Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1999 Neytendur________________________________________________ Orkufrek eða spar- neytin raftæki íslendingar eru ákaflega kaup- glaðir þegar kemur að raftækjum og nú er svo komið að enginn þykir maður með mönnum nema hann eigi a.m.k. tvö sjónvarpstæki og að lágmarki eina öfluga heimilistölvu. Verð á rafmagnstækjum hefur farið lækkandi og hefur undanfarið ár verið sannkölluð gósentíð fyrir raf- tækjaunner.dur. En ekki er sopið kálið þótt i ausuna sé komið ef þannig má að orði komast, þ.e. það er ekki nóg að kaupa tækin því að rekstur þeirra kostar sitt. Rekstur algengra rafmagnstækja felst að sjálfsögðu aðallega i raf- magninu sem þau eyða. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykja- víkur eru rafmagnstækin hins veg- ar ákaflega misfrek á það. Ódýrar vöfflur Af þeim tækjum sem skoðuð voru mun oayrara í rekstn en sjonvarp- ið. Rekstur þess kostar aðeins 496 krónur á ári miðað við sex klukku- stunda notkun á hverjum degi. Sama notkun á sjónvarpstækinu kostar hins vegar 1635 krónur á ári. Tölvur ódýrar í rekstri Netfiklar og aðrir tölvuáhuga- menn geta huggað sig við það að þótt símreikningurinn sé í hærra lagi þá eyðir tölvan sjálf ekki miklu. Miðað við þriggja klukkustunda notkun á dag kostar rekstur tölv- unnar 694 krónur á ári. Rekstur kaffinkönnunnar og örbylgjuofnsins er álíka dýr og rekstur tölvunnar. Ef miðað er við tveggja lítra kaffi- könnu sem notuð er í fimmtán mín- útur á dag kostar rekstur hennar 558 krónur. Örbylgjuofninn er litlu dýrari í rekstri. Notkun 1300 vatta ofns i fimmtán mínútur á dag kost- ar 599 krónur á ári. Þvotturinn kostar sitt Algeng heimilistæki, eins og þvottavél og uppþvottavél, eyða skiljanlega talsvert meira rafmagni en litlu rafmagnstækin sem hafa þegar verið skoðuð. Þvottavélin er þó mun ódýrari í rekstri heldur en uppþvottavélin. Miðað er við þvottavél sem þvær mislitan þvott á 60" C tvisvar í viku. Sú notkun kostar 1157 krónur á ári. Hins vegar er miðað við að upp- þvottavélin sé notuð fjórum sinnum í viku. Sú notkun kostar 2650 krón- ur á ári. Vatnsrúmið dýrast Næstdýrast í rekstri af þeim raf- magnstækjum sem könnuð voru var 350 lítra kæli- og frystiskápur. Eðli- lega er gert ráð fyrir að skápurinn sé í notkun allan sólarhringinn árið um kring. Sú notkun kostar 4887 krónur. Langdýrast í könnuninni er 350 vatta vatnsrúm. Rekstur þess kostar 9534 krónur á ári. -GLM Smáfiskur með krydd- jurtum og sveppum í þennan Ijúffenga fiskrétt má nota skötusel, smásilung, karfa, smálúðu eða kola. Þessi ljúffengi fiskréttur er ætt- aður frá Ítalíu. í hann má t.d. nota skötusel, smásilung eða smálúðu. Uppskrift: 250 g sveppir 1 hvítlauksrif, smátt saxað 3 msk. ólifúolía 2 msk. finsaxað basil 1 msk. söxuð steinselja 1 tsk. salvía, finsöxuð safi úr einni sítrónu 4 msk. þurrt hvítvín, blandaö með 1/2 tsk. af maísmjöli nokkrir dropar af fiskikrafti 4 smásilungar, u.þ.b. 300 g hver (eða samsvarandi af öðrum fiski) 2 msk. brauðrasp 2 msk. nýrifmn parmesanostur. Aðferð 1) Þvoið fiskinn vel undir köldu vatni. Skafið hreistrið burt, klippið tálknin úr hausnum, skerið á kvið- inn, fjarlægið slorið og þvoið vel að innan. Ef lifrin er heil og falleg er gott að skola af henni og setja hana aftur í kviðarholið. Þurrkið fisk- inn vel. 2) Takið nú hæfilega stóra, af- langa, eldfasta skál eða fat og raðið fiskunum hlið við hlið. 3) Setjið sveppina, hvítlaukinn og ólífuolíuna á heita pönnu og látið krauma i u.þ.b. tvær mínútur eða þar til sveppirnir eru orðnir mjúk- ir. Bætið þá kryddjurtunum, sítrónusafanum og hvítvíninu sem maísmjölinu hefur veriö hrært út í, saman við. Látið suðuna koma upp og hrærið í á meðan sósan þykknar. Bragbætiö með fiski- kraftinum. 4) Hellið sósunni yfir fiskinn, strá- ið síðan brauðraspinu og parmesa- nosti yfir. 5) Leggið álpappír lauslega yfir fat- ið og setjið það í um 200' C heitan ofn þar sem fiskurinn bakast í um 20 mínútur. Fjarlægið álpappírinn þegar 5 mínútur eru eftir af tíman- um og hækkið hitann aðeins til að osturinn fái gullna skorpu. -GLM Hverju eyða rafmagnstækin á ári? Vöfflujárn: 22 krónur Brauðrist: 372 krónur Hárþurrka/ryksuga: 387 krónur Kaffikanna: 558 krónur Örbylgjuofn: 599 krónur Tölva: 694 krónur Þvottavél: 1157 krónur Sjónvarp: 1635 krónur Uppþvottavél: 2650 krónur Kæli- og frystiskápur: 4887 krónur Vatnsrúm: 9534 krónur [HOT Rafmagnstækin á heimilinu eyða misjafnlega miklu. Rekstur heimilistölvunnar kostar um 694 krónur á ári sam- kvæmt útreikningum Orkuveitunnar. að þessu sinni er rekstur vöflflu- jámsins langtum ódýrastur. í útreikningum Orkuveitunnar er gert ráð fyrir að jámið sé notað í samtals þrjár klukkustundir á ári sem sumum finnst e.t.v. frekar lítið. Miðað við þá notkun kostar rekstur jámsins aðeins 22 krónur á ári. Næstódýrastur er rekstur brauðristarinnar. Gert er ráð fyrir að brauðristin sé notuð í tíu mínút- ur á dag. Sú eyðsla kostar 372 krón- ur á ári. Sjónvarp og tölva Samkvæmt útreikningum Orku- veitunnar kostar rekstur 1000 vatta ryksugu og 1000 vatta hárþurrku 387 krónur á ári. Þá er gert ráð fyr- ir að þessi tæki séu notuð í um eina klukkustund á viku. Margir eiga erfitt með að hugsa sér heimili án sjónvarps og mynd- bandstækis. Myndbandstækið er sandkorn í kosningabaráttu Kosningabaráítan er hafrn hjá Framsóknarflokknum á Vestur- landi. Þetta sást bersýnUega eftir að flokkurinn hélt kjör- dæmisfund í Borgar- nesi á dögunum því í næsta nágrenni við fundinn var haldinn málefhafundur með Landssambandi aldraðra og Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga. Þar voru ræðumenn m.a. þau Ingibjörg Pálmadóttir heUbrigðis- ráðherra og Ólafur Ólafsson, fyrrv. landlæknir. Kom nokkuð á óvart að á heimasíðu Framsóknar- flokksins í kjördæminu var litið á þennan fund sem „lið í kosninga- baráttu flokksins“... Það hefur fario aldeUis voðalega í taugamar á mörgum sjálfstæðis- mönnum þegar jafnaðarmenn hafa verið að vinna sigra í kosningum víðs vegar í Evrópu á undanfórnum misserum og árum. Og það sem hef- ur farið verst í þá er að Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokksins, hefur oftar en ekki fagnað þessum sigrum eins og væru þeir hans og talið þá ótvíræða vísbendingu um það sem koma muni hér á landi. Hefur ónefndum forystumönnum Sjálfstæðisflokks- ins sviðið þetta mjög og oftar en ekki gert það að umtalsefni að Sig- hvatur eigi ekki að fagna þessum sigrum sem sínum. Nú er mönnum hins vegar spum eftir kosningamar í Finnlandi um helgina, þar sem jafnaðarmenn töpuðu 11 þingsæt- um: Hvað segir Hvati? Meira læri Sunnudagslæri þeirra Kolbrún- ar Bergþórsdóttur og Auðar Har- alds á Rás 2 eftir há- degi á sunnudögum hefur slegið hressi- lega í gegn. Þar er á ferð blanda af hug- leiðingum um lifið og tilveruna og umfjöllun um liðna snillinga af ýmsu tagi. Era þessar kræsingar á borð bomar eins og þeim einum er lagið. Nú hefúr frést að þátturinn verði áfram á dagskrá, hlustendur rásarinnar fái læri í eyrun efltir há- degi á sunnudögum í allt sumar. Vegna vinsældanna spyija hins veg- ar ófáir, ekki síst i ljósi manna- hreyfinga síðustu missera, hvenær íslenska útvarpsfélagið ranki við sér og sjanghæi þær stöllur yfir á Bylgjuna. Ríða skipuriti í vikublaðinu Austurlandi, sem gefið er út í Neskaupstað, var fyrir skömmu sagt frá þvi að búið væri að ráða til starfa forstöðumenn hinna ýmsu sviða Fjarðabyggðar. í fréttinni var sagt að þetta væri í samræði við hið nýja skipurit sveitarfélagsins en þama var prentvillupúkinn á ferðinni. Þórami V. Guðna- synl, fyrrverandi bæjarfuUtrúa i Neskaupstað, þótti nóg um þessa frétt og gaukaði að Elmu Guð- mxmdsdóttur, fyrrverandi rit- stjóra blaðsins, eftirfarandi: Austurland var áður gott, nú ekki fmnst þar orð af viti. í Fjarðabyggð nú þykir flott að fá að ríða skipuriti. Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.