. Cao Ji, sem hefur dvalið hér á landi undan- fama mánuði, sigraði 15-11 og 15-11, en hann vann hinn efnilega Svein Loga Sölvason í þremur lot- um í undanúrslitunum. Brynja K. Pétursdóttir sigraði Elsu Nielsen í úrslitaleik í meistara- flokki kvenna, 11-6, 3-11 og 11-5. Ensku bræðumir Anthony Bush og Peter Bush sigmðu í tvíliðaleik karla, Elsa og Brynja í tvíliðaleik kvenna og í tvenndarleik sigraöu Árni Þór Hallgrímsson og Vigdís Ásgeirsdóttir. Mótið var haldið í 10. skipti og þangað mættu keppendur frá Kína, Englandi, Danmörku, Litháen, Þýskalandi og Færeyjum. -VS Arnar Grétarsson aftur í landsliðshópinn í knattspyrnu: „Hef aldrei efast um hæfileika Arnars" - segir Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari Amar Grétarsson, leikmaður ——— AEK í Grikk- arson hefur valið fyrir Evrópuleikina tvo sem fram- undan era, í Andorra á laugardag- inn og i Úkraínu miövikudaginn 31. mars. Arnar, sem á 43 landsleiki að baki, lék síðast með landsliðinu í febrúar á síðasta ári, á alþjóðlegu móti á Kýpur. Hann hefúr ekki ver- ið í náðinni fyrr en nú, þrátt fyrir góða frammistöðu í Grikklandi. „Ég taldi að þetta væri kærkomið tækifæri til að líta aftur á Amar og sjá hvernig hann fellur inn í okkar hóp. Ég hef aldrei efast um hæfi- leika Amars en spumingin er um að hugarfarið sé stillt inn á það sem við erum að gera. Það var gott að eiga hann að nú þegar breyta þurfti hópnum,“ sagði Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari í gær. Auk Amars koma þeir Sigurður Jónsson, Þórður Guðjónsson og Stefán Þórðarson inn í landsliðið á ný, en þeir misstu allir af vináttu- leiknum í Lúxemborg fyrr í þessum mánuði. Sigurður og Stefán vegna Hópurinn Leiklr/mörk Markverðir: Birkir Kristinsson, Bolton .... 56/0 Ámi Gautur Arason, Rosenborg 2/0 Varnarmenn: Siguröur Jónsson, Dundee U. . . 59/3 Eyjólfur Sverrisson, Herthu ... 46/4 Lárus Orri Sigurðsson, Stoke .. 25/1 Hermann Hreiöarsson, Brentf. . 18/0 Brynjar Gunnarsson, örgryte .. 13/2 Steinar Adolfsson, Kongsvinger 10/0 Auöun Helgason, Viking St. ... 5/1 Miðjumenn: Rúnar Kristinsson, Lilleström . 71/2 Amar Grétarsson, AEK.......43/2 Amar Gunnlaugsson, Leicester 28/3 Þóröur Guðjónsson, Genk....26/6 Helgi Kolviðsson, Mainz....11/0 Sverrir Sverrisson, Malmö .... 10/0 Sóknarmenn: Helgi Sigurðsson, Stabæk...23/4 Tryggvi Guðmundsson, Tromsö 9/3 Stefán Þóröarson, Kongsvinger . 4/1 8-liða úrslit í handbolta kvenna: Baráttusigur hjá FH-ingum - sem lögðu Víkinga öðru sinni, nú 20-16 Aðdánunarverð barátta og hungur í sigur fleytti FH áfram í undanúrslit í úrslitakeppni kvenna i handknatt- leik, en FH og Vikingur mættust öðru sinni í Kaplakrika í gær. Víkings- stúlkur, sem töpuðu fyrri leiknum í Víkinni á laugardag, komu gríðarlega ákveðnar til leiks og þegar 20 mínút- ur voru liðnar af fyrri hálfleik höfðu þær örugga forystu, 4-10, og oddaleik- ur liðanna virtist í augnsýn. Þá small vöm FH saman og Jolanta markvörð- ur varði það sem á markið kom. Svo fór að Víkingar skoraði ekki 11. mark- ið fyrr en á 7. mín. síðari hálfleiks og höfðu þá ekki skorað úr 12 sóknum í röð. FH-ingar jöfnuðu 13-13 um miðjan seinni hálfleik og komust svo í 19-14 þegar tvær minútur lifðu af leiknum og sigruðu svo örugglega, 20-16. Gjörsamlega úti að aka „Ég veit ekki hvaða lið var inni á vellinum í fyrri hálfleik. Við vorum gjörsamlega úti að aka. Við ákváðum í hálfleik að taka okkur saman í and- litinu, spila góða vörn og beita hraða- upphlaupum og spila eins og við get- um best. í stöðunni 4-10 var annað hvort að brotna alveg eða gefa allt í leikinn og það gerðum við,“ sagði Hildur Erlingsdóttir, fyrirliði FH, eft- ir leikinn. Jolanta var frábær í marki FH í seinni hálfleik og varði þá 10 skot, þar af 2 víti. Annars var það liðsheildin og sigurviljinn sem skilaði FH í und- anúrslitin. Víkingur náði ekki að sýna sitt rétta andlit í úrslitakeppn- inni, ef undan eru skildar fyrstu 20 mínútumar í þessum leik. Svava Sig- urðardóttir og Kristín Guðjónsdóttir léku best Víkinga. Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 9/7, Drífa Skúladóttir 3, Guðrún Hóbngeirsdótt- ir 3, Dagný Skúladóttir 3, Hildur Erlings- dóttir 2. Varin skot: Jolanta Slapikiene 14/3. Mörk Vfklngs: Svava Sigurðardóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 3, Inga Lára Þóris- dóttir 2/1, Guðmunda Kristjánsdóttir 2, , Eva Halldórsdóttir 2, Helga B. Biynjólfs- dóttir 1. Varin skot: Kristín Guöjónsdótt- ir 15. -ih meiðsla, en Þórður var að spila með Genk á sama tíma. Ríkharður Daðason er hins vegar ekki með vegna meiðsla og Ivar Ingimarsson datt út úr hópnum. íslenska liðið kemur saman í Andorra á miðvikudagskvöldiö og fer þaðan morguninn eftir leikinn til Barcelona. Þar dvelur liðið fram á mánudagskvöld og æfir, en fer þá til Amsterdam og síðan til Kiev í Úkraínu á þriðjudagsmorgni. Geri breytingar á milli leikja Guðjón er með 18 manna hóp og sagðist í gær eiga von á að gera breytingar á liðinu milli leikja. „Ég reyni að vera með léttara lið í Andomaleiknum, enda þurfum við að hafa frumkvæði þar, spila agað- an leik og sækja af krafti. Andoma hefur spilað mjög sterkan vamar- leik gegn Úkraínu og Frakklandi, tapaði aðeins 0-2 í báðum leikjum, og ég tel að Andorramenn séu með sterkara lið en bæði Liechtenstein og Lúxemborg sem við þekkjum til. Úkraína er allt annað dæmi og þar þarf að spila allt öðravísi,“ sagði Guðjón Þórðarson. -VS Einar skoraði OFI Einar Þór Daníelsson skoraði fyma mark OFI frá Krit þegar lið- ið vann góðan útisigur á Pan- elefsinaikos, 1-2, í grísku A- deildinni í knattspymu á sunnu- daginn. Einar gerði fyrsta mark leiks- ins 18 mínútum fyrir leikslok og OFI komst í 0-2 áður en heima- menn skoraðu í lokin. OFI er í 9. sæti deildarinnar með 35 stig. Arnar Grétarsson og félagar í AEK stefna óðfluga á sæti í meistaradeild Evrópu en þangað komast næst tvö grísk lið. AEK vann Proodeftiki, 1-0, á meðan Panathinaikos, sem er í þriðja sætinu, tapaði óvænt fyrir Kavala, 2-1. Aris Saloniki, lið Kristófers Sigurgeirssonar, vann Ethnikos Pireus, 4-0, og er í 5. sæti með 42 stig. Olympiakos er efst með 59 stig, AEK er með 55, Panathinaikos 50 og PAOK 44 stig. -VS Víkingsstúlkur ráða ráðum sínum og hlusta á góðar ráðleggingar hjá Stefáni Arnarssyni þjálfara. Vikingar töpuðu öðru sinni fyrir FH og eru úr leik í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn. DV-mynd Hilmar Þór íþróttir 1-0 fyri hörkulei rir IR IBV fór á kostum ÍBV og Fram verða að mætast í odda- leik um sæti í undanúrslitum íslandsmótsins í handknattleik kvenna eftir stórsigur ÍBV á heimavelli í gær- kvöld, 33-22. Eyjastúlkur fóru hreinlega á kostum og léku sinn langbesta leik í vetur. Fyrir- fram voru flestir sem spáðu því að bikar- meistarar Fram myndu vinna ÍBV í tveimur leikjum og eftir fyrri leikinn í Safamýrinni á laugardaginn benti ekkert til annars. En Eyjastúlkur voru á allt ann- arri skoðun. Eftir jafnar upphafsmínútur tók ÍBV leikinn algjörlega í sínar hendur. Eyjastúlkur léku mjög góða vörn, þær tóku Guðríði Guðjónsdóttur og Marinu Zovevu úr umferð og við það var sóknar- leikur Fram-liðsins í molum. ÍBV hafði níu marka forskot í hálfleik, 20-11, og þsssi munur hélst út allan leikinn. Ingibjörg Jónsdóttir og Lukrecia Borau markvörður fóra fremstar í flokki í frá- bæra liði ÍBV, en hjá Fram var meðal- mennskan allsráðandi. Mörk ÍBV: Ingibjörg Jónsóttir 8, Amela Heg- ic 6/3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 5, Jennie Martinsson 4, Hind Hannesdóttir 3, Sara Guð- jónsdóttir 2, Anita Ársælsdóttir 2, Elísa Sigurð- ardóttir 1, Lukrecia Bokan 1. Varin skot: Lukrecia Bokan 25/3. Mörk Fram:Jóna B. Pálmadóttir 5, Arna Steinsen 4/1, Marina Zoveva 4/2, Díana Guð- jónsdóttir 3, Sara Smart 2, Olga Prohorova 2, Þuríður Hjartardóttir 1, Bjamey Ólafsdóttir 1. Varin skot: Hugrún Þorsteinsdóttir 11, Erla Eiríksdóttir 1. -RS/GH „Þetta var hörkuleikur og hefði getað farið á hvorn veginn sem var. Við vorum nokkuð seinir í gang en fundum taktinn í síðari hálfleik og vorum sterkari á lokasprettinum," sagði Aðalsteinn Hrafnkelsson, þjálfari ÍR, eftir að hans menn höfðu unnið sigur, 102-90, á Hamri frá Hveragerði í fyrsta leik liðanna um sæti í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik næsta vetim. Hveigerðingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og drifhir áfram af gölmörgum stuðningsmönnum og stórleik Péturs Ingvarssonar var hðið komið í 14-2 eftir rúmar 5 minútur. Þá tóku ÍR-ingar aðeins við sér og náðu að minnka forskotið og tókst einu sinni að jafiia leikinn í hálfleiknum. Hamramir höfðu hins vegar verðskuldaða forystu í leikhléi, 4343. í síðari hálfleik hélt bamingurinn áfram. ÍR-ingum tókst fljótlega að jafna og leikurinn var hníflafn lengi vel. Þá tóku ÍR-ingar fjörkipp og breyttu stöðunni úr 69-72 í 85-74 og viö þessu áttu Hvergerðingar ekkert svar. Þáttur Þórs Haraldssonar var drjúgur á þessum kafla, en hann sýndi á köflum snilldartilþrif þegar ÍR var að ná frumkvasðinu. ÍR-ingar léku illa framan af en óx síðan ásmegin. Auk Þórs átti Jón Öm Guðmundsson góðan leik fyrir ÍR og Ólafúr Sigurðsson átti ágæta spretti. Lið Hamars lék vel fyrstu 30 minútur leiksins en svo var eins og úthaldið þryti. Pétur Ingvarsson og Oleg Krijanovski vom langbestu menn liðsins auk þess sem Óli S. Barðdal sýndi stundum skemmtileg tilþrif. Stlg lR: Jón örn Guðmundsson 22, Þór Haraldsson 21, Ásgeir Bachman 15, Ólafur Sigurðsson 13, Hreggviður Magnússon 11, Björgvin Jónsson 8, Atli Sigurþórsson 5, Kristinn Harðarson 4, Hjörleifur Sigurþórsson 3. Stig Hamars: Oleg Krijanovski 29, Pétur Ingvarsson 23, Hjalti Pálsson 11, Óli S. Barðdal 10, Lárus Jónsson 8, Pálmi ísólfsson 5, Kjartan Kárason 4. -HI Hamarsmenn úr Hveragerði fengu öflugan stuðning frá fjölmörgum stuðningsmönnum sínum í leiknum gegn ÍR í gær. Sumir voru skrautlegir eins og þessir vösku sveinar á myndinni. DV-myndHilmar Þór Urslitakeppni kvenna í körfuknattleik: KR í úrslitin - ÍS og Keflavík mætast í oddaleik Þátttöku kvennaliðs Grindavíkur í úrslitakeppninni lauk í Röstinni í Grindavík í gærkvöld, þegar liðið tapaði fyrir KR í miklum baráttuleik, 61-68. KR hóf leikinn mun betur en heimastúlkur. Á töflunni sáust tölur eins og 5-11, 7-15 og 16-28, en Grinda- vik náði að minnka muninn fyrir hlé í 24-32. KR leiddi fram undir miðjan seinni hálfleik, en þá fóru skot UMFG að rata rétta leið og með 3ja stiga körfu frá E.C. Hill var lið UMFG skyndilega komið yfir, 45-44, og mikil spenna á meðal um 200 áhorfenda. Eftir þetta var leikurinn í jámum og liðin skipt- ust á um forystuna. Þegar 1,40 mín. voru eftir var staðan jöfn, 60-60. Linda Stefánsdóttir skoraði þá mikilvæga körfu og síðustu 6 stigin voru KR-inga af vítalínunni. Sigurganga þeirra því órofin enn og liðið komið í úrslitaein- vígið um meistaratitilinn. Lið UMFG tapaði 33 boltum í leiknum og KR 28, sem sýnir hve mikil spenna hefur ver- ið í leikmönnum. E.C. Hill var mjög sterk í liði UMFG, en vörn KR gegn henni var oft á gráa svæðinu, dómarar leiksins leyfðu full mikla hörku án þess að flauta. Sólveig Gunnlaugsdóttir hitti þokkalega, annars var lið UMFG jafht. í liði KR var Limor Mizrachi potturinn og pannan, Linda Stefáns- dóttir lék vel, sem og Hanna Kjartans- dóttir. Stig UMFG: E.C. Hill, 31, Sólveig Gunn- laugsdóttir 13, Svanhildur Káradóttir 7, Rósa Ragnarsdóttir 6, Sandra Guðlaugsdóttir 2, Stefanía Ásmundsdóttir 2. Stig KR: Limor Mizrachi 21, Hanna Kjart- ansdóttir 14, Linda Stefánsdóttir 12, Kristín Jónsdóttir 9, Guðbjörg Norðijörð 6, Helga Þorvaldsdóttir 4, Sigrún Skarphéðinsdóttir 2. Baráttusigur Keflavíkur Keflavík lagði ÍS, 63-54, i annarri viðureign liðanna sem fram fór í Kefla- vík í gærkvöld og þurfa því liðin að mætast að nýju á fimmtudagskvöld, til að fá úr því skorið hvort liðið mætir KR-ingum í úrslitum um íslandmeist- aratiltilin. Það var greinilegt að mikið var í húfi og var leikurinn ekki mikið fyrir augað, heldur einkenndist af bar- áttu og vilja þar sem hvorugt liðið er tilbúið í sumarfrí strax. Anna María var gríðarlega mikilvæg þegar Kefla- vík var að ná undirtökunum um miðj- an seinni hálfleik, eftir aö hafa haft sig lítið frammi. Einnig voru Tanya Samp- son og Bima Valgarðsdóttir góðar og hefði Bima getað skorað mun meira með betri vítanýtingu. Hjá ÍS vom þær Signý Hermannsdóttir, LOiya Sushko og Alda Jónsdóttir bestar. Stlg Keflavíkur: Anna María Sveinsdótt- ir 17 (12 fráköst), Tanya Sampson 17, Bima Valgarðsdóttir 15, Marín Rós Karlsdóttir 8, Lóa Gestsdóttir 4, Kristín Þórarinsdóttir 2. Stig ÍS: Signý Hermannsdóttir 15, Liliya Sushko 13, Hafdís Helgadóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 6 ( 9 stoðsendingar), María Leifs- dóttir 5, Kristjana Magnúsdóttir 4, Lovísa Guðmundsdóttir 4. -bb/BG 3N Anna M. Sveinsdóttir - 17 stig. Alvarlegasta - atvik glímusögunnar, segir Hörður Gunnarsson glímudómari „Það er ljóst aö þetta er alvarlegasta atvik í glímusögunni og það fer sína boöleið í kerfinu. Það er skráð á leikskýrslu og komið til aga- nefndar sem tekur það eflaust fyrir fljótlega," sagði Hörður Gunnarsson, yfirdómari í sveitaglímu íslands á laugardaginn, við DV í gær. Eins og sagt var frá i DV i gær, sparkaði Helgi Bjarnason KR-ingur í dómarann, Hörð, eftir að hafa fengiö tvö gul spjöld í sömu lotu i einni glímunni og þar meö rautt spjald. Stað- setning sparksins var þó ekki alveg nákvæm. „Hann hitti mig í læriö, sem er marið og bólgið, og ég fékk áverkavottorð hjá lækni til að auð- velda aganefndinni störf sín,“ sagði Hörður. Hann sagði ennfremur að af sinni hálfu yrði ekki um nein eftirmál að ræða. „Málið er kom- ið í sinn farveg og búið hvað mig varðar. Það þarf að afgreiða það á réttan hátt, enda hef ég ekki upplifað slíkt á tæplega 40 ára dómaraferli, en ég á ekkert frekar sökótt persónulega við Helga Bjamason og af minni hálfú er ekki um nein eftirmál að ræða,“ sagði Hörður Gunnars- son. -VS Bland i P oka Júltus Jónasson skor- aöi 5 mörk fyrir St.Ot- mar þegar liðið sigraði Amicitia Zúrich, 34-23, í úrslitakeppni sviss- nesku A-deildarinnar i handknattleik á sunnudaginn. St.Otmar er efst þegar einni umferð er ólokið af 8-liða úrslitunum meö 24 stig, en Suhr kemur þar á eft- ir með 23 stig. St.Otmar mætir Grass- hopper í lokaumferðinni. í undanúr- slitunum mætir St.Otmar líklega Winterthur og Suhr leikur gegn Kadetten. Blackburn keypti í gær irska lands- liðsmanninn Lee Carsley frá Derby fyrir 400 milljónir króna. Carlsey er fimmti leikmaðurinn sem knatt- spymustjórinn Brian Kidd kaupir siðan hann tók við stjóminni í des- ember. Hinir fjórir em: Ashley Ward, Matt Jansen, Jason McAteer og Keit Gillespie. Hollenski landsliðsmaðurinn Mich- ael Mols mun ganga i raðir skoska stórliðsins Glasgow Rangers í sumar, en hann leikur nú með Utrecht í Hollandi. Hjá Rangers hittir hann fyr- ir þrjá landa sína, Arthur Numan og Giovanni Bronchorst, sem leika báðir með liöinu, og Dick Advocaat þjálfara. Ólafur H. Kristjáns- son lék allan tímann með AGF þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Árhus í dönsku A-deildinni í knatt- spyrnu á sunnudag- inn. Tómas Ingi Tómasson lék hins vegar ekki með AGF, sem er í 9. sæti af 12 liðim með 23 stig, en fyrir neðan era Viborg með 17, Árhus 14 og B93 með 9 stig. Jón M. Árnason, ÍFR, varð íslands- meistari í flokki fatlaðra í bogfimi á íslandsmóti íþróttsambands fatlaðra sem fram fór um helgina. Jón hlaut 962 stig, Leifur Karlsson, ÍFR, 921 og Óskar Konráósson, ÍFR, 886 stig. I opnum flokki karla sigraði Guó- mundur Þormóósson, ÍFR, með 1057 stig, Þröstur Steinþórsson, ÍFR, varö annar með 892 stig og Jón Bryn- ar Jónsson þriðji með 786 stig. Hjá konunum sigraði Ester Finnsdóttir, ÍFR, með 962 stig, Björk Jónsdóttir, ÍFR, varð önnur með 906 stig og Elsa Björnsdóttir, ÍFA, þriðja með 873. Brynjar Valdimarsson sigraði á Icelandic open snókermótaröðinni sem lauk um helgina. Brynjar sigraði Jóhannes B. Jóhannesson i úrslit- um, 6-1. í undanúrslitunum hafði Brynjar betur gegn Ásgeiri Ásgeirs- syni, 5-4, þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á næst síðustu kúlu, og Jó- hannes lagði Sumarliöa D. Gústafs- son, 5-1. Lennart Johansson forseti knatt- spymusambands Evrópu hefur óskað eftir rannsókn vegna hugsanlegra mútugreiðslna til 20 fulltrúa Alþjóða knattspymusambandsins, FIFA, sem áttu að tryggja Sepp Blatter forseta- stólinn í FIFA. Blatter hafði betur i kosningu gegn Johannsson og þótti mörgum maðkur vera i mysunni i þeirri kosningu. Skagamaóurinn Haraldur Ingólfs- son skoraði eitt marka Elfsborg sem sigraði Nássjö, 1-4, á útivelli í sænsku bikarkeppninni í knatt- spyrnu í gærkvöld. Knattspyrna: Skagamenn á faraldsfæti DV Akranesi Fjölmargir ungir knattspyrnu- menn frá Akranesi dvelja um þessar mundir hjá erlendum fé- lögum eða era á leið þangað. Þeir eru Jóhannes Harðarson hjá Gent í Belgíu, Reynir Leós- son og Jóhannes Gíslason hjá Stuttgart í Þýskalandi, Ellert Bjömsson og Grétar Steinsson hjá Feyenoord í HoUandi, Hjálm- ur Dór Hjálmsson hjá Roda í HoUandi og PáU Gísli Jónsson og Helgi Valur Kristinsson hjá Pet- erborough í Englandi, en þar mun Þorlákur Árnason, yfir- þjálfari yngri flokka ÍA, sækja námskeið. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.