Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 26
26* Wvikmyndir ***-------- ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 Regnboginn - La Vita e Bella/Lífið er fallegt Hin káta angist ^ ^ ^ Llfiö er fallegt er magnum opus Ro- berto Benigni, hins hæfileikaríka gaman- leikara, sem með þessari mynd skipar sér í hóp at- hyglisverðari kvikmyndagerðarmanna samtímans. Þetta er mynd sem er fuil af bamslegri gleði og töfrum, kostulegri uppáfyndingasemi og kröftug- um lífsvilja. Það að hún skuli byggja á þessum þáttum þrátt fyrir að yfir helmingur hennar gerist í hryllingi útrýmingarbúða nasista, skilur hana frá hjörðinni og gerir hana um margt einstaka. Um leið má segja að myndin fmni styrk sinn i þessu sögusviði; í hin grimmu örlög sem persónumar standa frammi fyrir sækja fyrmefndir þættir slag- kraft sinn. Lífið er failegt er ekki bara saga um mann sem gerir allt til að vemda það sem honum er kært, heldur einnig áþreifanleg sönnun þess að kómedían er jafii máttugur frásagnarmáti og Kvikmynda GAGNRÝN dramað til að varpa ljósi á dýpi mannssálarinnar. Myndin hefst svosem sakleysislega.Gyðingurinn Guido (Benigni) hefur fengið vinnu hjá frænda sín- um sem þjónn á veitingahúsi, á Ítalíu fasistatím- ans. Hann beitir ótrúlegustu klækjabrögðum til að vinna hug og hjarta Doru (Braschi, eiginkona Benigni) sem ekki er af gyðingaættum og að auki í tygjum við forpokaðan embættismann fasista. Þetta tekst eftir allnokkuð brambolt, þau giftast og eignast soninn Giosue (Cantarini). En þá víkur sögunni til 1945, stríðið er að fjara út en ennþá er verið að smala gyðingum í útrýmingarbúðir. Þar lenda Guido og Giosue ásamt Dom sem krefst þess að fá að fara með í lestinni. Til að vemda son sinn frá hryllingi raunveruleikans byijar Guido að spinna lygavef, þetta er allt saman leikur segir hann við son sinn og markmiðið er að saftia þús- und stigum og hljóta alvöm skriðdreka i verðlaun. En til þess verður að fara eftir reglunum, sem með- Roberto Benigni í hlutverkinu sem færði honum óskarsverðlaunin. al annars felast í því að ekki má kvarta yfir litlum mat og hafa hægt mn sig þegar við á. Lífið er fallegt hefúr ver- ið skömmuð af skammsýn- um pólitískum öflum til hægri og vinstri fyrir að þjóna ekki þeirra tilgangi. Þetta era dæmigerð við- brögð fólks sem skortir skilning á eðli góðrar frásagnarlistar, líkt og þegar sjálfskipaðir sérfræðingar býsnast úti túlkun kvik- myndahöfunda á þekktum bókum eða raunvera- legum persónum. Skálduð verk em í kjamann lik- ingar, höfundurinn er að segja sögu um mannlegt eðli, drauma, vonir og þrár, sem hver og einn á að geta fundið samhljóm viö ef þokkalega tekst til. Þau hafa yfírleitt ekki að markmiði sínu að lýsa „raunveruleikanum", eltast við sagnfræði eða þjóna pólitískum stefnum. Þetta getur oft þvælst fyrir fólki þegar kemur að kvikmyndinni, sem svo oft hefúr yíir sér raunvemleikablæ, leitast við að segja okkur einhvem sannleika og tekur ávallt ein- hverskonar afstöðu. Benigni er til dæmis ekki að reyna að gefa okkur raunsanna mynd af Helfórinni í mynd sinni, heldur velur hann henni sögusvið þar til að flytja okkur þá sannfæringu sína að út- sjónarsemi, kærleikur og lífsþorsti mannsins á sér engin takmörk. Með þessu er hann ekki að óvirða fómarlömb Helfararinnar, heldur þvert á móti. Þó að hægt sé að hafa mikið gaman af hinum flókna lygavef sem Guido spinnur handa syni sínum til að bægja honum frá heimsins vonsku, fer aldrei á milli mála að gríninu fylgir beisk angist þegar hann beinir sjónum okkar að stöðu persónanna og hlutskipti þeirra. Leikstjóri: Roberto Benigni. Handrit: Vincenzo Cerami og Roberto Begnini. Kvikmyndataka: Tonio Delli Colli. Tónlist: Nicola Piovani. Aðal- hlutverk: Roberto Benigni, Nicoletta Braschi, Giorgio Cantarini, Horst Buchholz. Ásgrímur Sverrisson f © P> P % % í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 18. - 20. mars. Tekjur í milljónum dollara og heildartekjur Clint Eastwood leikur aöalhlutverkiö og leikstýrir True Crime Rómantík og sakamál Gamla brýniö Clint Eastwood átti enga möguleika meö sína ágætu sakamálamynd True Crime gegn ungu Hollywoodstjörnunum Söndru Bullock og Ben Affleck sem leika aðalhlutverkin í hinni rómantísku Forces of Nature, sem var langvinsælasta kvikmyndin í Badarikjunum óskarsverölaunahelgina. Analyze This, sem hefur veriö í efsta sæti síðustu tvær vikur, féll aöeins um eitt sæti og heldur því sínu. Aöarar nýjar myndir, True Crime meö Clint Eastwood og teiknimyndin The King and I, ollu nokkrum vonbrigðum hvaö aösókn varöar, en sérlega góöir dómar Eastwood til handa ættu aö hafa einhver áhrif á næstunní. Eitt af því merkilegasta sem skeöi í síöustu viku var aö teiknimyndin The Rugrats Movie fór yfir 100 milljón dollarar markiö í aösókn og er þar meö fyrsta teiknimyndin sem ekki kemur frá Walt Disney sem gerir slíkt. The King and I, sem er fyrsta teíknimyndin sem gerö er eftir frægum söngleik, viröist dæmd til aö falla fljótt út af listanum ef aösóknin eykst ekki. -HK Tekjur Heildartekjur !■(-) Forces Of Nature 13.510 13.510 2. (1) Analyze This 11.711 57.153 3. (-) True Crime 5.276 5.276 4. (5) Baby Geniuses 4.312 11.838 5. (3) Cruel Intentions 4.008 29.871 6.(-) The King and 1 4.007 4.007 7. (2) The Rage: Carrie 2 3.713 12.615 8. (4) The Corruptor 3.127 10.916 9. (11) Shakespeare In Love 2.975 73.192 10. (6) The Deep End of the Ocean 2.567 10.002 11. (7) Wing Commander 2.269 8.840 12. (14) Ufe Is Beautiful 2.234 35.990 13. (8) The Other Sister 2.049 23.452 14. (10) October Sky 1.865 23.621 15. (9) 8MM 1.676 34.007 16. (12) Payback 1.158 77.905 17. (17) Saving Private Ryan 1.060 210.214 18. (-) Ravenous 1.040 1.040 19. (13) My Favorite Martian 0.794 34.403 20. (15) Message in a Bottle 0.642 50.714 ngrai Háskólabíó - StarTrek: Insurrection: Þjófar í Paradís Star Trek fabrikkan öll, sjónvarpsþættir og bló- myndir, er hið ágætasta fyrir- bæri. Þetta em goðsögur sem gera að viðfangsefni sínu eilífðarmál á borð við hugrekki, staðfestu, um- burðarlyndi, aðlögunarhæfni og útsjónarsemi. Ekki spillir fyrir að umgjörðin er alheimurinn sjálfur, hið ókannaða svæði, þar sem óvæntar hættur leynast á næsta hnetti og stórkostleg undur ber fyrir augu í hjálíðandi stjömuþok- um. Persónumar era erkitýpur; leiðtoginn, presturinn/læknirinn, bardagamaðurinn, viskubrunnur- inn o.sv.frv. Ekki er ýkja erfitt að koma auga á hinn allegoríska þátt þessara sagna, sem jafnan vísa í mannkynssöguna og þær siðferði- legu spumingar sem við stöndum frammi fyrir sem íbúar á henni Jörð. Allt er þetta snoturlega framreitt, ristir kannski ekki mjög djúpt en telst hin dægileg- asta afþreying, ekki síst þar sem yfirleitt er stutt í húmorinn. Það sem bíómyndimar hafa fram yfir sjónvarpsþættina era of- urlítið meiri peningar til brellu- gerðar og ögn meira svigrúm til að leýfa persónunum að anda. Þetta er ágætt handa þeim sem ekki fylgjast með þáttunum í sjón- varpi en skiptir litlu fyrir þá sem þekkja til Star Trek heimsins, þar sem persónumar era þeim fyrir löngu kunnar. Star Trek: Insurrection er ní- imda bíómynd seríunnar og rétt yfir meðallagi sem slík. („Trekk- arar“ hafa löngum haldið þvi fram að þar sem Star Trek sé fyr- irbæri út af fyrir sig, sé ekki hægt að notast við aðrar viðmiðanir en að bera myndimar saman innbyrðis). Hún hefst þar sem vélmennið Data liðsforingi (nokk- urskonar Gosi sem smám saman er að átta sig á manneskjunni í sjálfum sér) snýst óvænt gegn fé- lögum sínum, þar á meðal Sam- bandsmönnum og fólki af Son’a kynþættinum, þar sem þeir eru að rannsaka Ba’ku fólkið, einangrað- an kynþátt sem hefst við á af- skekktri en ægifagurri plánetu. Picard kafteini á Enterprise era gefnar 12 stundir af Dougherty að- mírál Sambandsins og stjómanda könnunarleiðangursins, til að hafa uppá Data eða eyða honum ella. Þegar Picard hefur uppá Data kemst hann að því að Dougherty Kvikmynda GAGNRÝNI Það hefur aldrei vantað furðu- veru í Star Trek-myndirnar. stendur að andstyggilegu plotti ásamt leiðtoga Son’a hópsins, Ru’afo, um að fjarlæga Ba’ku fólk- ið frá heimaplánetu sinni og ganga þannig gegn einni helstu meginreglu Sambandsins sem snýst um að blanda sér ekki í hina náttúrulegu þróun hinna ýmsu menningarsvæða. Þeir hafa nefnilega komist að því að plánet- an geymir æskubranninn sjálfan og vilja nýta hann öllum til heilla - eða svo segja þeir. Þegar Doug- herty tjáir honum að þetta sé gert með vitund og vilja Sambands- stjómarinnar, stendur hann frammi fyrir því erfiða vali að hlýða skipunum eða hætta öllu til að veija Ba’ku fólkið. Ekki er erfitt að koma auga á uppsprettuna; meðferð evrópskra landnema á frumbyggjum N-Am- eríku á sínum tíma. Víst er þetta verð- ugt viðfangsefhi en einhvern veginn verður ekki eins mikið úr og efni standa til. Of mörgum spumingum er ósvarað og smám saman víkur hin stóra siðferðisspuming fyrir einfeldn- ingslegri baráttu milli góðu kall- anna og þeirra vondu. En kannski er ekki mikil ástæða til að býsnast yfir því, þetta er fyrst og fremst til gamans gert og ekki skortir skemmtiatriði af fjöl- breyttu tagi. Leikstjóri: Jonathan Frakes. Aðalhlutverk: Patrick Stewart, Jonathan Frakes, Brent Spiner, F. Murray Abraham, Donna Murphy. Ásgrímur Sverrisson Hinn stæðilegi Joe Young ásamt besta vini sínum, Jill Young (Charlize Theron). Sam-bíóin/Stjömubíó - Mighty Joe Young: Apaspil , Sjálfsagt eru apar ofnotað- asta dýrategundin í kvik- myndum. Allt frá því hinn stæðilegi King Kong leit dagsins ljós og Tarz- an fór öskrandi um skóga Afríku með apa sér við hlið hafa verið gerð- ar óteljandi kvikmyndir þar sem apar koma mikið við sögu. Ein slík var Mighty Joe Young sem gerð var 1949 og þótti ekki nema miðlungi smerkileg. Það að hún er flestum gleymd kom þó ekki í veg fyrir að Disney-kvikmyndasamsteypan sæi ástæðu til að endurgera hana og er eldri myndinni fylgt eftir samvisku- samlega hvað varðar söguna en kvikmyndatækninni hefur fleygt það mikið fram aö í útliti er mikill munur á. Titilpersónan Joe Young er stór og mikil górilla, sjálfsagt helmingi stærri en venjuleg górilla. Eins og ávallt þegar sögur um furður náttúr- unnar berast manná á milli þá þarf maðm'inn að skipta sér af málum og óboðinn í heimkynni Joe kemur Gregg O’Hara (Bill Paxton), starfs- maður dýragarðs í Kalifomíu þar sem dýrin fá að vera í sem eðlileg- ustu umhverfi. Hann fær óbliðar viðtökur hjá Joe en er bjargað af Jill (Charlize Theron) sem hefur alið Joe upp og vemdað hann fyrir um- heiminum. Gregg tekst að sannfæra Jill um að ef þau forði ekki Joe úr frumskóginum muni hann verða fómarlamb veiðimanna. Saman fara þau með hann til Kalifomíu þar sem Joe kann fljótlega vel við sig. Joe er hið besta skinn, vill engum illt og veldur það stundum misskilningi þegar hann vill fara í feluleik. Það eina illa sem hann man úr fortíð sinni er þegar móðir hans var drep- in af veiðimönnum sem einnig drápu móður Jill. Þegar þessir sömu veiðimenn birtast er Joe minntur á fortíðina og tryllist og þegar Joe kemst í þannig ham þá ræður eng- inn við hann.... Mighty Joe Young er gamaldags ævintýri og heppnast myndin ágæt- lega sem slíkt. Sjálfur er Joe meist- arasmið tæknimanna og ekki hægt annað en að láta sér þykja vænt um hann. Það er samt ekkert sem stend- ur upp úr; myndin líður í gegn á þægilegan máta án þess að skapa nokkra hræðslu hjá yngstu áhorf- endunum, sem örugglega hafa mesta ánægju af myndinni, en húmorinn hefði þó að ósekju mátt vera meiri. Bæði Bill Paxton og Charlize Ther- on eru sjarmerandi leikarar þótt maður fái það á tilfmninguna að Theron sé óvenju nútímaleg stúlka, miðað við að hafa alið allan sinn aldur í frumskóginum. Mighty Joe Young er, þegar á heildina er litið, ágæt fjölskylduskemmtun. Leikstjóri: Ron Underwood. Hand- rit: Mark Rosenthal og Lawrence Konner. Kvikmyndataka: Donald Peterman og Oliver Wood. Tónlist: James Horner. Aðalleikarar: Bill Paxton, Charlize Theron, Rade Serbedzija og Regina King. Hilmar Karlsson Kvikmynda 1 jr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.